Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 9 FRÉTTIR Rannsóknaráð ríkisins og Vísindaráð sameinuð 180 milljónir króna til rannsókna og þróunar ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra kynnti hið nýja Rannsóknarráð Islands á blaða- mannafundi s.l. þriðjudag. Hann segir að allt frá því að hann tók við ráðherraembætti hafi verið stefnt að því að endurskoða vís- inda- og rannsóknarmál. í kjölfar slíkrar endurskoðunar hafi verið ákveðið að efla sérstaklega rann- sóknar- og þróunarmál og í því skyni hafi fjárveitingar til rann- sóknasjóðs Rannsóknaráðs ríkisins verið tvöfaldaðar frá árinu 1991 og framlög til íslenskra vísinda- manna jafnframt aukin. Að sögn Ólafs er nýju Rannsókn- arráði ætlað aukið hlutverk í því að fylgjast með framvindu í vís- inda- og tæknistarfi, leita leiða til þess að efla rannsóknarstarfsemi í landinu og auka þátttöku í alþjóð- legu samstarfi. „Með lögum um eitt ráð,“ sagði Ólafur, „er viður- kennd nauðsyn þess að vísinda- og tæknisamfélagið, atvinnulífið og stjórnvöld verði samstiga og tengsl grunnvísinda, hagnýtra rannsókna og nýsköpunar undirstrikuð." Umsóknum fjölgar Að þessu sinni úthlutaði Rann- sóknaráð ríkisins ríflega 180 millj- ónum króna til 108 verkefna. Um- sóknum fjölgaði nokkuð frá árinu áður og til þess var tekið að sögn Vilhjálms Lúðvíkssonar fram- Rannsóknaráð ríkisins og Vísindaráð verða sameinuð í eitt ráð, Rannsóknarráð íslands, um mánaðamótin og á með því að brúa bil milli vísindaheims háskólans og tækniheims atvinnu- veganna. kvæmdastjóra ráðsins hve margar umsóknir voru efnilegar. Taldi hann að margar hæfar umsókr.ir hafi ekki fengið styrk að þessu sinni. Vilhjálmur segir ennfremur að samijármögnun verkefna með öðrum stofnunum og fyrirtækjum hafi aukist á þessu ári. Að þessu sinni hafi um 40 milljónum króna verið veitt til viðbótar 180 milljón- um ráðsins. Þyngst vegi þátttaka Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Húsnæðisstofnunar ríkisins og ýmissa ráðuneyta. Flest verkefnanna sem styrk hlutu tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Verkefnum á sviði hugbúnaðar og tölvuþjónustu fjölg- aði mjög en einnig verkefnum á sviði orkuframleiðslu og umhverfis- tækni. Af 108 verkefnum voru 63 ný en 45 verkefni hlutu framhalds- styrk. Þá var um 36 milljónum veitt í evrópsk samstarfsverkefni. Loks telst það til nýbreytni að fimm fyrirtæki fengu styrk sem nema hálfum iaunum sérfræðimenntaðs manns. Þau munu geta ráðið sér- menntaðan starfsmann til að byggja upp tækniþekkingu og sinna rannsóknar- og þróunarstarfi innan fyrirtækisins. Rannsóknar- og þróunarstarf hefur eflst Þeir Vilhjálmur og Pétur Stef- ánsson formaður Rannsóknaráðs ríkisins eru sammála um að mikil- vægi rannsóknar- og þróunarstarfs í íslenskum atvinnuvegum hafi aukist á undanförnum árum og að fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld geri sér í æ ríkari mæli grein fyrir nauðsyn uppbyggingar á þessu sviði. Þeir benda á að heildarfram- lög til rannsóknar- og þróunar- starfa hafi aukist stöðugt frá árinu 1977 og hratt eftir 1985. Að mati Vilhjálms er það eðlilegt að sameina Rannsóknaráð ríkisins og Vísindaráð, enda verði það til þess að brúa bil milli tveggja heima, vísindaheims háskólans og tækni- heims atvinnuveganna. Hann telur það jafnframt skynsamlegt að haida sjóðunum aðskildum með einni yfirstjórn. . Trjáplöfttu mm a Allar qarðplöntur, sumarblóm, tré oq nmnar 20-30% Al'SLÁTIT R Allar garðrósir með 30% afslœtti I TIL LEIGU i haust í haust verða til leigu 2 efri hæðir Austurstrætis 3, Rvík. Um er að ræða mjög veglega standsettar hæðir sem nýst geta sem skrifstofur, kennslustofur, fundarsalir eða jafnvel sem íbúðir. Hvor hæð er u.þ.b. 200 m2 og eru hæðirnar nú nýtt- ar sem skrifstofur og kennslustofur. Upplýsingar í síma 629888 milli kl. 10.00 og 16.00 alia virka daga. ÞU ÞARFT EKKI KASKO EF ÞÚ KAUPIR ASKO! Sænsku ASKO þvottavélarnar frá FÖNIX eru trygging þín fyrir tandurhreinum þvotti, ítrustu sparneytni og sannkallaðri maraþonendingu. ASKO-DAGAR í FÖNIX YERULEG VERÐLÆKKUN Á 8 GERÐUM ASKO ÞVOTTAVÉLA ASKO framhl. ytralok stillanl. Verð Verð nú aðeins: gerð topphl. tauborð vinduhr. áður: m/afb. staðgr. 10504 framhl. 800/1000 74.180 69.980 64.990 10524 framhl. 800/1200 81.700 75.250 69.980 10624 framhl. tauborð 800/1200 85.990 79.980 74.380 11004 framhl. 900/1400 94.600 89.200 82.960 12004 framhl. tauborð 900/1400 97.840 92.400 85.930 20004 framhl. tauborð 600-1500 119.980 11 3.900 105.930 14004 topphl. 800/1000 80.640 75.250 69.980 16004 topphl. 900/1400 90.960 85.980 79.960 & ASKO iœ /Fonix frá llll^ HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Verðið hefur sjaldan verið hagstæðara. Láttu þetta kostaboð þér ekki úr greipum ganga. Veldu ASKO - gæðanna og verðsins vegna. VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP, ÓDÝR ALVÖRU HÁÞRÝSTIDÆLA TIL HEIMILISNOTA HAGSTÆTT VERÐ “dlA • dlAH0J dlA • dlAU0J dlA • dlA“od dlA • dlAuod dlA»dlAuod dlA* Til hreingerninga á húsinu, girðingunni, stéttinni, garðhýsinu, bílnum, kerrunni, bátnum ofl. HÚN B0RGAR SIG STRAX UPP!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.