Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 25

Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 25 AÐSENDAR GREINAR Veiðar og vernd SVONEFNT „villi- dýrafrumvarp“ hefur verið allmikið umfjöll- unarefni síðustu daga, enda hefur frumvarpið verið til umræðu á Al- þingi og er þetta þriðja þingið sem fjallar um frumvarpið. Þessi langi meðgöngutími er til marks um þá andstæðu hagsmuni ólíkra hópa sem takast á um efnis- þætti þessa frumvarps. Hagsmunagæslumenn bænda, innan þings sem utan, mynda órofa fylk- ingu þeirra sem standa gegn öllum breytingum sem snerta eignarrétt bænda, raun- verulegan eða ímyndaðan, á landi og landgæðum. Skotveiðimenn hafa beitt sér fyrir hagsmunum hinna „landlausu“ þéttbýlisbúa með því að gera kröfur um veiði- réttindi á afréttum og almenning- um. Skotveiðimenn eru þó sýnu verr skipulagðir en bændur og ítök þeirra í stjórnkerfi landsins lítil. Fjölmargir aðrir aðilar hafa um- sagnarrétt í þessum efnum, svo sem fulltrúar fuglaverndunarsinna, sveitarstjórna, menntastofnana og náttúrufræðinga svo nokkuð sé nefnt. Birgir Hermannsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, ritaði grein undir heitinu „vernd og veið- ar“ í Morgunblaðið hinn 6. maí og bar sig illa yfir framferði Skotveiði- félags íslands (Skotvís) gagnvart „villidýrafi'umvarpinu". Bar hann Skotvís á brýn að hafa kúvent í málinu og fara hamförum gegn þvl auk annarra léttvægari atriða. Birgir virðist ekki gera sér ljóst, að enda þótt Skotvís hafi tekið undir einstaka þætti frumvarpsins, svo sem varðandi rannsóknir og veiðistjórn, hefur það ávallt gert Ólafur Karvel Pálsson skýra grein fyrir and- stöðu sinni við ýmis undirstöðuatriði þess, svo sem takmörkuð veiðiréttindi á afrétt- um og almenningum og reglugerðarvald ráðherra. Enda þótt sjónarmið Skotvís og skotveiðimanna hafi verið kynnt með ýms- um hætti í fjölmiðlum að undanförnu skal ekki undan því vikist að gera nokkra grein fyrir helstu þáttum málsins að þessu til- efni. Skotveiðimenn eru ekki sammála þeim „anda“ sem er svo yfirþyrmandi í frumvarpinu og meðal annars kemur fram í heiti þess, „vernd, friðun og veiðar ...“, og virðist hafa þann tilgang að skáka veiðum til hliðar. Einnig má nefna að ekki er um eiginlega veiði- tíma að ræða samkvæmt frumvarp- inu heldur getur umhverfisráðherra með reglugerð „aflétt friðun" innan tímamarka sem fram til þessa hafa verið veiðitímabil. Skotveiðifélag íslands hefur litið svo á að mark- mið laga af þessu tagi skuli vera að nýta fuglastofna landsins til fuglaveiða sem útilífsíþróttar og sem hlunnindi til þjóðhagslegs ábata. Ennfremur, og ekki síður mikilvægt, skuli haga nýtingu þannig að vöxtur og viðgangur stofnanna sé sem best tryggður í bráð og lengd. Frumvarp sem ger- ir veiðum jafn lágt undir höfði og þetta er því skotveiðimönnum ekki að skapi. Skotveiðifélag íslands hefur frá upphafi barist fyrir því að auka veiðiréttindi almennings á afréttum og almenningum. Skotveiðar eru útilífsíþrótt sem er í örum vexti og eru skotveiðimenn nú einn fjöl- Nýr Toyota Landcruiser 1994, 5 gíra, diesel turbo, intercooler ★ ARB upphækkunargormar, 12 tommu léttmálmsfelgur, 38 tommu Dick Cepek dekk, ★ Rancho RS 9000 demparar, stillanlegir innan úr bíl, 9000 punda Warn spil, IPF fiskaugu, IPF 130 watta kastarar, Spearco „intercooler", toppgrind, gangbretti, *brettakantar, vindskeið að aftan, breytt framdrifsskapt, sérskoðun. *Nýjung á Islandi. Breyttur hjá BÍLASALAN BÍLABATTERÍIÐ, BÍLDSHÖFÐA 12, SÍMI 673131. Tiltrú skotveiðimanna á umhverfisráðherra hef- ur beðið endanlegt skip- ----------------------- brot, að mati Olafs Karvels Pálssonar, sem lýsir furðu sinni yfir því að embætti veiðistjóra var lagt niður. mennasti útivistarhópurinn með þjóðinni. Þessi hópur verður ekki sniðgenginn til lengdar, heldur er nauðsynlegt að taka á málefnum hans með framtíðarsýn í huga. Lög um veiðar sem ekki taka á--kröfu skotveiðimanna um aukin veiðirétt- indi eru ekki í tengslum við raun- veruleikann og því gagnslaus. Skotvís hefur jafnan verið þeirr- ar skoðunar að veiðitímar helstu veiðistofna skuli vera ákveðnir með lögum, en ekki í reglugerð ráð- herra. Þetta hefur félagið ítrekað lagt áherslu á í umsögnum sínum um frumvarpið. Þeir veiðitímar sem nú eru í gildi hafa gilt í hátt í 3 áratugi. Ekki hefur verið sýnt fram á að þessir veiðitímar og veiðiálag hafi haft merkjanleg áhrif á stærð umræddra fuglastofna. Skotveiði- mönnum er þó manna best ljóst að aðstæður geta breyst á sköm- mun tíma og því er nauðsynlegt að stjórnvöld geti gripið til að- gerða. Mat á nauðsyn slíkra að- gerða ber að fela vísindamönnum á viðkomandi sviði. „Rjúpnafriðun“ umhverfisráðherra á liðnu hausti var prófraun hans í beitingu reglu- gerðarvaldsins við stjórn fuglaveiða . Að mati yfirgnæfandi fjölda skot- veiðimanna kolféll ráðherrann á því prófi. Skotveiðifélag íslands hefur ver- ið fylgjandi því að auka rannsóknir á dýrastofnum sem nýttir eru til veiða og að stigin verði fyrstu skref í stjórn veiða á þessu sviði hér á landi. Skotvís hefur jafnvel gengið svo langt að samsinna skattheimtu af veiðimönnum, veiðigjaldi, til að stuðla að slíkum rannsóknum. Enn- fremur hefur Skotvís verið fylgj- andi þátttöku skotveiðimanna í slíkum rannsóknum með því að skylda veiðimenn til að gefa skýrslu, veiðiskýrslu, um árlega veiði sína úr hveijum dýrastofni. Hér er augljóslega um verulegar kvaðir að ræða sem ekki er sjálfgef- ið að skotveiðimenn séu almennt sáttir við. Skotvís hefur hins vegar talið að í þessum efnum beri að horfa til framtíðar og leggja grunn að stjórn veiða meðan staða veiði- stofna er jafn góð og raun ber vitni. Það hefur hins vegar verið ófrávíkj- anlegur skilningur Skotvís að jafn- framt verði að horfa til framtíðar í öðrum málefnum skotveiðimanna samanber það sem fyrr var sagt um veiðiréttindi á afréttum og al- menningum. Rannsóknir og stjórn veiða byggjast á margslungnu starfi og krefjast þekkingar og reynslu sem ekki liggur á lausu hér á landi. Svo vel vill þó til að embætti veiðistjóra hefur tileinkað sér það sem til þarf í þessum efnum. Því voru allir, frá upphafi, sammála um að fela þessu embætti fyrirhugaðar rannsóknir og veiðistjórn samkvæmt „vilii- dýrafrumvarpi". Nema umhverfis- ráðherra frá og með loka desember sl., en þá tók ráðherrann skyndi- lega þá „pólitísku ákvörðun" að leggja embætti veiðistjóra niður og setja starfsemina undir aðrar stofn- anir. Um ástæður þessara sinna- skipta ráðherra skal ekki fjölyrt hér, enda hefur verið vikið að því áður á síðum Morgunblaðsins. Hitt er ljóst að tiltrú skotveiðimanna á hæfni umhverfisráðherra til að hlutast til um málefni skotveiða hefur beðið endanlegt skipbrot með þessum athöfnum. Þetta er ótrúleg niðurstaða þeg- ar haft er í huga að þorri skotveiði- manna fagnaði ráðherradómi nú- verandi umhverfisráðherra og vænti mikils af störfum hans í málefnum skotveiðimanna íslands. í ljósi þessara skýringa vænti ég þess að þeir sem ekki hafa fyllilega áttað sig á afstöðu Skotveiðifélags íslands til „villidýrafrumvarpsins“ séu nú nokkru vísari þótt aðeins hafi verið tæpt á allra mikilvæg- ustu málaflokkum. Höfundur er formaður Skotveiðifélags Islands. Magnús Davfö Bflabúð Benna Þórarinn V. Aðalíundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn í dag, þriðjudaginn, 31. maí 1994, í Súlnasal Hótels Sögu. Dagskrá: Kl. 12.00 Fundarsetning. Kl. 12.10 RæÖa formanns VSÍ, Magnúsar Gunnarssonar. Kl. 1 2.30 HádegisverSur aSalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.15 Ræða forsætisráSherra, DavíSs Oddssonar. Kl. 13.45 Reynsla Nýja Sjálands — frá haftabúskap til hagvaxtar. Steve Marshall, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Nýja Sjálands. Kl. 15.00 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liSib starfsár og önnur aðalfundarstörf. Alyktun aðalfundar — umræður og afgreiösla. Kl. 16.00 Fundarslit. Sielcff/effffiiír fjjéllslkylldlmmmairS Heitu pottarnir frá Trefjum eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði hvað varðar verð og gæði. Þeir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku plast- efni, það er hart sem gler og hita- og efnaþolið. Þá er auðvelt að þrífa og hægt er að fá laust lok eða létta og trausta öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá í jörð og ýmis auka- búnaður er fáanlegur, svo sem loft- og vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá Trefjum fást í ótal litaafbrigðum og 5 stærðum, sem rúma frá 4 - 12 manns. Það er auðvelt að láta drauminn rætast, því verðið er frá aðeins 69.875 krónum! Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Stapahrauni 7, Hafnarfirði, sími 5 10 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.