Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ . FRÉTTIR LJósmynd/Ómar Ragnarsson Hvalaströnd HÁLFDÁN Ingólfsson við hvalina í Furufirði í gær. Sérfræðingar á vegum Hafrannsóknastofnunar ætla að skoða dýrin í dag. Sex búrhveli syntu á land í Furufirði SEX búrhveli hafa synt á land í Furufriði á Ströndum. Örn Ingólfs- son, flugmaður á ísafirði, segir að hvalirnir hafí grafíst niður í sand- fjöru í botni fjarðarms. Fimm liggi saman og einn um 10 metra frá þeim. Yfirborðið sé dökkt og tætt. Brák leki að minnsta kosti úr kjafti eins þeirra. Jóhann Siguijónsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, segir að sérfræðingur á vegum stofnunarinnar rannsaki hvalina í dag. Ekki er vitað hvenær þeir komu á land. Aðeins sumarbú- staðabyggð er í firðinum. Örn varð var við hvalina í útsýnis- flugi seint á þriðjudagskvöld. Hann flaug öðru sinni í Furufjörð eftir hádegi í gær. Erfitt var að hans sögn að meta stærð hvalanna en trúlega væru þeir 8 til 12 metra langir. Þeir væru tenntir og lögun kjaftsins benti til að um búrhvali væri að ræða. Fimm lægju saman, ekki þó hver ofan á öðrum, og einn um tvær hvallengdir frá hinum. Blóðrákir væru i sandinum og brák læki úr kjafti eins hvalsins. Hann sagði að búrhvelin hefðu grafist niður í fjöru í botni fjarðarins austan óss. Yfirborð þeirra væri tætt og dökkt. Blóðrákir væru í kring og brák legði úr kjafti eins þeirra. Sér hefði líka sýnst sem inn- yfli eins hvalanna væru að hluta úti. Kynþroska tarfar Jóhann Siguijónsson sagði að kynþroska tarfar, aðrir en hjarð- stjórar, héldu norður á bóginn á sumrin. Yfirleitt strönduðu einhveij- ir hér á landi á hveiju ári en algeng- ara væri að þeir væru stakir en margir í hóp eins og nú. Engu að síður minntist hann þess að 12 hval- ir í tveimur hópum hefðu komið á land í hittifyrra. Hann sagði að lík- lega hefðu hvalimjr synt á land. En ekki væri vitað með vissu af hveiju dýrin hegðuðu sér stundum með slík- um hætti. Hann sagði að sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun myndi skoða dýrin og afla sýna í dag. Að sögn Jóhanns er fullvaxinn búrhvalur um 11 m á lengd. Drangey og Hegranes til veiða í Barentshafi á nýjan leik Útgerðarstjóri skipanna reiknar með að veiðar verði reyndar við Bjarnarey Lést í bíl- slysi í Banda- ríkjunum SIF Karlsdóttir Burkhammer lést sunnudag- inn 26. júní sl. í bílslysi í Muscoda, Wisconsin í Bandaríkjun- um. Sif fæddist á Húsavík 22. ágúst 1941, dóttir Karis Sigtryggssonar og Guðrúnar Jónasdóttur. Hún var búsett í Bandaríkjunum og gift John Raymond Burkhammer. Minningarathöfn um Sif fór fram í Sportsman í Muscoda þriðjudaginn 28. júní sl. ÍSFISKTOGARARNIR Drangey og Hegranes, sem gerðir eru út af Fisk- iðjunni Skagfirðingi á Sauðárkróki, halda af stað í Smuguna einhvem næstu daga. Flest önnur útgerðar- fyrirtæki, sem hafa sent skip til veiða við Bjamarey og í Smuguna, ætla að sjá til hvernig mál þróast og hafa samráð um hvenær þau senda skip sín af stað aftur. Mo- kveiði hefur verið í Barentshafi síð- ustu daga og þar eru tveir íslenskir togarar að veiðum núna, Skúmur og Óttar Birting. Gísli Svan Einarsson, útgerðar- stjóri Skagfirðings, segir engan bilb- ug vera á útgerðarmönnum, þeir hafi ekki uppi neinar hugmyndir um annað en að halda aftur til veiða á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða þrátt fyrir að þeir búist við að Norð- menn bíði eftir þeim. „Leiðin í Smug- una liggur meðfram Bjarnarey þar sem skipin voru síðast. Ég geri ráð fyrir að reynt verði að veiða þar, fái þau frið til þess. Endanlegur ákvörð- unarstaður er Smugan, sem var umdeild í fyrra en er nú orðin viður- kennt veiðisvæði. Spurningin er kannski hvort þetta umdeilda svæði sem við vorum á síðast verði orðið viðurkennt á næsta ári. Við vonum að stjórnvöld Noregs og íslands semji um þessi svæði, því við höfum engan áhuga á að standa í illdeilum við menn,“ sagði Gísli. Útgerðarmenn annarra úthafs- togara, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, sögðust ætla að hafa samráð um hvenær skipin yrðu send af stað, en það yrði væntanlega innan skamms. Málshöfðun undirbúin Nú er verið að undirbúa máls- höfðun vegna meintra brota norskra varðskipa gagnvart skipum í eigu íslendinga. Að sögn Jónasar Har- aldssonar, lögfræðings Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, er verið að taka saman bótakröfugerð þeirra aðila sem munu fara í málið og safna gögnum. LÍÚ hefur fengið ábendingu um lögmannsstofu f Nor- egi, en þar vinna 60 lögmenn og enn er ekki vitað hver þeirra muni taka málið að sér. Jónas segir að það sé ekki hraðinn sem skipti máli heldur að vandað sé til málatil- búnaðar. Sammælst um viðbrögð Jónas segir að útgerðarmenn ætli að tala sig saman til að undirbúa sig undir væntanleg átök áður en skip verða send á fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða aftur og hvernig viðbrögðin verði ef norsk varðskip komi og reyni að endurtaka leikinn frá því síðast. „Það þarf að fylgja því eftir að skip verði þá tek- in og færð til hafnar og réttað í máli þeirra. Við teljum það algert mannréttindabrot að fá ekki að leita réttar síns ef menn telja sig vera saklausa," sagði Jónas. Sif Karlsdóttir Burkhammer Kosið að nýju um nafn á í Suður- ! nesjum ATKVÆÐAGREIÐSLA um nafn á nýju sameinuðu sveitar- félagi á Suðurnesjum hefur ver- ið úrskurðuð ógild af félags- I málaráðuneytinu. Breytingar á | fyrirkomulagi kosninganna, sem gerðar voru rétt fyrir þær, ' komu of seint að sögn Sesselju Árnadóttur, lögfræðings í ráðu- neytinu. Fyrst hafi verið auglýst rækilega að það mætti skrifa hvað sem væri í auða línu á atkvæðisseðlinum. Því hafi síð- an verið breytt í að ekki mætti skrifa nöfnin Keflavík, Njarðvík eða Hafnir á seðilinn. Tveir íbú- ar í Keflavík kærðu atkvæða- greiðsluna til ráðuneytisins. Eftir samþykkt reglnanna i fyrir breytingar hófst utankjör- fundaratkvæðagreiðsla. „Tveimur til þremur dögum fyr- ir atkvæðagreiðsluna sjálfa," segir Sesselja, „þá koma sveitar- stjórnirnar saman og breyta reglunum með töluvert óskýrri samþykkt og auglýsa hana að einhveiju leyti. Við teljum að þessi breyting á reglunum hafi komið of seint og þess vegna hafi ekki gefist tími til að kynna hana fyrir íbúunum.“ Kosningin verði endurtekin Gerðar voru athugasemdir við ýmis önnur atriði kosningarinn- ar. Til að mynda við hvemig staðið var að atkvæðagreiðsl- unni utan kjörfundar og að þess hafi ekki verið gætt að hafa reglumar skýrar. Þannig voru til dæmis mismunandi túlkanir á því hvort atkvæðagreiðslan væri bindandi eða ekki, að sögn Sesselju. Ráðuneytið hefur lagt fyrir bæjarstjórnina í þessu nýja sveitarfélagi, sem hingað til hefur verið nefnt Suðurnesja- bær, að endurtaka atkvæða- greiðsluna, setja skýrar reglur og auglýsa þær vel. Þessi úr- skurður hefur engin áhrif á sam- einingu sveitarfélaganna, að sögn Sesselju, heldur er þetta spurning um að fara rétt að því að velja nafn. Víkingalottó * Islendingur fékk 3,2 milljónir NORÐMAÐUR, Dani og Svíi deildu með sér fyrsta vinningi í Víkingalottói í gær og fékk hver 58.111.400 íslenskar krónur. íslendingur, sem keypti miðann sinn í veitingaskálanum Friðar- höfn í Vestmannaeyjum var einn með íslenska bónusvinninginn, kr. 3.207.920. Aðeins fyrsti vinningurinn er úr sameiginleg- um potti Norðurlandaþjóðanna og misstu því íslendingar í þetta skipti af hlut úr þeim potti. Sex Islendingar vom með fímm tölur réttar af sex og hlaut hver 114.944 kr. 580 voru með fjórar tölur réttar og fékk hver 1.891 kr. Loks voru 2098 með þijár tölur réttar auk bónustölu og fékk hver þeirra 224 krónur í sinn hlut. Tölurnar, sem komu upp, eru 2, 11, 23, 30, 40 og 44 en bónustölurnar eru 27 34 og 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.