Morgunblaðið - 09.06.1994, Page 21

Morgunblaðið - 09.06.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ1994 21 LISTIR ÞAR sem Djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason í uppfærslu Leikfé- lags Hornafjarðar verður sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins nk. sunnudag. Djöflaeyjan í Þjóðleikhúsinu Gestaleikur frá Leikfélagi Hornafjarðar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða áhugaleikfélagi að sýna verk á Stóra sviðinu. Er hér um nokk- urs konar tilraun að ræða, en ef vel tekst til gæti sýning áhugaleikfélags orðið árviss viðburður í Þjóðleikhúsinu. Að þessu sinni varð fyrir valinu uppfærsla Leikfélags Horna- fjarðar á leikritinu Þar sem Djöflaeyjan rís, eftir Einar Kárason, í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og verður hún sýnd nk. sunnudag kl. 20. Hugmynd um uppfærslu áhugaleikfélags í Þjóðleikhús- inu kom fyrst fram á þingi Bandalags íslenskra leikfélaga í Vestmannaeyjum s.l. vor, þar sem Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri var sérstakur gestur. Þar skýrð: hann m.a. frá því að leikhúsið hygðist, í samráði við áhugaleikfélögin, velja „áhugaleiksýningu árs- ins“ sem boðið yrði að sýna í Þjóðleikhúsinu. Með þessu vildi leikhúsið vekja athygli á starfi áhugaleikfélaga. Mörg leikfé- lög óskuðu eftir því að nýta sér þetta boð Þjóðleiklhússins og sóttu alls 10 leikfélög um að koma til greina. Sérstök dóm- nefnd skoðaði allar sýningarn- ar og varð Djöflaeyjan fyrir valinu. Leikritið Djöflaeyjan var frumsýnt á Höfn í Hornafirði í mars sl. en var fyrst flutt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1987. Leikritið byggist á skáld- sögum Einars Kárasonar „Þar sem Djöflaeyjan rís“ og „Gul- leyjunni" og lýsir lífi fólks í braggahverfum Reykjavíkur á sjötta og sjöunda áratugnum. Uppfærsla Leikfélags Horna- fjarðar á Djöflaeyjunni er mannmörg sýning og leika margir fleiri en eitt hlutverk. Meðal helstu Ieikenda má nefna Svövu Kristbjörgu Guðmunds- dóttur, Ingvar Þórðarson, Elínu Guðmundsdóttur og Hilmi Steinþórsson. Jóhann Morávek annaðist tónlistarstjórnun og útsetningar, Guðjón Sigvalda- son er höfundur leikmyndar, jafnframt því sem hann hafði með höndum lýsingu verksins, ásamt Þorsteini Sigurbergssyni. Leikstjóri er Guðjón Sigvalda- son. * tListahátíd í dag SÍÐARI flutningur Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og kóranna úr Hamrahlíð á Níundu sinfóníu Beethovens verður í Hallgríms- kirkju í kvöld kl. 20. Á leiksviði gefast jafnframt lokafæri á Lista- hátíð á tveim sýningum: Makbeð í leikhúsi Frú Emilíu við Seljaveg 2, en sýningin hefst kl. 20, og Barpari sem Leikfélag Akureyrar sýnir í Lindarbæ kl. 20.30. Margar myndlistarsýningar eru á hátíðinni: Helgi Þorgils Frið- jónsson sýnir í Listasafni ASÍ, Sigurður Guðmundsson í Gall- eríi Sóloni íslandus, Ilja Kabakov í sýningarsalnum Annarri hæð, Kristján Guðmundsson í Galleríi Sævars Karls, Rudy Audio í Úmbru, Joel-Peter Witkin á Mokka og Stepanek og Maslin í Gallerí Gangi. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin íslensk samtímalist en Listasafn íslands speglar tímabilið frá alþingishátíð til lýðveldis- stofnunar. íslandsmerki og önnur súlnaverk Sigurjóns Ólafssonar eru í safni hans og verk Jóns Engilberts í FÍM-salnum og Nor- ræna húsinu. í sama húsi eru líka verk sex ungra gullsmiða. Leifur Kaldal gullsmiður sýnir svo í Stöðlakoti og loks er ný finnsk glerlist í Ráðhúsi Reykjavíkur. í klúbbi listahátíðar á Sóloni íslandus verður sou/-tónlist; JJ- Soul og Ingvi Þór. Eftir daga 17. JÚNÍ1994 Álfakóngur, álfadrottning bamaguU, íþróttir, Midas konungur og... I ,, ■ >■ , . ÉSœ'i [ U ! ^ } V WaSí | .im —>!yi y —— "H gM~1hi i Karlakórinn Heimir á tónleikaferðalagi KARLAKÓRINN Heimir i Skagafirði heldur tónleika fimmtudaginn 9. júní kl. 21. í Félagsheimilinu Loga- landi í Borgarfirði, föstudaginn 10. júní kl. 20.30, í Langholtskirkju í Reykjavík laugardaginn 11. júní, í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og hefjast þeir kl. 15, laugardagskvöldið 11. júní kl. 21 heldur kórinn tónleika í Félagsheimilinu að Flúðum í Hrunamanna- hreppi og verða það lokatónleikarnir í þessari ferð. Að tónleikunum loknum Ieikur Hljómsveit Geir- mundar fyrir dansi. Söngstjóri Heimis er Stefán R. Gíslason. Undirleik- arar: Tomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Ein- söngvarar eru Einar Halldórsson og Pétur Péturs- son. Þrísöngur: Hjalti Jóhannsson, Gísli Pétursson og Jón St. Gíslason, einnig Björn Sveinsson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Maestro Maestro Maestro Heppnir Maestro-korthafar: A tónleika með Kristjáni Jóhannssyni í boði Maestro Handhafar Maestro-debetkorta geta átt von á óvæntum glaðningi í sumar og haust - miða á tónleika með meistaranum sjálfum, Kristjáni Jóhannssyni. Um er að ræða 30 miða á Listahátíð þann 16. júní og 50 miða á sýningu Þjóðleikhússins á Valdi örlaganna eftir Giuseppe Verdi í september en þar verður Kristján í aðalhlutverki. Þann 12. júní verður dregið um hvaða korthafar fá að gjöf miða á tónleika meistarans á Listahátíð og 15. september verður síðan dregið um hvaða korthafar hljóta miða á sýningu Þjóðleikhússins á Valdi örlaganna. Dregið verður úr nöfnum allra þeirra sem hafa fengið sér Maestro debetkort frá upphafi og fram að útdráttardögum og fær hver korthafi tvo miða á viðkomandi sýningu. Maestro DEBETKORT MEISTARIÁ SÍNU SVIÐI! Sæktu um MAESTRO debetkort í bankanum þínum eða sparisjóði. Maestro Maestro Maestro HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.