Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
T
í SUMAR
ÖLVUSKÓLIFYRIR BÖRN
OGUNGLINGA, 10-16ÁRA
í sumar býður Tölvuskóli Reykjavíkur upp á 24 klst. 2 vikna
tölvunámskeið, þar sem kennt er á PC tölvur, en eins og
kunnugt er hefur Reykjavíkurborg nú tölvuvætt alla grunnskóla
borgarinnar með PC tölvum. Námið miðar að þvi að veita
almenna tölvuþekkingu og koma nemendum af stað við að nýta
tölvuna sér til gagns og gamans við nám.
AÐSENDAR GREINAR
Nýja-Sjáland úr
viðjum haftanna
Farid er í eftirtalin atriði
Fingrasetning og vélritunaræfingar.
Windows og stýrikerfi töivunnar.
Ritvinnsla.
Teikning.
Almenn tölvufræði.
Töflureiknir.
Leikjaforrit. .
Lögð er áhersla á að vinna verkefni sem geta komið að gagni
við ritgerðasmíð og ýmis konar verkefnagerð í skóla.
Verð námskeiðanna er vel undir almennum námskeiðagjöldum.
Kennt er alla virka daga frá 9 - 12 eða 13-16
í Borgartúni 28, 3. hæð.
Veittu barninu þínuforskot í lífinu
- innritun er hafin í síma 687590.
Tölvuskóli Reykiavíkur
BORGARTÚNI 28. 105 REVKJAVÍK, sími 616699. fax 616696
SERSTAKUR gestur
á aðalfundi VSÍ í dag
er Steve Marshall fram-
kvæmdastjóri samtaka
atvinnurekenda á Nýja-
Sjálandi. Þær róttæku
breytingar sem gerðar
hafa verið þar í landi
síðastliðinn áratug á
umgjörð efnahagslífs-
ins, þ.m.t. löggjöf um
samskipti á vinnumark-
aði, hafa vakið athygli
um víða veröld.
Nýja-Sjáland er á
suðurhveii jarðar hinum
megin á hnettinum og
því næstum eins langt
frá okkur og hægt er
að komast. íbúarnir eru
þijár og hálf milljón og flestir af
enskum uppruna en frumbyggjar
(maoríar) eru um tíundi hluti. Land-
ið er tvisvar og hálfum sinnum
stærra en ísland og meginhluti þess
tvær stórar skógivaxnar eyjar og er
sú syðri ijöllótt með straumhörðum
ám og á þeirri nyrðri eru virk eld-
fjöll og heitir hverir. Eyjarnar eru í
tempraða beltinu. og ákaflega vel
fallnar til landbúnaðar enda eru
Hannes G.
Sigurðsson
18 GIRA FJALLAHJOL 26"
15 GIRA KVENHJOL 24"
Verð
aðeíns
5 GÍRA FJALLAHJOL 20"
Þetta eru
efiaust bestu
hjólakaupin í dag!
Opið mánud.-föstud. 9-18
og laugard. 10-14
BMX HJOL20".
Faxafeni 9, sími 677332
landbúnaðarvörur eins
og kjöt, ull, mjólkur-
vörur og ávextir mikil-
vægustu útflutningvör-
ur. Nýsjálendingar
flytja einnig út timbur-
vörur, frystar sjávaraf-
urðir, ál, kol og járn.
Fyrir hálfri öld töld-
ust Nýsjálendingar til
ríkustu þjóða heims en
háfa síðan jafnt og þétt
dregist aftur úr öðrum
þjóðum. Árið 1970
töldust þeir í tíunda
sæti en árið 1991 voru
þeir fallnir í 17. sæti
og voru tekjur þeirra
rúmum fimmtungi
lægri en að meðaltali í
klúbbi ríku þjóðanna (OECD).
Nýsjálendingar voru meðal fyrstu
ríkja til að byggja upp velferðar-
kerfi með almannatryggingum,
ókeypis heilbrigðisþjónustu og skóla-
göngu og félagslegu húsnæði og
eftir því sem tímar liðu varð kerfið
sífellt fullkomnara og þar af leiðandi
umfangsmeira og dýrara.
Fram á áttunda áratuginn byggði
landið ríkidæmi sitt og velferð á
verslun við Bretland sem keypti þrjá
fjórðu hluta útflutningsvara þess
sem að mestu voru landbúnaðaraf-
urðir en þá gekk Bretland í Evrópu-
bandalagið og við það lokuðust hefð-
bundnir markaðir. Jafnframt hafði
með tímanum byggst upp flókið kerfi
í atvinnulífinu þar sem ríkisvaldið
úthlutaði leyfum, niðurgreiðslum og
útflutningsuppbótum til framleið-
enda. Hlutverk stjórnmálamanna
var að þjóna sérhagsmunum þrýsti-
hópa og senda reikninginn á skatt-
greiðendur.
Samskipti á vinnumarkaði ein-
kenndust af mikilli miðstýringu og
kjarasamningar fóru fram undir
stjórn fulltrúa frá ríkisvaldinu og ef
ekki náðist samkomulag urðu aðilar
að sæta úrskurði ríkissáttasemjara.
Úrskurði sáttasemjara skyldi síðan
nánar samið um í samningum vinnu-
veitenda og einstakra verkalýðsfé-
laga og þeir samningar síðan út-
færðir í einstökum fyrirtækjum.
Verkafólki var skylt að eiga aðild
að verkalýðsfélagi og markmið
samninga var jafnan að auka kaup-
mátt og að viðhalda eða minnka lau-
namun. Verkalýðsfélögin tóku ekki
mikla áhættu með því að kreíjast
mikilla launahækkana né vinnuveit-
endur að verða við þeim, því ríkis-
valdið tryggði að ekki færi illa. En
af þessu hegðunarmynstri leiddi
mikil verðbólga og í baráttunni við
hana var gengi nýsjálenska döllar-
ans haldið föstu og þegar samkeppn-
ishæfni fyrirtækja minnkaði þá var
bara gripið til hærri tolla, niður-
greiðslna og útflutningsbóta. Árin
eftir olíukreppuna fyrri og fram á
níunda áratuginn voru erfið; við-
skiptahalli og erlend skuldasöfnun
mikil og verðbólga þrálát og tilraun-
ir með launa- og verðstöðvanir báru
aðeins skammvinnan árangur.
Þegar ný ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins kom til valda árið 1984
urðu þáttaskil. Hún lækkaði hæsta
tekjuskattþrep einstaklinga úr 66%
í 33% og skatthlutfall fyrirtækja úr
45% í 33%. Hún jók fijálsræði í at-
vinnulífinu, afnam útflutningsbæt-
ur, niðurgreiðslur landbúnaðaraf-
urða, innflutningsleyfi og annan
opinberan stuðning við atvinnulífið
og fijáls verðmyndun var tekin upp
á rafmagni sem áður var niður-
greitt. Ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins breytti einnig ríkisfyrir-
tækjum í hlutafélög og hóf sölu
þeirra. Vextir voru gefnir fijálsir,
gjaldmiðiliinn settur á flot og af-
skipti minnkuð af viðskiptabönkun-
um.
Eitt svið efnahagslífsins lét þó
Verkamannaflokkurinn að mestu
en það.yar vinnumarkaður-
Hlutverk nýsjálenskra
stjórnmálamanna var að
þjóna sérhagsmimum
þrýstihópa, segir Hann-
es G. Sigurðsson, og
senda reikninginn á
skattgreiðendur.
inn. Árið 1991 komst ríkisstjórn
íhaldsflokksins til valda en hann
hafði einmitt gengið tii kosninga
með umfangsmiklar breytingar á
vinnulöggjöf á stefnuskránni. Vorið
1991 voru sett lög sem kipptu stoð-
unum undan hinu hefðbundna kerfi
sem verið hafði við lýði um áratuga
skeið. Skylduaðild að verkalýðsfé-
lögum var afnumin. Allir kjarasamn-
ingar skyldu gerðir í fyrirtækjunum,
annað hvort miili fyrirtækis og ein-
stakra starfsmanna eða hópa þeirra.
Samkvæmt lögunum voru heild-
arkjarasamningar, hvort sem þeir
náðu til heilla atvinnugreina, svæða
eða landsins alls, bannaðir. Hug-
myndin með lögunum er að rétturinn
sé hjá einstaklingnum og kjósi hann
að vera meðlimur í félagi sem komi
fram fyrir hans hönd í samningum
er honum það heimilt, hvort sem það
er stéttarfélag eða einhver annar
aðili.
Þessi nýja vinnulöggjöf hefur haft
róttækar breytingar í för með sér.
Rúmlega helmingur launþega er nú
með einstaklingsbundna launasamn-
inga sem skv. lögunum eiga að vera
skriflegir og um þriðjungur starfs-
manna hefur gert hópsamning við
vinnuveitanda sinn. Með lögunum
var jafnframt settur á stofn sérdóm-
stóll sem tekur til meðferðar um-
kvartanir um ósanngjana samninga.
Um þær endurbætur sem Verka-
mannaflokkurinn hóf og íhalds-
flokkurinn hefur haldið áfram er
ekki lengur deilt en breytingin á
vinnulöggjöfínni hefur mætt heift-
arlegri andstöðu verkalýðshreyfing-
arinnar, ekki aðeins á Nýja-Sjálandi
heldur einnig hinnar alþjóðlegu
verkalýðshreyfingar. Það kom m.a.
fram í grein framkvæmdastjóra ASÍ
þann 8. desember sl. en þar var
ekki beinlínis farið fögrum orðum
um ástandið í landinu. Andstaða
verkalýðshreyfingarinnar er að
ýmsu leyti skiljanleg því að Lögin
drógu verulega úr áhrifum hennar
en markmið laganna var einmitt að
flytja vald frá hagsmunasamtökum
til einstaklinga og fyrirtækjanna
sem þeir starfa hjá.
Flest af því sem hér hefur verið
rakið hljómar kunnuglega í eyrum
íslendinga því það efnahags- og fé-
lagskerfi sem Nýsjálendingar
byggðu upp hjá sér og þau vanda-
mál sem það skapaði hafa að meira
og minna leyti verið við lýði hér á
landi. Breytingamar á Nýja-Sjálandi
voru og eru knúnar fram og réttlætt-
ar með tilvísun í síbreytilegan heim
harðnandi alþjóðlegrar samkeppni.
Þeir eru landfræðilega nær hinum
sjóðandi efnahagspotti í Austurlönd-
um fjær og skilja og skynja þess
vegna ef til vill betur en við hvað í
vændum er. Nýsjálendingum hefur
skilist að velferðar- og félagskerfí
fá ekki staðist til lengdar ef þau eru
dragbítar á samkeppnishæfni og
veikja undirstöðu lífskjaranna og nú
eru þeir loks að uppskera árangur
þeirra ei-fiðu breytinga sem þeir hafa
gengið i gegnum. Tilraun Nýsjálend-
inga til að virkja markaðsöflin til
aukins sveigjanleika og samkeppnis-
hæfni er áhugaverð og verðskuldar
fordómalausa umfjöllun af hálfu
þeirra sem búa við svipuð skilyrði.
Höfundur er
mhtoOurl'rnmk víemdæstjóri VSÍ.