Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR á tíðum í kirkjutóntegundum og samstiga fimmundir eru einkenn- andi eins og í hinum forna tví- söng. Sum verkin eru í einföldum hljómbundnum stíl, og hljóma eins og útsetningar á ósviknum þjóð- lögum, meðan fjölbreyttari tón- smíðaaðferðum, sem þó eiga rætur sínar í þjóðlegu hefðinni, er beitt í öðrum tónverkum, oft á frumleg- an og hugmyndaríkan hátt. Jón Nordal og Þorkell Sigurbjömsson finna sig best í þessum einfalda þjóðlega stíl, en Atli Heimir og Hjálmar Ragnarsson eru trúverð- ugri þegar sótt er í nýrri hljóð- heima. Mögnuðustu verkin á þessari plötu eru auk verks Jóns Leifs tónverkin Recessionale eftir Þor- kel Sigurbjörnsson og Haustmynd- ir eftir Atla Heimi Sveinsson. Verk Þorkels er sérstaklega samið fyrir Hamrahlíðarkórinn og er sett við stuttan latínutexta frá miðöldum. Það minnir um margt á tónlist miðaldatónskáldsins Pérotins, einkum vegna þeirra minimalísku aðferða sem Þorkell beitir. Þetta á þó einkum við miðhluta verksins þar sem raddirnar endurtaka í sí- fellu litlar hendingar hver eftir annarri. Endurtekningin er líka einkenni á Haustmyndum Atla Heimis, sem er lengsta verkið á plötunni og það eina sem er með undirleik hljóðfæra. Allir fjórir þættir verksins eru hægir og er sá fyrsti ekki ólíkur tónlist Arvo Párt, þar sem stutt módal hending er endurtekin aftur og aftur með misjöfnum styrk og færir sönginn um síðir í mikilfenglega klasa sem eru ómstríðir þrátt fyrir diatóníska uppbyggingu. (...) Hæg fram- vinda tónlistarinnar vekur unaðs- lega kyrrð, og hugmyndaauðgi tónvefsins dregur fram áhrif skáldlegra haustmynda. Hamrahlíðarkórinn syngur þetta verk Atla Heimis með óvenjumiklum næmleika. Kórinn hefur í reynd verið eins konar til- raunastofa íslenskra tónskálda, og í honum eru eingöngu núverandi og fyrrverandi nemendur Mennta- skólans við Hamrahlíð. Raddimar eru ungar og blandast vel þótt samstillingin sé ekki óbrigðul. Sum verkanna á þessari plötu þyrftu fyllri hljóm. Þann hljóm heyrum við hjá hinum frábæra kammerkór Hljómeyki, sem á skil- ið ótakmarkað lof fyrir hljóðritanir sínar á verkum Hjálmars H. Ragn- arssonar. Munurinn á kórunum tveimur verður augljós í því verki sem er á efnisskrá þeirra beggja, Kvöld- vísum um sumarmál frá 1984. Hjálmar notar hljómaklasa á áhrifaríkan hátt í þessu hæga verki, sem er þó að öðru leyti byggt á stórum og litlum þríund- um, sem í lokin streyma fram í D-dúr hljóm. Kvöldvísumar eru næstum þremur mínútum lengri í flutningi Hamrahlíðarkórsins en í flutningi Hljómeykis og við það hægist framvindan um of. Ungu söngvararnir dvelja ástúðlega við hverja hendingu, en ná ekki tökum á því flæði laglínunnar sem við heyrum í hinni hljóðrituninni. Bæjar- bragur Reykja- víkur KOMIN er út seinna bindi Sögu Reykjavíkur-Bærinn vaknar 1870-1940 eftir Guðjón Friðriksson rithöfund og sagn- fræðing. Að sögn Guðjóns fjall- ar þetta bindi að mestu um tímabilið 1916-1940 en fyrra bindið eftir hann um tímabilið milli 1870 og 1916. í seinna bindinu er fjallað um atvinnulíf, framkvæmdir í borginni, menn- ingarlíf og margt fleira. Guðjón sagði að einstakir þættir væru skiptir á milli bindanna en aðrir ekki t.d. væri fjallað um heil- brigðismál og lögreglumál frá 1870 í seinna bindinni. Guðjón sagði að óvenjumiklar heimildir væru til um sögu Reykjavíkur. Fyrir utan efnið sem Reykjavíkurborg ætti væru öll dagblöð t.d. heimildir. Hann hefði þurft að velja út hvað fór í bókina. í Sögu Reykjavíkur er reynt að gera bæjarbragnum skil og fjallað um allt frá slúður- og hneykslissögum til þróunar sjávarútvegs og verslunar. Gerð er grein fyrir lífsháttum og lífs- kjörum bæjarbúa, og híbýlum, neyslu, klæðnaði og mataræði lýst ítarlega. Sagt er frá breyt- ingum í bygginarstíl, allt frá torfkofum tómthúsmanna til fyrstu blokkanna. Einnig er sagt frá vaxandi iðnaði og fjall- að um hið mikilvæga hlutverk sem hefðbundinn búskapur gegndi lengi vel í bæjarlífinu. Samgöngumálum eru helgaðir kaflar og skemmatanalífí af ýmsu tagi gerð skil, t.d. fjallað um fyrstu fegurðarsamkeppn- ina og kaffihúsalífið í borginni. Framhaldið tilbúið Guðjón tók eingöngu að sér að skrifa um tímabilið 1870- 1940. Að sögn hans var hann búinn að skrifa bæði bindinn fyrir þremur árum þegar fyrsta bindið var gefið út en það hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1992 í flokki fræðirita. Útgáfa seinna bindins um tímabilið 1870-1940 dróst og kom þess vegna fyrst út í ár. Guðjón sagði að næstu tvö bindin um sögu Reykjavíkur eftir Eggert Þór Bernharðsson væru tilbú- inn og kæmu þau að öllum lík- indum út á næsta ári. Kor Langholtskirkju. Óvenjumikill næmleiki í nýjasta hefti tímarits- ins Choir& Organ er að finna gagnrýni um þrjár íslenskar geisla- plötur Kveðið í bjargi, með Hamrahlíðarkóm- um; Kórtónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson í flutningi Hljómeykis; og Úrval íslenskrar kór- tónlistar með Kór Lang- holtskirkju. ÍSLENSK tónverkamiðstöð gefur út plötur Hamrahlíðarkórsins og Hljómeykis, en BlS-útgáfan sænska gefur út plötu Kórs Lang- holtskirkju. Peter Aston skrifar greinina sem er löng og ítarleg. Hann byijar á því að segja al- mennt frá þeim breytingum sem orðið hafa í íslensku tónlistarlífi á síðustu áratugum, og hann ieggur áherslu á að íslensk tónskáld eigi það sameiginlegt að vera undir áhrifamætti þjóðlagahefðarinnar þótt í verkum þeirra megi greini- íega heyra áhrif alþjóðlegra strauma. Um plöturnar þijár skrif- ar hann eftirfarandi: Hamrahlíðarkórinn. Hljómeyki. LOKAUTKALL atta sæh Mallorca 4. iúlí 4 4 ÆHMLUTSYN saKsifis* m trvgging ijrir gæóum IJgmúla 4, { Hafnarfirði, ( Keflavík, á Akureyri, á Selfossi - og bjá umboðsmönnum um land allt. Á plötu Hamrahlíðarkórsins er Requiem frá fimmta áratugnum eftir Jón Leifs, en hann var frum- kvöðull í smíði nútímalegrar tón- listar á íslandi. Textinn er þjóðvísa þar sem dauðanum er líkt við svefn. Tónefnið er mjög einfalt; — neðri raddirnar syngja víðast í verkinu í opinni fímmund, sem hvílir sem grunnur fyrir hægferð- uga laglínu í efri röddum. Lag- línan, sem í raun er fimmtóna, einkennist af því að stöðugt er víxlað á milli dúrs og moll. Þessi tónlist hefur yfir sér afar fornan blæ, þótt verkið sé augljóslega samið á þessari öld og höfundurinn vel heima í klassískum tónlistar- hefðum Evrópu. Þjóðlegar hefðir Hin fjögur tónskáldin á plötu Hamrahlíðarkórsins — Jón Nor- dal, Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson — eru líka menntuð í klassískri hefð, en sækja þó ýmis- legt í þjóðlögin. Laglínur eru oft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.