Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Aukið öryggi í viðskipt- um með notaðar bifreiðar í LÖGUM um sölu notaðra ökutækja sem gengu í gildi 11. maí síðastliðinn, eru gerðar mjög auknar kröfur til þeirra sem stunda slík viðskipti og fela lögin ótvírætt í sér aukið ör- yggi fyrir kaupendur notaðra bíla og annarra ökutækja. Hér er um ' '■Tíýja löggjöf að ræða, þar sem skort hefur lagareglur um bifreiða- viðskipti. Gildissvið Lögin gilda um sölu notaðra skráningar- skyldra ökutækja sem fram fer í atvinnuskyni. Þau gilda ekki um nauðungarsölu notaðra öku- tækja. Þegar sala notaðrar bifreiðar fer fram milliliðalaust eiga lögin ekki við. Réttarvemd laganna nær því ekki til bifreiðaviðskipta sem eru til komin vegna dagblaðaauglýsinga. Lögin eiga heldur ekki við um við- skipti með nýjar bifreiðar. Trygging Þeir sem vilja reka bifreiðasölu verða að hafa til þess sérstakt leyfi og það fæst aðeins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt mikilvæg- asta skilyrðið er sú krafa að umsækj- andi verður að leggja fram sérstaka tryggingu fyrir því tjóni sem hann kann hugsanlega að valda viðskipta- manni sínum af ásetningi eða gá- leysi. Til að kaupandi geti fengið greitt af tryggingu verður að hafa -.tyngið fullnaðardómur eða gerð rétt- Sigríður Auður Amardóttir arsátt um vanefnd bif- reiðasalans og ljóst verður að vera að selj- andi geti ekki efnt skyldu sína samkvæmt dóminum eða sáttinni. Sú krafa er einnig gerð til umsækjanda leyfís að hann hafi sótt sérstakt námskeið og lokið prófi þar að lút- andi. Með gildistöku laganna eru því auknar kröfur gerðar til þeirra aðila sem stunda við- skipti með bifreiðar og tryggt að þeir hafi nauðsynlega faglega þekkingu á þeim störf- þeir rækja. PINB fbotJcy Kylfingar! Gerið ykkur klára fyrir meistaramótið Heimsþekkt merki á verði sem er sambærilegt því sem gerist erlendis: PING no. 1 í golfkylfum JYjtfjtouAtf no. 1 í golfkúlum fóotJqy no. 1 í golfskóm Glæsilegur golffatnaður frá PING Bolir - skyrtur - peysur - húfur - skyggni og margt fleira Þú átt erindi 1 „GOLF“ VERSLUNINA ur hans geti selt bifreið í heimildar- leysi. Bifreiðasali skal kanna hvort veðbönd hvíli á bifreiðinni og ætti það að auka öryggi í þessum viðskipt- um til muna, því töluvert hefur borið á því að kaupendur ökutækja hafí ekki vitneskju um þau veð sem hvíla á bifreiðinni eða gefnar hafa verið rangar upplýsingar um veðbönd. Sú skylda bifreiðasala að miðla ákveðnum upplýsingum er máli skipta leysir ekki seljanda undan ábyrgð vegna þeirra upplýsinga sem hann veitir né keniur það í veg fyrir að kaupandi rannsaki eða láti rann- saka bifreið áður en til kaupa kem- ur. Kaupandi verður því eftir sem áður að viðhafa ákveðna varúð áður en gengið er að kaupum. um sem Þeir einir geta nefnt sig bifreiðasala sem fengið hafa til þess leyfi. Ef skilyrðum laganna er ekki lengur fullnægt, t.d. að trygging sé ekki fyrir hendi, fellur leyfið úr gildi. Upplýsingar Bifreiðasali verður að afla ýmissa upplýsinga um bifreiðina, svo sem um akstur og ástand hennar. Þessar upplýsingar verður seljandi að stað- festa skriflega, en það gerir sönnun málsatvika auðveldari ef til ágrein- ings kemur síðar. Bifreiðasali ber að staðfesta að fullnægjandi ástandslýs- ing fylgi. Gögn þessi verður bifreiða- sali að varðveita í eitt ár frá sölu- degi ökutækis. Bifreiðasali skal óska eftir vottorði úr ökutækjaskrá sem staðfestir með óyggjandi hætti hver sé eigandi öku- tækis. Þar með er komið í veg fyrir að annar en eigandi eða umboðsmað- Óháð mat að Bifreiðasali skal gæta þess ekki séu settir ólögmætir, ósann- gjarnir eða óeðlilegir skilmálar í samning kaupanda og seljanda. Aður en gengið er frá afsali notaðs öku- tækis verður bifreiðasali að upplýsa kaupanda um þann rétt hans að láta hlutlausan aðila skoða bifreiðina áður en kaup fara fram. Þessi upplýs- ingagjöf verður að vera gerð með sannanlegum hætti, þ.e. skriflega. Þeir óháðu aðilar sem geta metið ástand bifreiða eru faggiltar skoðun- arstofur eða faggilt skoðunarverk- stæði. Kaupandi bifreiðar skal greiða kostnað vegna slíks mats, nema um Bifreiðasali skal gæta þess, segir Sigríður Auður Arnardóttir, að ekki séu settir ólögmæt- ir, ósanngjarnir eða óeðlilegir skilmálar í samning. annað verði samið. Ástæða er til að hvetja bifreiðakaupendur að óska eftir óháðu mati. Algengt er að ágreiningur komi upp milli seljanda og kaupanda um hið raunverulega ástand bifreiðar. Ef óháð mat liggur fyrir áður en kaup hafa verið gerð eru mun minni líkur til þess að slík- ur ágreiningur geti orðið og væntan- lega verður það ti! þess að verð bif- reiðar miðist við raunverulegt ástand hennar. Ef bifreiðasali hefur ástæðu til að ætla að ástandi ökutækis sé ábóta- vant skal hann vekja athygli kaup- anda á því. Ábyrgð bifreiðasala Bifreiðasali skal sjá um frágang allra skjala sem tengjast sölunni, þ.e. kaupsamnings, afsals og annarra skjala. I skjölunum verður að koma fram hver annaðist samningsgerð- ina, en þar með er ljóst hver ber ábyrgð á viðskiptunum. Samkvæmt lögunum skal bifreiða- sali tilkynna um eigendaskipti til ökutækjaskrár, en áður kom það í hlut seljanda og er því um að ræða breytingu á reglum um skráningu Veila í íslensk- um stjórnmálum A ORFAUM árum hafa allar forsendur ís- lenskrar utanríkis- stefnu gjörbreyst. Ef svo fer fram sem horfír að öll Norðurlöndin verði orðin hluti af Evr- ópusambandinu (ESB) um næstu áramót, er ljóst að íslendingar hafa einangrast á al- þjóðavettvangi. Full- yrðingar um annað eru óskhyggjan ein. Stjórn- málaumræða á íslandi hefur ekki nema að mjög takmörkuðu leyti tekið mið af þessum breyttu aðstæðum. Birgir Hermannsson l\inguhálsi 11, Reykjavík, sími 91-872700. Undantekning er nýafstaðið flokks- þing Alþýðuflokksins, sem tók skýra afstöðu í þessu máli. Formaður Framsóknarflokksins hefur einnig rætt þetta mál af opnum huga og bent á möguleikann á áheyrnaraðild að ESB. Hver um annan þveran syngja ís- lenskir stjórnmálamenn sama lagið: Ekkert hefur breyst, ekkert hefur breyst. ESB er ekki á dagskrá! Svo samhljóma er þessi sírenusöngur að jafnvel Bjöm Bjarnason virðist farinn að kyija með. Fyrir tveimur árum lagði utanrík- isráðherra til að gerð yrði ítarleg úttekt á kostum þess og göllum að sækja um aðild að ESB. Hinn 4. júní 1992 skrifaði Björn Bjamason grein í Morgunblaðið undir heitinu „ísland í breyttu umhverfí". í þessari ágætu grein segir m.a.: „Á þessum miklu breytingatímum finnst mér gæta skammsýni hjá þeim, sem telja sig geta slegið því föstu, að EES- samningurinn sé lokaá- fangi á samstarfsleið okkar við Evrópu- bandalagið." Þetta er athyglisvert ef umræð- an síðustu tvö ár er höfð í huga. í greininni segir einnig: „... ég [er] eindreginn stuðn- ingsmaður þess, að rík- isstjórnin beiti sér markvisst fyrir könnun á kostum og göllum þess að standa utan við [Evrópu]bandalagið. Það yrði til marks um mikla veilu í íslenskum stjórnmálum ef við þyldum ekki slíka könnun og umræður á grundvelli hennar." (Let- urbreyting BH.) Þetta er athyglisvert ef haft er í huga að Sjálfstæðisflokk- urinn kom í tvö ár í veg fyrir að könnun af þessu tagi færi fram. Bjöm hefur rétt fyrir sér í því að umræðan um ESB hér á landi bend- ir til mikillar veilu í íslenskum stjórn- málum. íslenskir stjómmálafræðing- ar hafa undanfarið sett fram harða gagnrýni á íslenskt stjórnmálakerfi, sem þeir segja einkennast af skamm- sýni, „reddingum" og skorti á skýrri stefnumótun. Þögnin um ESB virðist talandi dæmi um þetta. í ofan- greindri grein frá 1992 talar Bjöm um nauðsyn þess að raunsæi, en ekki óskhyggja móti utanríkisstefnu. Björn segir söguna kenna okkur „að óskynsamlegt sé að slá nokkru föstu um framvindu alþjóðlegs samstarfs, ökutækja. Senda verður tilkynningu til ökutækjaskrár án tafar. Hér er um mikilvæga skyldu að ræða, þar sem brýnt er að réttur eigandi bif- reiðar sé skráður sem fyrst í öku- tækjaskrá. Ef bifreiðasali eða starfsmenn hans selja eigið ökutæki eða kaupa ökutæki sem þeim hefur verið falið að annast sölu á, skal hann láta við- skiptamann sinn vita sérstaklega. Ef um slík tengsl er að ræða, skal það koma fram í kaupsamningi, þannig að tryggt sé að kaupanda voru þessi tengsl ljós. Hér er verið að koma í veg fyrir hugsanlega mis- notkun bifreiðasala eða starfsmanna hans á aðstöðu sinni. Þeim sem nú stunda sölu notaðra bíla ber að sækja um leyfi til sýslu- manns innan sex mánaða frá gildis- töku laganna, þ.e. 11. maí. Að liðnum níu mánuðum frá gildistöku þeirra er með öllu óheimilt að stunda sölu notaðra ökutækja í atvinnuskyni án leyfis. Aukið öryggi í viðskiptum með notaðar bifreiðar Auknar kröfur eru nú gerðar til þeirra aðila sem vilja stunda við- skipti með notuð ökutæki. Þær kröf- ur sem gerðar eru til bifreiðasala, m.a. sú krafa að leggja skuli fram sérstaka tryggingu, hefur það í för með sér að bifreiðaviðskipti með notaða bíla verða mun öruggari en áður hefur tíðkast. Þeir sem hyggj- ast selja eða kaupa notuð ökutæki ættu því að hafa í huga að ákveðið öryggi felst í þvi að láta aðila sem hefur tilskilin leyfí annast viðskiptin fyrir þeirra hönd. Höfundur er lögfræðingur Neytendasamtakanna. þótt ákveðin skilyrði séu sett við gerð mikilvægra alþjóðasamninga. Raunsæir menn taka mið af ytri aðstæðum og láta mat sitt á þeim frekar ráða en óskhyggju." Er það raunsætt mat á ytri aðstæðum að segja án fyrirvara að ESB-aðild sé ekki á dagskrá? Eða er það ósk- hyggja? Eitt dæmi um þá óskhyggju sem einkennir þessi mál eru umræður um aðild íslands að Fríverslunarsamn- ingi Norður-Ameríkuríkja (NAFTA). Um það sagði Bjöm: „Ég held, að þama sé ekki um neina kosti að ræða. Við eigum að rækta eins náin tengsl við Evrópu og við teljum okk- ur fært, það spillir í engu viðskiptum okkar við Bandaríkin eða Asíu.“ Þetta er raunsætt mat, en virðist ekki eiga upp á pallborðið í Sjálfstæð- isflokknum sem stendur. Alþýðuflokkurinn hefur tekið frumkvæðið, segir Birgir Hermannsson, í vitlegri umræðu um Evrópumálin. Alþýðuflokkurinn hefur tekið af- gerandi framkvæði í vitlegri umræðu um Evrópumálin. Raunsætt mat á ytri aðstæðum segir að nauðsynlegt sé að ræða í alvöru aðild íslands að ESB. Er hrópandi þögn Sjálfstæðis- flokksins í málinu merki um ósk- hyggju eða raunsæi? Því verður vart trúað að Sjálfstæðisflokkurinn hafí sagt sitt síðasta orð í Evrópumálum. Þögn Sjálfstæðisflokksins og ann- arra um ESB er, eins og Björn Bjarnason benti á fyrir tveimur áram, dæmi um mikla veilu í íslensk- um stjórnmálum. Höfundur er aðstoðarmaður umhvcrfisr&ðhcrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.