Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1994 3,9 Voruni að taka upp meiriháttar sumartöskur, skart, slæður o.fl. Ný sending af undirfötum og sólgleraugum. Frábært verð frá kr. 2.985-3.900 's Frá Einari Má Guðvarðarsyni: ÞAÐ ER engum vafa undirorpið að kaffihúsum ýmiss konar hefur fjölgað á liðnum árum en gæði sopans eru ærið misjöfn. Astæð- urnar fyrir þessu eru margskonar og má vera að kunnáttuleysi i meðhöndlun kaffivéla af ýmsu tagi ráði þar einhverju. Þó held ég að megin ástæðan sé ung kaffimenn- ing. Vissulega höfum við sötrað kaffi í allmiklu magni áratugum saman og líklegast „rótarkaffið" lengst af. Þó að jafnt einstaklingar og kaffihús hafi haft aðgang að ný- möluðu kaffi um nokkuð langt skeið hefur oft verið um að ræða lélegar baunir og ekki síður að langur tími hefur liðið milli þess sem þær voru ristaðar og þar til þær voru malaðar. Reynsla mín af góðu kaffi hvort sem um er að ræða frá Mið-Amer- íku, Asíu eða Afríku er sú að því yngri sem baunirnar eru og því skemmri tími sem líður á milli rist- unar, mölunar og neyslu, því betra verði kaffið. Það eru því merk tíðindi að nú hefur verið opnað í Hafnarfirði, nema hvað, nýtt kaffihús, þar sem gæði og úrval kaffisins sitja í fyrir- rúmi. Kaffið er ristað og malað á staðnum og aldrei líður lengri tími en tíu dagar á milli ristunar og mölunar. Við innkaup á kaffi frá helstu kaffisvæðum heimsins, þar á meðal úrvalskaffi frá Indónesíu, er lögð áhersla á aldur og gæði kaffisins. Boðið er upp á kaffism- ökkun og auk þess að drekka kaff- ið í sérlega fallega innréttuðu hús- inu gefst gestum kostur á að kaupa nýristað og malað kaffi til heima- neyslu. Það eru þau Birgir Finnbogason og Hrafnhildur Blomsterberg sem eiga og reka staðinn sem ber nafn- ið Kaffihúsið súffistinn, Strand- götu 9, 220 Hafnarfirði, sími 653740. Það er opið frá 7.30- BREF TIL BLAÐSINS Nfbrennt og malað ÞVÍ YNGRI sem baunirnar eru og því skemmri tími sem líður milli ristunar, mölunar og neyslu, því betra verður kaffið. 23.30, daglega, en opnað eitthvað seinna um helgar. Ég vek athygli á þessu kaffi- húsi, tengist þó hvorki eigendum né því á annan hátt en þann, að nú sýni ég þar nokkrar höggmynd- ir, einfaldlega vegna þess að ég hef kynnst góðu kaffi víðsvegar á ferðum mínum um heimsbyggðina og fagna því innilega að geta nú notið þess í heimabyggð með sjálf- um mér og í góðum gestahópi. Og að geta tekið með sér poka heim í hraunið að lokinni nýrri „kaffi- uppgötvun“ styrkir enn frekar stöðu staðarins í mínum huga. Kaffiunnendur þurfa einfaldlega að vita af þessum stað og heim- sækja hann. Snyrti- og gjafavöruverslun, Miðbæ, Háaleitisbraut. NALFIIN - ORUGGUR ARANGUR Þriggja Rétta Kvöldverdur Hvítlaukssúpa með eggaldin og basil Glóðaður villilax með einiberja-kókossósu Sesamís með eplatertu og karamellusósu Verðkr. 1.960,- Slcólflbrú fitubrennslu- námskeið í sumarskapi Hefst 4. júlí. Frábært sumar verö: aöeins kr. 9.900.- Sími 62 44 55 Innifalið í námskeiði: • ---- Þjálfun 3-5x í viku ^_____ Mikil fræösla og aöhald ^_____ Fitumælingar Viktað vikulega • ---- Mappa með fróðleik og upplýsingum • ---- Matardagbók • ---- Uppskriftir að léttum réttum • ---- 5 heppnar og samviskusamar fá frítt þriggja mánaða kort Nýtt fræðsluefni og uppskriftir. Persónuleg ráðgjöf fyrir þær sem vilja. fyrir allar þær sem hafa verið á námskeiðum hjá okkur áður. Nýtt í tilefni sumars: Kennsla í léttum grillréttum! 4 Ijósatímar fylgja með í kaupbæti Sérstakt "bikini" aðhald - svo þú náir öruggum árangri! Sumarhappadrætti AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 Skelltu ibér með okkur í hressilegt sumardtak! EINAR MÁR GUÐVARÐARSON, Ljósaklifi, Hafnarfirði. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar telj- ast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.