Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 48
T/ip| hewlett mLHM PACKARD ----------------UMBOÐIÐ HP Á ÍSLANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000 Frá mögulcika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ríkissjóður tapar tekjum á næsta ári vegna skattabreytinga Útlit fyrir 1,5 millj- arða króna tekjutap ÝMSAR skattalagabreytingar sem Alþingi hefur samþykkt munu koma fram af fullum þunga á næsta ári og valda verulegum tekjusamdrætti ríkissjóðs. Að sögn Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að samtals muni ríkissjóður verða af um það bil 1,5 milljörðum króna vegna þessara skattabreytinga á næsta ári. Friðrik sagði að þrátt fyrir að spáð ^^æri auknum hagvexti á næsta ári ^Tæru tekjuáhrifín fyrir ríkissjóð vegna aukinna þjóðarútgjalda hverf- andi samanborið við þetta fyrirsjáan- lega tekjutap. „Ríkissjóður verður í fyrsta lagi fyrir tekjutapi á næsta ári vegna þess að hátekjuskatturinn fellur niður um áramót en hann hefur gefið um 300 milljjónir á ári,“ sagði Friðrik. Lækkun virðisaukaskatts í öðru lagi er gert ráð fyrir að ríkissjóður verði af um 600 milljón- um króna á næsta ári vegna lækk- unar virðisaukaskatts af matvælum samanborið við tekjur á yfirstand- andi ári en ástæðan er sú að tekjur af virðisaukaskatti af matvælum sem innheimtur var í hærra skatt- þrepi í nóvember og desember á seinasta ári skiluðu sér í ríkissjóð í byijun þessa árs. í þriðja lagi sagði Friðrik að ríkis- sjóður fengi meiri tekjur af tekju- skatti á þessu ári en á árinu 1995 sem stafaði af innheimtuáhrifum frá seinasta ári þegar tekjuskattspró- sentan var hærri en hún er í dag. Tekjuskattshlutfaliið var lækkað um seinustu áramót um leið og útsvarið hækkaði í tengslum við þær breyt- ingar sem gerðar voru við niðurfell- ingu aðstöðugjalds. Friðrik sagði að auk þessa væri gert ráð fyrir ýmsum fleiri breytingum og samanlagt mætti reikna með að ríkissjóður tap- aði einum og hálfum milljarði tekna sinna á næsta ári vegna skattabreyt- inga. Fjölgar á landsmóti Vel fór um áhorfendur sem fylgdust með keppni B-flokks- gæðinga á Brekkuvelli á Gadd- staðaflötum í gærkvöldi. Þá var talið að hátt í þrjú þúsund manns væru komnir á svæðið. Gestum fór ört fjölgandi og er búist við að um 10 þúsund manns verði á mótinu um helg- ina. Veður var hið besta á svæð- inu, bjart og sæmilega hlýtt þótt aðeins blési. Orri frá Þúfu og Gunnar Arnarsson frá Geysi náðu hæstu einkunn í for- keppni B-flokks, en í barna- flokki var keppnin geysi hörð, sex af 10 efstu keppendum með sömu einkunn. í dag hefjast dómar á stóðhestum, A-flokks- gæðingum og í unglinga- keppni, en dagskráin hefst klukkan níu árdegis. ■ Orri frá Þúfu/B4 Fiskvinnsluskólinn Engir nýnemar teknir inn VEGNA skipulagsbreytinga verða ekki teknir inn nýnemar í Fisk- vinnsluskólann í Hafnarfirði næsta haust en kennsla eldri nemenda verður óbreytt. Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneyt- inu, segir að þeir sem þess óska geti sótt um inngöngu í útibú skól- ans sem rekið er á Dalvík. Hörður sagði að ákveðið hafi ver- ið að fresta inntöku í Fiskvinnslu- skólann í haust, vegna fyrirhugaðra . jtrevt.inp-a á náminu. Mjög hafi dreg- ið úr aðsókn í skólann en hann hef- ur starfað samkvæmt óbreyttum lögum frá 1970. Voru nemendur samtals 32 árið 1993 en um tveggja ára nám er að ræða. TVÖ frönsk herskip komu til Reykjavíkur í gær og munu dvelja hér til mánudags. Herskipið De Grasse og birgðaflutningskipið Durance og eru bæði rúmlega 150 metrar að lengd. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, 'og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, heimsóttu skipin í gær auk starfsmanna Landhelgisgæsl- unnar. Almenningur fær að skoða skipin Á laugardag og sunnudag á milli klukkan 14 og 16.30 gefst almenningi svo kostur á að skoða skipin þar sem þau liggja við Sundabakka. Morgunblaðið/Kristinn Frönsk herskip í heimsókn Hættur Tilmæli Rússa um að selja Islendingum ekki þorsk í hungur- verkfalli DÍAN Valur Dentsjev, ákvað * “í gær að hætta í hungurverk- falli eftir 49 daga. Að sögn Ólafs Ólafssonar, landlæknis, náðist samkomu- lag á milli lögfræðinga Díans Vals og fyrrum eiginkonu hans, auk þess sem Dían Valur fékk ljósrit af ákveðnum skjöl- um sem hann hafði óskað eftir. Undir handleiðslu lækna Ólafur segir að læknar muni meta ástand Díans Vals í dag 1 og megi búast við því að hann þurfi að vera undir handleiðslu lækna á meðan hann er að ná heilsu á ný. Dían Valur hóf hungurverk- fallið til þess að mótmæla meðferð dómsmálaráðuneytis- ins á forræðismáli hans og [fyrrverandi eiginkonu. Kírjálar óbundnír af hvatningu Rodins UMSVIFAMESTI útgerðarmaður í Kiijála-héraði, sem á mikil við- skipti við íslendinga, telur sig alls óbundinn af þeim tilmælum sem varaformaður fiskveiðiráðs Rússlands, Alexander Rodin, beindi til útgerðarmanna í Múrmansk á dögunum um að eiga ekki viðskipti við íslendinga. Sendiherra íslands í Moskvu, Gunnar Gunnarsson, mun í dag eiga fund í rússneska utanríkisráðuneytinu til að lýsa sjónarmiðum Islendinga til löndunarbanns á Rússafiski og á föstu- dag fer hann á fund í fiskveiðiráðinu. Gunnar Gunnarsson hitti í gær minnsta kosti telur hann sig engan að máli útgerðarmann frá Kiijála- veginn bundinn af því sem Rodin héraði sem átt hefur mikil viðskipti við Islendinga með fisk úr Barents- hafi. Að sögn Gunnars hefur út- gerðarmaðurinn ekki í hyggju að hætta viðskiptum við íslendinga, hvað svo sem líður hvatningu vara- formanns fískveiðiráðsins, Alex- anders Rodins. „Mér virðast vera önnur viðhorf í Kirjála en í Múr- mansk,“ sagði Gunnar. „Að varpaði fram á fundi í Múrmansk og hefur ekki í hyggju að breyta neinu í sínum viðskiptum." Fundur með Rodin á föstudag Kiijála er sjálfstjórnarlýðveldi og á fulltrúa á sambandsþinginu í Moskvu. í héraðinu búa um 800 þúsund manns. Gunnar segir að engar upplýs- ingar hafi fengist í fiskveiðiráðinu á þriðjudag, þar hafi hvorki verið hægt að neita eða staðfesta þær fregnir sem bárust frá Múrmansk, og sér hafi verið tjáð að bíða yrði komu Rodins. Hann kom til vinnu í gær og heldur Gunnar á fund í ráðinu í hádeginu á morgun, föstu- dag. Þar mun hann leita eftir upp- lýsingum um málið. Löndunarbannið virðist ekki ein- hlítt. Á þriðjudaginn, eða daginn eftir að Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík var neitað um kaup á 200 tonnum af Rússaþorski, bauðst Fiskiðjunni Skagfirðingi á Sauðár- króki mikið magn af Rússaþorski til kaups eða hátt í tvö þúsund tonn. Að sögn Gísla Svans Einarssonar útgerðarstjóra festi Fiskiðjan kaup á hluta þess hráefnis. Reynslu- sveitar- félögin verða 12 57 sóttu um Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að 12 sveitarfélög verði reynslusveitarfélög. 37 umsóknir höfðu borist frá 57 sveitarfélögum, að sögn Önnu Björnsdóttur í fé- lagsmálaráðuneytinu. Nokkrar umsóknir voru með fyrirvara um sameiningu sveitarfélaga. Reynslusveitarfélögin 12 eru: Suðurnesjabær, Hafnarfjörður, Garðabær og Reykjavík; Borgar- byggð, Snæfellsbær og Dala- byggð, sameinuð sveitarfélög í Dalasýslu; sameinað sveitarfélag Barðastrandahrepps, þ.e. Rauða- sands-, Patreks- og Bíldudals- hreppur; Akureyri, Neskaupsstað- ur, Hornafjarðarbær og Vest- mannaeyjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.