Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 37 Morgunblaðið/Halldór ALEXANDER McCullIn, Biggi frá Hárstofu Bigga, Filippía, Bryndís Einarsdóttir og Henry Johnson sem öll eiga hlut að máli á sýningunni í kvöld. Tískusýning tveggja heima FILIPPÍA I. Elísdóttir frumsýnir nýjustu hönnun sína í Kolaportinu í kvöld, 30. júní. Segir Fiiippía inntak sýningarinnar „álög fortíðar“ en hún er tileinkuð minningu föður hennar sem lést nýverið. Sýningunni er ætl- að að gefa í skyn veröld einhvers staðar milli lífs og dauða segir hún, auk þess að vísa til fornrar arfieifð- ar því notað er skart úr hvalbeini, tijágreinum og rúnasteinum. Fötin eru að sögn í jarðarlitum, úr náttúru- legum efnum og þannig úr garði gerð að þeim er hægt að raða sam- an á óteljandi vegu. Verður sviðið 15 metrar að lengd og áhorfendur til beggja hliða þann- ig að umgjörðin mun um margt minna á sýningar erlendra tískuhúsa að sögn Filippíu sem segir einnig að kveikjan að sýningunni felist í ljóðlínum enska skáldsins Matthew Arnold (1822-1888), sem hún þýðir „við ráfum milli tveggja heima, ann- ar þeirra er horfinn, hinn megnar ekki að fæðast". „Segja má að sýn- ingin tákni dvala en hún er einnig táknræn fyrir mig, mér finnst ég vera að rísa úr öskunni," segir hún. „Mig langaði tii þess að setja upp sýningu sem unnin er sem ein heild, út frá einni hugmynd. Tónlistin er til dæmis valin með það í huga, ekki eingöngu til þess að ganga eft- ir. Til dæmis verða spilaðar raddir til þess að skapa stemmningu," seg- ir hún. -----♦ ♦ ♦---- Dian Yalur á fundi um mannréttindi FÉLAGIÐ Fjölskylduvernd boðar til almenns fundar í kvöld, fimmtudags- kvöld, í samkomusal Langholtskirkju um mannréttindamál flölskyldunnar og umgengnisrétt foreldra og barna. Á fundinn kemur Dian Valur Dentchev og tjáir sig. Fundurinn hefst kl. 20 og eru allir velkomnir. FRÉTTIR Rekstrar- og viðskiptanám Endurmenntunarstofnunar HI Þrjátíu og fimm braut- skráðir 35 NEMENDUR útskrifuðust 11. júní sl. úr rekstrar- og viðskiptanámi Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. 18 nemendur luku 18 ein- inga námi í rekstrar- og viðskipta- greinum og 17 nemendur luku 30 eininga námi í rekstrarfræðum. Frá ársbyijun 1990 hefur Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands boðið fólki með reynslu í rekstri og stjórnun þriggja missera hagnýtt og heildsætt nám í helstu viðskipta- greinum. Námið miðast við að hægt sé að stunda það samhliða starfi. Þegar hafa á þriðja hundrað stjórn- endur úr einkafyrirtækjum og stofn- unum tekið þátt í náminu, 142 hafa lokið námi og um eitt hundrað manns eru vel á veg komnir. Á sl. vetri var í fyrsta sinn boðið upp á tveggja missera viðbót eða fram- haldsnám en það mun framvegis verða í boði annað hvert ár. Nemendur eru flestir einstakling- ar með viðamikla stjórnunarreynslu sem gerir miklar kröfur um hagnýtt gildi og fræðilega undirstöðu náms- ins. Stærstur hluti þeirra hefur lokið háskólaprófi í einhverri grein en um þriðjungur er fólk með góða almenna menntun og umtalsverða'reynslu í starfi. Auk rekstrar- og viðskiptanáms- ins býður Endurmenntunarstofnun / ‘ 4W Mb., •' iH?. — mm 1a . > Hl NEMENDUR sem luku 18 eininga námi ásamt rektor Háskóla íslands, stjórnarformanni Endurmenntunarstofnunar og endur- menntunarstjóra. Æ<*SBStor' J9HRV ' V • iiKLJIi mmm NEMENDUR sem luku 30 eininga námi ásamt rektor Háskóla Islands, stjórnarformanni Endurmenntunarstofnunar og endur- menntunarstjóra. eins árs nám í sjávarútvegsfræðum, tveggja ára nám í matsfræðum, misserislöng námskeið á mörgum sviðum, auk tæplega þijú hundruð styttri námskeiða á hveiju ári. Þátttakendur á námskeiðum stofnunarinnar eru nú vel á sjötta þúsund á hveiju ári. Herstöðv- arminjar í Engey NÆSTU daga þegar sjóveður leyfir býður Geysishúsið, í samvinnu við NVSV, Reykvíkingum í ódýrar skoðunarferðir á einum best varð- veittu stríðsminjum á landinu frá árunum 1940 til 1943. Þetta er gert í tengslum við sýninguna Reykjavík undir stýri en hluti henn- ar er helgaður orrustunni um Atl- antshafið. í Engey voru virki til varnar inn- siglingunni í Reykjavíkurhöfn og árásar úr lofti, strandvarna- og loft- varnavirki. Eyjan fór í eyði fljótlega eftir stríð og hafa þessar minjar þess vegna varðveist svona vel, m.a. er þar neðanjarðarstjórnstöð. Fyrsta ferðin verður farin fimmtudaginn 30. júní. Mæting er í Geysishúsinu kl. 17. Ljósmynda- sýning frá orrustunni um Atlants- hafið verður skoðuð undir leiðsögn Friðþórs Eydals, varnarmálafull- trúa, síðan haldið niður á Suður- bugt um borð í fb. Skúlaskeið og farið þaðan um kl. 18. (Suðurbugt er merkt á kortinu í símaskránni). Þaðan er siglt út í Engey og minj- arnar á Vestureynni skoðaðar undir leiðsögn Friðþórs. Áætlað er að Engeyjarferðin taki um eina og hálfa klukkustund. Verð er 300 kr. og ókeypis fyrir börn. ------♦—♦—♦---- H FYRIR fimmtugsafmæli ís- lenska lýðveldisins kom út hátíðar- útgáfa Islandspósts, tímarits Is- lendinga í Svíþjóð. Ritstjórar Islandspóstsins eru Ingvar Gunn- arsson og Jóliann Árelíuz. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að fá eintak af hátíðarritinu geta sent kort með nafni sínu og heimilis- fangi merkt Já, Tackjárnsvágen 12, 161 31 Bromma, Svíþjóð. Ferðafé- Myndin er frá seinni heimsstyrjöldinni og sýnir byssu er stóð á Valhúsahæð en sainskonar byssa var í Engey. lagið kynnir Horn- strandir OPIÐ hús verður hjá Ferðafélagi íslands í kvöld, fimmtudagskvöld, þar sem kynntar verða Horn- strandaferðir sumarins og Árbókin Ystu strandir norðan Djúps, sem fjallar um svæðið. Kynning fer fram í miðbygg- ingu ferðafélagshússins í Mörkinni 6 og eru allir velkomnir að mæta milli kl. 20.30-22. Fararstjórar verða á staðnum. Fjölskyldu- skemmtun SÁÁá Staðarfelli STAÐARFELLSHÁTÍÐ SÁÁ verður haldin dagana 1.-3. júlí, en hátíðin hefur verið haldin árlega undanfarin ár. Á hátíðinni er boðið upp á skemmtun af ýmsu tagi, auk séi'- stakra AA-funda. Farið verður í reiptog, pokahlaup og haldin verður karaoke-keppni. Farið verður í fjöru- og skógarferð undir leiðsögn kunn- ugra manna. Þá verður dansað fram eftir nóttu. Hljómsveitin Örkin hans Nóa leikur fyrir dansi. Kynningarverö kr. 4.950, 5 greiöslur kr. 990,- pr. mánuð ♦ Einangraðu þau atriði sem ógna heilsu þinni með hjálp spurningalistanna. ♦ Bættu mataræðið til að draga úr. líkum á krabbameini og hjartasjúkdómum. ♦ Lærðu að kljást við hvunndagsstreituna. ♦ Hægðu á ellihrörnuninni og lifðu lengur og betur. ♦ Uppgötvaðu hvernig heilbrigður líkami starfar. ♦ Gerðu þér áætlun um stigvaxandi líkamsrækt. ♦ Kynntu þér skyndihjálp og önnur viðbrögð viö slysum. og menmng Laugavegi 18, sími 24240 FJÖLSKYLDU- HANDBÓK UN HOLLUSTU oc HEILBRIGÐI Dr. Stephcn Onrroll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.