Morgunblaðið - 31.05.1994, Side 49

Morgunblaðið - 31.05.1994, Side 49
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 49 1 • MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________ UNGLINGAR PRESTSHJÓNIN ásamt íslendingunum í High Caratynekirkju. enda, forstöðukonur Æskulýðsfé- lagsins og hluti safnaðarráðsins auk unglinganna. Við dvöldum hjá þeim fram eftir kvöldi og var mik- ið spurt, spjallað og hlegið, enda skemmtu allir sér hið besta. Við getum með sanni sagt, að annarri eins gestrisni höfum við aldrei kynnst. Borðin bókstaflega svignuðu undan kræsingunum og gestgjafarnir geisluðu hreint og beint af hlýju. Messa í High Carntynekirkju A sunnudagsmorgni kl. 11 fór- um við í messu í High Carntyne- kirkju, sem er í austurhluta borgarinnar. Sr. Hegarty messaði í þéttsetinni kirkjunni, sem tekur rúmlega 400 manns í sæti. Hann sagði okkur seinna að þetta væri ósköp venjuleg kirkjusókn sem er stórmerkilegt með tilliti til þess að söfnuðurinn telur rúmlega eitt þúsund manns. Messan sjálf var nokkuð-frá- brugðin hinni íslensku og okkur þótti eftirtektarvert hversu vel söfnuðurinn tók undir sálmasöng- inn. Léttleiki ríkti í athöfninni og þess má geta að sr. Hegarty gerði góðlátlegt grín að konu sinni í prédikuninni fyrir hennar „miklu íslenskukunnáttu", sem hún gæti að vísu aðeins notað eftir klukkan sex á kvöldin, því hún kunni að- eins að segja „gott kvöld". í messunni sungu börnin í sunnudagaskólanum létta kóra. Og þar sem mæðradaginn bar ein- mitt upp á þennan sunnudag, dreifðu þau fallegum páskaliljum til allra kvenna í kirkjunni. Þetta fannst okkur vera falleg venja. Skoðunarferð um borgina Eftir messuna héldum við í skoðunarferð um borgina í fylgd með sr. Terry Moran. Við skoðuð- um Dómkirkjuna, sem stofnuð var af heilögum Mungo, verndardýrl- ingi Glasgowborgar. Kirkjan er að hluta til frá 12. öld og er stór- kostlegt dæmi um gotneskan byggingarstíl. Þá skoðuðum við St. Mungo Museum og Religious Life and Art, en þar eru m.a. til sýnis fallegir listmunir sem tengj- ast ýmsum trúarbrögðum. Einnig skoðuðum við Provands Lordship, sem er elsta húsið í borginni, byggt árið 1471 og ekki megum við gleyma Museum of Transport sem sýnir samgöngutæki fyrr og síðar. Um kvöldið fórum við ásamt prestshjónunum og fyrrnefndum sr. Morgan út að borða á The Fire Station Restaurant, sem er gömul slökkvistöð. Hyómsveitin Saint Etienne Við höfðum ákveðið að mánu- dagurinn yrði algjörlega fijáls og þá gerðum við okkur margt til skemmtunar. Flestir fóru að versla og fékk setningin „Shop till you drop“ nýja og mjög bókstaflega merkingu. Tveir úr hópnum fóru um kvöldið á tónleika með hljóm- sveitinni Saint Etienne, en það vildi svo skemmtilega til að þeir rákust á hljómsveitarmeðlimi á kaffihúsi í hádeginu og eyddu með þeim deginum. Óhætt er að full- yrða að þessir tveir heiðursmenn séu ekki en komnir niður úr sjö- unda himninum. Þriðjudaginn 15. mars héldum við heim til íslands eftir einstak- lega vel heppnaða og minnisstæða ferð. Að lokum Við Glasgowfarar viljum koma á framfæri alveg sérstöku þakk- læti til sr. Braga Friðrikssonar, prófasts og sóknarprests í Garða- prestakalli. Þá viljum við þakka sóknarnefnd Garðasóknar, héraðs- nefnd Kjalarnessprófastsdæmis og bæjaryfirvöldum í Garðabæ fyrir veittan stuðning. Einnig viljum við þakka fyrir hönd hópsins farar- stjórunum okkar, þeim sr. Bjama Þór Bjamasyni, héraðspresti, og Oddi Bragasyni, fyrir einstakan dugnað þeirra og fómfýsi til það gera þessa ferð að veruleika. II Helena, 13 ára: „Nei.“ Anna, 15 ára: „Svolítið." Vil fá Sólina aftur Nafn: Maggý Helga Jóhannsdóttir Heima: Reykjavík Aldur: 14 ára Skóli: Hvassaleitisskóli Helstu áhugamál: Teikna og ríða út. Uppáhalds hljómsveit: Þær eru margar. Ef ég á að nefna eina sér- staka þá er það hljómsveitin Blur. Uppáhalds kvikmynd: Þessi er erfið. Ace Ventura er hryllilega fyndin, hún er í bíó núna. Ég man ekki eftir fleirum í augna blikinu. Uppáhalds sjónvarpsefni: Bara góðar bíómyndir. Ég hef eiginlega gaman af flestum bíómyndum, nema væmnum mynd- um og svart-hvítum. , Svo eru Ná- A grannar fínir. Besta bókin: Color Purple. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? María Caré. W Hvemig er að r vera unglingur í dag? Það fer eftir ýmsu. Það er ágætt stundum en hræðilegt stundum. Það er fínt að vera með vinum sínum en skólinn er hræðilegur. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Engu. Það er fínt eins og það er. Og , þó, ég vil fá útvarpsstöðina Sólina'* aftur. Hvernig eiga fullorðnir að koma fram við unglinga? Bara venju- lega, eða næstum því eins og jafn- ingja. Þeir umgangast okkur oft eins og við séum böm og ekki hæf til að gera neitt. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fara út með vinum mín- um, fara í bíó og skemmta mér. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Taka til og læra undir próf. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir eða fatahönnuður. Yiltu segja eitthvað að lokum? Ég bið að heilsa öllum sem þekkja mig. Heimilistækjadeild Fálkans • Sængur og koddar Umboðsmenn um land allt Góöa nótt og soföu rótt Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 ' Heimiiistækjadeiid ráikans • Heiiniiislækiaueiid Fáikans •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.