Morgunblaðið - 09.06.1994, Page 15

Morgunblaðið - 09.06.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 15 OECD aðstoðar Rússa RÚSSAR skrifuðu í gær undir samning við OECD-ríkin um aðstoð við endurbætur á efnahag Rússlands. Vonast er til að að- stoðin muni auðvelda Rússum að laga sig að og taka fullan þátt í efnahagsmálum heimsins. Um er að ræða, til dæmis, ráð- gjöf um umbætur á réttarkerfi og stofnunum Rússlands. Tólfta líkið fundið LÖGREGLA á Bretlandi greindi frá því í gær að fundist hefðu tólftu líkamsleifamar í tengslum við fjöldamorðin í „Hryllingshús- inu“ svonefnda. Leifarnar fund- ust á afskekktu akurlendi í Gloucester á Vestur-Englandi, þar sem leitað hefur verið í um tvo mánuði. 52 ára gamall Glo- ucesterbúi hefur verið kærður fyrir 11 morð. Fini vill reka fasistana GIANFRANCO Fini, leiðtogi ít- alska Þjóðarbandalagsins, segist reiðubúinn til þess að reka harð- línusinnaða nýfasista úr flokknum ef þeir andmæla tilraunum hans til þess að gera bandalagið að hefðbundnum íhaldsflokki. Haft var eftir Fini í gær, að Benito Mussolini, fyrmm ein- ræðisherra, hefði „aldrei verið glæpamaður." Hann hefði gert þau mistök að ganga í bandalag með Adolf Hitler, en „munurinn er sá, að enginn grætur Hitler, en margir Italir eru sannfærðir um að Mussolini hafi látið margt gott af sér leiða,“ sagði Fini við þýska tímaritið Stern. Geimflauga- eldsneyti áþotur RÚSSAR hyggjast smíða þrjár tilraunaþotur knúnar samskonar eldsneyti og notað er til að knýja geimflaugar. Viktor Tsjernó- myrdin, forsætisráðherra, hefur gefið út tilskipun um að byggðar verði þrjár Túpolev-156 þotur árið 1997. Þær verða knúnar lághitaeldsneyti - fljótandi vetni - sem er mun umhverfisvænna en það eldsneyti sem nú er notað í farþegarþotum, og aukinheldur mun ódýrara. Gallinn er hins vegar sá, að fjórfalt meira magn þarf af lághitaeldsneytinu en hefðbundnu eldsneyti Alpajurtir þokast ofar VIÐKVÆMAR Alpajurtir virð- ast sífellt færast ofar í fjallshlíð- arnar, og telja vísindamenn að breytingarnar verði af völdum gróðurhúsaáhrifa. Allar líkur eru á að þetta muni valda því að jurtirnar deyi út. Wonder til Ghana New York. The Daily Telegraph. SÖNGVARINN Stevie Wonder segist hafa ákveðið að flytjast búferlum frá Bandaríkjunum til Ghana, vegna þess að þar sé að finna samheldnari ná- granna en í Los Angeles, þar sem söngv- arinn hefur verið búsettur til fjölda ára. Segist hann þó munu halda í tónleika- ferð um Bandaríkin á hausti komanda. Að sögn vina söngvarans ákvað hann að flytja til Ghana eftir nokkrar heim- sóknir þangað á tónleikaferðum um Afríku. Búist er við að hann muni setj- ast að nálægt höfuðborginni, Accra, og búa sér heimili ekki ólíkt því setri og sundlaug sem hann mun yfirgefa í Los Angeles. Þess er vænst að hann muni þó dvelja talsvert þar í borg í framtíð- inni, því hann á þar fagurbúið og tækni- lega fullkomið upptökustúdíó, sem nefnt er Undraland. Wonder er 44 ára gamall. Hann fædd- ist blindur og í fátækt í Michiganríki, og ólst upp í austurhluta Detroitborgar. Hann var einungis 13 ára þegar hann sló fyrst í gegn, og hefur síðan gert alls um 30 hljómplötur. Stevie Wonder Mandela ætlar að sitja í 5 ár NELSON Mandela, forseti Suður Afríku, neitaði í gær fréttum þess efnis að hann hygðist láta af emb- ætti fljótlega. Mandela sagðist myndu sitja út kjörtímabilið, sem er fimm ár. „Að minnsta kosti í fimm ár,“ sagði Mandela þegar blaðamaður The Independent spurði hve lengi hann hygðist gegna embætti. Mandela, sem er 75 ára, gaf í skyn að hann myndi ef til vill hætta þegar hann yrði áttræður. SUNNYSR sportlegur og hlaðinn Nissan Sunny SR þriggja dyra er með kraftmikilli 1600 vél og beinni innspýtingu.fimm gíra vökva-og veltistýri samlæsingu, rafdrifnum rúðum, vindskeið og fjóra öfluga Ijóskastara. Auk þess fylgir bílnum frítt þjónustueftirlit í eitt ár. aukahlutum kostar aðeins kr. 1.278.000.- Aðeins örfáir bílar j seljast á þessu | tilboðsverði. I Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 síml 91-674000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.