Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 21
LISTIR
Frábær söngur
Þrátt fyrir frábæran söng
Hljómeykis eru Kvöldvísur um
sumarmál ekki eins grípandi verk
og hin verkin eftir sama höfund,
— formið er of lausbeislað og yfir
tónlistinni hvílir drungi. Sannar-
lega búa þær ekki yfir sama þokka
og Gamalt vers og Ave Maria, sem
bæði einkennast af smástígri
hreyfingu raddanna þannig að
dúrhljómar tengjast um gang
grunntónsins í litlum þríundum.
Þetta skapar hljómræna tvíræðni
sem minnir nokkuð á tónmál
Vaughan Williams.
Aðalverkið á plötu Hjálmars er
Messa, sköpuð af undursamlegu
hugviti og full af eftirtektarverð-
um hugmyndum. Messan er í fimm
þáttum sem samdir eru á sjö árum,
og eru þeir allir byggðir á efnivið
eða litlu stefi úr upphafsþættinum,
Kyrie. Stefið umbreytist á marg-
víslegan hátt er líður á verkið og
tekur jafnvel á sig lóðrétta mynd
í formi hljóma. Messan er ennfrek-
ar hnýtt saman með mótífi endur-
tekinna tóna, sem eina stundina
er sungið hægt og hljóðlega en
hina stundina viljimannslega og í
trylltum hraða. I hraðari þáttum
verksins byggir höfundurinn á
flóknum hrynmynstrum sem eins
og þeytast þvers og kruss um takt-
sláttinn, og leiðir þannig fram
hughrif algleymis. Til sömu áhrifa
leiðir andblær helgisöngsins sem
hvarvetna gætir. Glorían er
óvenjuleg að því leyti hversu hæg
og kyrr hún er í samanburði við
Credóið sem er þrumað í miklum
hraða, fyrst í áköfu hvísli en síðan
raddað. Sanctusinn er sprottinn
úr fimmundarsöngnum, tvísöngn-
um, en í honum gengur höfundur-
inn lengra með hugmyndina um
samstiga hreyfingu með því að
hlaða einni fimmund ofan á aðra
og framkallar með þeim hætti
glitrandi sexradda hljómvef. í
Agnus Dei þættinum má heyra
mikið af því efni sem einkennir
fyrri þættina — þar er sönghópn-
um skipt í þijá smákóra sem hver
um sig syngur lengstum sjálf-
stætt. Messa Hjálmars er í heild
sinni stórvirki tónsmíðalegrar
snilldar („tour de force of compos-
itional virtuosity“) og mikilsverð
viðbót við kórbókmenntirnar.
Flutningurinn er framúrskarandi.
Raddir í jafnvægi
Plata Kórs Langholtskirkju hef-
ur að geyma, auk nýrra verka,
kafla úr Þorlákstíðum frá 13. öld,
sýnishorn af íslenskum þjóðlögum
og þjóðlagaútsetningum, þjóðsöng-
inn sem Sveinbjörn Sveinbjörns-
son, fyrsti atvinnutónlistarmaður
íslendinga, samdi 1874, og tónlist
frá fyrri hluta þessarar aldar. Hér
er einnig að finna Requiem eftir
Jón Leifs og verk eftir Atla Heimi
Sveinsson (The Sick Rose við sam-
nefnt ljóð eftir Blake, samið 1978
í minningu Benjamíns Brittens) og
Þorkel Sigurbjörnsson. Verkin 92.
Davíðssálmur og Hósíanna eftir
þann síðastnefnda voru skrifuð
1977 fyrir Kór Langholtskirkju líkt
og Orðskviðir Salómons, hugvit-
samleg og tæknilega krefjandi tón-
smíð, eftir Jón Ásgeirsson.
Kór Langholtskirkju sýnir tals-
verða fjölhæfni í söng sínum á
þessari yfirgripsmiklu efnisskrá,
en tekst þó best upp í nýju verkun-
um þar sem hann fer létt með tón-
klasa, smátónaraddfærslu og flók-
in hrynmynstur. Raddirnar eru í
jafnvægi, samsöngurinn góöur, og
þótt raddirnar séu ungar er tónn-
inn skarpur. Hinn langlífi hljómur
upptökusalarins, þar sem hljóðrit-
unin var gerð, hæfir ágætlega ein-
radda söngnum og nýrri trúarverk-
unum en alls ekki hinum verald:
legu þjóðlögum og útsetningum. í
þeim verkum er hinn langi hljóm-
tími óviðeigandi og verkin verða
fyrir bragðið óskýr og. einlit í
hljómi, — þau verða þar af leið-
andi ekki eins áhugaverð og þau
líklega annars eru.
Nýjar bækur
■ Knattspyrna — Fyrstu spor-
in kennsluspor í knattspyrnu fyrir
byijendur eftir enska knattspyrnu-
manninn Gary Lineker er komin
út. Lineker er atvinnumaður í knatt-
spyrnu og hefur verið fyrirliði enska
landsliðsins. í kynningu segir: „í
bókinni nýtir höfundur reynslu sína
til að kenna byijendum öll helstu
tækniaatriðin. Hann fræðir unga
knattspyrnumenn um leikreglur,
knattmeðferð og nokkrar leikflétt-
ur.“ Bókina prýða ljósmyndir sem
skýra málið lið fyrir lið.
Bókinni fylgir veggspjald um
heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu
sem hófst 17. júní sl., auk límmiða
af búningum þeirra þjóða sem taka
þátt í úrslitakeppninni. Knattspyma
— Fyrstu sporin, er 31 bls., prentuð
á Ítalíu og kostar 1.190 krónur.
SUMARTILBOÐ
Kótilettur, franskar, sósa og salat
Píta m/ fiski, franskar og sósa
Hamborgari, franskar og sósa
Gildir út júlí
afsláttarkort gilda ekki í
sambandi við tilboð.
Kr. 540.-
Kr. 480.-
Kr. 400.-
Það er margt sem aðrir bflar
eiga sameiginlegt með Peugeot 306
Þak
Spegill
Framrúða
Felga
Bretti
Þér fínnst kannski eins og allir bílar í
dag séu eins. En ef þú lítur aðeins í kringum
þig í stað þess að fljóta með straumnum sérðu að
til er bíll sem er ekki eins og allir hinir. Bíll
sem er öðruvísi. Bíll sem sem sker sig úr fyrir
fágað yfirbragð sitt og góða hönnun. Bíll sem
þú ert alltaf öruggur í. Bíll með eiginleika sem
þú finnur hvergi annarsstaðar. Bíll sem þú
nýtur að aka, hvert sem er, hvenær sem er.
PEUGEOT 306. A SER ENGAN LIKAI
4 dekk
Þessi bíli er Peugeot. Peugeot á vissulega
margt sameiginlegt með öðrum bílum, en hann
skarar einnig framúr í mörgu. Þeir sem kynnst
hafa Peugeot þekkja það. Peugeot er eins og
sniðinn fyrir íslenska vegi. Mjúkur, stöðugur,
sparneytinn og sætin eru frábær. Hvað kostar
þá að vera öðruvísi? Minna en ekki neitt.
Hvernig líst þér t.d. á vel búinn, 5 dyra
Peugeot 306 á kr. 1.088.000.-
PEUGEOT
Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600.