Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t GUNNLAUGUR STEFÁN HAUKSSON, áðurtil heimilis á Holtagötu 1, Akureyri, lést hinn 12. apríl 1994 í Seattle, Washington. Útförin fór fram í Seattle hinn 18. apríl. Cleo Nolette, Ástrfður Jósepsdóttir, Anna Hauksdóttir, Snorri Hauksson. t VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR frá Langholti, Meðallandi, sfðasttil heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, sem iést 22. júní, verður jarðsungin frá Grafarkirkju í Skaftártungu laugardag- inn 2. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Valgerður Ólafsdóttir, Valgerður Sigurjónsdóttir og systkini hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN GUÐNI SIGURÐSSON, Skógum, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Kristbjörg Magnea Gunnarsdóttir, Sigrfður Sigurjónsdóttir, Magnús Skúlason, Sigrún Sigurjónsdóttir, Öyvind Edvardsen, Dýrfinna Sigurjónsdóttir, Guðni Sveinn Theodórsson, Auður Sigurjónsdóttir, Ágúst Sicjurjónsson, Asrún og Magnea Magnúsdœtur. + Eiginkona min, móðir okkar, dóttir og systir, KATRÍN AXELSDÓTTIR, Ásbraut S, Kópvogi, veröur jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. júlí kl. 15.00. Kári Marísson og börn, Axel Magnússon, Kristín Karlsdóttir, Kristin Axelsdóttir, Kristinn Guðmundsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GARÐAR JENSSON veggfóðrari og dúklagningameistari, Fornastekk 14, Reykjavik, sem andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 27. júní, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu minn- ast hins látna, láti Krabbameinsfélag (slands njóta þess. Anna Klara Guðlaugsdóttir, Margrét Garðarsdóttir, Hilmar Garðarsson, Sigurður Garðarsson, Sigurlaug Finnbogadóttir, Anna Rós og Þóra Lind Slgurðardætur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, ÓLAFUR EYJÓLFSSON forstöðumaður hjá Pósti og síma, sem lést 25. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. júlí kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Gyða Hansdóttir, Hans W. Ólafsson, Eyjólfur Ólafsson, Kirstine Ólafsson, Magdalena M. Ólafsdóttir, Kristján Ásgeirsson, Guðrún Gyða Ólafsdóttir, Kjartan Sigurðsson, Guðrún Ólafsdóttir og barnabörn. RÓSA VILHJÁLMSDÓTTIR + Rósa Vilhjálms- dóttir fæddist á Akranesi 23. mars 1930. Hún andaðist í sjúkrahúsi Akra- ness 26. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Mar- grét Arnbjörg Jó- hannsdóttir, ættuð úr Húnavatnssýlu, d. 1936, og Vil- hjálmur Jónsson frá Ferstiklu, d. 1959. Fósturmóðir Rósu var Jónína Þórbjörg Jónsdótt- ir, d. 1975. Alsystkini Rósu voru þrjú. Af þeim er á lífi ein systir, Guðrún Jóna, búsett á Akranesi. Tveir bræður létust í frumbernsku. Hálfsystir Rósu, samfeðra, er Margrét Arnbjörg. Hún býr á Akranesi. Rósa giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Guðmundi Bjarnasyni, 31. desember 1949 og eiga þau fjögur börn. Þau eru í aldursröð: Margrét Arn- björg, f. 1949. Eiginmaður hennar er Guðjón Guðmunds- son. Bjarni Magnús, f. 1953. Eiginkona hans er Þórlína Sveinbjörnsdóttir. Vilhjálmur, f. 1956. _ Eiginkona hans er Guðrún Ólafsdóttir. Guðríður, f. 1960. Eiginmaður hennar er Sigmundur Sigurðsson. Barna- börn Rósu eru 11 talsins og barnabarnabörnin 2. Útför hennar fer fram frá Akranes- kirkju í dag. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir eða hinn, sem dó. (Steinn Steinarr) HÚN RÓSA frænka okkar er dáin. Dauðinn er einn af þeim hlutum sem við forðumst í lengstu lög að hugsa um. Alveg þangað til okkur er kippt harkalega niður á jörðina, þegar einhver okkur nákominn kveður þennan heim og við erum minnt á hversu bilið milli lífs og dauða er mjótt. Við stöldrum við í miðju kapp- hlaupi lífsins og hlutir sem okkur í amstri dagsins eru svo mikilvæg- ir, virðast þá hjómið eitt. Rósa móðursystir okkar kvaddi að morgni hins 26. júní síðastlið- inn. Hún var búin að beijast í rúmt ár með öllum ráðum við manninn með ljáinn. Hann var í þetta sinn búinn einu sinna illskeyttustu vopna. Leikar voru frá upphafi ójafnir, svo Rósa hefur sjálfsagt orðið hvíldinni fegin. Það er erfítt að hugsa til þess að manneskja, sem við höfum þekkt og þótt vænt um frá því að við munum eftir okkur, skuli vera far- in, horfm fyrir fullt og allt. Líf heillrar manneskju hefur runnið sitt skeið. Mörg þúsund góðir og slæmir dagar. Sigrar og mótlæti. Gleði og sorgir. Minningarnar þyrlast um hug- ann. Einnig bernskuminningar, sem oftast eru þær sterkustu. Rósa og Dúna, móðir okkar, voru alltaf mjög nánar og mikill samgangur á milli heimilanna. Oft- ast var setið við eldhúsborðið hjá annarri hvorri þeirra systra og spjallað um daginn og veginn. Rósa hafði góða frásagnarhæfi- leika og sterka kímnigáfu og hafði þann ótvíræða kost að geta gert grín að sjálfri sér. Hún var opinská og einlæg og leyndi því heldur ekki ef henni mislíkaði fólk. Við munum sakna Rósu frænku okkar og geyma minninguna um góða konu í huga okkar ævilangt. Að leiðarlokum Rósu viljum við þakka henni samfylgdina og fyrir það hvað hún var alltaf góð við okkur. Um leið sendum við okkar innilegustu samúðarkeðjur til Mumma, Öddu, Badda, Villa, Gurru og fjölskyldna þeirra. Guð blessi minningu Rósu Vil- hjálmsdóttur. Heiða, Hanna og Jón Þór. RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR + Ragnhildur Einarsdóttir var fædd í Reykja- vík 12. júní 1909 og bjó þar alla tíð. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 20. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Einar Gunnarsson, ritstjóri og stofn- andi dagblaðsins Vísis, og seinni kona hans, Margrét Líndal. Albróðir Ragnhildar var As- mundur Hjörtur, f. 4.7.1911, d. 4.1.1931. Hálfsyst- ir Ragnhildar, samfeðra, var Anna Einarsdóttir, f. 2.7. 1907, d. 1928. Hinn 26.11. 1931 gift- ist Ragnhildur Þórði Sigur- björnssyni, f. 21.11. 1907, d. 23.10. 1985, deildarstjóra þjá Tollgæslunni. Foreldrar Þórð- ar voru Sigurbjörn Sigurðsson, verslunarmaður í Reykjavík, og Margrét Þórðardóttir, bók- haldari og verslunarstjóri í Borgarnesi. Ragnhildur og Þórður eignuðust sex dætur, barna- börnin eru 22 og barnabarnabörnin fimm. Ragnhildur lauk prófi frá Versl- unarskóla íslands og vann á Landsímanum í nokkur ár. Útför hennar var gerð frá Fossvogskirkju 31. maí. MÉR ER bæði ljúft og skylt að minnast henn- ar Ragnhildar Einars- dóttur á Sogabletti 2. Húsið hennar og húsið okkar hafa snúið stöfnum saman og gluggar þeirra horfst á yfir Sogaveginn eins lengi og ég man og miklu lengur. Þau fylgdust með því hvernig Soga- vegurinn breyttist úr fáförnum malarvegi alsettum drullupollum eða hulinn rykskýi eftir því hvernig viðraði, í malbikaða breiðgötu með æsilegri umferð. Þá var gatan vett- vangur leikja okkar krakkanna í hverfínu og ferðalög litla fólksins um og yfir hana hættulítil. Nú + Bróðir minn, GUNNLAUGUR EGGERTSSON frá Einholtum, verðurjarðsunginnfró Fossvogskirkjuföstudaginn l.júlfkl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Eggertsson. + Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN H. EINARSDÓTTIR, siðast til heimilis Aðalgötu 3, Blönduósi, lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 26. júní. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Zophonías Zophoníasson, Greta Areliusdóttir, Sigríður Zophoniasdóttir, Einar Þ. Þorsteinsson, Kolbrún Zophoníasdóttir, Guðjón Ragnarsson og aðrir aðstandendur. ræður bíllinn þar ríkjum og vei þeim sem ekki virðir þá staðreýnd. Við systkinin á 158 kynntumst Ragnhildi um leið og við fórum að geta borið okkur um utandyra. Ég man ekki hvernig kynni okkar hóf- ust, en trúlega hefur garðurinn hennar, sem var engum líkur í Sogamýrinni á þeim tíma, vakið forvitni mína og dregið mig yfir götuna. Og móttökurnar voru hreint ekki slorlegar og fór mér að verða tíðförult yfir götuna, í félagsskap Ragnhildar. Svo mikla ánægju hafði ég af þessum heim- sóknum að oft vissi ég ekkert hvað tímanum leið að ég tali ekki um svo hversdagslega hluti sem matar- og háttatíma. Við systkinin vorum ekki einu börnin sem áttu Ragnhildi að vini. Hún var afskaplega barngóð kona og böm löðuðust að henni. Hún gaf sér alltaf tíma til að tala við okkur hvort heldur var á léttum nótum, eða til að útskýra eitthvað sem vafðist fyrir okkur. Ragnhildur var óvenjuleg kona. Eitt af því sem styður þessa fullyrðingu mína var það, að hún tileinkaði börnunum við götuna afmælisdaginn sinn. Hinn 12. júní ár hvert fylltist garð- urinn við Sogablett 2 af háværum krökkum sem hlógu og sungu, drukku límonaði og borðuðu kökur. Við biðum spennt eftir því að af- mælisdagurinn rynni upp og kvöld- in fyrir „stóra daginn" hnýttum við aftan við bænirnar okkar: Elsku góði Guð, gefðu að það verði gott veður á afmælisdaginn hennar Ragnhildar! Við systkinin og jafnaldrar okkar uxum úr grasi eins og gengur og fluttum í aðrar götur ýmist hér eða þar. Ný börn tóku til við að æpa og ólátast við Sogaveginn. Þau eignuðust líka vin í Ragnhildi. Nú er þessi vinur okkar dáinn, en minningin um þessa glæsilegu og gáfuðu konu lifir með okkur og fyrir það erum við þakklát. Fyrir hönd systkinanna af Soga- vegi 158, Steinþór Steingrímsson. ERFIDRYKKJUR sími 620200 P E R L A IN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.