Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ UPPLJÓSTRAÐ leyndarmál, hluti verks sem er á Errósýning’unni á Vopnafirði. Erró- synmg a Vopna- SÝNING á verkum Errós verður haldin á Vopnafirði dagana 2. til lO.júlí í tengsl- um við Vopnaijarðardaga. Á sýningunni sem er yfírlitssýning er 31 verk og eru þau fengin eru að láni hjá Listasafni Reykjavíkur, Errósafninu. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Errós. Við undirbúning Vopnafjarðar- daga hafði ég samband við Garðar Svav- arsson vin Errós og fékkst strax leyfí listamannsins og Menningarmálanefndar Reykjavíkur fyrir sýningu á verkum hans hér,“ segir Sigríður Dóra Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Vopnafjarðardaga. Sýningin er haldin í íþróttahúsinu og verður hún opnuð næstkomandi laugar- dag. í ávarpi í sýningarskrá segir Sigríð- ur að Vopnfírðingum sé mikill fengur í að fá sýninguna. „Það er ávallt mikill viðburður þegar Erró sýnir verk sín í Reykjavík, en það er erfítt fyrir höfuð- borgarbúann að gera sér grein fyrir því hversu stórkostlegur viðburður það er fyrir lítið byggðarlag eins og Vopnafjörð að fá tækifæri til að standa fyrir slíkri sýningu." Sýningin er opin daglega frá kl. 14 til 22. Aðgangur er ókeypis. Vopnafjarðardagar hefjast á mánudag og verður eitthvað að gerast á hverju kvöldi í sjö daga, menning, útivist og skemmtun. Api leggur land undir fót LEIKJLIST B r ú ð u b í 11 i n n í ÚTILEGU Handrit og brúður: Helga Steffen- sen. Vísur: Oskar Ingimarsson og Sigurbjöm Aðalsteinsson. Tónlist: Magnús Kjartansson. Brúðuhreyf- ingar: Helga Steffensen, Sigríður Hannesdóttir og Sigrún Erla Sig- urðardóttir. Raddir: Sigrún Edda Bjömsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Felix Bergsson og Helga Steffen- sen. Leikstjóm: Sigrún Edda Bjömsdóttir. Búningar: Ingibjörg Jónsdóttir. Útlit bíls: Snorri Freyr Hilmarsson. Málari: Ulfur Karls- son. Bílstjóri og tæknimaður: Ja- son Olafsson. Hljóðupptaka: Sveinn Kjartansson. ÞAÐ ER árviss viðburður að Brúðubíllinn fari af stað og stansi á gæsluvöllum borgarinn- ar og núna í júnímánuði hefur apinn Lilli litið inn á gæsluvelli. Hann uppgötvast að vísu í svefnpoka, inni í tjaldi, í útilegu milli hárra fjalla, þar sem álfa- drottningar dansa og dvergar búa í steinum. Sýningin hefst á því að trúð- ar tveir skemmta krökkunum með söng og síðan mætir músin Magnea til leiks. Hún er í hvunndagsupphlut í tilefni árs- ins og þegar hún hefur sungið með áhorfendum áttar hún sig á því að hún er að verða of sein að skipta yfir í hátíðarbún- ing. Þá hefur hún, af einskærri forvitni, litið inn í tjald, þar sem ferðalangur sefur í poka — og það er auðvitað enginn annar en Lilli. Magnea segir honum frá álfum og dvergum og kenn- ir honum að „galdra" þá fram. Um það leyti sem Magnea ætlar að fara að skipta um föt, áttar Lilli sig á því að íslenski fáninn, sem hann hafði fest við tjaldið sitt, er horfinn. Það er hinn hrekkjótti jarðálfur sem hefur stolið honum og nú verður Lilli að nota hugvitið til að galdra álfínn fram — og það tekst. Eftir að jarðálfurinn hefur lofað bót og betrun, gefur Lilli honum fánann — en auðvitað standa jarðálfar ekki við gefin loforð og boj-oj-oj-oj-jong, hann lemur Lilla í hausinn í tíunda sinn, eða svo, áður en hann lætur sig hverfa. Lilli er hins vegar orðinn óttalega lúinn ög ætlara að halla sér í mjúkan mosa, sem er þá ekki nema flókinn hárlubbi á trölli. Trölli sem heldur að Lilli sé eitthvert dót, sem hægt er að vingsa út og suður um allar koppagrundir. Eftir að Lilli kemst yfír skelfinguna, tekst með þeim vinátta og þegar músin Magnea kemur aftur, afskaplega prúðbúin, snýtir hún Trölla rækilega í tilefni þjóð- LILLI í útilegu. hátíðardagsins og þau syngja lokasöngva. í útilegu er einhver best heppnaða sýning, sem ég hef séð hjá Brúðubílnum. Brúðurn- ar, smáar og stórar eru skemmtilega hannaðar, bæði hvað litaval og svipbrigði varð- ar. Búningar er skemmtilega útfærðir og leikmyndin lífleg. Hún er ekki stór í sniðunum, en opnar mjög sannfærandi heim. Sýningin er vel talsett og sungin og hljóðsetning hennar er sérlega góð. Hún hefur nægi- legt skemmtanagildi til að halda yngstu áhorfendunum við fræðsluefnið, sem í henni felst, og ekki var annað að sjá en að börn á aldrinum 3-6 ára nytu hennar mjög vel. Súsanna Svavarsdóttir Efnilegur fiðluleikari TONLIST Listasafn Sigur- jóns Óiafssonar SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ Sigurbjörn Bernharðsson Kristinn Órn Kristinsson Verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Ysaýe, Sarasate og Prokofiev. Þriðjudagur 28. júní 1994. TÓNLEIKARNIR hófust á Cesiliana, fíðluverki eftir Mist Þorkelsdóttur, fallegu og lát- lausu verki, sem Sigurbjörn og Kristinn léku mjög vel. Sólósó- nöturnar sex, eftir Ysaýe, eru allar feikna' erfiðar í flutningi, enda tileinkaðar fíðlusnillingum og þessi, sem Sigurbjörn lék, er op. 27, nr. 6, sú sjötta og ánöfnuð fiðlusnillingnum Manuel Quiroga. Sigurbjörn lék þessa erfiðu sónötu af nokkru öryggi og er ljóst, að hér er á ferðinni efnilegur fíðluleik- ari. Þriðja viðfangs- efnið var Jota Na- varra, eftir Saras- ate, einnig virtú- ósaverk fyrir fiðl- una, sem mun minna bragð var að en sónötunni eftir Ysaýe og var auk þess ekki eins vel leikið, því það vantaði nokkuð á spönsku dans- sveifluna. Lokaverk tónleikanna var fiðlusónatan í f-moll, op. 80, eftir Prokofíev. Þessi sónata var í smíðum frá 1938 til 46 og þykir hún ekki meðal bestu verka höfundar og alls ekki sambærileg við flautu (og fiðlu) sónötuna op. 94. Veigamesti kaflinn er annar þátturinn, Alle- gro brusco, og léku þeir félagar hann ef til vill einum of „hrana- lega“. Þriðji þátturinn, Andante, er andstæða þess hranalega og þar var leikur félaganna mjög fallega mótaður. Sigurbjörn Bernharðsson er efnilegur fiðluleikari og var leikur hans framfærður af ör- yggi, þrunginn af tilfinningu, sem blómstraði í nefndum hæga þætti og er óhætt að spá honum góðu gengi eftir frum- raun hans á þessum tónleikum. Kristinn Örn Kristinsson lék mjög vel í verki Mistar en það reyndi mest á getu hans í só- nötu Prókofievs og þar átti hann margt vel gert. Jón Ásgeirsson. ^ J^tingo k Landsins mesta úrval af tjöldum á sýningarsvæði Nú veröur grillaö og pylsunum skolaö niöur meö gos- og svaladrykkjum. fsland Sækjum þaðhebn! 0G TILBOÐSVEIÍ UM HELGINA ...þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 101 REYKJAVIK S. 91-621780 Islandskvöld í Norræna húsinu ÍSLANDSKVÖLD verður haldið öðru sinni á þessu sumri, í kvöld 30. júní kl. 20. Fyrirlesari kvöldsins er Dagný Kristjáns- dóttir bókmenntafræðingur og talar hún á norsku um íslenskar bókmenntir. Eftir fyrirlesturinn og kaffihlé verður sýnd kvik- mynd frá íslandi. Karlakórinn Namsos sang- forening, sem er í lieimsókn á íslandi um þessri mundir, verð- ur gestur í Norræna húsinu í dag og ætlar kórinn að syngja nokkur lög á undan fyrirlestri Dagnýjar kl. 19.30. Kórinn var stofnaður 1869 og fagnar því 125 ára afmæli á þessu ári. Kórfélagar eru um 90 talsins. Kórinn syngur einnig í Lang- holtskirkju á laugardag, 2. júlí, kl. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.