Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 6
6‘ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tólf skip eru lögð af stað á loðnumiðin Morgunblaðið/Halldór Nýtt and- lit á Iðnó Framkvæmdum við glerskála á suðurhið Iðnó er nú að ljúka og er byggingin, sem hönnuð er af Ingimundi Sveinssyni arkitekt og er þáttur í endurbyggingu húss- ins, farin að setja svip á götu- mynd Tjarnarinnar. Glerskálinn mun tengjast gamla salnum í Iðnó og greiðasölu hússins. End- urbygging Iðnó hefur nú staðið frá í fyrravor en húsið var mjög illa farið og gagngerra endur- bóta talin þörf á innviðum þess. TÓLF skip höfðu lagt úr höfn á leið á loðnumiðin um miðjan dag í gær. Reiknað er með að fleiri bætist í hópinn þegar spumir berast af veiðinni. Flest skip sem voru á síldveiðum ætla að skipta yfir á loðnu. Öll skipin stefna á miðin um 200 sjómílur norður af Melrakkasléttu þar sem hafrannsókna- skipið Ámi Friðriksson fann loðnu. Vertíðin nú hefst á sama tíma og vertíðin í fyrra. Mjög góð veiði var þá í júlí og ágúst. Emil K. Thorarensen, útgerðar- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, sagði að loðnan væri feitust á þessum árstíma og því best hæf til vinnslu. Hann sagði að það mundi ráða miklu um afkomu verksmiðjanna hvort loðnuveiðin færi vel af stað eða ekki. Heiðurs- snigill ÓMAR Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, var á laugardag sæmdur nafnbótinni Heiðurssnigill. Það voru Sniglarn- ir, bifhjólasamtök lýðveldisins, sem heiðruðu Ómar Smára á ár- legum hjóladegi samtakanna. Snigillinn Þorsteinn Júlíusson sagði að astæða nafnbótarinnar væri að Ómar Smári ætti stærstan þátt í góðu samstarfi lögreglunnar og Sniglanna undanfarin ár og hefði staðið sig frábærlega í því starfi. Ómar Smári er nú Snigill númer 900 og því til staðfestingar fékk hann afhent merki Bifhjóla- samtaka lýðveldisins. Morgunblaðið/Kristinn Tvö skip frá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar eru á leið á loðnumiðin, Hólmaborgin og Jón Kjartansson. Skipin koma á miðin í dag. Kristján í Grjótum sviptur veiðileyfi Færeyska skipið Kristján í Gijót- um fyllti sig af loðnu í grænlenskri lögsögu í fyrradag. Skipið hafði sótt um að fá að hefja veiðar, en grænlenska landsstjórnin hafði ekki afgreitt umsóknina. í gær barst íslenskum stjórnvöldum tilkynning frá grænlensku landsstjórninni um að skipið fengi ekki veiðileyfi í grænlenskri lögsögu á þessari ver- tíð. Sá loðnukvóti sem ákveðinn hef- ur verið er upp á 950 þúsund lestir og skiptist hann á milli íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga. Þetta er bráðabirgðakvóti og er hann 67% af því magni sem fiski- fræðingar telja að verði endanlegur kvóti. Samkvæmt því verður kvót- inn 1.425 þúsund lestir. Samningur íslands, Noregs og Grænlands um nýtingu ioðnustofnsins gerir ráð fyrir að 78% af endanlegum kvóta komi í hlut íslands en 22% skiptast jafnt milli Noregs og Grænlands. Islenskar slemmur gáfu vel Brids Vaasa í Finnlandi NORÐURLANDAMÓTIÐ ÍSLENSKA karlalandsliðið í brids leiðir opna flokkinn eftir fyrri umferð Norðurlandamótsins. ÍSLENSKA karlaliðið vann alla leiki sína í fyrri umferð Norður- landamótsins í brids og hefur 15 stiga forustu á Norðmenn. Liðið hefur því góða möguleika á að vetja Norðurlandatitil íslands. Islenska liðið byrjaði á að vinna Færeyinga 23-7 í fyrsta leik sín- um á mánudag og tók þá strax forustuna. Síðan fylgdi 19-11 sig- ur á Dönum, og á þriðjudag vann ísland Finna, 18,5-11,5, Svía 16-14 og Norðmenn 20-10. Liðið var því með 96,5 stig, Norðmenn höfðu 82 stig, Finnar 81,5 stig, Svíar og Danir 71 stig og Færey- ingar höfðu 31 stig en ekkert var spilað í gær. Karl Sigurhjartarson fyrirliði ísienska liðsins sagði við Morg- unblaðið í gær að spilamennska íslendinganna hefði verið mjög góð og jöfn og hann var að vonum ánægður, en í gær var frídagur og liðsmennirnir söfnuðu kröftum fyrir síðari umferð mótsins sem hefst í dag. íslenska kvennaliðið hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Það gerði jafntefli við sænsku Evrópu- meistarana í kvennaflokki en tap- aði þremur leikjum stórt, fyrir Dönum, 4-25, fyrir Finnum 5-25 og fyrir Normönnum 25-4. Liðið var því í 5. sæti eftir fimm um- ferðir með 46 stig en finnsku konurnar voru efstar með 93 stig, þær dönsku höfðu 89, þær sænsku 80 stig og norsku 79,5 stig. Snaggaralegar slemmur íslenska liðið náði góðum enda- spretti í leiknum gegn Finnum. Það Ieiddi í hálfleik en í fyrstu fimm spilunum í síðari hálfleik töpuðust 33 IMP-stig. En í fjórum síðustu spilum leiksins vann ís- lenska liðið 32 stig til baka. Þar á meðal græddust 12 stig á þess- ari slemmu: Norður ♦ 10862 ¥ 102 ♦ G42 ♦ 9654 Vestur Austur ♦ G95 * K743 ¥ 973 ¥ D8 ♦ K98763 ♦ ÁD105 ♦ 2 ♦ K107 Suður ♦ ÁD ¥ ÁKG654 ♦ - ♦ ÁDG83 Finninn í austur opnaði á 1 spaða en spil Jóns Baldurssonar, sem sat í suður, versnuðu svo sem ekki við það. Hann linnti því ekki látum fyrr en í 6 laufum;' Sævar Þorbjörnsson í norður hafði valið laufið framyfir hjartað eftir að Jón sýndi þessa tvo iiti. Úrspilið var ekki vandamál því austur átti öll lykilspilin. Sævar gat fríað hjartað og gaf aðeins slag á laufa- kóng. Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson sögðu einnig snagg- aralega slemmu í leiknum gegn Færeyjum: Vestur Austur ♦ D8754 ♦ ÁG6 ¥ K6 ¥ ÁG6 ♦ 95 ♦ Á32 ♦ KD107 ♦ ÁG54 Sagnir tóku ekki langan tíma. Jakob í austur opnaði á 1 laufi og Matthías stökk í 2 spaða sem sýndi 5-lit í spaða og að minnsta kosti 4-lit í laufi og var áskorun í geim. Jakob var þá ekkert að tvínóna við hlutina og stökk í 6 lauf sem unnust þrátt fyrir tíg- ulútspil þegar hjartadrottningin lá fyrir svíningu. Guðm. Sv. Hermannsson Fjármálaráðherra vísar launasamanburði ASÍ á bug og varar við mistúlkun á launavísitölunni Vísitalan ónothæf við kjarasamanburð Fj ármálaráðherra segir launavísitöluna ónothæfa við samanburð á tekjubreytingum en vill að stjómvöld og hagsmunasamtök ræði hvemig megi tryggja stöðugleikann í sessi með því að hverfa frá vísitölubind- ingum sem víðast í hagkerfinu. „Ef skoðuð eru meðalmánaðar- laun fyrir dagvinnu hjá landverka- fólki innan ASÍ frá fyrsta ársfjórð- ungi 1990 til fjórða ársfjórðungs 1993 hafa meðalmánaðarlaun hækkað um 20,1% samkvæmt fréttabréfi frá Kjararannsóknar- nefnd, sem starfar á ábyrgð ASÍ og VSÍ og á sama tíma hafa meðal- mánaðarlaun opinberra starfsmanna í dagvinnu hækkað um 18,8%,“ segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherraj en hann vísar launasamanburði ASI á bug. Hann segir að með launavísitölu Hagstofunnar sé reynt að fínna breytingar á dagvinnulaunum frá einum tíma til annars, en vísitalan sé ónothæf til kjarasamanburðar milli einstakra hópa. „Hjá opinberum starfsmönnum er um að ræða heild- arupplýsingar en á almenna markað- inum er stuðst við 500 manna úr- tak, sem er yfir tuttugu sinnum minna úrtak en Kjararannsóknar- nefndin skoðar,“ sagði Friðrik. „Ein af ástæðum þess að' ekki er hægt að bera saman launabreytingar opinberra starfsmanna og starfsmanna á almenna vinnumark: aðinum, með þeim hætti sem ASÍ er að reyna að gera, er sú að opinber- ir starfsmenn vinna á ákveðnum töxtum en yfírvinna og aukaþóknan- ir eru misjafnar milli einstaklinga. Á almenna vinnumarkaðinum tíðkast hins vegar yfírborganir í stórum stíl, ekki síst þegar eftirspurn eftir vinnu- afli er meiri en framboðið. Þegar samdráttur verður í þjóðfélaginu, getur það gerst að launalækkun opinberra starfsmanna eigi sér stað með þeim hætti að yfirvinnustundum fækkar. Það kemur ekki fram í lægri dagvinnulaunum en út á almenna markaðinum getur það gerst að dag- vinnulaun séu lækkuð með því að minnka yfírborganir,“ sagði Friðrik. Hann sagði að launavísitölunni væri ætlað það hlutverk að vera þriðjungur lánskjaravísitölunnar. „Nú hefur það gerst að vísitölubind- ingar eru að hverfa í íslensku efna- hagslífí og Seðlabankinn hefur ný- Iega lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir því að vísitölubindingar verði ekki viðhafðar á skammtíma- lánum. Þar með rýrnar gildi launa- vísitölunnar sem slíkrar þótt hún haldi áfram að vera nauðsynleg viðmiðun á langtímaskuldbinding- um,“ sagði hann. í máli hans kom einnig fram að stjórnvöld og hagsmunasamtök þyrftu að ræða hvort ekki væri kom- inn tími til að tryggja stöðugleikann í sessi með því að hverfa frá vísitölu- bindingum sem víðast í hagkerfinu, þar á meðal í skattakerfinu. Einnig Vísitölu- bindingar eru að hverfa ættu þessir aðilar að meta í sameiningu hvernig eðlilegast sé að standa að athugunum á breytingum á kjörum launamanna frá einum tíma til annars. „Ef ASÍ og VSÍ telja að Kjara- rannsóknariíefnd sé ónýt þá er auðvitað bráðnauðsynlegt að reynt verði að finna nýja lausn á þessu máli. Ég vara hins vegar við því að menn dragi fljót- færnislegar ályktanir af því þegar launavísi- tala breytist ekki í takt við niðurstöður kjara- rannsóknamefndanna, því að slíkt getur leitt til þess, að rangar upplýsingar birtist um launa- þróun," sagði Friðrik. Gliðnun milli efri og neðri hluta launakerfisins Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir rangt að stilla kjara- samanburðinum upp með þeim hætti sem ASÍ gerir. Hann bendir á að kjararannsóknir ASÍ og samtaka vinnuveitenda taki ekki til efstu stjórnenda á al- menna vinnumarkaðinum og nái með takmörkuðum hætti til launa millistjóm- __ enda. Því megi leiða get- um að því að þessir hópar hafí hækk- að umtalsvert í launum umfram al- mennt launafólk. Ögmundur sagðist taka undir sjónarmið ASí um að gliðnun virtist eiga sér stað á milli launa fólks sem væru i efri hluta launakerfisins og Friðrik Sophusson Yfirborganir á almennum vinnumarkaði þeirra sem væru í lægri hluta þess, sem hann sagði að væri algerlega óásættanleg og þyrfti að leiðrétta. Ögmundur sagði einnig fulla ástæðu til að taka launavísitölu Hagstof- unnar til endurskoðun- ar. „Ef að það er stað- reynd að launavísitalan er að hækka, vegna þess að hálaunafólk og efri hluti launakerfisins hefur fengið launa- hækkanir, með þeim afleiðingur að láns- kjaravísitalan fer upp á við, segir sig sjálft að þeir sem eru í neðri hluta launakerfisins þurfa að greiða fyrir þær hækkanir með hækkun lána,“ sagði hann. Vilhelm G. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna, hafnar því að launa- skrið hafí átt sér stað hjá banka- mönnum og gagnrýnir framsetningu ASÍ um launaþróunina. „Sannleikur- inn er sá að okkar samningar eru nákvæmlega á þeim nótum sem þjóðarsáttin gerir ráð fyr- ir,“ sagði hann. Vilhelm benti á að ýmsar breyting- ar hefðu átt sér stað á undanförnum fjórum árum sem gætu hafa orðið til þess að meðallaun hafi hækkað án þess að um launaskrið hafí verið að ræða. Þannig hefði t.d. talsverð- um fjölda bankastarfsmanna, sem væru í lægri launaflokkunum, verið sagt upp störfum en sérfræðingum á hærri launum hafi fjölgað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.