Morgunblaðið - 09.06.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.06.1994, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FRJALSAR / REYKJAVIKURLEIKARNIR 18. JUNI Fjölmargir fimasterkir keppendur mæta til leiks Svar kemurfrá heimsmeistaranum og heimsmethafanum í stangarstökki eftir helgina REYKJAVÍKURLEIKARNIR í frjálsum íþróttum verða haldnir 18. júní nk. og er búist við rúmlega 70 erlendum keppendum frá um 20 þjóðum. Meðal keppenda verða heimsmeistarinn í kúluvarpi kvenna, Zhi Hong Huang frá Kína, og í karlaflokki mæta m.a. til leiks kúluvarparinn Dragan Perec, kringlukastararnir Mike Buncic og Nick Sweeney, og spjótkastararnir Raymond Hecht og Harri Hakkarainen. Auk erlendu keppendanna taka flestir sterkustu ís- lendingarnir þátt í leikunum. Sergei Bubka, sem er heims- meistari og heimsmethafi í stangarstökki, hefur verið boðið að taka þátt í leikunum, en hefur ekki gefið svar um hvort hann verði með. Endanlegur keppendalisti er ekki ljós, m.a. eiga Svíar eftir að tilkynna hvaða keppendur komi frá þeim í kastgreinar í karla og kvennaflokki. Nú þegar er ljóst að spjótkastar- inn Raymond Hecht frá Þýskalandi mun keppa á mótinu, en hann á lengsta kast ársins til þessa, 90,06 metra. Heimsmeistari unglinga í spjótkasti mun keppa á leikunum, Harri Hakkarainen frá Finnlandi. Victor Zaitsev frá Úsbekistan keppir einnig í spjótkasti. Einar Vilhjálms- son og Sigurður Einarsson verða síðan Islendingarnir í hópnum. Blikaklúbburinn hittist á Mömmu Rósu kl. 18. Breiðablik — Fram á Kópavogsvelli í kvöld kl. 20 VIÐAR-HF byggingaverktaki. Skandia Lifandi samkeppni. lægri iðgjöld. Dragan Perec, sem varð í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu inn- anhúss í vetur, keppir í kúluvarpi, og mætir þar m.a. Pétri Guðmunds- syni, sem varð í þriðja sæti á sama móti. Mika Halvari, sem varð fjórði í kúluvarpinu á EM, keppir einnig á Reykjavíkurleikunum. I kringlukastinu þarf Vésteinn Hafsteinsson að etja kappi við Bandaríkjamanninn Mike Buncic, sem er einn þriggja sterkustu kringlukastara Bandaríkjamanna. Nick Sweeney, sem varð í sjötta sæti á HM í Stuttgart, keppir einnig. Óformlegt Norðurlandamót í kastgreinum Leikarnir eru óformlegt Norður- landameistaramót í kastgreinum, og kemur því að minnsta kosti einn keppandi frá hveiju landi á mótið. Stefnt er að því að á næsta ári verði um formlegt Norðurlandamót að ræða. í kvennaflokki ber nafn heims- meistarans í kúluvarpi kvenna hæst. Meðal annarra þekktra keppenda má nefna Kim McKenzie frá Banda- ríkjunum sem keppir í 100 metra grindahlaupi, en hún fékk brons- verðlaun í greininni á Ólympíuleik- unum í Bandaríkjunum 1984. Farida Fates frá Frakklandi keppir í 3.000 metra hlaupi, en besti tími hennar er 8 mínútur 51.33 sek. Til stóð að heimsmethafinn í spjótkasti kvenna, Trine Hattested frá Noregi, myndi keppa á leikunum, en hún gat ekki komið vegna þess að faðir hennar átti fimmtugsafmæli einmitt sama dag og leikarnir eru haldnir. Guðrún Arnardóttir (t.v) mætir bronsverðlaunahafanum frá Olympíu- leikunum 1984 í 100 metra grinda- hlaupi, Kim McKenzie frá Bandaríkj- unum, á Reykjavíkurleikunum og Sig- urður Einarsson spjótkastari þarf að glíma við Harri Hakkarainen heims- meistara unglinga og Þjóðveijann Raymond Hecht, sem á lengst kast ársins. Leikamir eitt af tuttugu boðs- mótum Evrópusambands Eftir síðustu Reykjavíkurleika sótti Frjálsíþróttasambandið um að fá stimpil Frjálsíþróttasambands Evrópu á mótið, og gekk það eftir. Einungis um 20 mót fá þennan stimpil og skiptir hann verulegu máli varðandi alla kynningu á mót- inu. Evrópusambandið gerir kröfu um að ákveðnum reglum í tengslum við umgjörð mótsins verði fylgt ná- kvæmlega, og hefur skipað Birgi Guðjónsson lækni eftirlitsdómara á Reykjavíkurleikunum til að fylgjast með því hvernig til tekst. ISHOKKI / URSLIT NHL-DEILDARINNAR Draumurínn að veruleika New York hefur ekki hampað Stanleybikarnum í íshokkí síð- an 1940, en eftir 4:2 sigur gegn Vancouver í Vancouver í fyrrinótt þarf liðið aðeins einn sigur til viðbót- ar til að láta drauminn rætast, að verða „heimsmeistari" í íshokkí. Staðan er 3-1, en fímmta viðureign liðanna verður í New York í nótt. Brian Leetch, einn besti varnar- KR - FH © TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. ER AÐAL STYRKTARAÐILI ÞESSA LEIKS KR-völlur v/ Frostaskjól fimmtudaginn 9. júní kl. 20.00 Fyrir leikinn verður opið hús í félagshéimilinu þar sem boðið er upp á pasta og pizzu hlaðborð fyrir alla fjölskylduna á vægu verði, kl. 18.30 verður 100 númeruðum sætum deilt út BBURINN til félaga í KR-klúbbnum. Ath. matur borinn fram kl. 18.oo . Skráning í knattspyrnuskólann stendur yfir Munið Stúkukvöldið föstudaginn 10 júní í Fóstbræðraheimilinu, Verð kr. 900 fyrir 3 réttaða máltíð Skírteini KR-klúbbsins verða afhentfrá kl. 18.00 við innganginn adidas IBII FORMPRENT maður NHL- deildarinnar, átti enn einn stór- leikinn í úrslita- keppninni og var maður leiksins, gerði eitt mark og átti þijár stoðsendingar. Mike Richter, markvörður gestanna, sem stöðvaði síðustu 22 skotin, varði víti frá Pavel Bure, marka- kóngi deíldar- innar. Þess má geta að sjö víti hafa verið dæmd í sögu úrslitakeppninnar og hefur aldrei verið skorað úr þeim. „Þetta var hápunkturinn á ferli hans,“ sagði Mike Keenan, þjálfari Rangers, um markvörsluna. „Það var honum að þakka að við fengum tækifæri til Reuter Kovalev að komast aftur inn í leikinn og sigra. Hann sýndi stórkostlega mar- kvörslu gegn einum besta leikmanni deildarinnar — þetta var vendipunkt- urinn { leiknum." Leetch er stigahæstur í úrslita- keppninni með 32 stig, 10 mörk og 22 stoðsendingar, og verður örugg- lega kjörinn besti maður keppninn- ar. „Ég á í erfiðleikum með að stjóma tilfinningunum, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég hef gengið í gegnum annað eins. Samt er ég viss um að þetta verður gaman fyrir alla, en við eigum erfitt verkefni fyrir höndum,“ sagði hann. Stuðningsmenn Rangers hafa beðið í 54 ár eftir titlinum og sagði Keenan að stuðningurinn í Madison Square Garden væri ótrúlega mikill, en hann mætti ekki koma niður á heimamönnum í nótt. „Það verður allt vitlaust og við verðum að gæta þess að einbeita okkur að leiknum og láta ekkert trufla okkur.“ GOLF f pfa lacoste ÖLDUNGAMÓT SsSSsl hjá Golfklúbbnum Leyni, Akranesi, laugardaginn 11. júní. Karlaflokkar 50-54 ára og 55 ára og eldri. Kvennaflokkar 50 ára og eldri. Skráning til kl. 21.00 föstudaginn 10. júní í Golfskálanum sími 93-12711. Nú förum við öll á Skagann og tökum með okkur gesti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.