Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 25
24 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ T* MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. HÚSBRÉF OG RÍKISÁBYRGÐ Fjármálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa tekið upp viðræður sín í milli um breytt fyrirkomulag húsbréfaviðskipta, sem meðal annars felur í sér að húsbréf njóti ekki ríkisábyrgðar í framtíðinni, heldur verði þau tryggð með bankaábyrgð og varasjóði sem myndaður yrði með 0,25% vaxtamun fasteignaveðbréfa og hús- bréfa. Varasjóðurinn standi straum af töpuðum útlánum. Frá þessu var greint í frétt hér í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Þar kom fram, að með þessu fyrirkomulagi flytjist umsýsla húsbréfa gagnvart íbúðakaupendum að mestu til bankakerfisins, en lánastofnanir annist við- skipti við húsbréfadeild. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði af þessu tilefni í samtali við Morgunblaðið, að með 0,25% vaxtaálaginu, sem hefði verið tekið upp við útgáfu 1. flokks húsbréfa í ársbyijun þessa árs, hefði fyrsta skrefið til afnáms ríkisábyrgðar verið stigið. Morgunblaðið telur hér um tímabærar breytingar að ræða. Hér í blaðinu birtist fréttaskýring þann 28. mars, 1993 undir fyrirsögninni „Þjóðin neytir húsbréfa". Grein- in var gagnrýnin á húsbréfakerfið og það hvernig gífur- legt framboð af ríkistryggðum húsbréfum héldi uppi háu vaxtastigi í landinu. í greininni var bent á hugsanleg úrræði til þess að draga úr framboði húsbréfa, svo sem þau, að lækka lán- veitingar út á viðskipti með eldri íbúðir, fjölga lánaflokk- um, þannig að lánstími væri mismunandi, eftir aðstæðum fólks. Þá var bent á þann möguleika að hafa vexti á húsbréfum heldur hærri en vexti ríkisskuldabréfa. Orðrétt sagði um ríkisábyrgð á húsbréfum: „...væri sjálfsagt að velta upp þeim möguleika að afnema ríkis- ábyrgð húsbréfakerfisins og flytja húsnæðislánin inn í veðdeildir viðskiptabanka, eins og hver önnur lánavið- skipti. Þannig væri um sjálfskuldarábyrgð að ræða, en ekki ríkisábyrgð. Til þess að tryggja hag sinn í þessum viðskiptum, gætu bankarnir byggt upp smá varasjóð inn- an hvers flokks, samanber það fyrirkomulag sem var í gamla veðdeildarkerfinu, til þess að tryggja sig gagnvart áföllum." Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, brást hart við í svargrein í Morgunblaðinu þann 31. mars 1993. Hún fjallaði meðal annars um „afleiðingar afnáms ríkisábyrgðar" og sagði: „En hver yrðu svo áhrif- in ef ... húsbréfakerfið [yrði] einkavætt og ríkisábyrgð afnumin? Væntanlega færi þá húsbréfakerfið alfarið inn í bankakerfið. Áhrifin yrðu þau að vextir húsbréfa myndu hækka, meiri krafa yrði gerð til veðhæfni eigna sem gerði það að verkum að lánshlutfall myndi lækka og yrði sennilega mismunandi eftir verðlagi fasteigna um landið. Ekki er ólíklegt að nýbyggingar legðust af á landsbyggð- inni. Minna yrði lánað úti á landsbyggðinni en á þéttbýlis- stöðum, greiðsluerfiðleikar fólks myndu aúkast, færri myndu geta keypt sér íbúð og þrýstingurinn á félagslega kerfið myndi vaxa.“ í ritstjórnargrein hér í blaðinu, þann 7. apríl 1993 sagði m.a.: „Hinn 24. mars sl. kynnti Seðlabanki íslands aðgerðir til þess að stuðla að vaxtalækkun. Á blaðamanna- fundi af því tilefni kom fram það sjónarmið Seðlabank- ans, að húsbréf hefðu ráðið mestu um vaxtastig undanfar- in tvö ár. Taldi bankinn af þessum sökum ástæðu til að hvetja ríkisvaldið enn á ný til að íhuga framkvæmd hús- bréfakerfisins... Kjarni málsins varðandi húsbréfakerfið eins og það er framkvæmt hér, er auðvitað sá, að húsbréfin eru með ríkisábyrgð. Ef ríkisábyrgð væri ekki á bréfunum mundi kerfið eftir sem áður vera grundvöllur húsnæðislána en umsvifin áreiðanlega ekki jafn mikil og nú. Af ástæðum, sem eru illskiljanlegar, virðist félagsmálaráðherra ekki átta sig á því, að á hverju einasta húsbréfi, sem gefið er út, eru skattgreiðendur í landinu ábyrgðarmenn." Morgunblaðið fagnar því að fyrstu skrefin hafi verið tekin til afnáms ríkisábyrgðar af húsbréfaviðskiptum og væntir þess að ekki líði á löngu, þar til ríkisábyrgðin hefur verið afnumin með öllu. LANPBÚIMAÐUR LÍFRÆNT ÍSLAND UM ALDAMÓT Nýverið voru staddir hér á landi í boði Bændasamtak- anna fjórir erlendir sér- fræðingar á sviði lífrænn- ar og vistvænnar matvælaframleiðslu. Að sögn Baldvins Jónssonar sem sá um komu gestanna var tilgangur heimsóknarinnar að kanna möguleika íslendinga á útflutningi landbúnaðar- afurða á forsendum hollustu, hrein- leika og gæða. Samdóma álit fjór- menninganna var það að landið væri kjörinn vettvangur lífrænnar ræktun- ar og að íslenskar afurðir eigi góða möguleika á mörkuðum þar sem neyt- endur vilja lífræna matvöru. Thomas B. Harding, forseti alþjóða- samtaka framleiðenda í lífrænni rækt- un (IFOAM), segir samtökin reiðubúin að styðja dyggilega við bakið á íslend- ingum ætli þeir sér út í lífræna rækt- un. Hann segir ísland geta orðið fyrir- mynd annarra ríkja á þessu sviði og vill því aðstoða íslenskan landbúnað við að öðlast markaðshlutdeild erlend- is. Þá bera Coleman-feðgar, stærstu framleiðendur vistvæns kjöts í Banda- ríkjunum, íslenskum búvörum vel sög- una og segjast hafa áhuga á sam- starfi við íslenska bændur. Framleiðslugeta í landbúnaði hefur víða á Vesturlöndum verið keyrð upp með notkun ónáttúrulegra efria. Fyrir vikið hafa gæði afurðanna minnkað. Geymsluþol og bragðgæði hafa minnkað og hollustan er hvergi nærri sú sama. Lífrænn landbúnaður hefur skorið upp herör gegn -------------- notkun gerviefna í fram- leiðslu á búvörum. Lífrænni ræktun er ætlað að koma í veg fyrir öll ónáttúruleg áhrif á landbúnaðarafurðir. Sökum þess forðast hún notkun allra lyfla, plágueyðandi efna og áburðar úr gerviefnum. Þess í stað setur líf- rænn landbúnaður traust sitt alfarið á náttúruöflin. Á þann hátt er hægt að bjóða neytandanum ómengaöar búvörur. Sýnið heiminum Thomas B. Harding hefur yfir tutt- ugu ára reynslu af alþjóðaviðskiptum og þróunarverkefnum með lífrænar landbúnaðarafurðir í meira en sextíu löndum. Hann fullyrðir að ekkert land eigi jafn raunhæfan möguleika á að gera landbúnað sinn alfarið lífrænan og ísland. Vissulega muni það kosta mikla fyrirhöfn sem krefjist óbilandi samstöðu landsmanna en eigi að vera fyllilega þess virði. „Þið getið sýnt heiminum hvernig fara á að.“ Harding segist eiga sér þann draum að islenskur Iandbúnaður verði alfarið lífrænn. Leggist allir á eitt megi ná Morgunblaðið/Árni Sæberg COLEMAN-feðgar fóru víða á ferð sinni um landið. Hér skoða þeir sig um á Þorvaldseyri. fordæmi. „Það er ekki hægt að vera hálflífrænn frekar en hálfófrískur," segir hann og notar þessa samlíkingu ti) að hnykkja á þeirri skoðun sinni að annaðhvort stundi þjóðir alfarið lífræna ræktun eður ei. Coleman bæt- ir við að besta leiðin til koma lífrænni matvöru á framfæri sé að selja hana á heimamarkaði. Þannig sé hægt að kanna hvernig landið liggi. Einnig sé margfalt erfiðara að sannfæra erlenda markaði um að taka við vöru sem framleiðandinn neytir ekki sjálfur. Coleman telur útilokað að framleiða lífrænar afurðir einungis til útflutn- ings. „Það er að hlaupa áður en mað- ur getur gengið.“ HINUM erlendu gestum var tíðrætt um það hversu mikinn áhuga íslenskir ráðamenn sýndu hugmyndinni um lífrænt Island. Hér gefur að líta Coleman-feðga og Thomas B. Harding ásamt Hall- dóri Blöndal landbúnaðarráðherra. Á myndina vantar Carl Haest, hollenskan markaðssérfræðing, sem einnig var með í för. Island getur orðið fyrirmynd þessu takmarki á tiltölulega skömm- um tíma. Honum finnst aldamótin ekki óraunhæft viðmið í því sam- bandi. „Við hjá IFOAM erum reiðu- búnir að miðla af þekkingu okkar og reynslu og kynna Islendingum þær aðferðir sem viðurkenndar eru í líf- rænni ræktun í heiminum." Hann seg- ist ekki síður hafa hug á að veita aðstoð hvað viðskiptahliðina varðar. „Það er lykilatriði að gróði hljótist af þessu. Ef viðskiptahliðin er ekki í lagi -------- næst takmarkið ekki. Þann- ig að við_ erum tilbúnir að aðstoða Islendinga við að fá hlutdeild í arðvænlegum mörkuðum." Harding seg- ....... ist vilja aðstoða Islensk stjórnvöld við að ná takmarkinu fyrir árið 2000 og er hæstánægður með viðbrögð þeirra ráðamanna sem hann hefur hitt að máli. „Ég hef hvergi annars staðar hitt svo marga hátt- setta embættismenn sem hafa verið tilbúnir að hlýða á hugmyndina." Mel Coleman, stofnandi fyrirtæk- isins Coleman Natural Meats, stærsta framleiðanda vistvæns kjöts í Banda- ríkjunum, telur að það yrði mun auð- veldara fyrir Islendinga að einbeita sér að ákveðnum tegundum í fyrstu. Hann kveður Iambakjöt og fiskeldisaf- urðir vænlega kosti til að einblína á í upphafi því þá framleiðslu megi gera lífræna með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Coleman lætur sérstaklega vel af ís- lenska lambakjötinu. „Það er fyrsta flokks, ég hef aldrei bragðað betra lambakjöt." Coleman segir vel koma til greina að fyrirtæki hans nýti sér íslenskt hráefni. Ef til þess kæmi segist hann vilja markaðssetja íslenskt kjöt undir nafni fyrirtækis síns þar sem það sé vel þekkt og hafi kostað miklu til við að skapa sér nafn. „Verði íslenskur landbúnaður hins vegar fullkomlega lífrænn í framtíðinni er ekki ólíklegt að íslenskir aðilar vilji selja kjöt undir sínu eigin nafni.“ Keppt um gæði, ekki verð Harding leggur áherslu á að mark- aðssetningin verði dýr og því sé mik- ilvægt fyrir íslenskan land- búnað að geta selt afurðir undir traustu nafni. Gæð- astimpill skipti öllu máli á hinum alþjóðlega markaði. Hér sé um eftirsóknarverða neytendur að tefla. Neytendur sem meti gæði og séu reiðubúnir að borga meira fyrir þau. Boðskapur Hardings til íslenskra framleiðenda er því skýr. „Einbeitið ykkur að gæðunum. Takið tillit til þarfa neyt'andans, þá tekur hann tillit til ykkar.“ Harding leggur ríka áherslu á að vel þurfi að ganga frá öllum hnútum ef framleiða á vöru sem á að seljast. Rétt ræktun sé grunnurinn en aðrir þættir eins og gæði framleiðslukerfis- ins, frágangur vörunnar og markaðs- setningin skipti jafnframt verulegu máli. Uppfylli hún þær gæðakröfur sem gerðar eru til lífrænna afurða séu möguleikarnir vissulega fyrir hendi. Á þessum markaði sé keppt um gæði ekki verð. „Besta leiðin til að sannfæra er- lenda neytendur um að kaupa íslensk- ar afurðir er að sýna fram á gæði þeirra,“ segir Harding. Hann telur mikilvægt að íslendingar sýni sjálfir Aldrei bragð- að betra lambakjöt íslendingar hafi frumkvæði íslendingar hafa nokkuð velt því fyrir sér hvort fryst vara eigi jafna möguleika og fersk á alþjóðlegum markaði. Coleman segir það útbreidd- an misskilning að frystar afurðir séu lakari en ferskar. Hann kveður ætt- ingja sína hafa nærst á frystu lamba- kjöti I tvær aldir. „Líttu á mig, ég er heilbrigður." Coleman segir að ís- lenskir bændur frysti lambakjöt með- an það sé sem ferskast, þannig að markaðshorfurnar ættu að vera góðar fyrir þá afurð. Hann segir að á vissum árstíma sé íslenskt lambakjöý betra en bandarískt og skorar því á Islend- inga að finna þann tíma út og skipuleggja hnitmiðaðar söluherferðir. Coleman segir íslendinga sjálfa þurfa að hafa frum ...kvæði að því að leita eftir aðstoð og samstarfi við fyrirtæki sitt. Beri þeir sig eftir því muni hann ekki liggja á liði sínu við að veita lífrænni framleiðslu á íslandi brautargengi. Hann segist selja sína Vöru í samræmi við gæði. „Við vitum að hún bragðast betur ef hún er ræktuð á þann hátt sem við gerum. Hún hefur meira næringargildi og er öruggari fæða í alla staði." Fjórmenningarnir drápu víða niður fæti til að kynna sér aðstæður í ís- lenskum landbúnaði. Harding telur íslenskan landbúnað vera á réttri leið. Hann telur áríðandi að einbeita sér að miklum gæðum. Laga þurfi staðla að fiskeldisafurðum jafnt sem land- búnaðarafurðum. Að því loknu telur hann vænlegt að finna aðila sem eru reiðubúnir að vinna brautryðjanda- starf og geti orðið fyrirmynd annarra, „Það er brýnt að fólk sem er tilbúið að taka þátt í þessari þróun gefi sig fram.“ sviði lífrænnar matvæla- framleiðslu segja að ís- land hafi alla burði til að verða fyrsta ríki heims til að framleiða eingöngu lífrænar land- búnaðarafurðir. Orri Páll Ormarsson tók tvo Erlendir sérfræðingar á þeirra tali fyrir skömmu. HESTVAGNAR voru helstu samgöngutæki Reykvíkinga í byrjun aldarinnar. Sumarsýning í Geysishúsi Saga samgangna í Reykjavík í Geysishúsi stendur yfir sýningin Reykjavík við stýrið, samgöngur á landi, sjó og í lofti. Ijúlí er lögð áhersla á samgöngur á sjó og í ágúst eru það flug- samgöngur, en 90 ár eru liðin , síðan fyrsti bíllinn kom til landsins, 80 ár síðan Eimskipafélag íslands var stofnað og 75 ár eru síð- an fyrsta flugvélin flaug hér. Ólafur Jensson forstöðumaður Geysishúss, sagði að auk sýningarinnar innan- dyra væru skipulagðar uppákomur á Ingólfstorgi. Þá er hluti sýningarinn- • ar þessa dagana helgaður orustunni um Atlantshaf, með myndum sem fengnar eru frá Pentagon og þýska hernum. í þeim hluta sýningarinnar þar sem rakin er saga samganga á landi eru myndir af fyrstu samgöngutækj- unum sem til landsins komu en fyrsti bíllinn kom árið 1904. Nokkurt hlé varð þá á innflutningi til ársins 1913 en um 1920 áttu Reykvíkingar 130 bíla. Fljótlega var fólki boðið í öku- ferðir og auglýsir bifreiðastöð Stein- dórs Einarssonar nokkrum árum síð- ar, dagsferðir til Þingvalla og kost- aði ferðin 16 krónur. Þá má nefna gömul mótorhjól, lögreglubúninga, gömul götuskilti og hið gamalkunna skilti með áletruninni, „Stanz aðal- braut stopp“. Skipslíkön og myndir eru áberandi þegar fjallað er um flutninga á sjó og gefur að líta mynd af gamla Gullfossi, skipum Hafskips og Sam- skipa. Þá eru myndir af fyrstu skip- um Hf. Skallagríms, svo sem Lax- fossi og fram til daga Akraborgar- innar. Meðal annars er yfirlit yfir áætlun Akraborgar, sem sigldi einu sinni á dag milli Reykjavíkur og Akraness árið 1952. í flugdeildinni er rakin saga flug- félaganna og eru meðal annars sýnd- ir búningar og líkön flugvéla sem voru í eigu félaganna. Þar er einnig til sýnis skrúfa fyrstu flugvélarinnar sem Nelson flaug yfir Atlantshafið. Ókeypis er inn á sýninguna og í tengslum við hana er boðið upp á skoðunarferðir um Reykjavík kl. 13 og kl. 15 á sunnudögum þar sem komið er við á sögulegum stöðum er tengjast samgöngum í Reykjavík. Ferðin tekur rúma klukkustund og er áð í Árbæjarsafni, þar sem lýð- veldissýningin er skoðuð. Ferðin er í boði SVR og Geysishúss. UPPSKIPUNARBÁTAR í Reykjavíkurhöfn fyrir framan kranann. GRUMAN Goose, flugbátur Loftleiða í fjörunni á ísafirði. Vélin var keypttil landsins árið 1944 og seld héðan árið 1952. SEGJA má að Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags íslands hafi tekið við hlutverki þarfasta þjónsins en með komu vélanna varð mikil breyting á innanlandsflugi og ferðalögum landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.