Morgunblaðið - 09.06.1994, Page 14

Morgunblaðið - 09.06.1994, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ '4 Tvísýnar kosningar um ESB-aðild Austurríkismanna Urslitin gætu haft áhrif víða í Evrópu Vín. Reuter. ENN er allt á huldu um hver verða úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu (ESB), sem haldin verður í Austur- ríki á sunnudag. Talið er að hafni Austurríkismenn aðild muni það hafa mikil áhrif á væntanlegar atkvæðagreiðslur um sama efni sem haldnar verða í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi í haust. Einnig er talið líklegt að slík niðurstaða geti gert Austur-Evrópuþjóðum erf- itt um vik að ganga í sambandið árið 2000. ■ Fjármálaskýrendur telja ólík- legt að úrslitin muni hafa áhrif á stöðu austurríska schillingsins, en hins vegar geti svo farið að ef aðild verður hafnað í Austurríki geti það haft slæm áhrif á gengi gjaldmiðla í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem gerð var í Aust- urríki í síðustu viku eru 48 pró- sent landsmanna hlynnt aðild, en 46 prósent andvíg. Niðurstöðurnar komu stjórn Franz Vranitzkys, kansiara, í opna skjöldu. Sagði Alois Mock, utanríkisráðherra, að ef aðild yrði hafnað gæti það gert Austurríki að annarsflokks ríki. Aðrir fylgjast með Finnar, Svíar og Norðmenn munu fylgjast grannt með at- kvæðagreiðslunni í Austurríki á sunnudag. Fréttaskýrendur telja líklegt að neikvæð niðurstaða yrði vatn á myllu andstæðinga ESB aðildar í löndunum þrem. Olof Ruin, prófessor í stjórn- málafræði við Stokkhólmsháskóla, segir að slík niðurstaða í Austur- ríki myndi að líkindum hafa nokk- ur áhrif í Svíþjóð. „Það yrði and- stæðingum hér væntanlega nokk- ur hvatning, en áhrifin yrðu þó ekki djúpstæð þar eð Austurríki er langt í burtu.“ Áhrif í A-Evrópu Niðurstaðan í Austurríki verður þó enn áhrifameiri í Austur-Evr- ópu, þar sem Austurríkismenn hafa heitið að verða Póllandi, Tékklandi, Ungveijalandi og Slóv- eníu innan handar við að fá inn- göngu í ESB. Talsmaður tékk- nenska utanríkisráðuneytisins sagði að atkvæðagreiðslan í Aust- urríki væri að sjálfsögðu mikilvæg fyrir Tékkland. „Þó er ekki þar með sagt að niðurstaðan þar muni ráða því hvernig Tékkar greiða atkvæði, en hún verður engu að síður tekin með í reikninginn." Jemenar flýja stríðið LAKDAR al-Ibrahimi, sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) kom í gær til Sanaa til þess að reyna að fá stríð- andi fylkingar til að senya um vopnahlé. Nokkuð virtist hafa dregið úr átökunum um hafn- arborgina Aden í suðurhlutan- um eftir harða árás árás norð- anmanna á þriðjudag. Enn var þó barist skammt frá úthverf- um borgarinnar og flýðu skelf- ingu lostnir íbúar nágranna- bæja Aden til borgarinnar und- an sprengjuregninu, meðal þeirra fjölskyldan á myndinni. Ali Abdullah Saleh, forseti norðurhlutans, lýsti sig í gær reiðubúinn til samvinnu um vopnahlé og fullyrti að norðan- menn hefðu ekki rofið það. Hins vegar útilokaði hann að ganga til viðræðna við and- stæðing sinn í suðri, Ali Salem al-Baidh, til að binda endi á borgarastyrjöldina, sem staðið hefur í rúman mánuð. Sagði hann að sunnanmenn yrðu Reuter norðanmenn á olíuhreinsunar- stöðvar, vörpuðu sprengjum nærri 80 oliutönkum en ekki hlaust mikið tjón af. Þá hafa norðanmenn unnið Ijón á vatnsveitu Adenborgar og hafa borgarbúar gripið til þess ráðs að grafa brunna inni í borginni. annaðhvort að yfirgefa land sitt eða gefast upp. Að minnsta kosti 18 létust í Dar Saad þorpinu og 23 særð- ust í árás norðanmanna á að- fararnótt miðvikudags. Sögðu talsmenn sunnanmanna að sprengjur hefðu fallið á fjöl- mörg íbúðarhús. I gær réðust Bandaríkin og Nicaragua Ortega deilir við þingmann Managua. Reuter. DANIEL Ortega, fyrr- um forseti Nicaragua, og bandaríski þingmað- urinn Robert Torricelli deildu hart á flugvellin- um í Managua í fyrra- dag, en þar höfðu þeir báðir boðað til blaða- mannafunda. Bandaríkjastjórn hef- ur hótað því að fella niður efnahagsaðstoð til Nicaragua á næsta ári ef stjórnvöld þar greiða ekki þeim 650 banda- rísku þegnum bætur, sem misstu eigur sínar er sandinistar tóku völd- Daniel Ortega in í landinu árið 1979. Ortega, sem nú er leiðtogi Sandinistaflokksins og er í stjórnar- andstöðu, sakaði Bandaríkjamenn um að „hóta því að beita land okkar ofbeldi" og að aðgerðir þeirra brytu í bága við stofnsáttm; Sameinuðu þjóðam Torricelli, sem er den krati, sagði afstöðu ( tega „bijóstumkennt lega“. Hann teldi það el síst vera óviðeigandi menn sem ættu heii í glæsilegum einbýl húsum, sem hefðu ve tekin með valdi af h um raunverulegu e endum, væru að tjá i um þessi mál. Orte býr í húsi sem var í ei ríks bankamanns, flúði land. Þeir Ortega 0g Ton elli flugu að rifrildinu loknu með sö: vél til Miami í Bandaríkjunum en 1 ætlar Ortega að eiga fundi n bandarískum áhrifamönnum, rr Jimmy Carter, fyrrum forseta. Reuter. Heimsend- ingaþjónusta í Seoul KÓRESKUR sendill skýst með hundruð kílóa af heimilistækj- um til viðskiptavina í miðborg Seoul. Það fylgir sögunni að starfanum fylgi oft margra kílómetra ferðalag með hleðsíu sem þessa. wmt |í«»í »14 i«*i « t S T rt i* .... 1 4 Iti** «!♦ pil **« mum lltiilítt **»»«»» i«« tln 115 tminigrnwniiiWiiýiiijpllUtlllllHtllH1 ^sill : » : ðk. Fátækum fjölgar um 70.000 dag hvern London. Reuter. Á HVERJUM degi fjölgar þeim sem lifa við algera ör- birgð um 70.000, að sögn breskrar hjálparstofnunar, BCA. Áætl- ar stofnunin að árið 2000 muni um 700 milljónir manna ekki hafa aðgang að drykkjar- hæfu vatni og að 100 milljónir barna geti ekki sótt skóla. Talsmenn stofnunar- innar sögðu að yrði ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir að milljónir manna bætist í sístækkandi hóp fátækra jarðarbúa, verði fólk sem lifir í örbirgð um hálfur annar milljarður árið 2000. Tölurnar byggir stofnunin á opinberum upplýsingum og skýrslum starfsfólks í tuttugu af fátæk- ustu löndum heims í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Afbrotaunglingar látnir mæta fórnarlömbunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UNGMENNI sem hafa gerst sek um ofbeldi eða skemmdarverk verða nú látin mæta fómarlömb- um sínum augliti til auglitis í nokkrum dönskum lögsagnar- umdæmum. Þetta hefur þegar verið reynt nokkrum sinnum í tilraunaskyni og þykir gefast vel, bæði fyrir ungmennin og fórnarlömbin. Hugmyndin með slíkum fundi er annars vegar að fá ofbeldis- mennina til að horfast í augu við Dönsk tilraun sem von- ast er til að hafa fyrír- byggjandi áhrif brotið og þá, sem hafa orðið að þola það. Vonast er til að þar með renni það upp fyrir afbrota- unglingunum hvað þeir hafa gert og að þær tilfinningar geti kom- ið í veg fyrir að ofbeldismennirn- ir haldi áfram á sömu braut. Sem dæmi af slíkum fundi má nefna hjón, sem urðu fyrir því að þrír strákar brutust inn, stálu ýmsum tækjum og fimmtíu vínflöskum, auk þess sem þeir veltu bókahillum og hentu bók- um og hlutum út um allt, brutu gleraugu og brutu upp skápa. Eftir fund sáu strákarnir eftir öllu saman og buðust til að vinna í garðinum fyrir þau. Einn þeirra hefur haldið sambandi og heim- sækir þau nú reglulega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.