Morgunblaðið - 30.06.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 7
Opinber heimsókn til Islands
Hollandsdrottn-
ing kemur í dag
HENNAR hátign Beatrix Hol-
landsdrottning kemur ásamt eigin-
manni sínum, Claus prins, í opin-
bera heimsókn til íslands í dag,
fimmtudaginn 30. júní. í fylgd með
Hollandsdrottningu er dr. Pieter
Hendrik Kooijmans utanríkisráð-
herra og ýmsir embættismenn hirð-
ar og utanríkisráðuneytis.
Einkaflugvél Hollandsdrottn-
ingar lendir á Reykjavíkurflugvelli
kl. 11 að morgni 30. júní. Mót-
tökuathöfn verður á flugvellinum
en þaðan verður ekið að Hótel
Sögu þar sem Beatrix drottning,
Claus prins ásamt fylgdarliði búa
meðan á heimsókn stendur. Hol-
landsdrottning og Claus prins
halda síðan til Bessastaða í einka-
hádegisverð hjá forseta íslands.
Utanríkisráðherrarnir snæða há-
degisverð á Hótel Sögu ásamt
fleiri gestum og eiga viðræður síð-
ar um daginn. Þá mun hollenski
utanríkisráðherrann eiga viðræður
við forsætisráðherra.
Eftir hádegi heimsækja Hol-
landsdrottning og Claus prins
stofnun Árna Magnússonar, Lista-
safn íslands, Kjai-valsstaði og hitta
borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavík-
ur. Um kvöldið býður forseti ís-
lands til kvöldverðar í Súlnasal
Hótels Sögu.
Að morgni föstudags er ekið til
Þingvalla og gengið niður Al-
mannagjá ef veður leyfir. Síðan
er haldið til Nesjavalla með við-
komu í gróðurreitnum við Kára-
staði (Vinaskógi) þar sem gróður-
sett verða tré. Forsætisráðherra
og kona hans bjóða til hádegis-
verðar í Perlunni.
Síðdegis verður farið til Vest-
mannaeyja og m.a. komið við í
Fiskvinnslunni. Loks bjóða Hol-
landsdrottning og Claus prins til
móttöku og tónleika í Borgarleik-
húsinu.
Hollandsdrottning og Claus
prins verða í einkaheimsókn á
Norður- og Austurlandi 2.-3. júlí.
Hollandsdrotting og Claus prins
halda ásamt fylgarliði af landi
brott frá Keflavíkurflugvelli að
morgni mánudags 4. júlí.
Faxamjöl í Örfirisey
Starfsleyfið verk-
smiðjunnar fram-
lengt til fimm ára
HÆTT hefur verið við að gera
könnun á viðhorfi íbúa og fyrir-
tækja í vesturbæ Reykjavíkur til
fiskimjölsverksmiðju Faxamjöls í
Örfirisey. í stað þess verður íbúum
og öðrum sem málið varðar gefinn
kostur á að gera athugasemdir við
starfsleyfi verksmiðjunnar, en
leyfið verður endurnýjað í sumar
til 5 ára verði engar alvarlegar
Kosið í
jafnréttis-
nefnd
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
kjör fimm fulltrúa í jafnréttisnefnd
og jafn marga til vara.
Af R-lista eru: Elín G. Ólafs-
dóttir, Gerður Steinþórsdóttir og
Kristín Dýrfjörð. Til vara Tryggvi
Þórhallsson, Anna Kristjánsdóttir
og Ragnheiður Vigfúsdóttir.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks eru:
Kjartan Magnússon og Þórunn
Pálsdóttir. Til vara Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson og Gunnar Jóhann
Birgisson.
athugasemdar gerðar. Frestur til
að skila athugasemdum vegna
starfsleyfisins rennur út 18. júlí.
Þegar verksmiðja Faxamjöls
tók til starfa var gefið út starfs-
leyfi til eins árs. Leyfið var síðan
framlengt í nokkra mánuði meðan
verið er að ganga frá starfsleyfi
til lengri tíma. I upphaflegu starfs-
leyfi var gert ráð fyrir að gerð
yrði könnun á viðhorfum íbúa og
fyrirtækja í vesturbæ til verk-
smiðjunnar. Eftir að gömlu verk-
smiðjunni við Klett var lokað hefur
lítið verið kvartað undan mengun
frá fiskimjölsverksmiðjum í borg-
inni og þess vegna var hætt við
að gera könnunina. í stað þess var
í auglýsingum vakin sérstök at-
hygli á því að fyrirhugað sé að
gefa út nýtt starfsleyfi vegna
verksmiðjunnar, en venjan er að
slíkt sé aðeins auglýst í Lögbirt-
ingarblaðinu.
Þeir sem hafa rétt til að gera
athugasemd við starfsleyfistillög-
urnar eru sá sem sótti um starfs-
leyfið, svo og forsvarsmenn og
starfsmenn tengdra og nálægrar
starfsemi. Einnig íbúar þess svæð-
is sem ætla má að geti orðið fyrir
óþægindum vegna mengunar og
opinberir aðilar, félög og aðrir
þeir sem málið varðar.
Bestu þakkir til barna, tengdabarna, barna-
barna, barnabarnabarna, systra og vina fyrir
ógleymanlegan dag og sýnda vináttu meÖ alls-
konar gjöfum, blómum, skeytum og heimsókn-
um á 70 ára afmceli mínu 21. júní sl.
Kœr kveðja frá okkur hjónunum.
Krístín Svavarsdóttir,
Skarðsbraut 9,
Akranesi
Avaxta- og grænmetisdagar í
Hagkaupi dagana 30.júní - 15.júli
Alls konar ávextir og margvíslegt grænmeti, - bæði vel
þekkt og framandi, - ferskt og safaríkt í öllum verslunum
Hagkaups á ávaxta-og grænmetisdögum. Ný uppskera
streymir á markaðinn, þar á meðal mikið af
íslensku grænmeti. Hægt verður að bragða á
!*!§§ O fjölmörgum tegundum á kynningum og gera
(úyW frábær kaup, því þarna verður hvert tilboðið
öðru betra. Njóttu þess!
HAGKAUP
gœði úrval þjónusta