Morgunblaðið - 09.06.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 09.06.1994, Síða 33
1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 33 i í í I I > \ > í I I : I i I 3 i j j J J 9 + Afmæli úti í garði eða t.d. á Þingvöllum? Sýningar, sala, fyrirtækjaveislur, móttökur. Hvar sem er, hvenær sem er. Tjaldaleigan, Bíldshöfða 8, sími 91-876777 AÐSENDAR GREINAR Forréttindi - ójöfnuður Ingólfur A. Þorkelsson Á 50 ára afmæli lýðveldisins blasir við að þeim flölgar sem eiga þess ekki kost að taka fullan þátt í lífí og starfi samfé- lagsins. Því veldur vaxandi atvinnuleysi og minnkandi tekjur þeirra sem lægst hafa launin. Ekki er fyrir- sjáanlegt að úr ræt- ist. Því er brýnt að allt sé gert sem unnt er til að tekjuskipt- ingin verði réttlát — engir lendi utan- garðs. Afnám óhófs- launa og forréttinda innan þess rekstrar, sem ríkið ber ábyrgð á, er skref í þá átt. Sérréttindakerfið í bönkunum Til þess liggja bæði fjárhagslegar og siðferðilegar forsendur að þann tekjumun, sem enn viðgengst innan ríkisgeirans, verði að minnka. Úttekt frá Ríkisendurskoðun á lækna- og bankastjóralaunum, sem ríkið greið- ir, hefur nú leitt í ljós að oft er um að ræða tífaldan tekjumun og stund- um meira. Til eru þeir sem ríkið greiðir mánaðarlega upphæð sem nemur tuttugufðldum atvinnuleysis- bótum. Bankarnir eru skýrasta dæm- ið um þennan ósæmilega tekjumun og þau lífeyrisforréttindi sem þar tíðkast. Það er sannarlega tímabært að bankaráð ríkisbankanna, sem eru kosin af Alþingi og starfa á ábyrgð stjómmálaflokkanna, fari að svara tilmælum Sighvats Björgvinssonar, viðskiptaráðherra, frá því í janúar sl. Hinn 19. janúar greinir Morgun- blaðið frá því að ráðherrann hafi óskað eftir við formenn bankaráð- anna „að þeir tækju kaup og kjör bankastjómenda til skoðunar og ræddu sín á milli um það til hvaða ráða þeir teldu rétt að grípa“. Þarna er og greint frá því að formenn bankaráða hafí tekið þessari mála- leitan vel. En hvað var það sem hneykslaði Sighvat og þjóðina? Við umrædda úttekt Ríkisendur- skoðunar kom m.a. í ljós að meðal- greiðslur til bankastjóra ríkisbank- anna og forstöðumanna sjóða náðu árið 1992 litlum 664 þúsund kr. á mánuði og sá tekjuhæsti í hópnum var með 900 þúsund kr. á mánuði. Dæmi var um bankastjóra er fékk laun frá sjö aðilum. Allir fengu þeir greiðslur fyrir setu í stjórnum fyrir- tækja og sjóða sem bankar þeirra og sjóðir eiga aðild að samkvæmt fyrmefndri skýrslu og bankarnir leggja bankastjórunum til bíla og kosta rekstur þeirra. Búnaðarbank- inn reyndist öðrum rausnarlegri, létt- ir sínum mönnum skattbyrði af bíla- fríðindum og gefur þeim eftirlaun allt að 90% af fullum launum eftir fímmtán ára starf en í hinum bönk- unum fást þessi fríðindi eftir átján ár. Hersing aðstoðarbankastjóra reyndist hafa um 80% af launum hinna. Siðleysið, sem birtist í þessári notkun á fjármunum ríkisstofnana, verður enn grófara í ljósi þess að bankastjórarnir virðast í raun ábyrgðarlausir. A.m.k. er ljóst að þeir eru ekki látnir segja af sér þótt þeir glati árlega milljörðum af því fé sem þeim er trúað fyrir vegna hæpinnar útlánastarfsemi. Lántak- endur borga fyrir mistökin með háum vöxtum. Ábyrgð bankaráða — ábyrgð stjórnmálaflokka Viðskiptaráðherra gerði rétt í því að fela bankaráðum ríkisbankanna að taka til hjá sér. Mikið virtist standa til. Átjánda janúar sl. er haft eftir Ágústi Einarssyni, form. banka- ráðs Seðlabankans, í Morgunblaðinu að laun ríkisbankastjóranna ætti að lækka um þriðjung. Hann á þar við Búnaðarbanka og Landsbanka. Blað- Hörður Bergmann ið hefur síðan orðrétt eftir honum: „Eg sé ekki hvemig hægt er að gera þetta öðruvísi, hvort sem eitthvert meðaltal er fundið eða aðrar aðferð- ir notaðar til lækkunar, því ljóst er að ekki er hægt að hreyfa laun til hækkunar á þeim tímum sem nú eru, það er útilokað." Siðleysið, sem birtist í þessari notkun á fjár- munum ríkisstofnana, verður, segja þeir Hörð- ur Bergrnaim og Ing- ólfur A. Þorkelsson, enn grófara í ljósi þess að bankastjóramir virð- ast í raun ábyrgðar- lausir. Nú er Sighvatur búinn að missa Ágúst sem fulltrúa Alþýðuflokksins í bankaráði Seðlabankans. Banka- ráðsmanninum var loksins nóg boðið þegar Sighvatur ákvað að gefa stjómmálaforingja einu sinni enn stöðu seðlabankastjóra. Margar spumingar hljóta að leita á kjósend- ur sem gagnrýna forréttindi og ójöfn- uð eftir atburði síðustu vikna. Hve- nær verður hætt að hlaða undir stjórnmálamenn, sem komnir eru með góðan eftirlaunarétt, með feit- um embættum? Hvenær verður þess krafist að bankaráð ríkisbankanna og Seðlabankans afnemi óhófslaun og forréttindi og gæti almannahags- muna eins og þeim ber skylda til? Er ekki kominn tími til þess að stjórn- málaflokkamir leggi bankaráðs- mönnum sínum lífsreglur sem sam- ræmast réttlætis- og siðgæðiskröfum almennings? Bankaráðin em kosin af alþingismönnum, sem ber skylda til að gæta hagsmuna kjósenda sinna, alls almennings. Getur Sig- hvatur bjargað andlitinu með því að taka í hnakkadrambið á bankaráðun- um, sem undir hann heyra, og byija að moka flórinn? Kópavogi, 26. apríl. Hörður er rithöfundur og fyrrv. kennari, Ingólfur er fyrrv. skólameistari. Við færum þér NetWare uppfærslur á silfurfati. Tæknival, sem er viðurkenndur dreifingaraðili Novell á islandi, hefur um árabil sinnt NetWare notendum af kostgæfni og hjá fyrirtækinu starfa fjórir af þeim fimm íslensku tæknimönnum sem hlotið hafa CNE-gráðuna (Certified NetWare Engineer) frá Novell. CNE-gráðan tryggir öllum viðskiptavinum Tæknivals aðgang að hámarks þekkingu og forgangsþjónustu við úriausn hvers kyns mála. Við erum stöðugt að mæta nýjum og breyttum þörfum notenda NetWare sem gera kröfur um meiri hraða og betri nýtingu á tækjabúnaði sínum. Með því að nýta sér möguleika á uppfærslum, velur þú að njóta þess besta sem netkerfið býður upp á. Uppfærslan er bæði fljótleg og einföld, og eykur afköst í öllu fyrirtækinu. Til dæmis gætir þú fjölgað notendum á núverandi netkerfi og/eða uppfært í nýjustu útgáfu af NetWare 3 (v. 3.12). Þú gætir jafnvel viljað uppfærsluna NetWare 4 til að auka hraðann, bæta frammistöðuna og um leið sveigjanleika netkerfisins. Þitt er valið. Og rúsínan í pylsuendanum. Ef þú tekur uppfærslu fyrir 31. júlí 1994 færðu 40% afslátt af listaverði - í boði Novell og Tæknivals hf. Við leggjum metnað í að uppfylla óskir þínar um Novell netkerfi. Hafðu samband við fulltrúa Tæknivals í netkerfum og við munum koma til móts við þig. UPPFÆRSLA NOVELL Tæknival Skeifunni 17 - Simi (91) 681665 - Fax (91) 680664

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.