Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 32
32 'ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær frændi og vinur okkar,
JÓNAS SIGÞÓR EINARSSON
frá Egilsstöðum
verður jarðsunginn frá Valþjófsstaðakirkju miðvikudaginn 1. júní
kl. 14.00.
Aðstandendur.
t
Móðir mín og tengdamóðir,
FINNDÍS FINNBOGADÓTTIR,
fyrrum húsfreyja ’a Sauðafelli,
lést í Sjúkrahúsinu á Akranesi, 28. þ.m.
Hörður Haraldsson, Kristín Ágústsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
EIRÍKUR EIRÍKSSON
trésmíðameistari,
frá Djúpadal,
Goðheimum 23,
Reykjavik,
lést á heimili sínu þann 27. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Jónsdóttir,
EirfkurS. Eiríksson, Ásthildur Júlíusdóttir,
Stefán Eiríksson, Ástríður Guðmundsdóttir.
+
Elskuleg dóttir mín,
BERGLIND GRÖNDAL,
lést 24. maí.
Jarðarförin fer fram 1. júní kl. 15.00 í
Bústaðakirkju.
Fyrir hönd systkina og annarra vanda-
manna.
Kolbrún Ingólfsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SOFFÍA ÁRNASON,
Hafnarbúðum,
áður Öldugötu 54,
lést 28. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gísli G. ísleifsson,
Árni ísleifsson,
Ásdís ísleifsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
FRIÐBERT PÉTURSSON,
Botni,
Súgandafirði,
lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar þann 30. maí sl.
Kristjana Guðrún Jónsdóttir,
Birkir Friðbertsson, Guðrún Fanný Björnsdóttir,
Kristjana Friðbertsdóttir, Hafsteinn Sigmundsson,
Kristín Friðbertsdóttir, Baldur Árnason,
Ásta Björk Friðbertsdóttir, Kjartan Þór Kjartansson
og barnabörn.
"t Hjartkær bróðir okkar, mágur og m frændi,
ÍVAR ÞÓR PÁLSSON,
Hverfisgötu 70,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 27. maí. Útförin auglýst síðar.
Heiðar Ástvaldsson, Hanna Frímannsdóttir,
Guðrún Pálsdóttir, Ásgeir Jakobsson,
Guðmundur Pálsson, Elín Theodórsdóttir,
Guðbjörg Pálsdóttir, Stanley Pálsson, Edda Pálsdóttir, Vignir Garðarsson, Hera G. Newton, Magnús Björgvinsson,
Harpa Pálsdóttir, Haraldur Guðmundsson
og fjölskyldur.
NANNA DÍSA
ÓSKARSDÓTTIR
+ Nanna Dísa
Óskarsdóttir
var fædd í Reykja-
vík 30. mars 1929.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 19. maí
1994. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Óskar
Ólafsson sjómaður
og Jóhanna Jó-
hannesdóttir hús-
móðir. Nanna var
næstyngst fimm
systkina. Eftirlif-
andi er Sigurður
Kristófer kennari við Fisk-
vinnsluskólann og Jórunn Jóna
skrifstofumaður. Látnir eru
tveir bræður hennar, Björn
Jóhannes skipstjóri og Karl
Ólafur flugvélstjóri. Nanna
giftist 16. ágúst 1952 eftirlif-
andi eiginmanni sínum Hall-
dóri Geir Lúðvíkssyni. For-
eldrar hans eru Lúðvík Thor-
berg Þorgeirsson kaupmaður
í Lúllabúð og Guðríður Hall-
dórsdóttir. Börn Nönnu og
Halldórs eru þrjú: Lúðvík
Thorberg, kvæntur Jónu Sig-
ríði Þorleifsdóttur; Guðríður,
gift Sveini Óskarssyni; og
yngst er Jóhanna Ósk, gift
Gísla Björnssyni. Barnabörnin
eru orðin níu talsins. Útför
Nönnu Dísu fer fram frá Foss-
vogskirkju 31. maí.
ELSKU amma okkar er dáin að-
eins 65 ára gömul. Við systkinin
vorum viss um að hún lifði það að
sjá barnabarnabörnin sín vaxa úr
grasi og að okkar biðu nokkrir
áratugir saman. Hún sagði okkur
það einhvern tímann í tengslum
við ritgerðarverkefni að sér fyndist
það eftirsóknarvert hlutskipti að
eiga mörg börn, til að hafa í kring-
um sig stóra fjölskyldu, þegar árin
færðust yfir. Amma var mikið veik,
en ákveðin og kraftmikil og leit
svo vel út að stundum gleymdust
veikindin. Það var gott að koma í
heimsókn til ömmu og afa í „Erlu“,
hún tók alltaf á móti okkur með
kossi og faðmlögum og maður fann
hlýjuna streyma frá þeim báðum.
Hún bar fram fyrir okkur alls kyns
heimalagaðar kræsingar, settist
niður með okkur og spurði frétta.
Það var ömmu mikilvægt að vita
hvernig okkur gekk í skólanum eða
vinnunni. Hún setti sig líka svo
vel inn í tísku og áhugamál okkar
unga fólksins. Hún hafði ákveðnar
skoðanir á hinum ýmsu málum og
deildi þeim með öðrum, var spaug-
ari mikill og hló af innlifun þegar
hún gerði að gamni sínu. Þegar
við vorum yngri gistum við oft hjá
afa og ömmu næturlangt um helg-
ar. Þau fóru þá með okkur í sunnu-
dagsrúnta niðr’á höfn með við-
komu í Lúllabúð. Jólin og áramótin
verða tómleg án ömmu. Jólaboðin
á jóladag voru svo hátíðleg og um
leið skemmtileg. Sumir eiga eftir
að sakna heimalagaða íssins henn-
ar ansi mikið! Um síðustu jól gekk
hún með okkur um húsið og við
riijuðum upp árin sem við bjuggum
saman í Erluhólunum. Afi og
amma komu alltaf til okkar á gaml-
ársdag og ekki grunaði okkur þeg-
ar við óskuðum hvert öðru gleði-
legs árs og friðar um síðustu ára-
mót að fleiri yrðu árin ekki með
ömmu. Þegar aldursforseti okkar
systkinanna varð 25 ára í lok jan-
úar komu afi og amma ásamt fleiri
fjölskyldumeðlimum í afmæli-
skaffi. Amma var hress þó hún
væri veik og hún og Óskar frændi
stríddu hvort öðru ótakmarkað og
hún hló svo mikið að bakkelsið
stóð meira eða minna í henni. Milli
ömmu og okkar barnabarnanna
hennar var ekki til neitt kynslóðá-
bil. Einstök atvik sem
við upplifðum hvert í
sínu lagi eða sameig-
inlega með ömmu og
afa og við erum að
rifja upp núna í tengsl-
um við ótímabært frá-
fall hennar geymum
við með okkur í minn-
ingunni svo lengi sem
við lifum. Elsku afi og
aðrir ástvinir, við biðj-
um algóðan Guð að
styrkja ykkur.
Halldór Geir, Þorleif-
ur Hannes, Hulda
Nanna og Guðmund-
ur Steinar Lúðvíksbörn.
Elsku amma mín er dáin. Mig
langar með nokkrum orðum að
þakka henni fyrir allt það sem hún
var mér. Alltaf þegar eitthvað bját-
aði á var hægt að treysta því að
amma gæti hjálpað manni. Hún
var mér mikill styrkur þegar ég
þurfti að fara í aðgerð á spítala í
vetur, og þegar ég var að meiða
mig vissi hún alltaf hvað ætti að
gera. En það er nú ekki það eina
því hún passaði mig oft þegar ég
var lítil, svaf ég þá stundum hjá
ömmu og afa og var þá aldeilis
stjanað við mann.
En þegar ég stækkaði fór ég
að geta hjálpað þeim, t.d. við að
moka tröppurnar á veturna og
vinna í garðinum á sumrin. Amma
var veik fyrir hjarta og mátti því
ekki reyna mikið á sig, þó svo hún
færi ekki alltaf eftir því. Þótt þetta
væri hálfgert púl var alltaf gaman
að geta hjálpað ömmu og afa því
þegar ég kom inn var amma búin
að setja kökur og góðgæti á borð-
ið fyrir mig.
Alltaf var gaman þegar við fór-
um í sumarbústað með ömmu og
afa ásamt Jónu frænku og strák-
unum. Fjölskyldan var alltaf hjá
ömmu og afa á jóladag, var þá
mikið hlegið og grínast. Síðasta
veislan mín með ömmu var ferm-
ingin mín í vor en þar var hún kát
og hress og lék á als oddi. Amma
mín, ég vil þakka þér fyrir alla
umhyggjuna til mín, þú varst
ábyggilega yndislegasta amma í
heimi. Elsku afi minn, ég veit að
þú saknir ömmu mikið, en amma
mun vaka yfir þér og okkur öllum.
Halldór Jóhann.
Elsku vinkona mín, hún Nanna,
er látin, svo alltaf fljótt. Ekki grun-
aði mig, þegar við kvöddust eftir
síðasta saumaklúbb 9. maí sl., að
við myndum ekki hittast allar aftur
í haust, eins og við höfum gert
síðastliðin 47 ár.
Við vissum að Nanna átti að
leggjast inn á sjúkrahús viku
seinna og gangast undir erfiða
skurðaðgerð. Ekki óraði okkur fyr-
ir að hún myndi ekki eiga aftur-
kvæmt.
Við Nanna urðum vinkonur þeg-
ar við störfuðum saman í Lúllabúð
um tima árið 1947. Þar kynntist
hún frænda mínum og verðandi
eiginmanni Halldóri Geir Lúðvíks-
syni. Með okkur tókst vinátta sem
haldist hefur síðan enda voru Hall-
dór og Lalli, verðandi eiginmaður
minn, vinir og samheijar úr Fram.
Nanna var bráðmyndarleg hús-
móðir og skemmtileg, stálminnug
og reyndar var hún eins og lifandi
dagbók, þegar verið var að rifja
upp liðna atburði. Hún var um-
hyggjusöm eiginkona, móðir og
amma.
Nanna er búin að heyja harða
baráttu við illvíga sjúkdóma síð-
ustu árin og hún tókst á við þá
af æðruleysi og ætlaði sér að sigra,
en enginn flýr örlög sín.
Það er erfítt að sætta sig við
að Nanna sé farin og geta ekki
rætt við hana aftur eins og við
gerðum svo iðulega.
Hvíl í friði, kæra vinkona, og
hafðu innilega þökk fyrir sam-
fylgdina.
Halldór minn, við Lalli sendum
þér, börnunum og barnabömunum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Hrafnhildur.
Elskuleg _ tengdamóðir mín,
Nanna Dísa Óskarsdóttir, verður í
dag kvödd hinstu kveðju. Þrátt
fyrir mikil og erfið veikindi um
langt árabil bjó hún yfir svo mikl-
um krafti og seiglu að við áttum
allt eins von á því að hún nyti
langra ævidaga í faðmi fjölskyld-
unnar. í von um að öðlast betri
heilsu lagði hún ótrauð í erfiða
hjartaaðgerð í annað sinn, bjartsýn
á árangur. Hún átti ekki aftur-
kvæmt úr þeirri aðgerð.
Eftir að börnin komust á legg
vann Nanna árum saman hluta úr
degi í Lúllabúð, þar sem hún hóf
störf ung stúlka og kynntist
mannsefni sínu sem vann þar hjá
föður sínum. Til viðbótar vann hún
við hreingerningar á Orkustofnun
í mörg ár. Nönnu fannst gott að
hafa fólk í kringum sig og gaf
mikið af sjálfri sér. Hún var vilja-
sterk og ákveðin og hafði alltaf
sína hluti á hreinu og bar hag fjöl-
skyldu sinnar og vina mjög fyrir
brjósti. Sinnti Jóhönnu móður sinni
ásamt systkinum sínum af alúð og
natni þar til hún lést háöldruð 13.
maí 1993. Hún dekraði við sína
nánustu, Halldór Geir
tengdapabba, börn sín og tengda-
böm, tengdaforeldra og síðast en
ekki síst barnabörnin sín níu, sem
sakna ömmu sinnar sárt. Tengda-
mamma hafði góðan húmor, sagði
skemmtilega frá og hló tárvotum
augum að skondnum uppákomum.
Hún var kattþrifin og vildi hafa
allt tandurhreint og fínt í kringum
sig. Einhvern tíman þegar ég var
að sauma gardínur fyrir hana í
Erluhólunum gerði hún mér stöð-
ugt erfitt fyrir með því að stinga
áhöldunum sem ég var að nota
niður í skúffu jafnóðum og ég lagði
þau frá mér. Við skemmtum okkur
heilmikið yfir þessu, því henni var
svo tamt að hafa hvern hlut á sín-
um stað, að hún tók varla eftir því
þegar hún kom þeim fyrir. Ég lagði
ekki í að standa upp frá saumavél-
inni til að rétta úr mér, vitandi það
að hún myndi sennilega óvart
pakka henni niður á meðan. Með
tengdamóður minni, Nönnu Dísu
Óskarsdóttur, er gengin mikil bar-
áttu- og dugnaðarkona. Með ósk
um að minningarnar um hana
muni styrkja tengdaföður minn,
börnin þeirra þijú, barnabörn, aldr-
aða tengdaforeldra, systkini, fjöl-
skyldu og ástvini alla á þessari
erfiðu stundu og um ókomin ár.
Megi hún hvíla í guðs friði og hafa
þökk fyrir allt og allt.
Jóna Sigríður Þorleifsdóttir.
Með örfáum orðum langar mig
að kveðja Nönnu „frænku“. Fyrstu
minningar mínar eru frá þeim tíma
er Nanna, Halldór föðurbróðir
minn og börn þeirra bjuggu í sama
húsi og við í Glaðheimum.
Það var gott að koma við hjá
Nönnu og vita af henni í húsinu,
líkt og að eiga tvær mömmur.
Við Nanna urðum miklir vinir
og hélst sú vinátta alla tíð, þó ég
hefði mátt vera duglegri við að
rækta vináttuna.
Nanna var mjög dugleg kona
og þrátt fyrir veikindi sín var hún
eftir sem áður ávallt boðin og búin
að aðstoða aðra.
Hún var alltaf sérlega góð við
afa og ömmu, sem nú sjá á eftir
ástkærri tengdadóttur.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Nönnu og mun ætíð minn-
ast hennar með miklum hlýhug.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég Halldóri og fjöl-
skyldu hans.
Lúðvík Birgisson.