Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 31 MINIMINGAR ■4“ Ásgrímur Jón * Benediktsson var fæddur á Suð- ureyri við Súganda- fjörð 27. ágúst 1920. Hann lést á Landspítalanum 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Gabríel Guðmund- ur Þórarinn Bene- diktsson frá Meiri- hlíð í Hólshreppi í Bolungarvík og Sesselja Þorgríms- dóttir frá Ferjukoti í Borgarfirði. Eftirlifandi bræður hans eru Haukur fyrr- verandi forsljóri Borgarspítal- ans og Guðmundur fyrrverandi prentsmiðjueigandi. Ásgrímur flutti fjögurra ára gamall með foreldrum sínum til ísafjarðar. Hann fór til sjós 14 ára gam- all, þegar hann hafði drukkið fermingarkaffið sitt, á togar- ann Hávarð ísfirðing. Hann var síðan á ýmsum togurum þar til hann eignaðist vörubíl 1948. Hann vann sem vörubílstjóri þar til hann flutti suður til Reykjavíkur 1959. Eftirlifandi eiginkona Ásgríms er Arndís Stefánsdóttir, f. 30. janúar 1923, frá Miðhúsum í Reykja- fjarðarhreppi í ísafjarðardjúpi. Þau kynntust á Jónsmessunni 1949 og giftu sig síðan 24. des- ember sama ár. Þau eignuðust þrjá syni. Þeir eru Richard, f. 5. ágúst 1950, deildarverk- stjóri, hann á fjögur börn; Stef- án, f. 7. desember 1951, prent- smiður, kvæntur Huldu Hall- dórsdóttur og eiga þau fjögur börn; Benedikt, f. 10. desember 1961, iðnverkamaður, kvæntur Sólrúnu Höskuldsdóttur, þau eiga tvö börn. Einnig átti hann stjúpdóttur, Fríðu Sigurðar- dóttur, f. 26. mars 1945, full- trúi, sambýlismaður hennar er Gunnar Aðalsteinsson, Fríða á þijú börn og tvö barnabörn. Þegar til Reykjavíkur kom 1959 hóf Ásgrímur vinnu hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur. Þar vann hann við viðgerðir á vél- um og tækjum. Þaðan fór hann til frystihúss Júpiters og Mars og vann þar sem vörubílstjóri í nokkur ár. Síðan lá leið til Dagblaðsins Vísis þar sem hann var bílstjóri þar til hann fór að vinna hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík sem vöru- og rútubíl- stjóri, auk þess að gegna þar ýmsum störfum þar til Hrað- frystistöðinni var lokað. Þá varð hann lagermaður hjá Skeljungi þar sem hann vann þar til hann hafði náð 70 ára aldri. Jarðarför Ás- gríms fer fram frá Fossvogskirkju í dag. HANN Ási, en svo var hann alltaf kallaður af vinum og vandamönn- um, er farinn frá okk- ur. Fyrir ellefu árum fór hann í hjartaaðgerð í London. Hann kom til baka eftir velheppn- aða aðgerð, en var far- inn að finna fyrir hjart- anu aftur og var nú skorinn á nýjan leik. Að þessu sinni kom hann ekki til baka og það er erfitt að sætta sig við það. Við eigum eftir að sakna Ása, hann kom oft í kaffí til okkar á vinnustað og var alltaf jákvæður og glaður. Það var gaman að rabba við hann um alla heima og geima svo ég tali nú ekki um pólitík, en hann var mikill sjálf- stæðismaður. Ungur þurfti Ási að fara að vinna til að hjálpa foreldrum sínum og yngri bræðrum, en faðir hans var orðinn öryrki. Hann fór ungur til sjós og sigldi á vb. Ric- hard á stríðsárunum. Síðan varð hann vörubílstjóri á ísafírði eða þangað til hann flutti til Reykjavík- ur þar sem hann vann ýmsa verka- mannavinnu. Ási og Amdís, eiginkona hans, voru dugleg að ferðast um landið áður fyrr, með tjald, en síðustu árin bjuggu þau í sumarhúsum. En þó við söknum Ása þá er það Dísa sem mest hefur misst, en þeirra hjónaband var gott og Ási hugsaði mikið og vel um heimilið. Ég veit að öll bömin eiga eftir að reynast henni vel. Ég kveð Ása með virðingu og þökk fyrir tæp 50 ár sem við höfum þekkst. Hann hefur verið góður mágur. Arndís Þorvaldsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum.) Góður maður er genginn, Ási frændi er dáinn. Þegar við hugsum til baka þá minnumst við Ása frænda fyrir það sem birtist með honum, friður og einstök hlýja. Hann var ekki orðsins maður, sáttur við sitt og gott að vera ná- lægt honum. Yndislegur maður sem gaf okkur mikið. Dísu, Fríðu, Rikka, Stebba, Bensa og fjölskyldum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi,. hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Birna, Sigríður, Jón Orri og Benedikt Þór. Fallinn er frá ástkær tengdafaðir minn og vinur, Ásgrímur Bene- diktsson. Það er mér mikill heiður að hafa kynnst jafn góðum manni og honum. Mér er það minnisstætt að þegar ég kom inn á heimili þeirra hjóna fyrir 18 árum var mér tekið eins og ég væri þeirra eigin dóttir. Hann var alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd og þær voru ófáar ferðirnar sem hann fór austur á Laugarvatn til að hjálpa til við að byggja sumarbústaðinn okkar. Þar leið honum alltaf vel. Fyrir tveimur árum var haldið ættarmót á ísafirði þar sem þeir bræður Ásgrímur, Haukur og Guð- mundur komu saman með fjölskyid- ur sínar. Þar nutum við yngra fólk- ið uppfræðslu þeirra bræðra um æsku og uppvöxt þeirra. Þar var Ásgrímur hrókur alls fagnaðar þvi að það var alltaf stutt í glettnina hjá honum. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hann aftur í þessu lífi, en minningar um góðan tengdaföður varðveiti ég í hjarta mínu. Elsku Arndís mín, missir þinn er mikill og bið ég Guð að styrkja þig í þínum sorgum. Ég votta Rich- ard, Stefáni, Benedikt og Fríðu stjúpdóttur hans, mökum og böm- um dýpstu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Gúði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hulda Halldórsdóttir. Nú er hann afi okkar dáinn þótt erfítt sé að trúa því. Hann var allt- af svo hress og léttur á sér að eng- um datt í hug að svona færi. Hann bar sig svo vel að enginn vissi í raun hve veikur hann var orðinn. Alltaf var jafn vel tekið á móti okkur þegar við komum til afa og ömmu. Afi var alltaf strax horfinn inn í eldhús að taka til drykki og eitthvað gott með þeim. Afa þótti gaman að ferðast og voru þær ófáar ferðirnar þeirra upp í sumarbústað til okkar á sumrin. Það er erfítt að hugsa til þess að hann sé farinn frá okkur og verður hans sárt saknað. Unnur, Arndís, Halldór Ási og Ósk Mig langar að minnast tengda- föður míns, Ásgríms J. Benedikts- sonar, með fáum orðum. Ég ætla ekki að tíunda hér ættir og lífshlaup Ásgríms, enda eru aðr- ir betur fallnir til þess. Ég vil þó nefna að lífsbaráttan hófst snemma hjá þessum vestfirska harðjaxli. Ég átti því láni að fagna að kynnast Ása fyrir rétt tæpum átta árum er ég hóf búskap með Benedikt mann- inum mínum. Ási og Dísa tóku mér strax frá fyrstu stundu opnum örm- um og buðu mig velkomna í fjöl- skylduna. Þegar ég nú læt hugann reika yfír þessi átta ár er margs að minnast. Margar góðar stundir hef ég ásamt fjölskyldu minni átt í stofunni á „Laugó“. Þar var rabb- að um daginn og vegjnn og oft sleg- ið á létta strengi. Ási hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllum hlutum og var framkoma hans ávallt hrein- skiptin og blátt áfram. Þannig spruttu oft miklar umræður um pólitík, bíla og talstöðvar svo ein- hver af áhugamálum hans séu nefnd. Og það féll ekki í kramið hjá þeim gamla ef einhver vogaði sér að hallmæla Vestfjörðunum, Sjálfstæðisflokknum eða Skoda, en allt í gríni þó. Ási var í eðli sínu félagslyndur maður enda vina- og kunningjahóp- urinn stór. Hann var einnig frænd- rækinn og ræktaði sambandið við skyldmennin með heimsóknum og símtölum. Ef ég á að lýsa Ása í fáum orðum myndi ég segja að + Finnur Frímann Kristjáns- son var fæddur á Halldórs- stöðum í Kinn í S-Þingeyjar- sýslu 20. júní 1916. Hann lést á Húsavík 16. júní síðastliðinn og fór útför lians fram frá Húsavíkurkirkju 23. júní. KVEÐJA frá Þjóðaskjalasafni ís- lands. Finnur Kristjánsson tók við starfí forstöðumanns Safnahúss- ins á Húsavík árið 1980 að loknu fjögurra áratuga starfi, sem kaup- félagsstjóri og gegndi því til ársins 1992. Leikur enginn vafí á því að það reyndist þeim stofnunum, sem hann veitti forystu, skjala-, minja-, lista- og náttúrugripasafni mikið heillaspor. Þau hjónin Finnur Kristjánsson og Hjördís Kvaran unnu að málefnum safnanna með- an báðum entist aldur og var lögð alúð og kostgæfni í hvert verk. Finnur Kristjánsson naut þess í starfi sínu að safnamálum að hann hann hafi einkennt lífsvilji og gleði, æðruleysi og heiðarleiki. Við hjónin vorum stödd í sumar- húsi uppí Borgarfirði er kallið kom. Ási og Dísa höfðu litið til okkar í kaffi aðeins fáeinum dögum áður. Þegar við kvöddum Ása svo hressan og keikan að vanda grunaði okkur ekki að þetta væri síðasta kveðjan. Við vissum þó að aðgerð sú er til stóð var bæði mikil og áhættusöm. Ási var þannig að hann var ekki að gera of mikið úr veikindum sín- um og fór hann allra sinna ferða til hinstu stundar. Hljóður fram á hinstu stund hann um mein sitt þagði, faldi sína opnu und undir glöðu bragði. (Stephan G. Stephansson). Vestfirðirnir, bernskustöðvarnar, áttu hug hans allan og var hann ávallt með ferðir þangað í bígerð. Nú er Ási farinn í sína hinstu ferð. Barnabörnin skipuðu stóran sess í hjarta afa síns og veit ég að dætr- um okkar Benedikts á eftir að bregða við að hafa ekki afa Ása stjanandi við sig inná „Laugó“. Þó að þær séu það ungar að þær skilji ekki að afí komi aldrei aftur veit ég að þær eiga eftir að geyma minn- ingu hans í hjarta sínu um ókomin ár. Ása er sárt saknað af öllum þeim sem kynntust honum. Ég vil með þessum fáu orðum mínum þakka honum þennan stutta tíma og biðja algóðan Guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning Ásgríms J. Benediktsson- ar. Sólrún Höskuldsdóttir. þekkti nánast hvert heimili í hér- aði og naut hvarvetna mikils og verðskuldaðs trausts. Tókst hon- um vel til að afla söfnunum fanga og með slíkum afköstum að eftir liggur annað ævistarf til viðbótar starfsævi við kaupfélagsstjórn. Finnur Kristjánsson var mennt- aður maður, höfðingi heim að sækja og husjónamaður. Hann var bæði hreinskiptinn og einarður í málflutningi en um leið raunsær og skilningsríkur og var einkar lagið að greiða úr málum. Honum var annt um að stofnanir þær sem • hann veitti forstöðu væru sjálf- stæð fyrirtæki og gætu staðið á eigin fótum, bjó hann vel í haginn fyrir eftirmenn sína með dijúgum verkum bæði hvað snerti safn- og húsakost. Þjóðskjalasafn íslands vottar börnum Finns Kristjánssonar og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Olafur Ásgeirsson. ASGRIMUR JON BENEDIKTSSON FINNUR FRÍMANN KRISTJÁNSSON Bubbi * Helena Eyjólfsdóttir* Ragnar Bjarnason • HaukurMorthens-Roy Rogers-Krnks-Animals, ofl. S * K * I * F *A*N KRINGLUNNI SÍMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI 26 SÍMI: 600926 LAUGAVEGI 96 SÍMI: 600934

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.