Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 145. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Erfðafjendurnir í japönskum stjórnmálum saman í sljórn Otti við að umbæt- ur seu ur sogunm Tókýó. Reuter. TOMIICHI Murayama, leiðtogi japanska Sósíalistaflokksins, var í gær kjörinn forsætisráðherra þriggja flokka stjórnar þar sem erkióvinur sósíalista um áratugaskeið, Ftjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur töglin og hagldirnar. Þar með var bundinn endi á stjórnartíð umbótasinnans Tsutomu Hata en ýmsir efnahagssérfræðingar óttast, að Murayama muni stöðva umbótaáætlun fyrri stjórnar, einkanlega í skattamálum. Auk fyrmefndu flokkanna tveggja styður stjórnina lítill hægri- flokkur, sem kallast Framheiji, en Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem farið hefur með völd í Japan lengst af frá stríðslokum, mun að líkindun fá flest ráðherraembættin, þar á meðal embætti fjármála- og utan- ríkisráðherra. Fyrstu viðbrögðin við samstarfi erfðafjendanna í japönsk- um stjórnmálum voru þau, að gengi dollarans féll niður fyrir 99 jen og áhyggjur manna af auknum við- skiptaeijum Japana og Bandaríkja- manna jukust. Var því jafnvel spáð, að dollarinn færi niður í 96 jen, sem yrði mikið áfall fyrir japanskt efna- hagslíf. Andvígur umbótum Bandaríkjastjóm hefur krafist umbóta í japönsku efnahagslífi í því skyni að draga úr miklum ójöfnuði í viðskiptum ríkjanna, en sérfræð- ingar telja, að Murayama muni snú- ast öndverður gegn þeim. Eitt hans fyrsta verk sem forsætisráðherra verður hins vegar að mæta til fund- ar með Bill Clinton, forseta Banda- rílq'anna, og öðmm leiðtogum helstu iðnríkjanna í Napólí 8.-10. júlí. Reuter Tower Bridge í eina öld FLUGELDUM komið fyrir á Tower Bridge, einu af þekktari mannvirkjum heims, því að í dag verður haldið upp á aldarafmæli þessarar brúar, sem hefur ýmist verið lýst sem verkfræðiundri eða ímynd öinurlegrar bygginga- listar Viktoríutímans. Karl prins mun leggja sitt af mörkiim til hátíðarinnar, og afhjúpa þar skjöld. Það tók 400 manns átta ár að byggja brúna. Leitin stendur að „einörðum Evrópusinna“ Bonn, London. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði á þýska þinginu í gær, að næsti formaður fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, ESB, og eftirmaður Jacques Delors yrði að vera „einarður Evr- ópusinni". Kenneth Clarke, fjár- málaráðherra Bretlands, reyndi í gær að draga úr óánægju frammá- manna í öðrum ESB-ríkjum með að Bretar skyldu beita neitunarvaldi gegn Jean-Luc Dehaene, forsætis- ráðherra Belgíu, og ítrekaði einlæg- an Evrópuáhuga bresku stjórnar- innar. Kinkel sagði, að Þjóðveijar yrðu að beita sér fyrir samstöðu um eftirmann Delors, „einarðan Evr- ópusinna", en nefndi engin nöfn í því sambandi. Hann hefur þó lýst yfir nokkrum sinnum í vikunni, að hann sjái enga ástæðu til að leita Morgunblaðið/Golli að öðrum en Dehaene. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, gaf hins vegar í skyn á mánudag, að hann hefði ekki lengur Dehaene í huga sem eftirmann Delors og eftir embættismönnum í Bonn er haft, að Þjóðveijar séu að leita að öðrum manni. í ræðu, sem Kenneth Clarke flutti hjá Konrad Adenauer-stofn- uninni í Bonn, lagði hann áherslu á einlægan Evrópuáhuga bresku stjórnarinnar og réðst óbeint á „efa- semdamennina" í íhaldsflokknum með því að lýsa yflr stuðningi sínum við einn Evrópugjaldmiðil. Þá sagði hann, að Bretar hefðu ekkert á móti Dehaene persónulega, heldur hefðu þeir ekki talið hann rétta manninn til að fást við þá efnahags- legu endurnýjun, sem Evrópu væri nauðsynleg. Zhírínovskíj í ham Kljást við kríuna Moskvu. The Daily Telegraph. ÞJÓÐERNISSINNINN Vladimír Zhírínovskíj á yfir höfði sér enn eina ákæruna en hann er að þessu sinni sakaður um að hafa farið hamförum á skrifstofu héraðstjór- ans í Nízhníj Novgorod, sem stendur við bakka Volgu, vestur af Moskvu. Það var héraðsstjórinn sjálfur, Borís Nemtsov, sem setti fram ákæru á Zhírínovskíj, og fullyrðir hann að allnokkur skjöl og skrautmunir hafi horfið af skrifstofunni. Vandinn upphófst er Zhír- ínovskíj lenti á flugvellinum í Nízhníj Novogrod þar sem hann hlaut fjand- Samlegar viðtökur. Loft- belgur með slagorðinu „Zhírínovskíj farðu heim“ sveif yfir borginni, lögreglufylgd sem hann taldi sig verðskulda var hvergi sjáanleg auk þess sem honum var meinað að koma fram á svæðissjónvarpsstöðinni. Því skálmaði Zhírínovskíj inn á skrifstofur héraðstjómarinnar til að bera fram kvörtun en héraðs- stjórinn, Nemtsov, var hvergi sjá- anlegur. Er fullyrt að Zhírínovskíj hafi sagt við einn fulltrúa Nemtsovs: „Það ætti að skjóta þig“. Rússneskir þjóðernis- sinnar bera haturshug til Nemtsovs, þar sem hann þykir fijálslyndur í skoðunum og ekki bætir úr að hann er gyðingur þar að auki. Zhírínovskíj á yfir höfði sér ákærur fyrir stríðsáróður og fyrir að ýta undir þjóðernisátök, sem varðar við lög í Rússlandi. KYLFINGAR, sem stunda golf- íþróttina á Nesvelli á Suðurnesi á Seltjarnarnesi, eiga stundum við fleira að glíma en sína eigin getu og erfiðar brautir, að minnsta kosti á vorin. Þá getur krían verið aðgangshörð og eins gott að beina kylfunni upp en ekki niður. Hér eru það þau hjónin Geirarður Geirarðsson og Sigrún Fjeldsted, sem reyna að bægja fuglinum frá. Mikið fuglalíf er á Nesinu og fylgjast kylfingar grannt með allt frá því varpið hefst þar til ungar eru koinnir á legg. Zhirínovskíj Dollari enná niðurleið London. Rcutcr. GENGI Bandaríkjadollara féll enn í gær og fór þá niður fyrir 99 japönsk jen. Að þessu sinni var fallið rakið til þeirra ummæla Lloyds Bentsens, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, að óvissan í stjórnmálum Japans tefði fyrir viðræðum um viðskipti ríkj- anna. Sumir kauphallarstarfsmenn og miðlarar bjuggust við, að seðlabank- ar reyndu að styrkja gengi dollarans en öðrum fannst líídegra, að iðnríkin sjö reyndu að samræma vaxtastefnu sína á G-7-fundinum í Napólí 8.-10. júlí. Sögðu ýmsir sérfræðingar, að gengi dollarans yrði ekki haldið uppi nema vextir yrðu hækkaðir í Banda- ríkjunum en lækkaðir í Þýskalandi og hugsanlega einnig í Japan. Viðskiptahagnaður Japana Meginástæða fyrir lækkandi gengi á dollaranum er gífurlega hagstæður viðskiptajöfnuður í Japan gagnvart Bandaríkjunum og einnig vegna þess, að iðnríkin hafa lítið gert til að styðja það. Þrátt fyrir gengisfall dollarans urðu litlar breyt- ingar á verðbréfamörkuðunum í gær. ------------- * Utlegð Ara- fats lokið Kairó. Reuíer. YASSER Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, mun snúa aftur í átthagana á Gaza um helgina eftir 27 ára útlegð. Um 100 Palestínumenn og tugir erlendra fréttamanna munu fylgja Arafat þegar hann kemur til Gaza en upphaflega var áætlað, að hann færi fyrst til Jeríkó. Þar búa hins vegar aðeins 15.000 manns en nærri ein milljón á Gaza.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.