Morgunblaðið - 31.05.1994, Side 48

Morgunblaðið - 31.05.1994, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Heimasætan á Jaðri Ég held að ég hafi verið óskaplega geðugur unglingur, ég fór ekki á mótþróaskeið fyrr en ég var orðin 25 ára.- Fram að þeim tíma var ég dásamlegur unglingur sem reyndi að gera öllum til hæfis og var móður minni og föður til gleði og ánægju ég vona að þau reyni ekki að segja annað, segir Edda Björg- vinsdóttir leikkona. Eg ólst upp á heimavistarskólanum að Jaðri, pabbi minn var skólastjóri þar og það voru bara strákar í þessum skóla. Eg átti engin systkini, nema auðvitað alltaf þessa 30 bræð- ar. Ég þurfti að fara í skóla í Reykjavík, vegna þess að þetta var drengjaskóli og foreldrum mínum fannst líka heppilegt að ég kynntist stúlkubörnum og þeirra leikjum, ég var orðin heldur mikill strákur á tímabili. Ég var fyrst í ísaksskóla, svo Vogaskóla, þá MH og loks í Leiklistarskólanum, með smá viðkomu í rönt- gentækni í eitt ár, en ég held að af öllu því sem þjóðfélagið hefur uppá að bjóða þá sé sjúkrahúsvinna síst fyrir mig. Það var voðalega erfitt að vera unglingur og búa einhvers staðar uppi í Rauðhólum, það fór ekki mikið fyrir félagslífinu, pabbi þurfti ~að keyra mig og sækja ef ég fór á böll og svoleiðis. Það gat verið ofboðslega pínlegt, ég þóttist oft vera að labba heim til mín, gekk svona fjórar götur og þar tók hann mig uppí. Það var ekki um það að ræða að vera í nein- um aukatímum, sama hvað það hét, söngur, dans eða íþróttir, það var bara of mikið vesen þarna ofan af Jaðrr. Hvers vegna leikkona? Þegar ég var sjö ára var mér boðið í barna- afmæli, þangað kom mjög sérkennileg dökk kona, útlensk og gömul og sagði þannig að það drundi í öllu: „Þú verða einhvern tímann mikið leikkona.“ Mér fannst eins og hún hafi lesið hugsanir mínar og varð hálfu hræddari við hana, svo þarna var ég farin að gæla við þessa hugmynd svona ung. Ég var komin með --0tvö börn um það bil sem ég lauk stúdents- prófi og mér fannst þá endilega að ég þyrfti að læra eitthvað hagkvæmt. Þá var nýkomið til nám í röntgentækni sem virt- ist vera náskylt meina- tækni og tók ekki nema tvö ár, ég ákvað að taka það og hafa það í bakhöndinni. Eins og pabbi sagði: „Það getur vel verið, Edda mín, að þú þurfir einhvern tímann að sjá fyrir þér.“ Því hánn hélt auðvitað að leiklist sæi ekki fyrir fólki. Pabba dreymdi auðvitað að ég yrði kennari eins og hann, en ég held að maður þurfi að vera ofurmenni til að vera góður kennari, þess vegna eru svona fáir góðir kenn- arar til. Og ég treysti mér ekki í það, fólk þarf að hafa til að bera algjörlega frábæra sérhæfíleika, mannkær- leika og þroska fyrir utan hina hefðbundnu menntun til þess að vera færir kennarar. Skólakerfið er eins og það er vegna þess að við höfum ekki þessu fólki á að skipa, því mið- ur. Neyðarlegt atvik frá unglingsárum Pabbi fór í framhalds1 nám til Ameríku þegar ég var 14 ára og við mamma fórum að heimsækja hann og vorum eitt sumar þar með honum. Algjör steypa Stórslysa A1 Fyrir A1 Room hefur lífið verið ein alsheijar óheppni. Til að byrja með er hann fæddur föstudaginn þrettánda og daginn þann gekk hvirfilbylur yfír fæðing- arbæ hans. Hinn óheppni A1 hefur lent í slæmu skíðaslysi, brennt sig á sýru, verið stunginn tvisv- ar, lent í bílslysum og ótal öðrum óhöppum. Þegar A1 var 12 ára fór hann í skiðaferðalag til Ítalíu með fjölskyldu sinni. Á fyrsta degi datt hann úr skíðalyftunni og lenti á hópi fólks, þaðan rann hann svo á miklum hraða út í skafl og stórslasaði sig. „Ég fótbrotn- aði á báðum og hlaut innvortis meiðsli. Ég var fluttur heim með sjúkraflugi og þurfti að vera sex mánuði á sjúkrahúsi.“ Nokkrum árum síðar var Ál, sem nú er 25 ára gamall, að versla í stórmarkaði þegar óður maður stakk hann með hnífi í bakið. Þetta var fremur óskemmtileg reynsla fyrir A1 og það þurfti að sauma 46 spor í bakið á honum og hann var margar vikur frá vinnu. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hann á gangi í skemmtigarði með hundinn sinn þegar einhver setti bréfpoka yfir höfuð hans, hrinti honum á jörðina og stakk hann í bakið. „Eftir þessa árás fór ég í alvörunni að hugsa um hvort það gæti virkilega verið til Guð í heimi sem léti mig ganga í gegnum hvern óhugnað- inn á fætur öðrum,“ sagði A1 og trúði því að hlutirnir gætu ekki versnað úr þessu. En hann hafði rangt fyrir sér. Skömmu eftir að hann hafði náð sér eftir seinni hnífaárásina lenti hann í bílslysi, hann var frá vinnu í nokkra mánuði til að jafna sig. Fyrsta daginn þegar hann mætti aftur datt hann og snéri á sér ökkl- ann, þá gafst vinnuveitandinn hans upp og rak hann. Einhver hefði getað haldið að það væri allt, en svo er ekki, þegar hann kom heim beið kærastan hans þar með þær fréttir að hún treysti sér ekki til að vera með honum lengur. „Ég virðist alltaf vera á röngum stað á röngum tíma,“ sagði Al, sem er farinn að taka það sem gefinn hlut að eitthvað óheppilegt komi fyrir hann á hveijum degi. Við fórum með kunningjafólki okkar, hjónum með fullt að börnum, í Disneyland. Ég og vin- kona mín, sem var 14 ára eins og ég, létum taka mynd af okkur með Mikka mús. Það sést á myndinni að það er eitthvað ekki allt í lagi. Það sem gerðist var það að Mikki mús tók utanum okkur báðar og kleip í bijóstin á okkur. Þá var ekki til neitt sem hét kynferðis- leg áreitni þannig að okkur datt ekki til hug- ar að segja frá þessu, en vorum bara eins og kúkar á myndinni. Eftir þetta þegar ég sé myndir af Mikka mús, líður mér undarlega innanbijósts, og : mér verður hugsað til allra í „pervertanna" sem ráða sig í að vera dvergar og Mjall- hvít og Mikki mús í Dísney- landi og eru svo að klípa í bijóstin á óhörðnuðum ungl- ingsstúlkum. Maður var auð- vitað að upplifa pínlegar „sittúasjónir" allan dag- inn alla daga þegar maður var unglingur, það var allt neyðar- legt. Ég minnist þess tíma þegar ég var í Vogaskóla með hryllingi, | mér fannst svo ofboðslega óbærilegt að vera unglingur. Að lokum Það er jú aðalmálið hjá unglingum að vera smart, svo ég vil að fólk sam- einist undir einhvers konar slagorðum eins og; ég reyki ekki og ég drekk ekki, af því að það er svo smart. Eg keyri varlega þegar ég er komin með bílpróf og svo reyni ég að láta mér þykja vænt um allar manneskj- ur. Ekki þar fyrir, ég gekk í gegnum þetta að reykja og drekka og ég vildi óska þess að ég hefði haft vit á því að sleppa því aiveg, því það er svo heimskulegt og svo óhollt, og svo margt skemmtilegra sem hægt er að gera en það. Nú er básúnað mikið í öllum fjölmiðl- um og alls staðar; stöðvum barnadrykkju, en ég get ekki tekið undir þetta fyrr en við byij- um á herferðinni stöðvum foreldradrykkju. Það er stóra málið, við erum svo vondar fyrir- myndir og þess vegna eru börnin okkar í slæm- um málum. Ferð til Skot- lands V ið, unglingarnir í eldri deild Æskulýðsfélags Garðakirkju, fengum framúrskarandi góða hugmynd á einum funda okkar nú í vetur. Við ákváðum að leggja land undir fót og fara saman í stutta fræðslu-, kynningar- og skemmtiferð til Skotlands . Við öfluðum okkur fjár til ferð- arinnar með ýmsu móti: Bónuðum bíla fyrir vini ■■■■■■i^^^^^M og vandamenn, Eftirfarandi mokuðum snjó - * fynr aldraða 1 ferdasaga Garðabæ, bár- barst okkur frá um út biöð, unglingum í seldum heimili- íS»Ul?-ð^éla9Í stokkaog héld- Garðakirkju um kökubasar. Mikil og skemmtileg stemmning skapaðist í kringum þessa undirbúningsvinnu. Haldið af stað Tilhlökkunin var mikil sem kraumaði undir þreytunni, er við mættum, sautján talsins, í safnað- arheimilið Kirkjuhvol í Garðabæ, rétt fyrir klukkan 7 laugardaginn 12. mars síðastliðinn. Ferðin hófst með því að við settumst upp í rútu sem ók okkur í Leifsstöð. Þaðan flugum við með Eydísi áleiðis til Glasgow og lentum þar laust fyrir hádegi. Þegar við höfðum skráð okkur inn á Hótel Marriott, sem stendur við Argyle Street í miðborginni, komum við okkur þægilega fyrir í vel búnum herbergjunum. Hótel Marriott er fyrsta flokks glæsihót- el með sundlaug, gufubaði, æf- ingasal og veggjatennis. Auk þess eru þar þrír ágætir veitingastaðir og við mælum óhikað með þessu hóteli fyrir alla þá sem hyggja á ferð til Glasgow. Heimsókn á prestssetur Um kvöldmatarleytið komu safnaðarráðsfulltrúar High Carntynesafnaðar og sóknarprest- ur þeirra sr. John Hegarty á hótel- ið. Þeir komu gagngert til að sækja okkur öll á einkabílum sínum. Prestshjónin, þau frú Linda og fyrrnefndur sr. John höfðu boðið okkur í heimsókn á heimili sitt og þar höfðum við mælt okkur mót við unglinga í Æskulýðsfélagi safnaðarins. Þegar þangað kom tóku á móti okkur auk húsráð- Samviskuspurningin Fylgdist þú með kosninga- baráttunni? Bjartur, 12 ára: „Já, ég styð R-listann.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.