Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1994 33 « « « ,! « « « ! í « ! « « INGVELDUR ÁMUNDADÓTTIR -I- Ingveldur ■ Ámundadóttir fæddist á Kambi í Flóa hinn 24. desem- ber 1903 og ólst þar upp. Hún lést í Reykjavík 17. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ámundi Sigmunds- son, f. 9.10. 1864, d. 8.04. 1963, bóndi á Kambi, og kona hans, Ingibjörg Páls- dóttir húsfreyja, f. 1.7. 1868, d. 19.1. 1940. Systkini Ing- veldar voru Páll, f. 18.7. 1891, d. 9.9. 1903; Sigþór, f. 2.7. 1892, d. 25.11. 1893; Sigur- björg, f. 29.3. 1895, d. 31.10. 1958; Guðrún, f. 10.4. 1896, d. 6.7. 1972; Þuríður Ingibjörg, f. 23.6. 1898, d. 17.9. 1991; Ámundi, f. 18.11. 1899, d. 22.1. 1970; Árni, f. 29.5. 1901, d. 29.5. 1986; Sigmundur, f. 12.3. 1906, d. 8.10. 1976 og Anna Sigríður, f. 14.5. 1907, d. 19.5. 1983. Ingveldur giftist 1924 Hjörleifi Sigurbergssyni, bónda og verkamanni, f. 5.9. 1897, d. 10.5. 1988. Börn þeirra: Hulda, gift Sveinbirni Einarssyni, eiga þau fjögur börn; Ingibjörg, sem var gift Brynjólfi Magnússyni, þau eru bæði látin, eignuðust þau fjög- ur börn; Guðrún, gift Sigurði Guðmundssyni, þau eignuðust fimm börn; Bergný, fráskilin og á þrjú börn og Steindór, kvæntur Unni Hjartardóttur, þau eiga einn son, en Steindór á son frá fyrra hjónabandi. Ingveldur var húsfreyja í Haugakoti, Hraungerði, Súlu- holtshjáleigu og í Reykjavík. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, en jarð- sett verður frá Kotströnd í Ölfusi. AÐ MORGNI 17. júní 1994, þegar stór hluti íslensku þjóðarinnar var að taka sér ferð á hendur til Þing- valla til hátíðahalda, lagði amman mín upp í þá för sem okkur er öll- um búin að lokum. Hún kveður síðust af hinum glæsilega, duglega og glaðsinna syst- kinahópi frá Kambi. Þar með er á enda skráð lífssaga konu, sem lifði nánast alla þessa öld og fann á eigin beinum þá þró- un sem átt hefur sér stað með þjóðinni á öldinni sem nú er senn á enda. Hún var þannig hið dæmigerða alda- mótabarn, fædd í torfbæ og alin upp við kröpp kjör, en lifandi sönnun þess að það að eiga hluti er ekki það sem gerir einstaklinginn að mann- eskju, heldur hitt, að missa aldrei sjónar á því hvað raunverulega er einhvers virði í lífinu, svo sem heið- arleiki, örlæti, velvild í annarra garð og meðvitund um að enginn á rétt á að troða öðrum um tær í nafni valdastöðu, hverju nafni sem hún nefnist. Hún vissi manna best að auður og vegtyllur eru afar fallvölt fyrirbæri og vitnaði því til staðfestingar oft í örlagasögu afa síns og ömmu, Páls (Guðmunds- sonar á Keldum), hreppstjóra á Selalæk á Rangárvöllum, og konu hans, Þuríðar Þorgilsdóttur, sem voru mikið efnafólk. Nótt eina hýstu þau unglingsstúlku er bar að þeirra garði. Stúlkan reyndist vera sýkt af taugaveiki. Smituðust bæði hjónin og dóu skömmu seinna, aðeins 37 ára að aldri, ásamt nokkrum barna sinna. Fimm systkini lifðu foreldra sína og var Ingibjörg móðir ömmu ein þeirra. Eftir lát foreldra sinna tvístruðust þessi systkini, var komið í fóstur til frændfólks. Þegar ég lít til baka yfir þau rúmlega íjörutíu ár sem við amma vorum samferða í lífinu eru mynd- irnar af henni bæði stórar og skýr- ar. Margar þeirra tengjast brosleg- um atvikum, því hún kunni svo vel að hlæja með öðrum, oftar á eigin kostnað en annarra. Svo var eins og ákveðinn galdur tengdist henni, galdur sem er fólginn í því að tíminn leikur á okkur. Þannig man ég fyrst eftir henni sem gamalli konu í peysufötum og með fléttur, þó hún hafi þá verið aðeins fáum árum eldri en ég er nú, kornung konan. Svo gerðist undrið, hún yngdist dag frá degi, þar til fyrir þremur árum að hún varð fyrir slysi og heilsunni fór að hraka. En það er mál manna að amma hafi einnig leikið á tímann, því það var ekki einungis ég sem tók eftir þessari jákvæðu þróun, það gerðu flestir sem hana þekktu. Þannig var hún á margan hátt, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í lífinu, verðlaunuð ríkulega, til dæmis með því að fá að halda sinni andlegu reisn og góða minni fram í andlátið. Sjálf kunni hún vel að meta allt gott sem henni var gert, ekki síst að fá að eyða síðustu árunum eftir lát Hjör- leifs afa, 1988, á heimilu Huldu, dóttur sinnnar, og Sveinbjörns, tengdasonar síns. Þegar amma hefur kvatt stönd- um við frammi fyrir því, afkomend- ur hennar og venslafólk, að nú er á enda ákveðinn kafli í lífssögu okkar sjálfra. En í flestum góðum bókum tengjast kaflarnir og mynda heild, lokakaflinn stenst ekki án þeirra sem á undan eru og þannig verða áhrifin hennar ömmu alltaf til staðar í þeim köfl- um sem óskráðir kunna að vera í sögu okkar, hvers og eins. Fæðingardagur Ingveldar ömmu, 24. desember, og dánar- dagur hennar, 17. júní, eru þeir dagar sem hæst ber á íslandi. Þótt amma hafi verið mjög trúuð kona, og lifað samkvæmt því, hef- ur hún sjálfsagt ekki verið í neinni samningsstöðu við almættið að velja sér þessa daga til að ganga inn á sviðið og út af því aftur. Samt verða þessir hátíðadagar í mínum huga ákveðið tákn þeirra áhrifa sem hún skilur eftir, tákn þeirrar reisnar sem felst í því að virða þau gildi sem mölur og ryð fá ekki grandað. Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. Iirfidnkkjur Glæsileg kaöi- hlaðborö íallegir siilir og mjög góð þjónustæ Upplýsingar ísúna22322 FLUGLEIDIR BðTEL L6FTLEI1IK LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LÝÐUR SIGMUNDSSON, Vallarbraut 1, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 19. júní, verður jarðsunginn frá Óspakseyrar- kirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Minningarathöfn verður í Akraneskirkju föstudaginn 1. júlf kl. 14.00. Vigdfs Matthíasdóttir, ingveldur Sveinsdóttir, Guðni Jónsson, Edda Lýðsdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Jóhanna Lýðsdóttir, Hlynur Eggertsson, Sigmundur Lýðsson, Þorgeröur Benonýsdóttir, Ingþór Lýðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTINS JÓNSSONAR, Akralandi 3, Reykjavík. Pálina S. Kristinsdóttir, Bergur Sveinbjörnsson, Þráinn Kristinsson, Vilborg Pálsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Ásgeir Þ. Kristinsson, Olga Herbertsdóttir, og barnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður og bróður, FINNS KRISTJÁNSSONAR, Ketilsbraut 23, Húsavfk. Tryggvi Finnsson, Áslaug Þorgeirsdóttir, Guðrún Finnsdóttir, Pálmi Karlsson, Anna Finnsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Sigrfður Kristjánsdóttir, Björn Böðvarsson, Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ENGELHARTSSVENDSEN. Jónína Valdimarsdóttir, Hafþór Svendsen, Hrafnhildur Svendsen, Danfel Olsen, Valdimar Svendsen, Engelhart Þór Svendsen og barnabörn. aldadagar í Skátabúðinni « « « « 4 I < co * < Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 49 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti. Snorrabraut 60 • Stmi 61 20 45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.