Morgunblaðið - 31.05.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 31.05.1994, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MIIMINTINGAR MORGUNBLAÐIÐ ASMUNDUR MATTHIASSON + Ásmundur Matthíasson, fyrrverandi aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, fæddist 30. júlí 1916 á Patreks- firði og ólst þar upþ. Hann lést 21. maí 1994. Ásmundur var sonur hjónanna Steinunnar Guðmundsdóttur og Matthías- ar Guðmundssonar á Patreks- firði. Hann var næst elstur tólf systkina og eru nú átta eftirlif- andi. Árið 1943 hóf hann störf hjá Lögreglunni í Reykjavík og vann þar um 44. ára skeið. Hann kvæntist 1. júlí 1944 Ragnhildi Pétursdóttur frá Hjaltastað, Hjaltastaðaþinghá, S.-Múl. Þau eignuðust þrjú börn: Hauk, Guðlaugu og Stein- unni. Utför Ásmundar verður MIG SETTI hljóðan er mér barst sú fregn, að fyrrum starfsfélagi minn og vinur, Ásmundur Matt- híasson væri látinn. Raunar vissi ég að hann gekk ekki heill til skóg- ar. Allmörg ár hafði hann átt við hjartveiki að stríða. Mér varð litið út um gluggann. Ylgeislar sólar vörpuðu gullniim ljóma yfir umhverfið. Sannarlega var þessi bjarti sumarmorgunn í samræmi við lífsstíl samferða- mannsins, sem nú er genginn inn í dýrð og birtu hinnar eilífu hvíta- sunnu. Kynni okkar Ásmundar hófust fyrir meira en hálfri öld. Árið 1941 kvæntist ég konu minni, Guðrúnu Runólfsdóttur, og bjuggum við fyrstu árin í 2ja herbergja íbúð í húsi tengdamóður minnar við Ei- ríksgötu. Eins og hjá flestum sem eru að byrja búskap voru efnin tikki mikil. Til að drýgja tekjurnar datt okkur það snjallræði í hug að leigja hálfa stofuna. En þannig hagaði til að draghurðir, sem hægt var að læsa, skiptu henni í miðju. Þarf ekki að orðlengja það að nýi leigjandinn, sem var valinn eftir auglýsingu, var Ijóshærður piltur í hærra meðallagi, fríður sýnum, prúðmannlegur og traustvekjandi. Þessi ungi maður var Ásmundur Matthíasson frá Patreksfirði, sem var kominn til borgarinnar til að leita sér fjár og frama eins og seg- ir í_ gömlu ævintýrunum. Ásmundur bjó síðan í nokkur ár hjá okkur á Eiríksgötunni. Dag nokkurn birtist í fylgd með honum íing og fögur stúlka geislandi af æsku og yndisþokka. Þessi stúlka var Ragnhildur Pétursdóttir frá Hjaltastað, Hjaltastaðaþinghá, Fljótsdalshéraði, er síðar varð éiginkona Ásmundar. Má með sanni segja að jafnfræði var með þeim hjónum bæði glæsileg í sjón, vel gefin og höfðu mikla mann- kosti til að bera. Með þeim hjónum og okkur tókst náinn kunningsskapur og vinátta sem aldrei bar skugga á. Eg minn- ist þess að fyrsta fólksbílinn sem við Ásmundur eignuðumst keypt- um við saman. Það var gamall Nash, hálfgert skrapatól, en þjón- aði samt vel sínum tilgangi að hægt væri að grípa til hans sér til hagræðis og yndisauka. Stuttu eftir að Ásmundur flyst suður sækir hann um starf í lög- reglunni í Reykjavík. Lögreglu- mannsstarfið verður síðan ævistarf hans. Enn lágu leiðir okkar Ás- mundar saman á þeim starfsvett- vangi í nokkur ár. Mér er vel kunn- ugt að í hinu ábyrgðarmikla og oft vandasama starfi lögreglumanns reyndist Ásmundur framúrskar- andi eins og hans var von og vísa. Hann gegndi ýmsums trúnaðar- störfum innan lögreglunnar. Um árabil sá hann um og annað- ist umferðafræðslu í skólum borgarinnar. Hann var einkar lag- inn að tala við börn og vekja at- hygli þeirra á hættum í umferð- inni. Enn unnum við Áshiundur saman. Ég samdi nokkra stutta leikþætti um umferðafræðslu, sem sýndir voru með leikbrúðum. Á síðari hluta starfsferils síns í lögreglunni var Ás- mundur aðalvarðstjóri. Ásmundur hafði góða söngrödd og var um nokkurt skeið í karlakór lögreglu- manna. Hann var líka vel hagmæltur þótt hann flíkaði því lítt. Bæði voru þau hjón li- stelsk og listunnendur. Þá vil ég geta þess að Steinunn, dóttir Ragnhildar og Ás- mundar, hefur hlotið viðurkenningu sem ljóðskáld og bækur hennar m.a. verið gefnar út af einu virtasta bókaforlagi landsins, AI- menna bókafélaginu. Er Ásmundur komst á eftir- launaaldur og gott tóm gafst til að sinna hugðarefnum sínum vann hann meðal annars að bókbandi og fékkst við ritstörf. í einkalífi sínu var Ásmundur hamingjumaður. Hin glæsilega og mikilhæfa mannkostakona stóð ætíð örugg við hlið manns síns og studdi hann með ráðum og dáð. Á sjöunda áratugnum byggðu þau hjónin sér stórt og fallegt rað- hús við Háaleitisbraut. Með ráð- deild og dugnaði tókst að gera drauminn að veruleika. Bæði hjónin lögðu metnað sinn i að skapa sér einstaklega notalegt og fallegt heimili. Maður varð í rauninni undr- andi þegar stigið var inn fyrir þröskuldinn, hversu öllu var smekklega og hagalega fyrirkomið, án þess að um nokkurt tildur eða óhóf væri að ræða. Garðurinn í kring var einnig í stíl við húsið, einstaklega vel hirt- ur, snyrtilegur og fallegur. Það var gott að heimsækja hjón- in á Háaleitisbrautinni. Bæði voru framúrskarandi gestrisin, enda var kunningja- og vinahópurinn fjöl- mennur og ættborgin stór. Veiting- ar voru ætíð bornar fram af miklum rausnarskap. En það var ekki síður ánægjulegt að spjalla við þau hjón- in. Enginn kom að tómum kofanum hjá þeim. Þau voru létt í lund og bjuggu yfir ríkri kímnigáfu. Er ég lýk þessum fáu kveðjuorð- um til félaga míns og vinar koma mér í hug hin fögru og hugljúfu sálmavers: Eg heyri Jesú himneskt orð: „Sjá heimsins ljós ég er. Lít þú til mín, og dimman dvín og dagur Ijómar þér“. Ég leit til Jesú, mér skein, það Ijós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. (Stef.Thor.) Við Aðalheiður sendum Ragn- hildi, börnum þeirra, fjölskyldum og öðru venslafólki okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ásmundar Matthíassonar. Ármann Kr. Einarsson. Vorið er vekjandi máttur og vaxtarins uppsprettulind, það heillar sem hörpusláttur og himinsins fegursta mynd. (Ásmundur Matthíasson) Tengdafaðir minn, Ásmundur Matthíasson, hafði átt í baráttu við erfið veikindi síðastliðin ár, sem báru hann að lokum ofurliði. Fljótlega eftir fermingu fór Ás- mundur að vinna fyrir sér eins og tíðkaðist í þá daga, hann vann við hin ýmsu störf. Sautján ára gam- all fór hann á héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði og stundaði þar nám í tvo vetur, oft minntist hann á dvöl sína þar með ánægju. Ásmundur var gæfumaður. Hann taldi sitt mesta lán í lífinu þegar hann kynntist konu sinni. Hún reyndist honum hinn besti lífs- förunautur í þeirra farsæla hjónabandi. Þau voru mjög sam- rýnd hjón og ákaflega glæsileg. Árið 1971 kynntist ég þeim heið- urshjónum þegar Haukur, sonur þeirra, kynnti mig fyrir þeim á þeirra fallega heim- ili. Nokkru síðar urðu þau tengdaforeldrar mínir og hefur ætíð síðan verið gott að koma til þeirra hjóna. Gestkvæmt var ávallt hjá þeim hjónum og naut ég þeirrar gestrisni í ríkum mæli. Hann var mikill öðlingsmað- ur og afburða snyrtimenni. Lengst af hafa þau hjónin búið á Háaleitis- braut 71 hér í bæ, en það hús byggðu þau árið 1964 og bar heim- ili þeirra vott um mikla eljusemi og snyrtimennsku eigenda. Hann var mikil félagsvera og hafði gam- an af því að vera innan um annað fólk, hann starfaði í Oddfellowregl- unni um 43 ára skeið og naut þess með ánægju. Síðustu árin eftir að hann hætti störfum í lögreglunni hafði hann nóg að gera því mörg voru áhuga- mál hans. Þau hjónin ferðuðust heilmikið um landið okkar og höfðu gaman af. Hann hafði ánægju af góðum bókmenntum, las mikið og hlustaði á góða tónlist; eitt af hans áhugamálum var að binda inn bæk- ur og stundaði hann það tóm- stundagaman í mörg ár. Ég vil með þessum fáu orðum þakka tengdaföður mínum allar samverustundirnar með okkur Hauki og börnum okkar. Þakka honum hans Ijúfa og hlýja viðmót í minn garð alla tíð. Ég hef misst kæran tengdaföður og vin, en þau sem mest hafa misst eru hans góða kona, börn, systkini og barnabörn. Guð blessi þau og styrki. Ásta Hulda Markúsdóttir. Eitt sterkasta afl mannlegrar tilveru eru þau kærleiksbönd sem tengja saman ástvini. Af einhveij- um ástæðum rofna þessi bönd og það veldur viðkomandi miklum sársauka, sem nær til dýpstu vit- undar hans. Þessi bönd eru ósýnileg því að þau eru tilfinningalegs eðlis. Þau láta vita af sér á margvíslegan og áhrifamikinn hátt í gleði og sorg. Þegar einhver nákominn kveður þennan heim er eins og hluti af manni sé slitinn burt. Ljúfur og góður mágur og svili er genginn. Áratugasamskiptum okkar er lokið og þar bar engan skugga á. Aldrei gleymist öll góðvild hans í garð móður, föður, sona og allrar fjöl- skyldu okkar. Þau voru glæsileg hjón, Ragn- hildur og Ásmundur. Heimili þeirra og barnanna bar ávallt svip kær- leika og hlýju og þar var hátt til lofts og vítt til veggja. Guð blessi minningu Ásmundar Matthíassonar. Bryndís og Orn. „Þá kemur hann mér í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Þessi fleyga setning var sögð um merkan mann og mun mörgum í huga koma, er þeir minnast Ásmundar. Þessi fjallmyndarlegi heiðursmaður er nú að foldu hniginn. Andlát Ásmundar kom mörgum á óvart, svo vel bar hann sig fram á síð- ustu stundu. Honum var tamara að spytja um heilsu annarra en tala um sína eig- in, þótt honum muni hafa verið Ijóst að hverju stefndi. Um þennan mann mætti rita langt mál, en til þess er ekki rúm hér. Á ári íjölskyldunnar þykir undir- rituðum hlýða að minnast á hina óvenjulegu rækt er hann sýndi fjöl- skyldu sinni, foreldrum og systkin- um. Hann var elsti sonur foreldra sinna. Þau bjuggu í litlu húsi á Patreksfirði. Þetta hús stendur enn og lætur ekki mikið yfir sér og má undrum sæta að allt þetta fólk; 12 börn og nokkrir vandamenn að auki, skyldu komast fyrir í þessu litla húsi. En þegar inn var komið var þetta höll, hátt til lofts og vítt til veggja. Því að þarna ríkti kær- leikurinn og hjartarými húsráðenda var takmarkalaust. Til fullorðins- ára komust níu börn þeirra hjóna og hafa fjölskyldutengsl þeirra ver- ið samtvinnuð minningunni um frá- bæra foreldra. Margt hefur verið rætt og ritað um aldamótakynslóðina og eru menn yfirleitt sammála um að það hafi verið merkasta kynslóð sem ísland hefur alið. Foreldrar Ásmundar voru af þessari kynslóð og var vinnusemi og innræti þeirra dæmigert fyrir kynslóðina sem lagði grunninn að framtíð þessa lands, framförum, frelsi og sjálfstæði; svo til með berum höndum. Hún varð að vaka og vinna, ann- ars var ekki kostur. Hér birtist ís- lensk þjóðarsál, sem á eftir að vera haldreipi það sem tryggir framtíð þessarar þjóðar. Arfur sá er þessi kynslóð lét eftir sig var dýrmætur þótt faseignamatið væri ekki hátt. Þetta voru auðævi sem mölur og ryð fá eigi grandað. Ásmundur og hin ágæta eiginkona hans, Ragn- hildur Pétursdóttir, varðveittu vel þennan arf, þótt þau kæmust vel af að öðru leyti. Hún er sprottin úr sama jarðvegi, þótt aðstæður væru ekki alveg þær sömu. Hún minnist oft æskuheimilis síns og foreldra með mikilli virð- ingu og hlýju og verður engu að síður tíðrætt um tengdaforeldra sína, er hún metur mjög mikils. Hér verður að láta nægja að minnast á eitt atvik í lífi Ásmund- ar, sem lýsir honum betur en mörg orð fá gert. Þau hjón höfðu að vísu ferðast um ókunn lönd, en síðustu áratug- ina kusu þau heldur að skoða sitt eigið land og þreyttust aldrei á að lýsa og dást að dásemdum íslenskr- ar náttúru. Fyrir mörgum árum voru þau í sumarfríi norður í landi og undu sér vel. Þá fékk Ásmundur skyndilega hugboð um að faðir hans væri í vanda staddur. Hann ók þegar heim á leið og hafði sam- band vestur á Patreksfjörð. Faðir hans lá þá fárveikur á sjúkrahúsi þar. Ásmundur leigði þegar í stað flugvél og sótti föður sinn og kom honum á sjúkrahús hér syðra og í hendur færra lækna. Föður hans batnaði á nokkrum mánuðum og lifði og starfaði í mörg ár eftir það. Má fullyrða að Ásmundur hafí bjargað lífi og heilsu föður síns. Þetta er sagt til að sýna hvílíkur lánsmaður Ásmundur var. Ásmundur gekk að hveiju því er hann tók sér fyrir hendur með alúð og vandvirkni, bæði í starfi og leik. Heimilisbókasafn þeirra hjóna er mikið að vöxtum og gæð- um og lýsir þeim vel, en bæði voru bókhneigð og vel lesin. Ásmundur batt sjálfur inn bækur sínar í frístundum og var hand- bragðið með þeim hætti að hver fagmaður hefði verið stoltur af. Þannig var bæði orð hans og æði og hinar miklu vinsældir hans og þeirra hjóna segja meira en nokkur orð fá gert. Samferðamenn hans sakna nú vinar í stað, en þyngstur harmur er kveðinn að ástvinum hans, eigin- konu, dóttur og kjörbörnum sem og skylduliði öllu er dáði og virti þennan mæta mann. Hið langa og farsæla hjónaband þeirra hjóna var byggt af gagn- kvæmri ást og virðingu, sem er undirstaðan undir þá stofnun. Þau voru ávallt saman en nú hafa leið- ir skilið um stund. Eiginkona hans mun I fyllingu tímans hitta ástvin sinn á grænum grundum eilífðar- innar, þar sem aldregi leiðir skilja. Páll Finnbogason. Með stofnun sérstakrar umferð- ardeildar hjá Lögreglunni í Reykja- vík um 1960 var brotið blað í sögu umferðarlöggæslu. í umferðar- deildina valdist einvala lið undir forystu Sverris Guðmundssonar og Sigurðar Ágústssonar. Ásmundur Matthíasson var einn af liðsmönn- um í þessari vösku sveit og nokkru síðar varðstjóri. Forvarnarstarf og umferðarfræðsla hafði fram til þessa verið íhlaupastarf sem ýmsir löggæslumenn höfðu sinnt um skemmri tíma en Ásmundur var fyrsti lögreglumaðurinn sem ráð- inn var af þáverandi lögreglu- stjóra, Siguijóni Sigurðssyni, í fullt starf við umferðarfræðslu í skólum borgarinnar. Umferðarmálin voru að fá vaxandi vægi í þjóðfélaginu og ráðamönnum sem aimenningi ljóst að foi"varnir gegn umferðar- slysum yrði að skipuleggja ef árangur ætti að nást. Ásmundur Matthíasson var brautryðjandi í sínu starfi og átti meiri þátt í því en flestir aðrir að móta ímynd lög- gæslunnar í huga uppvaxandi kyn- slóðar. Margar nýjungar voru teknar upp í umferðarfræðslunni sem fljótlega unnu sér fastan sess. Má sem dæmi nefna spurningakeppni skólabarna í fjölmiðlum, reiðhjóla- skoðun og kennslu, jólagetraun skólabarna, vornámskeið fyrir for- skólabörn, brúðuleikhús um um- ferðarmál og síðast en ekki síst umferðarskólann Ungir vegfarend- ur. Um þessi verkefni áttum við Ásmundur náið og gott samstarf sem aldrei bar skugga á. Ásmund- ur var einstaklega samviskusamur og nákvæmur í öllum störfum, verkefnin vel ígrunduð og undirbú- in. Framkoma Ásmundar gagnvart ungum sem öldnum einkenndist af virðingu fyrir samborgurunum og einstakri snyrtimennsku í allri umgengni. Kennsluhættir og við- fangsefni Ásmundar voru síðar útfærð í öðrum bæjarfélögum, oft og tíðum með aðstoð hans og lið- veislu. Ásmundur lagði áherslu á að glæða umferðarfræðsluna lífi með vísum og söng og fékk til liðs við sig marga þjóðkunna listamenn og settist stundum sjálfur niður og orti umferðarvísur ef honum þótti skortur á fræðsluefni. Gildistaka hægri umferðar 1968 er án efa stærsta aðgerð sem framkvæmd hefur verið í íslensku þjóðfélagi. Ásmundur Matthíasson var einn þeirra manna sem lagði mikið og farsælt starf af mörkum við skipu- lag umferðarfræðslu í skólum vegna umferðarbreytingarinnar. Byggt var á þeirri reynslu sem fengist hafði af störfum Ásmundar í Reykjavík samtímis því sem mik- ið átak var gert í umferðarfræðslu, forskóla sem grunnskóla undir for- ystu Ásmundar. Leitt er til þess að vita að nú, aldarfjórðungi síðar, eru ýmsir menn að skreyta sig stolnum Ijöðrum og „umferðar- sagnfræðingum" sem fjallað hafa um þennan merka atburð orðið hált á vegi sannleikans. Ég fiyt Ragnhildi og dætrum samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Pétur Sveinbjarnarson. Laugardeginum 21. maí gleymi ég aldrei. Ég var í vinnunni þegar pabbi kom heim og sagði mér að elskulegur afi minn hefði látist fyrr um morguninn. Afi var alltaf ákaflega snyrtileg- ur til fara og var mikill sómamað- ur. Alltaf faldi hann eitthvað gott- erí handa okkur inni í skáp og laumaði til okkar. Hann starfaði lengst af hjá Lögreglunni í Reykja- vík, en eftir að hann hætti þar sat hann nú aldeilis ekki auðum hönd- um. Hann átti ýmis áhugamál, meðal annars við að binda inn bækur sem hann gerði mikið af. Einnig hafðr hann gaman af að yrkja ljóð og orti hann neðangreint

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.