Morgunblaðið - 31.05.1994, Side 39

Morgunblaðið - 31.05.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 39 i I I I I Fyrirlestur í Norræna húsinu um bækur á auð- lesnu máli HALDINN verður fyrirlestur í Norræna húsinu 2. júní nk. kl. 17 um efni á auðlesnu máli. Fyrirlesari er Inger Fredriks- son, ritstjóri LL-forlagsins í Stokkhólmi en forlagið hefur sérhæft sig í útgáfu á bókum á auðlesnu máli fyrir unglinga og fullorðna og gefið út 300 slík verk. í erindinu mun hún gera gerin fyrir útgáfunni og ijalla m.a. um gerð slíkra bóka og hvernig mynd og texti vinna saman. Hér á landi hefur ekki verið gefið út efni af þessu tagi fyrir fullorðið fólk sem hefur tak- markaðan málþroska og mál- skilning. Landssamtökin Þroskahjálp og Námsgagna- stofnun hafa unnið lýsingu á auðlesnum texta hvað varðar efni, mál, framsetningu og útlit sem fáanleg eru í íjórblöðungi. Aðstandendur fyrirlesturs- ins, Landssamtökin Þroska- hjálp og Námsgagnastofnun hvetja rithöfunda, teiknara, út- litshönnuði og aðra er vinna að bókaútgáfu til að fjölmenna á fyrirlesturinn sem á einnig erindi til allra þeirra sem vinna með þroskaheftum svo og bóka- safnfræðinga. ■ SKÓLA GARÐAR borgar- innar starfa á sjö stöðum í sum- ar: við Holtaveg, í Laugar- dal, í Árbæ vestan Árbæjar- safns, við Ásenda, við Jaðars- el og Stekkjarbakka í Breið- holti, í Skildinganesi við Skerjafjörð og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Loga- fold. Innritun í þessa garða verður dagana 1., 2. og 3. júní og hefst kl. 8 í hverjum garði. Skólagarðarnir eru ætlaðir bömum fæddum árið 1982 til 1986. Eldri borgarar innrita sig 6. júní á sömu stöðum. Innrit- unargjald er 600 kr. ■ LÖGREGLAN í Reykja- vík óskar upplýsinga um árekstur, sem varð á Vestur- landsvegi við Hestháls þriðju- daginn 3. mai sl. Áreksturinn varð um kl. 23.20. Toyota- fólksbíl var ekið vestur Vestur- landsveg, þegar rauðum bíl var ekið af Hesthálsi í veg fyr- ir hann. Ökumaður Toyotunnar varð að beygja til að forðast árekstur, en þá skall bíll hans á Golf, sem kom á móti, austur Vesturlandsveg. Slysarann- sóknardeild lögreglunnar í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af ökumanni rauða bílsins, sem og vitnum að árekstrinum. ■ SIGLINGAKL ÚBBUR- INN Kópanes heldur kynning- ardag í Vesturvörð, Kópa- vogi, fimmtudaginn 2. júní. Opið verður frá kl. 9-22 og ókeypis allan daginn. Leiðbein- endur verða á staðnum. ■ STUÐNINGSHÓPUR /BK Brottfluttir Vest- mannaeyingar hafa stofnað með sér félagsskap í _þeim til- gangi að styðja við lið IBV jafnt innan vallar sem utan. Hópur- inn mun hittast tveimur klst. fyrir útileiki Eyjaliðsins á Tveimur vinum, Laugavegi 45. Miðvikudaginn 1. júní leika Eyjamenn við Breiðablik í Kópavogi og verður hist á Tveimur vinum kl. 18. Snorri Rútsson, þjálfari ÍBV, kemur í heimsókn og ræðir málin. FRETTIR Klattar og kleinur í Snælandsskóla NEMENDUR skólans sem sýndu þjóðbúninga undir stjórn og kynningu Ástu Björnsdóttur, kennara. FJÖLSKYLDUHATIÐ var haldin fyrir skömmu í Snælandsskóla í Kópavogi þar sem haldið var upp á 50 ára afmæli íslenska lýðveld- isins. Nemendur höfðu æft fjöl- breytta dagskrá í tilefni dagsins með söng, þjóðdönsum, leikþætti og sýningu á þjóðbúningum. Starfsfólk og velunnarar skól- ans höfðu safnað saman ýmsum merkum gripum frá árunum í kringum 1944 og útbúið með þeim sýningarbás sem vakti óskipta athygli sýningargesta sem fylltu hvern krók og kima í skólanum báða dagana. For- Leiðin til lýðveldisins í Aðalstræti 6 SÝNINGIN Leiðin til lýðveldisins, sem haldin er á vegum Þjóðminjasafns og Þjóðskjalasafns íslands í Aðalstræti 6 við Ingólfstorg í Reykjavík, verður opnuð almenningi á morgun, miðvikudag. í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis- ins ákváðu Þjóðminjasafn íslands og Þjóðskjalasafn Islands að efna til sameiginlegrar sýningar sem hlaut heitið Leiðin til lýðveldis. Sýn- ingin fjallar um tímabilið 1830 til 1944. Má þar sjá skjól, muni og myndir, bæði alþekkt og lítt eða ekki kunn gögn. Sum vekja upp lif- andi minningar, t.d. þeirra, sem muna lýðveldishátíðina 1944, en fyrst og fremst er ætlunin að kynna almenningi þjóðlíf og aðdraganda að stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. Sýningarefnið er sett fram í af- mörkuðum efnisþáttum sem komið er fyrir í aðalsýningarsölunum en að auki verður kaffistofa á annarri hæð með safngripum. Á fyrstu hæð verður miðasala og sölubúð og sýn- ingarbás með munum og minjum á 19. öld. Gefin verður út sýningar- skrá á íslensku þar sem hveijum efnisþætti sýningarinnar eru gerð skil. Sýningin Leiðin til lýðveldis er haldin í Aðalstræti 6 við Ingólfs- torg. Hún verður opin frá 1. júní alla daga nema mánudaga kl. 11-17. I september verður sýning- artíma breytt og hann þá auglýstur sérstaklega en sýningin stendur til 1. desember 1994. Ur dagbók lögreglunnar 77 ölvunartilvik um helgina 27-30. maí í DAGBÓKINNI eru af 482 bók- unum m.a. 77 ölvunartilvik, 25 árekstrar, 1 umferðarslys, 12 innbrot, 12 þjófnaðir, 1 rán, 7 skemmdarverk, 9 rúðubrot og 4 líkamsmeiðsl. Þá eru 11 ökumenn grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Tveir þeirra höfðu lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. Ástæða þótti til að kæra 54 ökumenn fyrir að aka of hratt, 4 reyndust réttindalausir í umferðinni, 6 virtu ekki rautt ljós við gatnamót og rétt þótti að kæra 16 aðra ökumenn fyrir önnur umferðar- lagabrot. Auk þeirra var 51 öku- manni gefin skrifleg áminning fyrir ýmis umferðarlagabrot. Föstudagsnóttin var annasöm en að mestu áfallalaus þrátt fyr- ir mikinn mannfjölda í miðborg- inni. Flytja þurfti 16 unglinga í athvarf íþrótta- og tómstundar- áðs og þangað voru þeir sóttir af foreldrum sínum. I fórum tveggja stúlkna, sem handteknar voru, fundust hnífur og hnúajárn. Undir morgun var eitthvað um það að flytja þurfti fólk á slysa- deild eftir barsmíðar, en þá var margur ölvaður orðinn slæptur og ergilegur. Á föstudagskvöld stálu tveir piltar peningum úr afgreiðslu- kassa söluturns við Snorrabraut. Á laugardagsmorgun voru tveir menn handteknir eftir að hafa brotist inn í matvöruverslun í Austurstræti. Þeir voru færðir á lögreglustöðina. Á sunnudagsmorgun þurfti að flytja ökumann á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar. Um minni- háttar meiðsli virtist vera um að ræða. Með loftriffil, hníf og sveðju í bílnum Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um að bifreið hefði verið ekið á mann við hús í Álftamýri og síðan á brott af vettvangi eft- ir að hinn slasaði hafði verið dreginn inn í bílinn. Eftir að lög- reglan fann bifreiðina og hafði veitt henni eftirför náðist að handtaka þrjá pilta. Ökumaður- inn er grunaður um að hafa ver- ið undir áhrifum áfengis. „Hinn slasaði“ var einn af þeim, en sá hafði fallið út úr bifreiðinni við Álftamýri. I bifreiðinni fannst loftriffill, hnífur og sveðja. Pilt- arnir voru allir færðir á lögreglu- stöðina til skýrslutöku. VinningstölUr laugardaginn VINNINGAR . FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 0 1.858.784 2. 4al5Í| p2 161.614 3. 4al5 96 5.808 4. 3al5 2.762 471 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.040.482 kr. upplýsingarsImsvari91 -681511 lukkulIna991002 Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878-fax 677022 Tilbúinn stíflu eyðii eldrafélagið bauð öllum upp á þjóðlega hressingu, kaffi, ný- mjólk og kleinur eða klatta steikta á staðnum. Einnig var sýndur afrakstur þemavinnu nemenda um þróun ýmissa mála- flokka frá 1944 til 1994. Dags.31.5.1994. NR. 158 5414 8300 0310 5102 5414 8300 3163 0113 5414 8300 3164 7117 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 5413 0312 3386 5018 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 VISA 31.5. 1994 Nr 385 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0022 0316 4543 3700 0009 7116 4543 3700 0008 7588 4543 3718 0006 3233 4546 3912 3256 0090 4842 0308 1995 3028 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Atgreiftslufólk vinsamlegaS takið ofangreind korf úr umferð og sendið VISA islandi sundurklippt. VERÐUUN kr. 5000,- tyrir að klófesta kort og visa á vágest. ajwttiwwja Álfabakka 16 - 109 Reykjavík Sími 91-671700 21. leikvika , 28-29. maf 1994 Nr. Leiktir: Röðin: 1. Degcrfors - Norrköping - X - 2. Hammarby - Göteborg - X - 3. Landskrona - Hacken - X - 4. Frölunda - Helsingborg 1 - 5. Öster - AIK - X 6. Brommapoj. - Vasterás 1 - 7. Kiruna FF - Djurgárden - - 2 8. Sirius - Brage 1 - - 9. Spársvágcn - Sundsvail - - 2 10. Vasalund - UMEÁ 1 - - 11. Visby-Gefle 1 - - 12. Forward - Karlskrona - X - 13. Kalmar FF - GAIS -X- Hcildarvinningsupphœðin: 83 milljón krónur 13 réttlr: 12 réttir: 11 réttir: 10 rcttir: 2.448.710 1 42.430 1 3.240 1 770 J j kr. jkr. kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.