Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1994 29 AÐSENDAR GREINAR Tímareikningur á íslandi FYRIR skömmu báru fimm þingmenn fram þingsályktunar- tillögu um sumartíma, skipan frídaga og or- lofs. Nokkur umræða hefur orðið um þessi efni á síðum blaðanna. Mig langar til að gera að umræðuefni einn þátt þessa máls en það er tímareikningurinn sem við íslendingar búum nú við. Lög um ákvörðun tímans hér- lendis munu fyrst hafa verið sett árið 1907 og þar segir í 1. grein: „Hvarvetna á íslandi skal telja eyktir eptir meðalsóltíma á 15. lengdarstigi fyrir vestan Greenwich." Árið 1917 var svo heimilað með lögum „að færa klukkuna fram um allt að 1 klukku- stund frá svo nefndum íslenzkum meðaltíma". Sá tími sem tekinn var upp með þessari breytingu hefur verið nefndur sumartími og er hann venjulega einni stund á undan stað- altíma í viðkomandi landi. Til þessa ráðs var gripið víða í heimsstyrjöld- inni fyrri til þess að nýta sólarbirt- una sem best. Sumartími mun hafa verið tíðkaður á íslandi 1917-1918 og 1939-1967. Frá árinu 1947 var framkvæmdin með því móti að klukkunni var flýtt fyrsta sunnu- dag í apríl og seinkað aftur fyrsta sunnudag í vetri. Þann 7. apríl 1968 öðluðust gildi ný lög, sem kváðu svo á, að hérlendis skyldi telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich. Með þessum lögum varð því sú breyting að „sumartíminn“ var lögfestur til að gilda allt árið. Við íslendingar búum síðan við „flýtta klukku“. Þegar sú ákvörðun var tekin árið 1967/68 að taka hér upp sumar- tíma allt árið var rökstuðningur fyrir þeirri breytingu margvíslegur. Lesa má um þetta mál í þingtíðind- um þar sem greinargerð fylgir þingsályktunartillögunni. Sú grein- argerð er skrifuð af Þorsteini Sæ- mundssyni og Trausta Einarssyni. Þar sem langt er um liðið frá þessum breytingum og heil kynslóð hefur alist upp í landinu, síðan hún átti sér stað, er ekki úr vegi að rifja hér upp helstu röksemdir sem þá voru bornar fram málinu til stuðningsi Færsla klukkunnar tvisvar á ári var talin valda rugl- ingi á áætlunartímum flugvéla í millilandaflugi. Tvisvar á ári varð að endurstilla öll móðurklukkukerfi landsins. Breytingarnar gátu valdið rangtúlkunum á hvers kyns tíma- töflum. Færsla klukkunnar olli erf- iðleikum við ýmsar rannsóknir og athuganir, til dæmis veðurathugan- ir. Enn fremur er í greinargerðinni bent á að með því að taka upp flýtta klukku árið um kring séu íslending- ar komnir með miðtíma Greenwich en hann er einnig nefndur heimstími og er hafður til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum. Gunnar Skarphéðinsson Eins ög sjá má af þessum orðum eru helstu forsendur fyrir breytingunni þær að um aukið hagræði á ýmsum sviðum mæl- inga og alþjóðlegra samskipta verði að ræða í kjölfar hennar. Augljóst virðist að þeir, sem beittu sér fyrir þessari breyt- ingu, hafa haft rétt fyrir sér að þessu leyti. Eg geri þetta mál að umræðuefni vegna þess að tillagan, sem þingmennirnir fimm bera fram, gengur enn lengra í því að við íslendingar víkj- um frá „réttum" tíma en nú er. Virðist mér að það sé af mörgum ástæðum fullkomið óráð. Nægir raunar í því sambandi að benda á að ekki getur verið ráðlegt að færa hádegi fram undir milli klukkan tvö og þrjú. Það er hins vegar fullkom- in ástæða til þess, að því er ég tel, að ræða nú hvort eklri sé rétt- mætt að færa tímareikning okkar til fyrra horfs og þá á ég við til þess fyrirkomulags sem hér var viðhaft fyrir 7. apríl 1968 eða búa hér að öðrum kosti allan ársins hring við rétta klukku. Skal ég stuttlega gera grein fyrir hvaða forsendur ég tel að réttlæti þessa breytingu: Sá tími, sem við búum nú við, veldur því að við fáum birt- una einum tíma síðar að vetrinum en vera ætti ef við byggjum við rétta klukku. Þetta er veigamesta atriði málsins og vegur að mínu mati þyngra en öll önnur rök, sem einkum lúta að hagræði á ýmsum sviðum viðskipta og hvers kyns samskipta við aðrar þjóðir eins og áður er rætt. Skal þó ekki gert lít- ið úr gildi slíkra hluta almennt fyr- ir hag þjóðarinnar. Það sem mér virðist þýðingar- mest við núverandi fyrirkomulag tímareiknings hér á landi er að með þessari tilhögun lengjum við skammdegið hjá okkur ef svo má að orði komast. Ástæða þess er sú að skammdeginu lýkur ekki fyrr en menn taka að vakna í björtu. Þetta er að vísu erfitt að færa sönn- ur á en í hugum flestra mun þessu - ódýr gisting um allt land VIRKA Verslun okkar á Klapparstíg sem var lokað 1. júní hefur sameinast Virku, Mörkinni 3, við Suðurlandsbraut. Nú er allt á einum stað, tískufataefni, útsöluefni, _ bútasaumsefni, saumavörur o.fl. o.fl. ______ Mikið af nýjum bútasaumsblððum. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18. Lokað á laugardögum til 1. september. VIRKA MÖRKINNI3, SÍMI 687477. Ekki getur verið ráðlegt, segir Gunnar Skarphéðinsson, að færa hádegi fram undir milli klukkan tvö eða þijú. vera svona háttað. Skammdegið er ekki nákvæmlega skilgreint í vit- und .manna en til var þó að skil- greina það sem tímann milli Mar- teinsmessu (11. nóvember) og kyndilmessu 2. febrúar eftir því sem segir í bók Áma Bjömssonar, Saga daganna (bls. 277). Orðabók Menningarsjóðs segir skammdegið einkum vera tímann frá síðari hluta nóvembermánaðar fram yfir miðjan janúar. 2. febrúar er birting 9.09 en sólris 10.05 í Reykjavík. (Þessar tölur eru fengnar úr Almanaki Hins íslenzka þjóðvinafélags 1994 en þar eru allar stundir taldar eftir mið- tíma Greenwich sem nú er íslensk- ur staðaltími.) Það má því ljóst vera að skammdegi getur ekki tal- ist lokið þann dag að okkar mati. Vinna fólks hefst misjafnlega snemma árdegis eins og menn vita en ekki er óeðlilegt að miða við að almennt hefji menn vinnu sína um áttaleytið og svo mun það vera til dæmis um flesta skóla að þar byij- ar kennsla um það leyti. Nú er það þekkt að oft fylgir skammdeginu drungi og margir eiga erfiðara með að vakna á morgnana en ella. Mín skoðun er sú að menn hafí látið tæknina teygja sig nokkuð langt í þessu efni eins og raunar fleiri efn- um á 20. öld og hugsað sem svo að nú væri runninn upp tími raf- magnsljósa og þar með skipti hin náttúrulega birta minna máli en áður. Kannski hafa menn. ekki hugsað þetta meðvitað á þennan hátt en hugmyndin, sem að baki býr, er væntanlega einhvem veginn í þessum dúr. í mannlegu félagi verðum við öll að ganga að nokkru marki sam- stiga og tímareikningur hverrar þjóðar er einkar skýrt dæmi þess. Það eru því í raun allir þegnar sam- félagins sem verða að una þeirri skipan sem komið er á hveiju sinni. Þar er margs að gæta, eins og fram hefur komið, en við megum ekki horfa fram hjá því sem nefna mætti „náttúrulega hrynjandi". Það kann - að virðast þokukennt hvað við er átt en undir niðri hygg ég að allir viti þó hvað í því felst, þ.e. að haga sér í samræmi við lögmál náttúrunnar sjálfrar - þar með talið að rísa úr rekkju þegar „sól fer milt og rótt yfír myrkvuð lönd“ en ekki fyrr! Höfundur erkennari við Verzlunarskólann. Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SÍBS Ármúla 34, bakhús Sími 814303 Græðandi sólarvörur Biddu um Banana Boat SÓLMARGFALDARANN ef þú vilt verða dökksólbrún/n í sólléttu skýjaveðri. □ Græðandi Banana Boat varasalvi með eða án litar, steyptur úr Aloe Vera. Sólvörn #18og#21. □ Um 40 mismunandi gerðir Banana Boat vatnsheldra (water proof) sólkrema og sólolía með sólvörn #0, #2, #4, #8, #15, #18, #21, #23, #25, #29, #30, #34 og #50. Verð frá kr. 295,-. o Hárlýsandi Joe Soap Hair Care sjampó. o Naturica Sólbrún-lnnan-Frá BK-hylki. o 99,7% Aloe Vera gel frá Banana Boat, 40—60% ódýrara en önnur Aloe gel. 6 misstórartúpur og flðskur. Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum utan Reykjavfkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru- verslunum og apótekum. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. Heilsuval, Barónsstíg 20, »626275. í verslunum BYKO og Byggt og búið bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. ÞVOTTAVÉL AV 637 TX Tekur 5 kg. 16 þvottakerfi Stiglaus hitastillir Tromla og belgur úr ryðfríu stáli. KR^47.300,- Ö3EEEKZB KÆLISKÁPUR RF 270 B Kælir: 190 lltrar Frystir: 80 lítrar Hæö: 149 cm Breidd: 55 cm Dýpt: 60 cm KR. 58.800,- KÆLISKÁPUR DF 230 S Kælir: 185 lítrar Frystir: 45 lítrar Hæö: 139 cm Breidd: 55 cm Dýpt: 59 cm KR. 46.600,- 13 íT SkiptiborO 41000, 641919 Hólf og gólf, afgreiösla 641919 Almenn afgreiösla 54411, 52870 t'mrTOiHffliMHiH.HkfflWTHft Almenn afgreiösla 629400 ARISTON UPPÞVOTTAVÉL LS 601 Tekur 12 manna stell 6 þvottakerfi Hraöþvottakerfi - 22 mln. Falleg, sterk og vönduð ítölsk heimilistæki GBSEE .Grænt númer 996410 KR. 59.700,- BYKO w A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.