Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ EIGNAHÖLLIN FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 20 Sími 680057 2ja herb. íb. Vesturbærinn. 2ja herb. íb. á 2. hæð með bílskýli í KR- blokkinni við Kaplaskjólsveg. Laus. Stutt í Vesturbæjarlaug- ina, Háskólann og miðbæinn. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Eftirsótt staðsetn. Þangbakki - Mjódd. 63 fm góð íb. Mikið útsýni. Gott verð. Laus strax. Nú er lag tjl að kaupa íbúð í þessu vinsæla húsi. 3ja herb. íb. Þingholtin - í góðu steinhúsi. 3ja herb. 74 fm., björt og falleg íb. á þriðju hæð. Mikið endurn. íb. í gamla stíln- um. Nýtt parket, skápar, eld- hinnr. og bað. í sama húsi á sömu hæð, stúdíóíbúð. Mikið endurn., björt og falleg. Áhv. húsbréf o.fl. Makaskipti mögul. ef sami aðili kaupir báðar íbúð- irnar. 4ra herb. íbúðir Blöndubakki. Góð 4ra herb. íb. á efstu hæð (3. hæð). Sól- svalir. Stórt íb. herb. í kj. fylgir með aðgangi að snyrtingu. Einnig geymsla með glugga. Laus fljótt. Hraunbær. Falleg íb. í góðu hverfi (nýja sundlaugin). Skipti á minni íb. æskileg. Verð 7,8 millj. Smáíbúðahverfi - Hæð- argarður. 97 fm efri sérhæð ásamt geymslurisi. Leyfi til að lyfta þaki. Gott parket á stofum. Nýl. eldhinnr. Nýl. gler. Laus fljótt. Verð 7,9 millj. Víðimelur - hæð og nýtt ris. Stofur, eldh. og snyrt. á hæðinni. Svefnh., bað og sjónvh. í risi. Grunnfl. ca 130-140 fm. Ailt nýtt, lagnir og tllh. Svalir. Gott útsýni. Falleg eign á einum besta stað í Vesturbænum. Skipti möguleg. Verð 10,8 millj. Sérbýli - einbýl Miðbæjarunnendur. Sér- stök eign á tveimur hæðum í góðu steinhúsi 135 fm. Allt endurn. Laus fljótt. Getur sam- einað heimili og atvinnurými. Lítið áhv. hátt brunabótamat. Skipti mögul. á minni íb. eða sveigjanleg greiðslukj. Garðabær - neðri sórh. í tvíb. Ca 230 fm sem skiptist í 2 íb., hvor með sér ínng. Stærðir 85 fm og 146 fm. Góðar innr, sér lóð, útsýni. Áhv. hagst. lán ca 4,8 millj. Makask. á minní eign koma til greina. Eign sem gefur mögul. á að bua „frítt" f elgin húsn. á rólegum stað. Hlíðahverfi - Miklatún. Efri sérhæð og ris ca 180 fm ásamt bílsk. Rúmgóð, virðuleg eign á mjög góðum stað. Gott verð. Sk. á minni eign æskil. Húsahverfi. Hagst. verð og kjör. Nýtt steypt hús á tveimur hæðum ca 240 fm, auk tvöf. bílskúrs. Glæsilegt útsýni. Makaskipti koma til greina á minni eign. Hrauntunga - Kóp. Raðh. rúml. 200 fm. Mögul. á séríb. á 1. hæð. Gott verð. Skipti á minna koma til greina. Hlíðarbyggð - Gbæ. Vandaö keðjuhús á góðum stað, stærð um 190 fm. Maka- skipti mögul. Gott verð. Eldri borgarar - Vogatunga. Neðri sérh. 85 fm + 25 fm geymsfurými. Nýtt hús- næði með vönduðum innr. Allt sór. Laus nú þegar. Ekkert áhv. Sigurður S. Wiium, sölustjóri. Heimasfmi: 627788. FRÉTTIR Þekktur bandarískur heilunarsér- fræðingur á Islandi Læknavísindi og náttúrulækningar eiga að fara saman HINN þekkti bandaríski fræðimaður og heilunarsérfræðmgur Ken „Bear Hawk“ Cohen fullyrðir að læknavísindi og náttúrulækningar eigi samleið. Hann telur að sérfræðingar á hvoru sviði verði að virða starfssvið hvers annars og vinna saman að því að auka lífshamingju og bæta heilsu manna. Cohen er viðurkenndur meistari í lækningaraðferðum Kínveija og indjána í N-Ameríku. Hann er sérstakur ráðgjafi bandarískra heilbrigðisyfirvalda og hefur ritað fjölmargar greinar og bækur um þau fræði. Hann er kom- inn m.a. til íslands til að halda námskeið um náttúrulegar lækningaaðferð- ir í Brekkubæ, Hellnum, í byijun júlí. „Ég hef heillast af íslandi, nátt- úru þess og íbúum,“ sagði Ken Cohen í samtali við Morgunblaðið. „Indjánar trúa því að í norðri megi finna uppsprettu duldra krafta og það er auðfundið að land ykkar ólg- ar af krafti." Hann segir tilgang heimsóknarinnar til íslands tvíþætt- an. Hann veit að hann mun njóta náttúrufegurðar landsins en vonast jafnframt til að hann geti orðið að liði við að kynna hlutverk og gagn- semi náttúrulækninga sem sjálf- stæða lækningaraðferð en einnig sem hjálpartæki Iæknavísindanna. Hefur kynnt sér ólíka heima Cohen, sem er gyðingur frá Queens, hefur helgað líf sitt rann- sóknum á fornum lækningaaðferð- um og hefur stuðlað að endurnýjun lífdaga þeirra. Þegar á unglingsár- um lærði hann kínversku og talar það mál reiprennandi. Hann sökkti sér í kenningar Lao-tse og útskrif- aðist sem meistari í kínverskum heilunaraðferðum. „Kínveijar leggja ríka-áherslu á að koma í veg fyrir sjúkdóma, s.s. með önduna- ræfingum, íhugun og nuddi. Það útilokar þó ekki að þeir leiti læknis þegar þeir eru þjakaðir af sjúkdóm- um. Þeir láta þessa þætti vinna saman.“ Tvítugur hóf hann að kynna sér lækningaaðferðir indjána. Cohen segir þá bera mikla virðingu fyrir umhverfi sínu. í hugarheimi þeirra búi hver einstaklingur yfir ákveðn- um hæfileikum og séu þeir ekki ræktir spillist heilsa viðkomandi. Morgunblaðið/Emilía BANDARISKI heilunarsérfræðingurinn Ken Cohen mun halda námskeið um náttúrulækningar á Hellnum á Snæfellsnesi í júlí- byrjun. Með honum í för er tólf ára dóttir hans, Jona Cohen. Samnýting lækningaaðferða Cohen leggur ríka áherslu á það að náttúrulækningar geti ekki kom- ið í staðinn fyrir hefðbundin lækna- vísindi. „Allar tegundir lækninga- aðferða hafa sína kosti og galla,“ sagði Cohen. „í vestrænni læknis- fræði er flest mælanlegt og magn- bundið. Náttúrulækningar snúa aft- ur á móti að hipu ómælanlega, lífs- hamingjunni. I mörgum tilfellum geta óhefðbundnar lækninga- aðferðir reynst betur til þess að auka lífsþrótt sjúklinga og gert þá lífsglaðari. Þetta á einkum við lang- tímasjúklinga." Cohen bendir á að það sé vísindalega sannað að lífs- gleði og góðar vonir um bata svo eitthvað sé nefnt styrki ónæmis- kerfi líkamans. Cohen trúir því og vonar að hægt verði að bæta samskipti full- trúa nútíma læknavísinda og þeirra sem stunda náttúrulækningar. „Þessar lækningaaðferðir er að mínu mati auðvelt að samnýta en til þess þurfa fulltrúar hópanna að leggja sig fram og reyna að skilja hugmyndafræði hvers annars. Vestrænir læknar hafa t.a.m. ekki viljað vita af kenningum náttúru- lækninga jafnvel þó að þær gangi gegn þeirra eigin og sömuleiðis hefur sumt náttúrulækningafólk hafnað læknisvísindum. Fólk getur einfaldlega ekki reitt sig á annað tveggja,“ sagði Cohen að lokum. Islensk kvik- myndahátíð í Moskvu? í TILEFNI þjóðhátíðar hélt sendiráð- ið í Moskvu móttöku 17. júní og voru gestir um 300. Sendiráðið er með í undirbúningi tónleikahald í til- efni þjóðhátíðarárs í haust. Rúss- neskir aðilar hafa sýnt áhuga á að standa að íslenskri kvikmyndaviku > samvinnu við sendiráðið í september. Móttökuna sóttu um 300 rúss- neskir gestir, auk margra sendiherra og fulltrúa sendiráða. Meðal gesta voru t.d. Sergej B. Krylov varautan- ríkisráðherra og Thomas R. Pick- ering, sendiherra Bandaríkjanna. Hvíldardeild aldraðra á Landakoti starfrækt á ný í sumar Þörf talin á ann- arri jafnstórri deild ÞRÍR hjúkrunarfræðingar hafa annað sumarið í röð tekið að sér rekstur 17 hvíldarplássa fyrir aldr- aða á Landakotsspítala. Sigríður Ólafsdóttir, einn hjúkrunarfræð- inganna, segir að jafn stóra deild til viðbótar þurfi til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Létt undir með fjölskyldum Hún segir að hugmyndin um að nýta sumarlokanir spítalanna hefði fengið góðar undirtektir og reksturinn hófst í fyrra. Einn sjúkragangur með 17 sjúkrapláss- um hefði verið nýttur og hið sama yrði upp á tengingnum í ár. Starf- semin hófst á sunnudag og stend- ur í fjórar vikur. Sigríður sagði að með hvíldar- plássunum væri létt undir með fjölskyldum sem hefðu umsjón aldraðra með höndum. Stundum væri um töluverða bindingu að ræða og með þessu móti gætu fjöl- skyldur farið frí án þess að hafa áhyggjur. Hún sagði að í fyrra hefði verið margt fólk á ní- og tíræðisaldri á deildinni. Nú væri fólkið yngra, flestir á áttræðis- aldri, en margir væru heilsuveilir, t.d. hjartveikir eða mjög minnis- lausir. Engu að síður væri ekki litið svo á að um venjulega sjúkra- húsvist væri að ræða, heldur til- breytingu. Reynt væri að hafa ofan af fyrir fólkinu með ýmsu móti og í fyrra hefðu t.a.m. komið harmonikkuleikarar í heimsókn. Framkvæmdasjóður aldraðra ber kostnað að hvíldardvölinni. Hjúkrunarfræðingarnir eru verk- takar og starfsfólk þeirra, m.a. læknir sömuleiðis. Sigríður sagði að með þessum hætti væri hægt að halda kostnaði í lágmarki. HELGA Einarsdóttir, sjúkraliði, Kristín Bjarnadóttir, sjúkra- liði, Hjördís Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Tvær síðarnefndu ásamt Ingi- björgu Einarsdóttur standa að rekstrinum. Morgunblaðið/Emilía REYNT hefur verið að gera hvíldardeildina vistlega. Hefur sjúkrastofu meðal annars verið breytt í setustofu í þeim tilgangi. HASKOLINN I TROMSÖ Með fyrirvara um veitingu, er auglýst laus til umsóknar staða PRÓFESSORS í norrænni málfræði við Málfræði- og bókmenntastofnunina. Heildarlaun eru 307.524 n.kr. á ári. Frá heildarlaunum dragast lögboðnar greiðslur í lífeyris- sjóð. Nánari upplýsingar veitir próf. Emst Hákan Jahr eða Anne-Cathrine Andersen, skrifstofustjóri, í síma 9047 77 64 42 73 eða 9047 77 64 42 42. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 26. JÚLÍ 1994. Nánari upplýsingar um umsóknarform og kröfur umsœkjenda fást hjá neðan- greindu heimilisfangi. Umsóknir berist með fimm staðfestum prófskírteinum, upplýsingum um kennslureynslu og yfirlitiyftr vísindastörf. jjjr UNIVERSITETETITROMSÖ, N-9037 Troms, Noregi. Sími 9047 77 64 49 75/77 64 49 77, sfmbréf 9047 77 64 59 70. 51500 Hafnarfjörður íbúðir til sölu: Arnarhraun 5-6 herb. íb. 136 fm á 3. hæð í þríbhúsi. Sérinng. Bílskréttur m. steyptri plötu. Laus strax. Álfaskeið 4ra herb. íb. á 2. hæð í fjölb- húsi. Laus strax. Álfaskeið 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbhúsi. Klettagata 2 4ra-5 herb. íb. Bílsk. fylgja íb. Hjallabraut Þjónustuíb. 2ja og 3ja herb. Grænakinn Efri hæð og ris í tvíbhúsi. Bílsk. fylgir. Árni Grétar Finnsson hri., Linnetsstig 3, 2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51501.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.