Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DYRLEIF FRIÐRIKSDOTTIR Dýrleif Friðriksdóttir fæddist í Efri-Hólum í Núpasveit 14. október 1906. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akurey^i 18. júní síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 27. júní. NÚ ÞEGAR Dýrleif Friðriksdóttir læknisfrú á Dalvík er fallin frá langar mig með fátæklegum orðum að minnast hennar og þakka vin- áttu hennar og þeirra hjóna, Daní- els Á. Daníelssonar og Dýrleifar, við mig. Sú vinátta var fjársjóður, "%m ég eignaðist óverðskuldað og fól í sér hvatningu, uppörvun og óbilandi tryggð. Við fluttumst frá Kaupmanna- höfn til Dalvíkur þar sem maðurinn minn gerðist bæjarverkfræðingur árið 1970. Ég þekkti ekki marga á Dalvík en þar sem ég var með lítil börn og þurfti nokkuð oft að leita læknis þeirra vegna kynntist ég Daníel lækni fljótlega. Það leið ekki langur tími þar til ég komst að því að hann var ekki aðeins læknir heldur auk þess bókmennta- maður, skáld og mannvinur, sem vissi að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Ég kynntist Dýrleifu v?!*kki fyrr en þónokkru síðar en ég minnist þess að áður en ég kynnt- ist henni var þekktur fagurkeri, arkitekt frá Reykjavík, vinur þeirra hjóna, staddur á heimili mínu á Dalvík og þegar hann heyrði að ég hefði ekki ennþá hitt Dýrleifu sagði hann að ég ætti mikið eftir, því hún væri með fallegri konum, „grísk fegurð“, víðlesin, gáfuð og skemmtileg. Ég varð síðan þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Dýrleifu og ^újóta vináttu hennar alla tíð síðan. Þegar ég kom í Árgerði fannst mér eins og ég kæmi í annan heim. Þar var allt svo hreint, látlaust og upp- runalegt. Maturinn sem borinn var á borð var ferskur og nýr, t.d. sil- ungur úr Svarfaðadalsá, nýjar kartöflur og nýtt blómkál úr mat- jurtagarði húsmóðurinnar, allt ná- kvæmlega mátulega soðið. Uppv- + Engelhart Svendsen fædd- ist á Hesteyri við ísa- fjarðardjúp 31. júlí 1938. Hann •*^lést á heimili sinu í Mosfellsbæ 13. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 22. júni. HINN 13. júni sl. varð bráðkvaddur á heimili sínu, Dvergholti 10 í Mos- fellsbæ, Engeihart Svendsen. Eddi, eins og við kölluðum hann, var kvæntur Jónínu systur minni, hennar missir er mikill. Eddi og Ninna voru ákaflega samhent hjón sem best má sjá á glæsilegu heim- ili þeirra. Jafn utan dyra sem innan er snyrtimennska í hávegum höfð. Hús sitt byggðu þau sjálf og andlit heimilis þeirra er fallegur tijágarð- -ju; sem húsbóndinn hannaði sjálfur af mikilli smekkvísi. Engelhart var góður fjölskyldu- faðir, vinnusamur, mannblendinn, skemmtilegur og ákaflega greiðvik- inn. Okkur tengdafólki sínu í Eyjum - askið þurfti einnig að vanda, þvo vel, skola og þurrka. Öll handtök hennar báru merki áralangrar iðju- semi, vandvirkni í stóru og smáu, og skyldurækni. Hún talaði óvenju fallega íslensku, kjarnyrta þin- geysku, þar sem hvert orð hæfði hnitmiðað því sem hún var að segja. Auk þess hafði hún sérstakan raddblæ, sem gæddi hið þingeyska tungutak hennar sérstöku lífi. Þó að hátt í fjögurra áratuga aldurs- munur væri á okkur fannst mér það ótrúlegt. Þau hjónin voru miklu yngri í anda en flestir jafnaldrar mínir. Einsog þeim voru bókmenntir, menning og listir í blóð borin þá höfðu þau sjálf náð tökum á list- inni að lifa. Enginn íburður hið jdra en dýrmætir fjársjóðir hið innra. Eftir viðdvöl í Árgerði kom ég ávallt yngri, upplýstari og glað- ari til baka. Ég mun sakna þess að heyra ekki rödd Dýrleifar í sí- manum segja „komdu margblessuð og sæl, elskan“, þessi hversdags- legu orð gæddi hún þvílíku lífi að ekki geta aðrir skilið en þeir sem hana þekktu vel. Ég er þakklát fyrir þá vináttu og tryggð sem hún sýndi mér og börnum mínum frá því að við kynntumst henni. Daníel, bömum þeirra og öllum aðstandendum votta ég innilega samúð. Guð blessi minningu Dýr- leifar. Hulda Erlingsdóttir. Þegar líf vinar slokknar er eins og slitni strengur í bijóstinu og eitt andartak stendur tíminn kyrr. Um þessar mundir skartar nátt- úran sínu fegursta og áður en langt um líður taka blómin að fölna. Allt sem vex minnir á hverfulleika lífs- ins. Þegar þjóðin hafði rétt lokið við að halda þjóðhátíð á Þingvölium sofnaði Dýrleif Friðriksdóttir inn í náðarfaðm almættisins. Vart er hægt að minnast Dýrleif- ar án þess að nefna eiginmann sjndi hann alla tíð mikla vináttu. Ávallt komu þau hjónin til Eyja ef eitthvað var um að vera hjá okkur, hvort sem um var að ræða gleði eða sorg. Við hjónin eigum margar góðar minningar frá liðnum tímum sem við munum geyma í hugum okkar, eins og þegar þau komu í sumarbú- stað er við dvöldumst í, á fallegu júlíkvöldi með gasgrillið sitt og allt sem til þurfti og gerði bjarta sumar- nóttina að ævintýri. Nú er þessi góði drengur genginn sinn veg, langt um aldur fram, frá góðri eiginkonu, fjórum börnum, tengdasyni og litlu afabörnunum. Elsku systir mín, í sorginni mun góður Guð styrkja þig og fjölskyldu þína. Við Gísli og fjölskylda okkar þökkum Edda samfylgdina og biðj- um honum góðrar ferða til nýrra heimkynna. Blessuð sé minning Engelharts Svendsen. Þórunn Valdimarsdóttir. hennar, Daníel Daníelsson, svo samofið var líf þeirra og starf. Hún ljósmóðirin og hann læknirinn. Dýrleif og Daníel völdu sér fagran og friðsælan stað skammt fyrir utan Dalvík fyrir framtíðarheimili sitt. Þaðan er útsýnið stórkostlegt til allra átta. Þau reistu myndarlegt hús og ólu þar upp börnin sín þrjú, Guðnýju, Friðrik og Bjarna. Seinna komu barnabörnin og dvöldu um lengri eða skemmri tíma hjá ömmu og afa og nutu ástúðar þeirra. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að kynnast öð- lingshjónunum, Dýrleifu og Daníel fyrir hartnær 30 árum. En þá lögð- um við hjónin land undir fót og hugðumst skoða landið og heim- sækja ættingja. Gunnar, eiginmað- ur minn, var harðákveðinn í að heimsækja móðursystur sínar sem voru honum mjög kærar og bjuggu þær víðs vegar um landið. Dýrleif var ein af þeim. Við byijuðum á því að renna í hlaðið í Árgerði. Komum með barnahópinn okkar og tjölduðum í garðinum í norð- lenskri veðráttu eins og hún gerist best. Móttökur heimilismanna líða mér seint úr minni. Okkur var tek- ið opnum örmum og hefur svo ver- ið æ síðan þegar okkur ber að garði. Það er okkur ætíð tilhlökkun- arefni að koma í Árgerði og alltaf förum við ríkari af fundi þeirra hjóna. Dýrleif var heilsteypt mann- eskja; blátt áfram, hrein og bein, hlý í viðmóti, gestrisin, ættrækin, fyndin og skemmtileg. Hún hafði frásagnartæknina á valdi sínu. Áheyrendur sína hreif hún með sér svo þeir gleymdu stað og stundu. Leiftrandi frásögn krydduð íroníu og húmor hafði tilætluð áhrif á viðstadda. Hún átti auðvelt með að koma auga á spaugilegu hliðarn- ar á málunum. Hún var vinur lítil- magnans og dró hans taum. Hún hafði afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum og var ómyrk í máli þegar því var að skipta. Heimili þeirra hjóna var sannkölluð menningarmiðstöð fólks Okkur langar í fáum orðum að minnast okkar kæra nágranna og vinar Harta, sem svo skyndilega yfirgaf þessa veröld okkur til mik- ils harms og jafnframt undrunar. Sárt er að sjá á eftir svo góðum manni sem alltaf kom vel fram við náunga sinn með hlýjum hug og hjarta. Sælt verður að minnast Harta í garðinum að vinna eða að bóna bílana með strákunum sínum. Yið minnumst þess einnig hér á árum áður þegar við sáum Harta ekki nema í fylgd Glóa, hundsins síns sem var honum svo tryggur. En nú er góður félagi horfinn á braut og megi Guð gefa fjölskyld- unni í Dvergholti 10 styrk á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd foreldra okkar sem eru erlendis og geta því ekki komið í jarðarförina, viljum við þakka Harta samfylgdina og um leið votta eiginkonu hans, Jónínu Valdimars- dóttur, og ijölskyldu, okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan Dvergholti 9. á öllum aldri. Þau nutu þess að taka á móti gestum, veita þeim beina, skeggræða mannlífið og ekki síst um hugðarefni sín, bókmenntir og kveðskap. Þar voru þau bæði vel heima. Daníel var snilldarþýð- andi og réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann þýddi verk frægra skáldjöfra. Einhveiju sinni settumst við hjónin upp hjá þeim í nokkra ógleymanlega daga. Fórum í beija- mó. Og þvílík ber! Á stærð við vín- ber. Daníel ók okkur á „Bláma“ sínum. Við komum beijablá úr faðmi fjallanna og enduðum hvern dag með því að borða silung eða lax sem Daníel hafði veitt, græn- meti sem Dýrleif hafði ræktað og svo auðvitað gnægð aðalblábeija. Fórum til okkar heima hlaðin beij- um og með digran sjóð minninga sem hvorki ryð né mölur fær grand- að. I Árgerði er tignarlegt útsýni, stórbrotin fjöll og víðátta til lands og sjávar. Umgjörðin e_r í samræmi við lífssýn hjónanna í Árgerði. Þau skildu mannlífið betur en aðrir. Aldrei örlaði á fordómum eða -I- Óli Vestmann Einarsson ' var fæddur í Reykjavík 25. febrúar 1916. Hann lést í Reykjavík 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 24. júní. VINUR minn Óli Vestmann Ein- arsson er látinn. Við höfðum þekkst í yfir 60 ár, báðir Vesturbæingar og auðvitað KR-ingar. Samstarf okkar Óla hófst fyrir alvöru, þegar við í Nes- kirkju vorum svo óendanlega lán- söm að fá hann sem gjaldkerá sóknarinnar. Hann tók við þeirri stöðu þegar sæmdarmaðurinn Þórður Halldórsson lést en hann hafði verið gjaldkeri sóknarinnar um árabil. Óli rækti gjaldkerastarfið með miklum ágætum, sem og öll önnur störf sem hann tók að sér, já hann var eins konar framkvæmdastjóri sóknamefndar, allt í öllu og drif- fjöðrin í framkvæmdum við kirkj- una. Það var leitað til hans ef ein- hvers þurfti við, Óli var svo já- kvæður að einstakt var. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir á málum, en setti þær fram á þann hátt, að allir voru sáttir. Samstarf okkar Óla í sóknarnefnd var ein- staklega samhent og gott. Nes- kirkja var okkur báðum kær og nú við andlát hans minnist ég míns góða vinar með miklum sökn- uði, það verður vandfundinn mað- ur sem rækir þetta vandasama starf sem Óli. Óli átti við vanheilsu að stríða síðustu árin, en aldrei kvartaði hann. Þegar við töluðum saman 17. júní síðastliðinn var mikil til- hlökkun að nú eftir helgi fengi hann frekari bót meina sinna, sem gerði lífið ennþá dýrðlegra. En svona er lífið, enginn veit er því lýkur, en góða heimkomu á Óli áreiðanlega því svo uppsker mað- urinn sem hann sáir. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn Óla Vestmann. Jóna mín, við Regína sendum þér og þínum innilegar samúðarkveðj- ur og þökkum þér vináttu liðinna ára. Baldur Jónsson. Frumkvöðlar menningar og mennta hinna vinnandi stétta hafa löngum komið úr röðum prent- listarmanna. Óli Vestmann Ein- arsson var sannarlega einn þeirra. Óli kom til starfa sem kennari í prentiðn við Iðnskólann í Reykja- vík árið 1957. Áður hafði hann unnið að iðn sinni um margra ára hneykslun í garð annarra. Víðsýni var þeim í blóð borin og virðing fyrir öllu sem lifir. Síðustu árin hefur líkamleg heilsa Dýrleifar og Daníels ekki alltaf verið upp á það besta. En svo merkilegt sem það kann að hljóma var andinn ætíð hinn sami, óbugandi. Að vera gestur Dýrleifar og Daníels var einstaklega gaman. Þau kunnu líka þá list að laða fram það besta í fari viðmælenda sinna. Það er sannkölluð gæfa að hafa átt þau að vinum. Lífið er leiksvið og hver og einn hefur ákveðið hlutverk á hendi. En það sem gerir leik að góðum leik er samspil leikaranna. Og samspil hjónanna í Árgerði var einstaklega samstillt og skemmtilegt og þannig hélst það til leiksloka. Nú þegar Dýrleif er horfin úr jarðlífinu viljum við Gunnar þakka allar dásamlegu stundirnar sem við höfum átt með henni. Við vottum hinum aldna höfðingja og vini, Daníel, okkar dýpstu samúð svo og börnum þeirra og ijölskyldum. Blessuð sé minning Dýrleifar Friðriksdóttur. Lillý Guðbjörnsdóttir. skeið, en hann tók sveinspróf sem setjari árið 1940. Alla starfsævi sína, bæði sem iðnaðarmaður og kennari, leitaðist Óli við að tileinka sér strauma og stefnur í starfs- grein sinni og sótti í því skyni fjölda námskeiða og ráðstefnur heima og erlendis. Oli var ötull í starfi sínu fyrir framgangi prent- listarinnar og að öðrum ólöstuðum átti hann stærstan hlut í mótun og skipulagi bókagerðardeildar- innar við Iðnskólann þar sem framsækin verkleg kennsla er nú í höndum kennara sem allir voru nemendur hans á sínum tíma. Þá sat Óli í skólanefnd Iðnskólans frá árinu 1974 til dauðadags. Hugur Óla var ekki bundinn við eigin fag eða skólann einvörð- ungu, hugur hans og kraftar voru meiri en svo. Félagarnir og sam- ferðamennirnir nutu hans einnig og starfaði hann að ýmsum félags- málum. Við sem fengum að vera samferða honum innan kennara- samtakanna viljuni minnast hans á þeim vettvangi. Óli var strax er hann hóf störf við Iðnskólann virk- ur þátttakandi í kennarafélagi skólans. Það fór að sjálfsögðu ekki hjá því að hann væri kallaður til starfa fyrir samtök kennara og tók hann sæti í stjórn Landssam- bands framhaidsskólakennara árið 1966. Vettvangur Óla varð sér- staklega félagsstarf verkmennta- kennara sem var nýr og vaxandi hópur. Var Óli stofnandi og fyrsti fomiaður félags þeirra innan LSFK Sambands sérskóla árið 1968. Eftir stofnun Kennarasam- bands íslands varð Óli einn helsti talsmaður framhaldsskólakennara innan sambandsins. Óli sá fljótlega að ungri stétt verkmenntakennara í framhaldsskólunum væri mikil hætta á einangrun. Því var það að hann ásamt félögum sínum kom á góðum samböndum við starfsfé- laga á Norðurlöndunum sem síðan hefur leitt til mikils og öflugs sam- starfs norrænna kennara. Fram- haldsskólakennarar í Kennara- sambandinu gerðu Óla að heiðurs- félaga sínum árið 1984. Kennarasamtökin vilja þakka Óla Vestmann fyrir óeigingjarnt starf í þágu kennara og munu minnast trausts félaga sem alltaf sýndi áhuga á störfum annarra, veitti hvatningu og átti hlý orð þegar við átti. Við viljum votta eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu Óia samúð okkar og þakka þeim fyrir að við fengum einnig að njóta hans. Fossvogsbletti 1, fyrirneðan Borgarspítalann, simi 641770. Skógarplöntur, tré og runnar, áburður, trjákurl, kraftmold og lífmoldin ljúfa. Verið velkomin. Opið 8-19 - um helgar 9-17 srortiAP 1946 ENGELHART SVENDSEN OLIVESTMANN EINARSSON Ingibergur Eliasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.