Morgunblaðið - 30.06.1994, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Nýjung hjá skóla Slysavarnafélagsins um borð í Sæbjörgu
Nýliðafræðsla
fyrir háseta
Skagaströnd - Nýliðafræðsla er
nýjung hjá Slysavarnaskóla SVFÍ
um borð í Sæbjörgu. Þar eru
krökkum 14 til 16 ára kennd
undirstöðuatriði í sjómennsku með
það að markmiði að krakkarnir
verði hæfari hásetar á fiskiskipum
ef þau velja sér það starf.
Sæbjörg sem hýsir Slysavarna-
skóla SVFÍ er nú á Skagaströnd
með námskeið fyrir starfandi sjó-
menn á svæðinu. Eru tvö nám-
skeið í gangi og er þátttaka sjó-
manna í þeim allgóð. Fyrir utan
hefðbundin slysavarnanámskeið
sjómanna hefur líka verið haldið
stutt námskeið fyrir slökkviliðs-
menn á staðnum þar sem einkum
var farið yfir hvernig ætti að
bregðast við eldi um borð í skipi.
Námskeið fyrir krakka
Þá er einnig fjögurra daga
námskeið fyrir krakka úr tveimur
elstu bekkjum grunnskólans, svo-
kallað nýliðanámskeið. Að sögn
Páls Ægis Pétursonar, umsjónar-
manns nýliðanámskeiðinna, er
þetta fyrsta sumarið sem boðið
er upp á slík námskeið. Þetta er
tilraunakennt efni sem Páll hefur
tekið saman fyrir samgöngumála-
ráðuneytið og koma mun út í bók
fyrir næsta sumar. Að sögn Páls
skiptist námskeiðið í bóklegt og
verklegt nám. Í bóklega þættinum
er farið yfir skipið, helstu veiðiað-
ferðir, veiðarfæri, meðferð á fiski
og umhverfismál. í verklega
þættinum læra krakkarnir að
splæsa, bæta net og ýmsa hnúta
sem nauðsynlegt er að kunna.
Einnig kynnast krakkarnir slysa-
vörnum af eigin raun. 26 krakkar
sækja nýliðanámskeiðið í tveimur
hópum og létu þau vel af nám-
skeiðinu um borð í Sæbjörgu.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
FRÁ æfingu krakkanna í nýliðafræðslunni um borð í Sæbjörgu.
Hættir eft-
ir 29 ára
skólastjórn
Stykkishólmi - Lúðvig Halldórs-
son, sem hér hefur verið skólastjóri
Grunnskólans í 29 ár, lætur í vor
af störfum eftir farsæla skólastjórn.
Áður hafði hann verið hér kennari
um 10 ára skeið með tveim skóla-
stjórum. Hann ætlaði í upphafi að-
eins að hér í kennslu í ár.
Grunnskólinn starfar hér í 10
bekkjardeildum auk tveggja fram-
haldsdeilda. Skólinn er einsetinn,
húsnæðið 'nýlegt og vandað og einn-
ig er stórt íþróttahús í nágrenninu.
„í minni skólatíð hefur þróun
skólamála hér verið jöfn og far-
sæl. Við höfum verið lánsöm með
kennaralið og umsjónarfólk og nú
þegar ferli mínum lýkur hér er
ánægja mín mikil og ég þakka að
hafa fengið að vera hér við skólann
og taka þátt í farsælli þróun.
Stykkishólmur hefur verið mér
mikil virði og munu fleiri geta tek-
ið undir það“, sagði Lúðvík í sam-
tali við fréttaritara.
Við skólaslit fluttu formaður
skólanefndar, Ríkharður Hrafnkels-
son, Lúðvíg þakkir og færði honum
veglega gjöf frá Hólurum.
Bundið slitlag á öllum
þjóðvegum í Eyjum
Vestmannaeyjum - Lagningu
bundins slitlags á þjóðvegi í Vest-
mannaeyjum er nú að ljúka. Unnið
hefur verið að verkinu síðustu
mánuði og á næstu dögum verður
lagt slitlag á síðustu spottana, en
þá hefur verið lagt bundið slitlag
á nær alla þjóðvegi í Eyjum.
Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða átti lægsta tilboð í verkið
sem boðið var út síðastliðið haust
og hófust framkvæmdir við það í
vetur. Var tilboð Ræktunarsam-
bandsins 61% af kostnaðaráætlun
við verkið. Eftir að verkið hófst
var tekin ákvörðun um að leggja
slitlag á mun meira en áætlað var
í fyrstu og tók Ræktunarsamband-
ið það að sér á sama einingaverði
og í tilboðinu.
Slitlag á Stórhöfða
Lagt hefur verið slitlag á vegina
á nýja hrauninu, kringum Helga-
fell og frá Hamarsvegi suður að
Stórhöfða. Nýverið var ákveðið að
leggja á veginn upp á Stórhöfða
og einnig á svokallaðan Ofan-
byggjaraveg, en með því að leggja
á þessa vegi verða nær allir þjóð-
vegir í Eyjum komnir með bundið
slitlag. Þegar verkinu verður lokið
hefur verið lagt slitlag á 10 kíló-
metra og er kostnaður við fram-
kvæmdina um 63 milljónir króna.
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri
sagði að með þessu verki væri
mikill áfangi að baki. Þetta væri
mikið umhverfismál því rykmeng-
un og sandfok úr vegum heyrði
nú sögunni til. Sagði Guðjón að
góð samvinna meirihluta bæjar-
stjórnar, þingmanna kjördæmis-
ins, og þá sérstaklega Árna John-
sen, og Vegagerðarinnar hefði
orðið til að þessari miklu fram-
kvæmd var iokið á svo skömmum
tíma.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Yinsælt reiðnámskeið
Hestamannafélagið Snarfari
stendur fyrir reiðnámskeiði fyrir
börn og unglinga um þessar
mundir. Nálægt 30 börn og ungl-
ingar sækja námskeiðið og varð
því að skipta þeim í þrjá hópa
vegna þess að gerðið sem kennt
er í tekur ekki fleiri en 10 í einu
með góðu móti. Þessi góða aðsókn
að reiðnámskeiðinu kom hesta-
mönnum í Snarfara þægilega á
óvart og sjá þeir nú fram á að
framtíð félagsins sé nokkuð trygg-
Félagar í Snarfara leggja til hesta
en kennari á námskeiðinu er
Hrafnhildur Jónsdóttir frá tamn-
ingastöðinni á Þingeyrum.
Alltaf nægur tími
fyrir leikinn...
...fjórar McÞrennur, einn
McMjólkurhristing, þrjár kók, fjórar
McFranskar, þrjár Eplabökur...
Hraðlestin Beint-í-Bíunn, Suðurlandsbraut 56.
OPIÐ 10:00-23:00
Alþjóðlegur styrktaraðili
HM1994USA
Utivistardagur
eldri borgara
Allir ánægðir
með daginn
Keflavík - „Þetta er fjórða árið í
röð sem við stöndum að útivistar-
degi fyrir eldri borgara og nú eins
og raunar öll árin tókst hann ákaf-
lega vel og allir voru ánægðir með
daginn,“ sagði Elsa Kjartansdóttir
umsjónarmaður félagsstarfs eldri
borgara í Keflavík um útvistardag
eldri borgara sem haldinn var í
Keflavík fyrir skömmu.
Dagurinn hófst með gönguferð
og vatnsleikfimi í Sundmiðstöð-
inni, eftir hádégi var haldin hug-
vekja í Keflavíkurkirkju og þáðan
gengið saman í skrúðgöngu í
skrúðgarðinn þar sem fólk
skemmti sér við margvíslega leiki-
Boðið var uppá kaffi og meðlæti -
og um kvöldið var dansað í veit-
ingahúsinu Þotunni frameftir
kvöldi.
Blab allra landsmanna!
JHótíjiimlilíttiiíi
- - kjarni máhim!