Morgunblaðið - 31.05.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 31.05.1994, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Mannfagnaður N iflungahr ingurinn frumsýndur NIFLUNGAHRINGURINN var frum- sýndur sl. föstudag í Þjóðleikhúsinu. Verkið, sem er langt og strangt, þótti vel setunnar virði og góður rómur var gerður að sýningunni. Einn af aðstand- endum sýningarinnar, Þorsteinn Gylfa- son prófessor, sagðist vera þakklátur fyrir samstarfið og mjög ánægður með árangurinn. Morgunblaðið/Halldór ÞORSTEINN Gylfason, Lia Frey-Rabine, Max Wittges, David Shaw,Vig- dís Finnbogadóttir, Wolfgang Wagner og Gudrun Wagner. KRISTINN E. Hrafnsson, Sjón, Björn Ingi Hilmars- son og Kristján Steingrímur. Paul Hogan bregður á leik ► ÁSTRALSKI leikarinn Paul Hogan hlaut mikla at- hygli um allan heim fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum uin Krókódíla Dundee. Hann þykir afar líflegur í fram- komu og sumir segja að í raunveruleikanum sé hann ejkkert frábrugðinn kvikmyndahetjunni sjálfri. Á með- fylgjandi mynd sést Paul Hogan beita svipu til að slá sígarettu úr munni Thomas Gottschalk, umsjónarmanns þýsku sjónvarpsþáttanna „Wetten Dass“. Gottschalk er klæddur upp í þýska knattspyrnulandsliðsbúninginn, hvað sem það á að þýða. FOLK mg *llf^ ^ 1 t m 'm é* iB J m, ■ m. 1 i M S * liyÉ ijm % Æ 1 w &mm. f-y m háskolabió SÍMI22140 Háskólabíó Aðgöngumiði að Backbeat gildir sem 300 kr. afsláttur af geislaplötunni með rokktónlistinni dúndrandi úr myndinni í verslunum Skífunnar. ALZIRE Dionne ásamt börnum sínum. Efri myndin er af fimm- burunum á fjórða aldursári. Kvikmynd um líf fimmburanna væntanleg FRÚ Alzire Dionne ásamt fimm- burunum sem hún átti í Ontario í Kanada, 28. maí árið 1934. Þrír af fimmburunum eru eftirlifandi og héldu upp á sextugsafmæli sitt 28. maí sl. Þegar þeir komu í heiminn á sínum tíma vöktu þeir heimsathygli og talið er að versl- unin sein skapaðist í kringum þá hafi velt um 35 milljörðum ísl. króna. Stjórn Ontario tók fimm- burana af foreldrum sínum skömmu eftir fæðingu og gaf út þá yfirlýsingu að foreldrarnir hefðu ekki ráð á að sjá fyrir þeim. Ráðist hefur verið í gerð kvik- myndar um líf fimmburanna. 105 millj- arðar ísl. króna í málsókn VEITINGAHÚSAKEÐJAN Pla- net Holly wood teygir anga sína um allan heim. Föstudaginn 27. mars var opnaður veitingastaður i Phoenix í Arizona. Þegar um siíkar opnanir er að ræða mæta gjarnan frægir leikarar, enda eru Arnold Schwarzenegger, Don Johnson, Bruce Willis og Sylvest- er Stallone meðal eigenda veit- ingahúsakeðjunnar. Sunnudaginn 29. mars var svo opnaður veit- ingastaður í Hong Kong. Það er fyrsti veitingastaðurinn af átta sem opnaðir verða í Asíu. Planet Hollywood veitingastaðina prýða Sylvester Stallone á opnun Planet Hollywood í Hong Kong. alls kyns myndir og hljóðfæri úr sögu dægurtónlistarinnar. Margir kannast ugglaust við þessa hugmynd. Veggi veitinga- húsakeðjunnar Hard Rock fylla einmitt alls kyns munir úr sögu dægurtónlistarinnar. Hard Rock hefur farið í mál við „Planet Hollywood" fyrir að stela hug- myndinni og mun leggja hvorki meira né minna en um 105 millj- arða ísl. króna í málsóknina. Eins og við er að búast þegar slíkir fjármunir eru í húfi, eru hlaupin illindi í deilurnar. Peter Morton eigandi Hard Rock segir að þær stjörnur sem standi að „Planet Holly wood“ eigi ekkert í veitinga- húsakeðjunni. Aðeins sé um aug- lýsingabragð að ræða. Leikararn- ir fái borgað fyrir að titla sig eig- endur. Sylvester Stallone svarar þessum ásökunum þannig: „Við eigum allir næga peninga svo við þurfum ekki á ölmusu að halda fyrir hamborgara og kók. Við göngum ekki í gegnum alla þessa vinnu og ferðalög aðeins fyrir ókeypis máltíð. Það er augljóst að við eigum hagsmuna að gæta.“ Þess má geta að meðal eigenda Hard Rock eru einnig frægir leik- arar. Meðal þeirra er leikarinn Tom Cruise. Don Johnson og Whoopi Gold- berg á opnun Planet Holly- wood í Phoenix.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.