Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni DID YOU KNOU) THERE ARE 600,000 DOCTOR5 IN THI5 COUNTRY ? A5 A UJORLP FAM0U5 5UK6E0N, PO YOU THlNK THAT'5 TOO MANY DOCTOR5? vra Vlssirðu að það eru 600.000 lækn- ar í þessu landi? Heldur þú, sem heimsfrægur Bara ef þeir eru allir á vakt í skurðlæknir, að það séu of marg- kvöld. ir læknar? |íl'OíC0ivmþilaínií> BKÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 691100 • Símbréf 691329 Hugleiðing vegna nýbúa Frá Sigurði Kristjánssyni: YFIRLEITT er ég stoltur yfir upp- runa mínum. Ég er íslendingur með brúngræn augu og svart hár, 172 cm á hæð. Sennilega hefur einhvern kona á Hornströndum syndgað fyr- ir nokkrum kynslóðum, þegar Fransmenn stigu þar land. Fransk- ur nýbúi sem starfar með mér er einnig sannfærður um þetta. í föð- urætt minni sem er svona „ógæfu- söm“ er fólk fremur dökkt yfirlitum, en þrátt fyrir það þekki ég það af góðu. Ástæða hugleiðinga minna er grein í Morgunblaðinu 24. júní sem birtist undir nafninu Burt með nýbúana, skrifuð af Magnúsi Þor- steinssyni. Öllu gamni fylgir alvara og ég mun ekki eltast við að rök- ræða við manninn. Ég starfa sem bamalæknir í Svíþjóð og hef gert undanfarin 9 ár og hef haft mikil samskipti við nýbúa sem hafa víkk- að sjóndeildarhring minn. Þær stað- reyndir sem Magnús birtir um með- alfæðingartölu innfæddra Svía og nýbúa eru rangar en það skiptir litlu máli. Ég er hneykslaður og vonsvikinn yfir að Morgunblaðið sem ég hef lesið frá blautu barnsbeini birti grein, þar sem virðing fyrir sam- ferðamanninum er svo hrokafull og laus við samkennd sem raun ber vitni. Svona skrif er ekki hægt að láta afskiptalaus í siðmenntuðu þjóðfélagi. Þau geta hleypt af stað skriðu misskilnings og fyrirlitning- ar svo að ekki verðuv aftur snúið. Ég vona að Morgunblaðið sem er lang stærsta og eiginlega eina dag- blað á íslandi sem getur haft víðtæk áhrif á skoðanamyndun fólks taki skýra og afdráttarlausa afstöðu gegn ritsmíðum af því tagi sem Magnús hefur fengið birta á besta stað. SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, barnalæknir, Nyponvagen 29, 44837 Floda. Að loknum kosningum Frá Karli Ormssyni: AÐ LOKNUM kosningum velta margir fyrir sér, hvort hlutirnir hefðu getað orðið öðruvísi ef þetta, og hitt, hefði verið gert á annan veg. Ég er engan veginn öðruvísi hugsandi um framvindu mála en aðrir, það hefði kannski verið hægt að hafa þetta öðruvísi o.s.frv. Ein áleitin spurning brennur stöðugt á mér og er upphaf henn- ar að rekja til þess tíma er kosning- ar um sameiningu sveitarfélag- anna voru sem mest í brennidepli á síðasta ári. Nú er aldrei gott að sanna hluti sem aldrei voru prófað- ir, en samt má leiða sterkar líkur að mörgum atburðum, að þeir gætu hafa haft samhengi, en slíkt er oft aðeins færustu sagnfræð- inga að sanna. Ég ætla samt að taka mér það bessaleyfi að færa líkur að einni ástæðu að tapi sjálfstæðismanna á þremur stöðum í sveitarstjórna- kosningunum í vor. Það tap er hvorki af stjórnarsetu sjálfstæðis- manna, þar sem ríkisstjórnin mæl- ist í skoðariakönnun í júní með 51,01% fylgi og enn síður af EES þar sem í skoðanakönnun eru enn fleiri fylgjandi aðild en áður. Skiptar skoðanir Það er kunnara en frá þurfi að segja að við undirbúning kosninga til sameiningar sveitarfélaganna voru skiptar skoðanir hjá sveitar- stjórnamönnum um ágæti samein- ingar. Tvö sveitarfélög skáru sig mjög úr hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, það var Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Hvað hafði svo verið sameiginlegt með þessum báðum bæjum? Það var sameiginlegt með þeim að sveitarstjórnir jafnvel hvöttu kjósendur til að sameinast ekki Reykjavík, bæjarstjórn Mos- fellsbæjar sté feti lengra og meira að segja skrifaði hverju heimili í Mosfellsbæ og skoraði á fólk að fella samkomulagið. Það var ekki furða þótt Róbert vildi ekki missa bæjarstjórastöðuna, en var betra að missa hana til Framsóknar og komma í kosningunum í vor? Einhvern tímann var sagt, af frægum_ manni „hún snýst nú samt“. Áður en ég fer lengra ætla ég að benda á annað sveitarfélag en það er Seltjarnarnes, þar eru svo margir smákóngar sem ekki vilja missa völdin og setja hags- muni sína ofar hagsmunum heild- arinnar (smákóngaveldið hefur oft orðið okkur dýrara en tárum taki). Ef Mosfellsbær og Seltjarnarnes (sem enginn skilur nú af hveiju er sér sveitarfélag) hefðu borið gæfu til að sameinast Reykjavík hefði meirihluti sjálfstæðismanna aldrei fallið í Reykjavík, ekki held- ur í Mosfellsbæ og Seltirningar hefðu ekki misst sveitarstjórnar- mann yfir til vinstri manna. Það sem hefði verið kannski allra dýr- mætast er að Reykjavík sem er að verða landlaust svæði eftir fá ár og Seltjarnarnes sem er þegar landlaust svæði hefðu fengið nóg byggingarsvæði um ókomna tíma allt að Hvalfjarðarbotni. Það er stundum dýrt að gera tilraunir og hugsa ekki um afleiðingar þeirra fyrr en eftir á, við höfum bitra reynslu af því í Reykjavík. KARL ORMSSON, raftækjavörður, Kringlunni 87, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.