Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ IDAG SKÁK Arnað heilla U m s j ó n M a r g e I r l’étursson Á ALÞJÓÐLEGU móti í New York í vor kom þetta endatafl upp í viðureign al- þjóðlega meistarans Maurice Ashley (2.460), sem hafði hvítt og átti leik, og stórmeistarans John Fedorowicz (2.520). 49. Hxd4! - cxd4, 50. Re6 (Nú fær svartur afar óvirka stöðu, því hann þarf að verja máthótun á c7) 50. - Hc8, 51. Rxd4+ - Kc5, 52. Re6+ - Kb4, 53. f5 - Ka3, 54. Hh2 - a4, 55. Rd4 - axb3, 56. axb3 (Með tvö samstæð frípeð er hvíta staðan unnin. Ashley tekur sér góðan tíma til að inn- byrða sigurinn) 56. - Kb4, 57. Kf4 - Kc3, 58. Rb5+ - Kxb3, 59. Rxd6 - Hcd8, 60. Hh6 - Kc3, 61. Re4+ - Kxc4, 62. Hxb6 - Hd4, 63. Hc6+ - Kb5, 64. Hc5+ - Kb6, 65. He5 - Kc6, 66. f6 - Hdl, 67. He6+ - Kc7, 68. g5 - Hel, 69. He7+ - Kc6, 70. f7 svartur gafst upp. i^ty er talinn öflugasti I^B^u- maðurinn í skákhi Úrslit mótsins: 1. Wojð .ewicz, Póllandi 7 v. af 2. Ashley 6V2 v., 3. Ehlvest, Eistlandi 6 v., 4. Fed- orowicz 5‘/2 v., 5. Waitzkin 4'/2 v. o.s.frv. Islenskum skákmönnum var boðið á mótið en áttu ekki heiman- gengt og hlupu þá Ehlvest og Wojtkiewicz í skarðið. /»f"kÁRA AFMÆLI. UU Sextugur er í dag Elías E. Guðmundsson, flugvirki, Brautarlandi 22, forstjóri Steinprýði hf. Kona hans er Guðný Sigurðardóttir. Þau taka á móti gestum í Félagsheim- ili flugvirkja, Borgartúni 22, á afmælisdaginn á milli klukkan 17 og 19. Ljósm.st. Mynd, Hafnarfírði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 4. júní 1994 í Bústaðakirkju þau Steina Árnadóttir og Atli Þor- valdsson af séra Pálma Matthíassyni. Þau eru til heimilis í Efstalandi 24, Reykjavík. Ljósm.st. Mynd, Hafnarflrði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Garðakirkju hinn 11. júní 1994 þau Hrönn Gísladóttir og Sigurður Óli Guðmundsson af séra Þorgrími Daníelssyni. Þau eru til heimilis á Holtsgötu 10, Hafnarfirði. Ljósm.st. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 4. júní 1994 í Grundarfjarðarkirkju þau Ragnhildur Högnadóttir og Haraldur Unnarsson af séra Sigurði Kr. Sigurðs- LEIÐRETT Sigríðarstofa rekin af Náttúru- verndarráði VEGNA FRÉTTAR í Morgunblaðinu í gær, 29. júní, um opnun Sigríðar- stofu við Gullfoss vill Nátt- úruverndarráð koma eftir- farandi leiðréttingu á fram- færi. Gestastofan við Gull- foss var sett upp og rekin af Náttúruverndarráði en ekki af Landvemd eins og sagði í fréttinni, enda er friðlandið við Gullfoss og húsið þar í umsjá Náttúru- verndarráðs. í fréttinni seg- ir ennfremur að gestastofan sé teiknuð af Tryggva Tryggvasyni, arkitekt, en hið rétta er að einungis inn- rétting sýningarrýmis gestastofunnar er teiknuð af honum. Sigrún Helga- dóttir, líffræðingur, sá um verkið af hálfu Náttúru- vemdarráðs og valdi hún efni og er höfundur texta. Það var Sigrún Helgadóttir, en ekki Sigríður eins og seg- ir í fréttinni, sem flallaði um markmið náttúrustúlkunnar við opnun Sigríðarstofu þann 19. júní sl. R-i ofaukið Á BLAÐSÍÐU 20 slæddist stafurinn „r“ þrisvar sinn- um inn í nafn Þingeyra- kirkju í Húnavatnssýslu í Morgunblaðinu í gær. Kirkjan er eins og kunnugt er á Þingeyrum en ekki Þingeyri. Beðist er velvirð- 'ngar á þessum mistökum. Pennavinir GHANASTÚLKA 23 ára með áhuga á dansi, tónlist og kvikmyndum: Augvstina Cook Pepsi, P.O. Box 835, Oguaa District, Ghana. Með morgunkaffinu HÖGNIIIREKKVÍSI STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drakc KRABBI Aímælisbarn dagsins: Þú hef- ur góða stjórnunarhæfileika og nýtur þín vei þar sem þú ræður ferðinni. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Einhvetjir smámunir geta komið í veg fyrir að þú náir peim árangri sem þú ætlaðir þér. Reyndu að vera sam- vinnufús. Naut (20. apríl - 20. maí) Aðrir þurfa á aðstoð þinni að haida í dag og þú færð lítinn tíma til að sinna eigin málum. Láttu álit þitt í ljós. Tvíburar (21. maí- 20. júní) Þú hefur mikið að gera og hefur lítinn tíma aflögu í dag. Einhver sem þú átt samskipti við er einum um of hörundsár. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Þótt mikið sé skrafað í dag verður minna úr framkvæmd- um og þér gengur erfiðlega að koma hugðarefni þínu á framfæri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Leitaðu ekki til ókunnugra eftir ráðgjöf því þeir geta valdið vonbrigðum. Vanda- mál getur komið upp varð- andi ferðalag. Meyja (23. ágúst - 22. september) Erfitt getur verið að ná samn- ingum um fjármál í dag og ástvinir eru ekki á einu máli varðandi fjárfestingu. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu ekki smávægilegar áhyggjur spilla góðu sam- bandi ástvina í dag. Nú er ekki rétti tíminn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) R|j0 Þótt þú viljir vel er ekki víst að þú fáir frið til að ljúka áríðandi verkefnií dag: Reyndu að sýna þolinmæði. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Sambandið við einhvern ná- kominn mætti vera betra. Það er vænlegra að ræða ágrein- ingsmálin en að byrgja þau inni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú getur orðið fyrir trufl- unum rétt í þann mund sem þú ert að taka til hendi við áríðandi verkefni. Hafðu þol- inmæði. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh, Einhveijir samskiptaörð- ugleikar geta komið upp í vinnunni sem erfitt er að ráða fram úr. Varastu óþarfa gagnrýni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£* Nú er ekki rétti tíminn til að taka áhættu í fjármálum þótt þér áskotnist óvænt fé. Láttu góða dómgreind ráða ferð- inni. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1994 41 Hjartans þakklœti til barna minna, tengdabarna, ömmu- og langömmubarna, annarra vanda- manna og vina. Á 90 ára afmœlinu, 10. júní sl., veittuÖ þiÖ mér mikla gleÖi. GuÖ blessi ykkur. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Skipasundi 34. TAMROTOR skrúfuloftpressur. 3 Finnskar skrúfuloftpressur frá 0,5-72,5 m /mín. Hljóölátar, fyrirferöarlitlar, 70 db í 1 m fjarlœgö. Dalshrauni 14, sími 52035 Félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar ROTTERDAM - LYKILL ÍSLANDS AÐ EVRÓPU Félag íslenskra stórkaupmanna ásamt Aðalræðisskrifstofu Hollands á ísiandi standa fyrir fundi um flutninga- og hafnamál í Rotterdam og Reykjavík í Skálanum, Hótel Sögu, í dag fimmtu- daginn 30. júní kl. 11.50. Fundurinn er haldinn í tengslum við opinbera heimsókn Hollandsdrottningar til landsins. Sendinefnd, skipuð fulltrúum hollenska viðskiptalífsins, verður með í för og munu fulltrúar úr nefndinni sitja fundinn. Frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, flytur inngangsávarp: REYKJAVÍKURHÖFN — FRJÁLST HAFNARSVÆÐI. Ræðumaður fundarins: Hr. Harry Kloosterboer frá fyrirtækinu Euorfrigo, fulltrúi hafnaryfirvalda í Rotterdam. Birgir R. Jónsson, formaSur FIS. Ingibjörg Sólrún Qísladóttir, borgarstjórí Reykajvíkur. HR. KLOOSTERBOER MUN FJALLA UM STARFSEMI HAFNARINNAR í ROTTERDAM OG KYNNA ÞÁ ÞJÓNUSTU OG MÖGULEIKA, SEM ÞAR BJÓÐAST, AUK TOLLAFGREIÐSLUMÁLA. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, vinsamlega tilkynnið mætingu í síma 888910. Harry Kloosterboer, Rotterdamhöfn. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.