Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 35

Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 35 við öll sem elskuðum Palla. Guð á eftir að styrkja okkur öll. Þín frænka Kolbrún. Elsku frændi og vinur, þú ert far- inn frá okkur, þú máttir ekki fara svona fljótt, þú varst svo dýrmæt eign. Þegar litið er til baka þá finnst mér svo stutt síðan við vorum saman í sveitinni á Óspaksstöðum, þú lítill drengur hjá ömmu og afa og ég ung stúlka, ennþá í foreldrahúsum. Þú varst algjör sólargeisli, trítlaðir um túnið léttfættur og ljúfur. Þá strax kom í ljós hversu mikill ljúflingur þú varst og allt frá þeirri stundu fannst mér ég eiga svo stóran part af þér. Karlmennska þín í veikindun- um var aðdáunarverð. Þú kvartaðir aldrei né æðraðist. Þú starfaði enn eftir að þú varst orðinn veikur, þú gafst svo mikið af þér öðrum til hjálpar. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár. Þess vegna flugu um huga minn eftirfarandi ljóðlínur: Söknuður Mér finnst ég varla heill né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj.Vilhj.) Mestur er missir eiginkonu, barna, foreldra og systra. Ég bið góðan Guð að gefa þeim og öllum öðrum syrgjendum huggun og styrk. Minningin lifir þó maðurinn deyi. Sigrún frænka. í Sólarljóðum stendur: Sinna verka nýtur seggja hver, sæll er sá er gott gjörir. Auði frá er mér ætluð var sandi orpin sæng. „Sinna verka nýtur seggja hver, sæll er sá er gott gjörir.“ Þessi hend- ing kemur ósjálfrátt upp í huga minn nú er ég vil minnast tengdason- ar míns, Pálmars Þórs Ingimarsson- ar ráðgjafa, er varði starfsævi sinni í þjónustu þeirra, sem helst þurfa stuðning, þeirra sem lent hafa í vill- um um krókótta stigu mannlegs lífs, og lagði sig fram um að beina þeim aftur á rétta braut. Til þess hafði hann alla burði, umburðarlyndi, þolinmæði, þekk- ingu á mannlegu eðli og þeim ráðum er helst koma að gagni við meðferð eins skæðasta sjúkdóms hinnar svo- kölluðu siðmenningar, og ekki hvað síst, virðingu fyrir lífinu, hversu lágt sem Iotið var. Auði frá er mér ætluð var sandi orpin sæng. Niðurlag þessa erindis Sólarljóða segir okkur að til einskis er að safna auði, hann nýtist ekki þegar jarðvist lýkur, en Pálmar safnaði auði sem mölur og ryð fá ekki grandað og sú Ertklnkkjur Glæsileg kattí- lilaðborð íattegh' saJir og mjög góð þjónnsta. Ipplysingíir ísíma22322 FLUGLEIÐIR MINNIIMGAR er mín trú að hann fari með farar- eyri til sinna nýju heimkynna. Ég var svo lánsöm að mega ann- ast Pálmar síðustu daga hans hér í heimi og er mér minnisstætt æðru- leysi hans og gleði yfir því besta sem lífið hefur að bjóða, og hann naut til hinstu stundar. Hann lá í rúminu sínu, las góðar bókmenntir, hlustaði á tónlist af þeirri tegund sem lyftir huga manns í hæðir á milli þess sem hann spjallaði við vini og kunningja sem vitjuðu hans. Hugrekki hans og hugarró villti um fyrir manni, það var ekki að sjá að þar færi deyjandi maður, svo mikill var lífsvilji hans. Mennirnir áætla en Guð ræður. Foreldrar mínir, Gissur Ó. Erl- ingsson og Valgerður Óskarsdóttir, búsett á Selfossi, kunnu vel að meta þennan mæta mann og kem ég kveðju þeirra og þakklæti hér með á framfæri. Tengdafjölskyldan er stór en samt’ ér skarð fyrir skildi þar sem Pálmar er ekki lengur á meðal okkar, en trú mín er sú að sá sem á bústað í hjarta manns dvelur þar á meðan það hjarta slær og því ekki fjarri. Ég kveð að sinni elskulegan tengdason. Samkvæmt minni trú og reynslu er nálægðin meiri en margur heldur og ég bið Alföður að styrkja Hildi, dóttur mína, Erling Atla og Rögnu, börnin þeirra, foreldra og fjölskyldu hans alla. Blessuð sé minning Pálmars. Ég óska þér góðrar heimferðar. Jóhanna G. Erlingsson. Ég sit hér við eldhúsborðið mitt úti í New York og hugsa heim. Hann Pálmar mágur minn er dáinn. Þessi orð láta lítið yfir sér, en þau skilja eftir svo mikla sorg og söknuð í hjarta mínu. Ég hélt að við myndum hittast aftur, við áttum eftir að spjalla svo margt, skiptast á uppskriftum, borða muffinskökurnar góðu, eiga fleiri góðar stundir saman. En kallið kem- ur bara þegar það kemur. Ég græt yfir missinum en gleðst einnig yfir minningu mágs míns. Mér finnst núna sem maður fái bara ákveðinn tíma með fólkinu sínu og þegar leiðir skilja, þá á maður bara að leyfa því að fara, vera þakklátur fyrir tímann, sem maður fékk að njóta sameiginlega og kveðja í trausti þess að kærleiksbandið slitni ekki þótt leiðir skilji um stund. Mér finnst ég svo rík að hafa fengið að eiga Pálmar að. Elsku systir mín góð, Hildur. ERFI DRYKKJUK Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þægileg salarkynni. Upplýsingar í síma 29900 Á hvítasunnudag dansa ég í kirkj- unni minni hér úti balletverk eftir sjálfa mig, sem ég vann eftir texta 104. Davíðssálms, versunum 23-24. Mig langar til að tileinka Pálmari dansinn. Mig langar til að dansa fyrir hann og fá þannig að kveðja hann á minn máta: Hversu mörg eru verk þín, Drottinn, þú gjörðir þau öll með speki, jörðin er full af því, er þú hefir skapað. Þar er hafið, mikið og vítt á alla vegu, þar er óteljandi grúi, smá dýr og stór. Þar fara skipin um. og Levjatan, er þú hefur skapað til þess að leika sér þar. ðll vona þau á þig, að þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma. Þú gefur þeim, og þau tína, þú lýkur upp hendi þinni, og þau mettast gæðum. Þú byrgir auglit þitt, þá skelfast þau, þú tekur aftur anda þeirra, þá andast þau og hverfa aftur til moldarinnar Þú sendir út anda þinn, þá verða þau til, og þú endumýjar ásjónu jarðar. Dýrð Drottins vari að eilífu, Drottinn gleðjist yftr verkum sínum, hann sem lítur til jarðar, svo að hún nötrar, sem snertir við fjöllunum, svo að úr þeim rýkur. Ég vil ljóða utn Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til. Ó, að mál mitt mætti fjalla honum í geð! Ég gleðst yfir Drottni. Megi góður Guð styrkja þig, Hild- ur mín, litla Erling Átla, Rögnu og alla þá sem um sárt eiga að binda á þessum erfiða tíma. Megi Hann sefa sorgina okkar allra. Þá er jarðnesk bresta böndin blítt við hjörtu, sorgum þjáð, vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. Blessuð von í bijósti mínu, bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við Hel. (H. Hálfdánarson) Jóhanna Kristín. Fleiri minningargreinar um Pálmar Þór Ingimundarson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Blömostofa Fríðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bg S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVE6I 48 • SlMI 91-76677 t Helgistund í minningu elskulegrar móður og systur,' REGÍNU BJARNADÓTTUR ROUND-TURNER frá Húsavík, verður í Dómkirkjunni miðvikudaginn 1. júní kl. 15.00. Kristín Sybil, Sólveig Björg og systkini hinnar iátnu. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR, Sogabletti 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 31. maf kl. 10.30. Margrét A. Þórðardóttir, Árni Guðmundsson, Ása H. Þórðardóttir, Gfsli J. Ólafsson, Anna J. Þórðardóttir, Þórhallur Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN S.J. MAGNÚSDÓTTIR, Tunguvegi 58, Reykjavík, sem lést þann 24. maí sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju, miðvikudag- inn 1. júní kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarfélög. Margrét Matthíasdóttir, Einar Matthíasson, Guöbjörg Matthíasdóttir, Svandfs Matthiasdóttir, Viðar Már Matthíasson, og barnabörn. Guðrún Guðbjörnsdóttir, Sigurður Einarsson, Gunnar Haukur Gunnarsson, Guðrún Angantýsdóttir t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför GYÐRIÐAR PÁLSDÓTTUR, Seglbúðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Margrét Helgadóttir, Erlendur Einarsson, Ásdis Helgadóttir, Rodger Hodgson, Jón Helgason, Guðrún Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og studdu okkur á annan hátt vegna andláts litlu dóttur okkar og systur, ÖNNUBELLU HARÐARDÓTTIR, Borgarhrauni 10, Grindavík. María Benónýsdóttir, Benný Ösk, Einar t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SÓLVEIGAR EYSTEINSDÓTTUR frá Skammbeinsstöðum, dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Lundi fyrir góða umönnun og hlýhug. Ottó Eyfjörð Ólason, Fjóla Guðlaugsdóttir, Elfas Eyberg Ólason, Sigrún Pálsdóttir, Auður Karlsdóttir, Sveinn Andrésson, Pétur Viðar Karlsson, Brynhildur Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. ur Guðbrandsson, og Benóný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.