Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 17 KBINGLUNNI SIMI: G0D930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI 26 SÍMI: 600926 LAUGAVEGI 96 SÍMI: 600934 Sérfræðingar sannfærð- ir en erfingjarnir efast að gera hann mannlegri. Fáum orð- um er eytt í þau fjölmörgu ástaræv- intýri sem einvaldurinn átti utan hjónabands og aðeins óbeint vísað til Clöru Petacci, ástkonu hans, sem var tekin af lífi um leið og hann í apríl 1945. Útgáfa á næsta ári? Það var ítalskur kaupsýslumaður sem kom bókunum á framfæri en hann kveðst hafa fundið þær í kistu í húsi föðurs síns. Samkvæmt ít- ölskum lögum halda erfingjar höf- unda útgáfurétti í fimmtíu ár eftir dauða hans. Synir Mussolinis, Vitt- orio og Romano, og dóttir, Edda, eru á lífi og og því verður ekki hægt að gefa bækurnar út fyrr en 28. apríl á næsta ári. Leiðinleg lesning Ekki er að efa að bækumar munu verða mjög umdeildar og er skemmst að minnast „dagbóka" Mussolini heilsar Hitler árið 1943 í Vím Hitiers sem Sunday Times greiddi 2 milljónir punda fyrir en reyndust síðar falsaðar. Meðal þeirra sér- fræðinga sem hafa rannsakað bæk- urnar er Denis Mack Smith, sagn- fræðingur við Oxford-háskóla, sem ritað hefur ævisögu Mussolinis og er einn helsti sérfræðingurinn um fasisma á Ítalíu. Hann segist ekki í nokkrum vafa um að Mussolini hafi sjálfur skrifað bækumar, m.a. vegna þess hversu leiðinlegar af- lestrar þær séu, falsarar hefðu reynt að gera lesninguna áhuga- verðari. Þá telja fyrrum sérfræðing- ur British Museum í greiningu fals- aðra skjala og sérfræðingur Banda- ríska herfræðistofnunarinnar, bæk- urnar ófalsaðar og segja að séu þær falsaðar, sé um meistaraverk að ræða. Einu aðilamir sem er í vafa eftir að hafa skoðað bækurnar em Sotheby’s uppboðshaldararnir, sem segjast ekki treysta sér til að full- yrða að Mussolini hafi sjálfur skrif- að bækumar. Dagbækur Benitos Mussolinis fundnar? London, Róm. The Daily Telegraph. Reuter. DAGBÆKUR, sem tal- ið er að séu verk ítalska einvaldsins Benitos Mussolinis, hafa skotið upp kollinum í London. Séu þær ófalsaðar, er um að ræða einn merk- asta ritverkafund ald- arinnar. Vitað er að Mussolini hélt dagbæk- ur mestallan sinn emb- ættisferil frá 1921 en þær hurfu árið 1945 er hann var handtek- inn. Dagbækumar, sem The Sunday Te- legraph hefur komið höndum yfír, em frá tímabilinu 1935-1939. Sagnfræðingar og rithandarsér- fræðingar sem kannað hafa bækum- ar telja þær ósviknar én Romaro sonur leiðtogans er ekki á sama máli, segir t.d. afar ólíklegt að faðir sinn hafí verið svo bamalegur að hefja skrif hvers dags á ávarpinu „kæra dagbók“ Meðal þess sem haldið er fram í dagbókunum er að Mussolini hafí alls ekki verið samþykkur hernaðar- brölti Þjóðveija í Evrópu á síðari hluta fjórða áratugarins og að hann hafi reynt að hafa hem- il á Hitler, sem hann óttast og fyrirlítur. Er Mussolini rifjar upp fyrstu kynni sín af Hitler í Feneyjum árið 1934, minnist hann þess hversu dúðaður Hitler var, „greinilega að stikna í rykfrakkan- um... svitinn límdi hár hans við höfuðið“. Mussolini lýsir ritverki Hitlers „Mein Kampf“ sem „vitleysu" og segir bókina algerlega „ólæsilega". Einmana og þunglyndur Þá þykja dagbæk- urnar veita óvenjulega sýn á líðan einvaldsins, sem er einmana, þung- lyndur og treystir engum. í dagbók- unum segir margoft frá því er Mussolini horfír út um gluggann á höfuðstöðvum sínum við Palazzo Venezia í Róm, sér mannmergðina á götum úti og öfundar fólkið af því frelsi sem það njóti. Svo virðist sem dagbækumar séu skrifaðar með það í huga að þær komi fyrir sjónir annarra og eigi að bæta ímynd Mussolinis með því Benito Mussolini fer fyrir hersveit sinni í Róm árið 1938. París. Reuter. FRANSKI auðjöfurinn og stjórnmálamaðurinn Bernard Tapie var handtek- inn á heimili sínu í París eldsnemma í gærmorgun, eftir að hafa verið sviptur þinghelgi til þess að sækja mætti hann til saka fyrir skatt- og viðskiptasvik. Tapie æpti ókvæðisorð að lögregluþjónum sem tóku hann höndum, en var látinn laus seinna í gær eftir að Eva Joly, rannsóknardóm- ari, hafði lagt hald á vegabréf hans og bannað honum að fara úr landi í þijár vikur. Meint lögbrot Tapies snúast með- al annars um lystisnekkjuna hans, Tissoe- meninu skilað Kaupmannahöfn. Reuter. ÞJOFARNIR, sem stálu ómet- anlegum fornminjum úr Mosgárd-safninu í Árósum fyrr í mánuðinum, skiluðu feng sín- um í gær gegn 1,8 milljón kr. lausnargjaldi, að sögn dönsku lögreglunnar. Þýfínu, Tissoe- hálsmeninu og nokkrum smærri skartgripum, hefur nú verið skilað til safnsins í Árós- um en þjófarnir eru enn lausir. Lögreglan vildi ekki gefa upp hvernig skiptin hefðu átt sér stað en sagði að þjófanna væri leitað. „Við fengum fljótlega fréttir af því úr undirheimum höfuðborgarinnar að þjófarnir væru að reyna að selja skartgripina. Við máttum því engan tíma missa," sagði Gar- up Merrild, aðalvarðstjóri. Ekki var upplýst um hver greiddi lausnargjaldið fyrir þýf- ið. sem er skráð sem flutningaskip, til þess að opinber gjöld af henni séu hagstæðari en ella. Að sögn lögreglu bölsótaðist Tapie mikið þegar rannsóknarlög- reglumenn vöktu hann kiukka fímm mínútur yfír sex í gærmorgun. Lög- reglu í Frákklandi er óheimilt að fara inn á einkaheimili fyrir klukk- an sex á morgnana. Mun Tapie hafa kallað lögreglumennina „fas- ista“ og heitið þeim ófögrum örlög- um. Handjárna þurfti manninn um tíma til þess að hafa hemil á bræði hans, en búið var að ieysa hann þegar ekið var burt með hann í lög- reglubíl með tilheyrandi sírenuvæli. Var fyrst farið í aðalstöðva rann- sóknarlögreglunnar þar sem Tapie var kærður fyrir að móðga lögreglu- menn, en síðan var haldið til skrif- stofu Joly rannsóknardómara. Hálfri annarri klukkustund síðar birtist Tapie brosandi og sagði við fréttamenn: „Þetta var óhjákvæmi- legt og nú er þetta búið.“ Ætlaði til Marokkó Joly mun hafa talið líklegt að Tapie myndi reyna að fiýja ann laganna með því að vera í burtu frá Frakklandi til 19. júlí, en eftir þann tíma nýtur hann þinghelgi sem full- trúi á Evrópuþinginu. Sjónvarps- stöðin TFl greindi frá því að heim- ili Tapies hefði verið hlerað að skip- an Joly, og þannig hefði hún kom- ist á snoðir um fyrirætlanir hans um að fara til Marokkó og dvelja þar þangað til Evrópuþingið kemur saman. Tapie bannað að yfirgefa Frakkland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.