Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Leitar logandi ljósi að konum sem bera nafnið Elsabet Vantar eina í viðbót til að nafnið fáist samþykkt ELSABET Sigurðardóttir og Hörður Sævar Hauksson fá ekki að skíra dóttur sína í höf- uðið á Elsabetu og sonur Aðal- heiðar Daníelsdóttur og Hall- dórs Óskars Arnoldssonar fær ekki að heita eftir afa sínum því nöfnin Elsabet og Arnold eru tvö þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur hafn- að á þeim forsendum að þau séu ekki íslensk að uppruna. Elsabet eldri leitar að konum sem heita Elsabet, til þess að mannanafnanefnd geti sam- þykkt nafnið á dótturina. Elsabet yngri er enn óskírð og ekki skráð með neitt nafn í þjóðskrá. Elsabet móðir henn- ar segir að þær séu þrjár sem hafi skráð nafnið Elsabet sem fornafn og ein sem hafi það sem annað nafn. Til þess að nafnið fáist samþykkt af mannanafnanefnd segir Elsa- bet að hún þurfi að finna eina konu sem bar þetta nafn í manntali 1910 eða einhveija sem bar það fyrir árið 1845. Elsabet hefur eytt miklum tíma í að leita að öðrum konum sem bera þetta nafn. Hún seg- ir að hún sé nú þegar búin að finna sex konur sem báru þetta nafn á árunum 1873 til 1902 en það dugi ekki til. Takist henni ekki að finna fleiri konur sem bera þetta nafn &3ur en dóttir hennar verður 6 m&naða gömul þann 10. júlí er lögum >amkvæmt hægt að beita dagsektum sem nema allt að 1.000 krónum. Nafnið er komið frá langömmu Elsubetar, sem var dönsk og ömmu hennar sem var færeysk, en þær hétu Else- beth. Var nafnið íslenskað þeg- ar Elsabet eldri var skírð. Hún segir að sér finnist rök- in fyrir því að nafnið fáist ekki skráð þar sem það sé ekki ís- Morgunblaðið/Kristinn ARNOLD var skírður eftir afa sínum fyrir tveimur árum síðan, en nafnið hefur ekki verið samþykkt og því er nafnið hvorki skráð í kirkjubækur né í þjóðskrá. Elsabet eldri og yngri eru á myndinni til hægri. Ekki hefur enn fengist samþykki frá mannanafnanefnd fyrir því að stúlkan fái að heita í höfuðið á móður sinni. Nefndin telur hvorugt nafnanna íslenskt að uppruna. lenskt skrýtin þar sem nafn eins og Lísbet sé samþykkt. „Ef verið er að tala um hvað sé íslenskt, þá er lítill hluti nafna sem telst íslenskur," seg- irhún. Fékk að skíra drenginn Arnold Baráttan um nafnið á Arnold tefur staðið í um tvö ár. Ef •kki er búið að gefa barni sam- lykkt nafn innan sex mánaða ei heimilt að beita dagsektum se« nema allt að 1.000 krónum á dig og samkvæmt því er sekt'oreldra Arnolds orðin um hálf nilljón króna, en Aðal- heiðursegir að enn hafi ekki borist íein rukkun. Aðaheiður segir að í fyrstu hafi húnverið bæði reið og sár út í manianafnanefnd, en nú sé henni sama. Drengurinn hafi verið skírður og þó það fáist ekki skráð í kirkjubækur eða þjóðskrá, þá verði bara að hafa það. „Tíminn mun vinna með okkur í þessu máli,“ segir hún. Drengurinn fékkst skírður á sínum tíma og segir Aðalheið- ur að presturinn hafi sagt að einungis væri um formsatriði að ræða að fá samþykki mannanafnanefndar fyrir nafninu. Annað hafi þó komið á daginn. Hún sé nú hætt að reyna að fá mannanafnanefnd til þess að skipta um skoðun. Afi barnsins, sem drengur- inn heitir í höfuðið á er Dani að hálfu og segir Aðalheiður það vera skýringuna á nafninu. Þeim hafi verið í mun að skíra barnið í h$fuðið á honum þar sem maður hennar sé einka- barn. Kosningar í Stykkishólmi og á Hólmavík úrskurðaðar ógildar Sameining aug- lýst að loknum framboðsfresti NEFND þriggja lögfræðinga hefur úrskurðað sveitarstjórnarkosningarn- ar í sameinaðri Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ ógildar, en þrír aðil- ar kærðu til sveitarstjórnar og tvær kærur bárust til sýslumanns. For- senda úrskurðarins er að ráðuneytið hafi auglýst sameiningu sveitarfélag- anna eftir að framboðsfrestur rann út þann 30. apríl. Önnur þriggja manna nefnd lögfræðinga úrskurðaði nýlega sveitarstjórnarkosningar í sameinaðri Hólmavík og Nauteyrarhreppi ógildar á sömu forsendum og segir Haraldur Blöndal, lögfræðingur, að þessir úrskurðir þýði að kosn- ingar í þremur öðrum sveitarfélögum séu líka ólöglegar. Ellert Kristins- son, oddviti sjálfstæðismanna í Stykkishólmi, segist búast við því að úrskurðurinn verði kærður til félagsmálaráðuneytisins. Haraldur er lögfræðingur kæru- aðila í báðum hreppunum og segir hann að ef úrskurðurinn verði kærður til félagsmálaráðuneytis- ins, álíti hann að starfsmenn þess séu ekki færir um að úrskurða í málinu. Það stangist á við stjórn- sýslulög. Því verði þess krafist að þeir víki, enda séu það þeir sem hafi birt auglýsingarnar of seint. Vikufrestur er til að kæra úr- skurðinn til félagsmálaráðuneytis- ins, sé það ekki gert fara kosning- ar fram að nýju. Niðurstöður nefndanna tveggja eru nánast samdóma. Forsendur úrskurðarins vegna kosninga á Hólmavík, en þar var sameining Naureyrarhrepps og Hólmavíkur auglýst 9. maí, er að þar sem sam- eining sveitarfélaganna hafí verið auglýst eftir að framboðsfresti lauk, þá hafí ekki verið um eigin- legan framboðsfrest að ræða. í úrskurði nefndar um kosningar á Stykkishólmi segir að samkvæmt lögum sé framboðsfrestur fjórar vikur og eigi megi stytta hann vegna sveitarstjórnakosninga. Þar sem sameining Stykkishólms og Helgafellssveitar hafí ekki verið tilkynnt í Stjórnartíðindum fyrr en níu dögum fyrir kosningar hafi verið um mjög takmarkaðan fram- boðsfrest að ræða í sveitarfélaginu. Frestur til að kæra kosningar er ein vika og eftir sveitarstjórnar- kosningarnar þann 28. maí sl. bár- ust kærur frá tveimur sveitarfélög- um. Haraldur segir að úrskurðurinn þýði að ógilda hefði mátt kosning- ar í þremur öðrum sveitarfélögum. Sveitarfélögin eru Höfn í Horna- fírði, Isafjörður og Dalabyggð. Sameining sveitarfélaganna hafí verið auglýst eftir að framboðs- frestur rann út. Sameining Hafnar í Hornafirði, Mýrarhrepps og Nesjahrepps var auglýst í Stjórnar- tíðindum þann 11. maí sem og sameining Snæfjallahrepps og ísa- fjarðar. Sameining hreppanna sem standa að Dalabyggð var auglýst þann 20. maí. Kosningarnar markleysa Haraldur segir alveg ljóst að kosningareglur hafi verið brotnar í sveitarféiögunum fimm. Því séu kosningarnar markleysa. „Það er hneyksli að grundvallarreglur um kosningar hafi verið brotnar," seg- ir hann og að í þeim þremur sveitarfélögum sem engin kæra hafí borist frá verði menn að gera upp við sig hvort þeir hafi áhuga á að sitja áfram í sveitarstjórn þar sem ljóst er að kosningarar séu ólöglegar. „Það er fagnaðarefni að sá ráð- herra sem bar ábyrgð á þessu skuli hafa hrökklast úr ríkisstjórn," seg- ir Haraldur. Gæslufangi réðstá annan í Síðumúlafangelsi og slasaði hann í andliti GÆSLUVARÐHALDSFANGI í Síðumúlafangelsi, Bernard Gra- notier, sem þar er vegna gruns um íkveikju í safnaðarheimili Bahá’í- trúflokksins í apríl, réðst á annan gæsluvarðhaldsfanga, Ólaf Gunn- arsson, í gærmorgun og slasaði hann svo að flytja varð hann á sjúkrahús þar sem hann liggur nú með sprungu í ennis- og kinn- beini. I fyrradag hafði Útlendinga- eftirlit, ákveðið að Granotier yrði vísað úr landi og birt honum þá ákvörðun án þess að henni væri mótmælt. Sú ákvörðun var tekin að höfðu samráði við ríkissaksókn- ara sem áður hafði, að sögn Hall- varðs Einvarðssonar ríkissaksókn- ara, ákveðið að höfða ekki refsi- mál á hendur Granotier vegna íkveikjunnar þar sem hann væri líklega ósakhæfur en ekki þætti ástæða til að vista hann í öryggis- gæslu. Árásin varð skömmu fyrir kl. 8.30 í gærmorgun. Ólafur mun hafa verið hálfsofandi í klefa sínum þegar Granotier réðst á hann hon- um að óvörum og sló hann í höfuð- ið með kaffíkönnu, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Gísla Gísla- sonar, lögfræðings Fangelsismála- stofnunar. Sigurður Gísli segir að fangaverðir hafi strax orðið varir við að eitthvað var að gerast í klefa Ólafs og gripið í taumana. Var talínn ósakhæfur og skyltli vísað úr landi Ólafur var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Læknir á Borgarspít- ala sagði við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann væri með sprungu í ennisbeini og í kinnbeini og nokk- uð skorinn eftir árásina. Að sögn læknisins eru meiðslin ekki lífs- hættuleg en í gær var talið líklegt að maðurinn yrði á sjúkrahúsinu í 1-2 daga. Ekki heimilt að flytja Ólaf í annað fangelsi Granotier og Ólafur voru einu fangamir á þessum gangi í Síðu- múlafangelsi, eina fangelsi lands- ins fyrir gæslufanga. Að sögn Sig- urðar Gísla var meginreglan um gæsluvarðhald áður sú að menn voru í einangrun, en með lögum frá 1991 var þeirri reglu breytt. Samkvæmt hinum nýju reglum er opið milli klefa og fangar hafa fijáls samskipti, nema sérstaklega sé kveðið á um annað. Ekki er vitað hvert tilefni árásarinnar var, eða að væringar hafi verið með föngunum tveimur fram að þessu. Bemard Granotier var settur í sérstaka gæslu eftir árásina, en forstöðumenn fangelsa hafa heim- ild til að grípa til slíkra ráða vegna agabrota. Rannsóknarlögregla rík- isins vinnur nú að rannsókn á til- drögum árásarinnar. Sigurður Gísli sagði að Ólafur Gunnarsson yrði að öllum líkindum fluttur í Síðumúlafangelsið á ný, þegar hann útskrifaðist af sjúkra- húsinu. Hann væri í gæsluvarð- haldi og fangelsismálayfirvöldum því ekki heimilt að flytja hann í annað fangelsi. Fram hefði komið að hann ætlaði að una dómi, sem kveðinn var upp í máli hans þann 21. júní og hæfi afplánun refsingar samkvæmt honum eftir að dómur- inn hefði borist formlega frá ríkis- saksóknara. Ríkissaksóknari gæti heimilað að hann yrði fluttur fyrr í afplánunarfangelsi, en slík heim- ild hefði ekki borist. Að sögn Jóhanns Jóhannssonar hjá Útlendingaeftirlitinu var ákveð- ið í fyrradag að vísa Bemard Gra- notier úr landi og var sú ákvörðun tekin að höfðu samráði við ríkissak- sóknara. Mótmælti ekki brottvísun Hins vegar hafði ekki verið ákveðið hvenær framfylgja ætti ákvörðuninni. Granotier hafði verið kynnt ákvörðun um brottvísun úr landi og hafði hvorki hann né lög- maður hans andmælt henni, að sögn Jóhanns. Ákvörðun útlend- ingaeftirlits byggist á 12. grein laga um eftirlit með útlendingum sem heimilar m.a. að vísa manni úr landi sem áður hefur verið vísað frá einhverju Norðurlandanna, eins og við á um Granotier. Til að skera úr um hvort Bemard Granotiers væri sakhæfur eða ekki hafði Hæstaréttur með úrskurði gert honum að sæta geðrannsókn meðan á gæsluvarðhaldi hans stóð. Hallvarður Einvarðsson rík saksóknari sagði í samtali ' Morgunblaðið í gær að ákvörði embættis síns um að höfða ek refsimál á hendur Granotiers he: byggst á 2. mgr. 113. greinar la, um meðferð opinberra mála þ sem segir að falla megi frá sa sókn ef sakborningur virðist ósa hæfur og ekki sé nauðsynlegt gera kröfu um að hann verði bei ur öryggisráðstöfunum samkvæi fyrirmælum hegningalaga en þ er að fínna skilyrði þess að ósa hæfur maður verði dæmdur í < yggisgæslu í stað fangelsis en þ sem dæmdir eru til öryggisgæi eru nú vistaðir á Sogni. Hallvarður sagði að þegar þe ákvörðun hefði verið tekin hef ekki verið talin skilyrði til að vií Granotier í öryggisgæslu. Ha vildi aðspurður ekkert fullyrða i hvort árásin í gær kynni að brej forsendum þessarar afgreiðslu sagði ljóst að afstaða til þess y tekin eftir að embættinu bæri rannsóknargögn frá RLR veg árásarinnar. Gæsluvarðahald það sem Bei ard Granotier hafði verið úrsku: aður í átti að renna út um mána< mótin en samkvæmt upplýsingi Morgunblaðsins var í gær g< krafa í héraðsdómi um framler varðhald yfír honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.