Morgunblaðið - 30.06.1994, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
’
NEYTENDUR
Uppboðsmarkaður
á grænmeti?
GARÐYRKJUBÆNDUR eru í
fyllstu alvöru að velta fyrir sér þeim
möguleika að opna uppboðsmarkað
á grænmeti. Búist er við að græn-
metismarkaðurinn verði eitt af aðal
efnum á haustfundi sambands garð-
yrkjubænda. Bernhard Jóhannesson
garðyrkjubóndi í Sólbyrgi í Reyk-
holtsdal segir að það fiskmarkaðs-
kerfi sem er í gangi hér á landi
ætti að sama skapi að nýtast garð-
yrkjubændum og hann telur það
aðeins tímaspursmál hvenær þeir
láti til skarar skríða og byrji með
sinn uppboðsmarkað.
Ekki er kominn ákveðinn staður
fyrir uppboðsmarkaðinn og ekkert
er farið að útfæra hugmyndina nán-
ar. Þó hafa grænmetisbændur fund-
að með forsvarsmönnum fiskmark-
aða og ekkert virðist því til fyrir-
stöðu að nota tölvukerfi þeirra.
Bernhard segist fullviss um að
betri árangur náist í sölu og mark-
aðssetningu með sameiginlegum
uppboðsmarkaði og hann telur að á
þann hátt muni greiðslur skila sér
betur til grænmetisbænda.
Sölukostnaður mun lækka veru-
lega og Bernhard telur að með opn-
um markaði myndi möguleiki á notk-
un fjölnota umbúða opnast. Eins og
mál standa nú eru í gangi gangi
ýmsar tegundir pakkninga en með
því að hafa einn opinn markað væri
hægt að hafa íjölnota plastkassa.
Verð á tómötum
mjög hagstætt
ÞAÐ VAR hægt að fá kíló af tómöt-
um á innan við sjötíu krónur í Bón-
us í gær. I öðrum verslunum voru
þeir á svipuðu verði, að minnsta
kosti var kílóið yfirleitt á innan við
hundrað krónur.
Að sögn Kolbeins Ágústssonar
hjá Sölufélagi garðyrkjumanna hef-
ur framleiðslan aukist verulega frá
í fyrra og neysla verið mikil.
Garðyrkjubændur eru að vonum
ánægðir með uppskeruna og Bern-
hard Jóhannesson í Sólbyrgi segir
að ef tómatar væru innfluttir núna
myndu þeir kosta 220 krónur í
heijdsölu án virðisaukaskatts.
Islenskir garðyrkjubændur eru
því ekki smeykir við innflutning
þessa dagana. Bernhard segir að
eftir að dregið var úr styrkjum til
garðyrkjubænda í Evrópu hafi verð-
ið þar hækkað í kjölfarið.
Uppskriftir vikunnar
Fylltar paprikur
Verð á papriku er hagstætt þessa
dagana, kílóið hægt að fá á allt frá
259 krónum.
Að sögn Kolbeins Ágústssonar
hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er
íslensk framleiðsla mikil um þessar
mundir, ræktunarskilyrði hafa ver-
ið rnjög hagstæð.
í gær kostaði kílóið af grænni
papriku 287 krónur og rauðri 259
krónur í Bónus, rauð og græn pa-
prika hjá Garðakaupum kostar 399
krónur kílóið og í Hagkaup var
kílóið af papriku selt á 499 krónur
í gær.
Að þessu sinni birtum við tvær
uppskriftir þar sem paprikur eru
ein megin uppistaðan. Annars veg-
ar er um að ræða sýrðar paprikur,
sem hægt er að geyma fram á
vetur í leginum, og hins vegar er
um að ræða fylltar paprikur og
tómata.
Fylltar paprikur
og tómatar
6 grænar paprikur
ó fullþroskaðir tómatar
2 laukar, smátt skornir
_________1 bolli tómatsafi______
1 lítið búnt steinselja, smátt skorin
1 2 sneisafullar msk. hrísgrjón
1 xh bolli olía
salt
pipar
sykur
Þvoið tómatana og paprikurnar
vel. Skerið hatt ofan af þeim, en
þó ekki alveg í sundur. Fjarlægið
það, sem er innan í tómötunum og
paprikunum, með skeið og raðið
þeim í eldfast mót.
Steikið laukinn í olíu á pönnu
og bætið hrísgqonunum út á pönn-
una áður en laukurinn linast alveg
og steikið þar til þau verða glær.
Maukið innmatinn úr tómötunum,
blandið tómatsafa í og hellið þessu
út á pönnuna. Saltið, piprið og strá-
ið smátt skorinni steinselju út á og
bætið hálfum bolla af vatni sömu-
leiðis á pönnuna. Látið malla um
stund eða þangað til safinn er að
mestu upp urinn. Lækkið hitann.
Stráið um hálfri tsk. af sykri inn
í paprikurnar og tómatana og fyllið
til rúmlega hálfs með hrísgijóna-
fyllingunni. Þar sem hrísgrjónin
eiga eftir að sjóða meira má ekki
fylla nema til hálfs. Bætið einni
msk. af vatni í hveija papriku og
í hvern tómat og stráið síðan sykri
yfir. Lokið með höttunum. Hellið
tómatsafa í eldfasta mótið og
kryddið örlítið með salti og pipar.
Bakið í ofni í um klukkutíma.
Sýrðar paprikur
1 2 paprikur
6 laukar (eða púrrulaukur til
helminga)
Paprikurnar hreinsaðar og sax-
aðar. Sjóðandi vatni hellt yfir þær
og látið standa í 10 mínótur. Vatn-
inu hellt af. Því næst er búinn til
lögur, sem soðinn er í 5 mínútur.
Lögur
5 dl edik
350 g sykur
1 msk. salt
Leginum hellt yfir paprikuna og
laukinn. Látið standa í 10-15 mín-
útur. Látið heitt í krukkur með
gúmmígjörð og lokað strax. ■
Haraldur Samsonarson á Framnesveginum
HARALDUR Samsonarson á vinnustofunni ásamt hundinum sínum.
Y íking-bj órdósir
með ábendingnm
Hann
brýnir
gamlar
sláttu-
vélar
HANN er lyklasmiður og hefur
lagt sig eftir því að vera með
lykla af gömlu gerðinni því hans
viðskiptavinir eru margir úr
gamla bænum. Þegar stofu-
mublurnar fara að þreytast er
hann líka maðurinn til að leita
til enda húsgagnasmiður að
mennt. Auk þess brýnir hann
hnífa, garðáhöld, skæri og gerir
sláttuvélar eins og nýjar. Þetta
er nokkurskonar þjónustumið-
stöð heimilisins!
Maðurinn er hann Haraldur
Samsonarson sem er með litla
vinnustofu á Framnesvegi 23
vestur í bæ.
Það eru tólf til fjórtán ár síð-
an hann opnaði litlu vinnustof-
una sína. Vegna heimilisað-
stæðna þurfti hann að skapa sér
atvinnu heima og ákvað að fara
að brýna sláttuvélar, hnífa og
annað slíkt og smíða lykla.
Sláttuvélarnar sem leitað er
með til hans eru margar hverjar
orðnar lúnar, sumar eru frá
árunum eftir stríð, gjörsamlega
bitlausar og ómögulegar. „Það
er synd þegar fólk hendir gömlu
sláttuvélunum. Ef þær snúast
eru þetta bestu vélarnar eftir
að búið er að brýna þær.“ Og
ekki er okrað á þeirri þjónustu,
síðastliðin fimm ár hefur það
kostað 1.200 krónur að láta
brýna sláttuvél og hann segist
ekki vera á leiðinni að hækka
verðið.
Haraldur segir að því miður
séu margar nýlegar sláttuvélar
vart nothæfar. „Margar vélar
sem eru úr plasti brotna fljótt
og sumar sem eru úr áli eru svo
léttar að þær hoppa yfir allar
misfellur." Haraldur bendir á
að gömlu góðu sláttuvélarnar
séu að vísu þungar en þær brýna
sig sjálfar ef þær eru rétt stillt-
ar og slá betur en þessar nýju.
Þegar Haraldur brýnir Ímífa
leggur hann þá á hverfisstein
og hann brýnir fyrir mörg veit-
ingahús og fólk um allan bæ.
Hann segir að garðáhöld og
hnífar nú um stundir séu oft
bitlaus verkfæri þegar þau eru
keypt og ef fólk er að fjárfesta
í vandaðri vöru þarf oft í upp-
hafi að gera ráð fyrir að láta
brýna fyrir notkun.
VÍKING Brugg hefur sent á mark-
aðinn Víking-bjór í hálfs lítra dósum
og kostar 4ra_dósa pakkning 790
kr. í útsölum ÁTVR.
Á dósirnar eru prentaðar ábend-
ingar og bent á að áfengisneysla
barnshafandi kvenna geti valdið
fósturskaða og að neysla áfengis
og stjórnun ökutækja fari ekki sam-
an. Hafsteinn Lárusson sölu- og
markaðsstjóri Víking Brugg sagði
að fyrirtækið hefði ákveðið að verða
á undan Alþingi með að ákveða slík-
ar merkingar. Á síðsta þingi fluttu
vökva sem varðveitir lit og áferð
plöntunnar og heldur henni stinnri.
Blómin sem kölluð eru fram-
tíðarblóm fást nú í Hagkaup. Það
má snerta blöðin, því þau verða
ekki stökk og auðvelt að þurrka
af þeim ryk með fjaðurkústi og
ryksuga grófgerðustu plönturnar.
Það má þrífa plönturnar með
tveir þingmenn Alþýðuflokksins,
frumvarp til laga um að umbúðir
undir áfengi yrðu merktar viðvörun
líkt og lögleitt er í Bandaríkjunum.
Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu.
Textinn á dósunum með Víking
bjór er: „Víking Brugg vill benda á
að áfengisneysla barnshafandi
kvenna getur valdið fósturskaða og
að neysla áfengis og stjórnun öku-
tækja eða annarra tækja fara ekki
saman.“ Næsta nýjung hjá Víking
Brugg er svo Ice bjór sem kemur
á markað í 500 ml umbúðum.
því að úða á þær og þurrka strax.
Plönturnar eru ofnæmisprófaðar
og blöðin eru ekki eitruð svo engin
hætta er þó börn og dýr slysist til
að bíta í þau. Blómin þola hins
vegar ekki frost og raka yfir 70%-
Plönturnar fást í nánast öllum
stærðum, allt frá litlum borð-
skreytingum og upp í 20 metra
há pálmatré.
Blómin þurfa hvorki
vökvun né birtu
BLÓMIN þurfa
hvorki vatn né birtu
en þau standa í
mörg ár. í upphafi
þurfti plantan vökv-
un og birtu en þegar
hún náði „réttri“
stærð var hún vökv,-
uð með sérstökum kemískum
)
I
I
)
)
)
)
I
)
)
)
)
)
)
)
4
i
l
í