Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 34

Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR . PÁLMAR ÞÓRINGIMARSSON + Pálmar Þór Ingimarsson ráðgjafi var fæddur í Reykjavík 15. desember 1951. Hann lést á Landspítalanum 21. þessa mánaðar. Foreldrar hans eru Matthea K. Guðmundsdótt- ir, f. 14. ágúst 1928, og Ingimar Einarsson, f. 17. desember 1926. Systur Pálmars eru Guðrún Katrín, f. 28. maí 1949, gift Ás- geiri Helgasyni, og Jóhanna Sig- rún, f. 11. desember 1957, gift Marinó Flóvent Birgissyni. ~- Pálmar giftist 24. september 1988 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hildi Jónsdóttur, f. 2. des- ember 1955. Þau eignuðust einn son, Erling Atla, f. 8. júní 1989, en Hildur átti fyrir dótturina Rögnu Bjarnadóttur, f. 4. apríl 1975. Útför Pálmars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. ÞAÐ ER morgunn í maí, jörðin er að vakna af vetrarblundi, blómin breiða út faðminn mót vermandi vorsól og loftið ómar af fuglasöng. Okkur finnst lífið vera allsráðandi og dauðinn víðs fjarri, en samt knýr hsnn dyra miskunnarlaus að vanda. Hér verða flutt aðeins fáein kveðju- orð frá mömmu og pabba. Elsku drengurinn okkar kom inn í líf okk- ar sem lýsandi sólargeisli mitt í svartasta skammdeginu, veitti birtu og yl inn á litla heimilið okkar sem þá var á Rauðarárstíg 5. Jólin fóru í hönd og urðu enn dýrðlegri en nokkru sinni áður. Strax í bernsku komu hans mann- kostir í ljós. Hann var alltaf sama blíða ljósið, elskaði frið og var góður yið alla. Sumarið 1957 fluttum við á Bugðulææk 13, heimilið stækkaði og börnin urðu þtjú. Hans skóla- ganga var í Laugarnesskóla og síðan í Laugalækjarskóla. Hann tók ekki þátt í ærslagangi félaganna, en var aftur á móti reiðubúinn til að rétta hjálparhönd þeim sem var minni máttar. Vinir hans niðri á Laugar- nestanga lifðu við kröpp kjör og þeim var stundum kalt. Þangað lagði hann leið sína með ullarsokka og vettlinga og gaf þeim. Hann fór í iðnskólanám og lærði húsgagnabólstrun. Ennfremur stundaði hann sjósókn um nokkurra ára bil. Að því Joknu gerðist hann ráðgjafi hjá SÁÁ. Honum fórst það vel úr hendi að leiðbeina, styðja, ~ styrkja og miðla af sinni eigin reynslu til hinna fjöimörgu er bát sinn höfðu brotið á skeri. Margur á honum vafalaust gott að unna og hugsar hlýtt til hans. Það er æði sárt að sjá bak svo ungum manni, en það varð engu um þokað, mannlegur máttur með alla sína tækni mátti lúta í lægra haldi. Þetta stríð var búið að standa í sex ár, en þó ekki það strangt alla tíð að hann yrði að Ieggja niður vinnu. Hann átti þess kost að fara til Ástralíu og eiga þar yndislega dvöl hjá systur sinni og fjöl- skyldu um sjö vikna skeið. Nú síðla vetrar tók sjúkdómurinn alvarlega stefnu og spítaladvöl varð ekki umflúinn. Hann bar raunir sínar með mikilli karlmennsku og æðruleysi og vildi síst af öllu velta vandanum yfir á aðra. Hans elskuleg eiginkona, Hild- ur Jónsdóttir, var honum ómetanleg stoð, bugaðist hvergi og stóð sem klettur úr hafinu allan tímann. Pálmar var mjög bókhneigður maður, las mikið og átti æðistórí safn bóka. Hann unni göfugri tónlist og naut hennar í ríkum mæi. Pálmar vissi sjálfur að hveiju dró og átti frumkvæði að því að fá syst- ur sína og mág heim frá Ástralíu. Okkur grunaði ekki að lokastundin væri svo nærri sem raun varð á. Þau komu tveimur dögum fyrr en upp- haflega var ráð fyrir gert og það munaði því að þau hittu hann lif- andi. Það var engu líkara en æðri máttarvöld gripu inn í þá merku atburðarás. Eftir óralangt og strangt flug komu þau seinnipart föstudags og áttu með honum nota- lega stund, þá var hann með fulla rænu og dómgreind. Hann var búinn að þrá þennan endurfund æði heitt og þegar honum lauk síðla kvölds þraut máttinn og augun luktust. Andlátið bar svo að undir hádegi daginn eftir. Meðal þeirra fjölmörgu er komu að hans dánarbeði um morguninn var ung kona, barnshafandi og ná- tengd. Hún stansaði fremur stutt því brýnt erindi átti hún á fæðingar- deildina. Hljóp hún milli húsanna og fæddi litla stúlku hálfri stundu eftir að líf Pálmars slokknaði. Lífið heldur áfram og eitt tekur við af öðru. Læknum og öðru starfsfólki á Landspítalanum eru hér með færðar alúðarþakkir fyrir hlýja umönnun, hjúkrun og hluttekningu okkur til handa. Söknuðurinn er að sjálfsögðu sár, en í hjörtum okkar er bæði þakk- læti og gleði yfir því að hafa átt Pálmar í þessi 42 ár. Við eigum eft- ir svo umtalsverð dýrmæti, dætur, tengdadóttur, tengdasyni, barna- börnin öll, ótal ættingja og vini er allt vilja fyrir okkur gera. Megi Guð styrkja og varðveita allt þetta fólk, sér í lagi dreng hans og uppeldisdóttur svo og litla barnið sem fæddist meðal nýútspr- unginna vorblómanna. Hjartkæri sonur, þú elskaðir allt sem var friðsælt og fagurt og þess vegna finnst okkur þetta litla ljóð eiga svo vel við þig: Gengin er sól að grænum viði, gælan mér strýkur létt um kinn. Ilmandi jörðin andar friði unaðarkennd í sál mér inn. Yfir mér hvelfist bjartur, breiður blikandi stjörnuhiminn skær, skínandi fagur, hár og heiður horfír á lítið blóm sem grær. Brosir við augum yndisfógur almættis dýrðar veröldin. Bráðum mun aftur láð og lögur ljóma við árdags sólarskin. (V.K.) Himneski faðir, við biðjum þig að varðveita sálu þessa hugljúfa drengs okkar. Þína björtu minningu munum við geyma í hjörtum okkar til enda þessa lífs. Hafðu ástarþökk fyrir alla gleðina er þú veittir okkur. Hvíl í friði. Mamma og pabbi. Palli bróðir minn er látinn. Það er svo sárt að sjá af þér elsku bróð- ir. Við vildum ekki trúa því að þetta mein mundi taka þig frá okkur. Við vorum öll svo vongóð í gegnum árin. Ég hlakkaði svo til þess að sjá þig og vera hjá þér. Þú stóðst fyrir því að ég kom til Islands á þessu sumri frá Ástralíu. í millitíðinni hrakaði þér og ég náði að sjá þig á leiðinni heim af flugveliinum í eina klukku- stund. Við spjölluðum saman og ég sá að þú varst þreyttur, kyssti þig og sagðist koma á morgun aftur og vera hjá þér á hverjum degi meðan á dvöl minni stæði. í hjarta mínu veit ég að þú beiðst eftir mér, því þú sofnaðir stuttu seinna. Ég er svo lánsöm að hafa átt þig sem bróður. Þú komst til mín til Ástralíu í fyrra og við nutum þess í sjö vikur að vera saman og kynnast hvort öðru. Það var stórkostlegur tími þar sem við höfðum aldrei þekkt hvört annað nógu vel. Þessi undanfarin ár höfðu farið í annríki lífsins. Við náðum því að kynnast og fara í gegnum árin sem við vorum að mótast. Þú fræddir mig svo mikið ■um ættina okkar sem þú hafðir haft svo mikinn áhuga á að íhuga. Við vöknuðum klukkan sex á morgnana, fengum okkur morgunmat og töluð- um saman. Siðan fórum við saman, þú í heilsuræktina og ég í vinnuna. Á hveijum degi gekkst þú marga kílómetra. þú varst að byggja þig upp, þú smástyrktist ■ og ég sá þig fá heilsuna smátt og smátt aftur. Þú elskaðir sólina og hitann. Það var svo gaman hjá okkur. Við fórum oft í kaffihús á eftirmiðdögum. feng- um okkur kaffi og muffins, þær voru hollar með gulrótum og klíði því þú varðst að borða rétta fæðu. Þessar stundir voru svo dýrmæt- ar. Helgi og Kata fengu tækifæri til að kynnast þér og eiga þau eftir að varðveita þá minningu. Þú varst svo óspar á að slá gullhamra, þú varst svo hreinskilinn, svo fróður og uppfullur af visku, maður sat og drakk í sig fróðleikinn, þú gafst svo mikið. Þetta var svo mikilvægur tími þar sem við bjuggum svo langt hvort frá öðru. Hann Ásgeir mágur þinn sagði oft að við værum svo dugleg að tala en hafði samt gaman af. Á þeim tíma sem við áttum saman náðum við að tala um tilfinningar okkar og losa um stíflur, sjá lífið í nýju ljósi. Þú sagðir að þú hefðir ákveðið að koma til mín til að kveðja okkur, því útlitið með veikindi þín væri ekki gott um tíma. Þegar þú fórst' þá sá ég þig horfa fram á veginn með eftirvæntingu og áframhaldandi uppbyggingu. En við höfum ekki alltaf valdið. Við í fjölskyldunni höfum styrk hvert af öðru á þessari sorgarstund. Ég vil þakka þér, elsku bróðir, fyrir allt sem þú kenndir mér á lífsleiðinni svo ég geti kennt öðrum. Ég bið Guð almáttugan að taka þig á hendur sér og varðveita þig, varðveita litla Erling Atla sem var sólargeislinn í lífi þínu, Hildi og Rögnu, mömmu, pabba og Jóhönnu. Þakka þér fyrir, elsku bróðir. Þín systir Guðrún. Elsku Palli minn, það er ekki auð- velt að kveðja þig. Undanfarna daga hef ég haft verk í hjartanu sem kallast sorg og söknuður, en tíminn einn læknar þann verk. Ég hef setið undanfarna daga og rifjað upp allt sem liðið er og nú skipta allar minn- ingarnar máli, þær eru dýrmætur sjóður sem ég á um þig, elsku bróð- ir. Þú varst stóri bróðir minn og þess vegna fannst þér þú oft þurfa að leggja mér lífsreglurnar sem ég kannski tók ekki alltaf við. En þú vildir mér alltaf svo vel og þannig varst þú við alla aðra líka. Ég naut þeirra forréttinda að fá að hlúa að þér síðustu mánuðina sem þú lifðir og fyrir þennan tíma verð t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, NARFI WIUM málarameistari, Háaleitisbraut 69, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 29. maí. Svanhvít Aðalsteinsdóttir, Þórdís Wium, Úlfar Þór Indriðason, Snorri Wium, Unnur María Þórarinsdóttir, HeimirWium, Ása Elmgren, Sólveig Wium, Guðmundur Kr. Pétursson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, SÆUNN SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður Hringbraut 56, lést 27. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudag- inn 3. júní kl. 10.30. Ólöf Bjartmarsdóttir, Jóna Bjartmarsdóttir, Esther Bjartmarsdóttir, Bolli Bjartmarsson, Baldur Bjartmarsson. t Faðir minn og tengdafaðir, JÓN GUÐMUNDSSON, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 27. maí. Árni Jónsson, Hulda Bjarnadóttir. t Elskuleg móðir mín, OKTAVÍA GUÐJÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 66, Reykjavík, lést 27. maf á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudginn 3. júní kl. 13.30. Anna Gunnlaugsdóttir. t Útför móður okkar, HULDU INGIBJARGAR PÉTURSDÓTTUR, frá Hóli i Hjaltastaðaþinghá, verður gerð frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 13.00. Börn hinnar látnu. ég ævinlega þakklát, allar góðu stundirnar þar sem við sátum saman og fengum okkur te og rúnnstykki, t.d. á sunnudagsmorgnum, og þú varðst alltaf að sjá til þess að mér liði vel. Æðruleysi þitt var svo mikið og einn daginn þegar þú varst orð- inn fársjúkur maður sagðir þú mér að þér hefði aldrei liðið betur á ævinni, þú gætir lesið allar bækur og hlustað á alla tónlist sem þig langaði til fyrir utan það að alltaf væri verið að dekra við þig. Við ræddum oft mikið saman þeg- ar ég sat í stólnum við rúmið þitt og kom þá pólitíkin oft til tals, þar vildir þú líka leggja mér lífsreglurn- ar með misgóðum árangri þó. Það er svo skrýtið í dag að hugsa til þess að þú nefndir oft að þú yrðir að lifa fram yfir kosningar því þitt atkvæði skipti svo miklu máli, en að okkur dytti í hug að þú næðir þessu ekki kom aldrei í hug mér. Svo nú verð ég að standa mig fyrir þig og kjósa eftir þinni sannfæringu. Það er það minnsta sem ég get gert fyrir þig, kæri bróðir. Það er oft talað um að gæði orða en ekki magn skipti máli og er ég þakklát fyrir síðustu stundina sem við áttum saman þar sem ég hljóp inn til þín smá stund og sagði þér hvað mér þætti vænt um þig og þakkaði þér fyrir að vera til, elsku bróðir, og þú sagðir það sama við mig. Þetta voru síðustu orðaskipti okkar því svo var ég hlaupin út. Elsku hjartans bróðir minn, að lokum vil ég þakka þér allar þær góðu stundir og alla þá lífsreynslu sem þú gafst mér síðustu mánuðina og ég bið algóðan og almáttugan Guð að styrkja og blessa okkur öll í þessari sorg og söknuði og þá sér- staklega Hildi, Rögnu, mömmu, pabba og litla sólargeislann hann Erling Atla sem þú elskaðir svo heitt. Ég vil þakka öllum sem glöddu og hlúðu að Palla undir lokin, það er okkur svo dýrmætt. Hafðu þökk fyr- ir allt, elsku bróðir. Þín systir Jóhanna. Elsku hjartans Palli, minn uppá- halds frændi, þér tókst ekki að sigr- ast á veikindunum þrátt fyrir sér- staka bjartsýni og jákvæðni. Ég get ekki lýst því með orðum hve mikið ég sakna þín og hversu mikils virði þú varst mér. Alltaf varstu eins, öllu tókstu með jafnaðargeði enda þótt á móti blési, aldrei sá ég þig skipta skapi í þessi þijátíu ár sem ég fékk að þekkja þig, og mér finnst ég heppin að vera frænka þín. Það var alltaf svo gaman að tala við þig, þú vissir svo mikið, varst svo fróður enda mikill bókamaður. Áhugi þinn á ættfræði og fólkinu okkar var mikill, og allar myndirnar sem þú áttir af ættingjum sem ég hafði aldrei séð eða heyrt um, en þú aftur á móti vissir allt um og varðveittir svo vel því þetta var okk- ar fólk. Aldrei lastaðir þú nokkurn mann, svo heilsteyptur var þinn persónu- ieiki. Þrátt fyrir veikindin sem hijáðu þig hugsaðir þú alltaf fyrst um aðra, þú hafðir áhyggjur af öllum nema þér sjálfum, svo æðrulaus varst þú. Palli, þú varst góður faðir, öllum þínum stundum varðir þú með Erl- ingi Atla, þið voruð eins og eitt, en Guð á eftir að gefa honum styrk og skilning því engin kemur í þinn stað. Ég veit hvað það gaf þér mikið að hitta Gunnu systur þína sem kom alla leið frá Ástralíu til að vera hjá þér, hún náði að kveðja þig, ég held að þú hafir verið að bíða sérstaklega eftir henni því aðeins einum degi eftir að hún kom varst þú látinn. Elsku besti Palli minn, við verðum að reyna að lifa áfram án þín, en það sem gerir okkur öllum auðveld- ara fyrir eru þessar yndislegu minn- ingar sem við eigum um þig. Þú varst með betri mönnum sem ég þekkti. Elsku Hildur, Erlingur Atli, Matta, Ingimar, Gunna, Jóhanna og ERFIDRYKKJUR perlan sími 620200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.