Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Olíuvinnsla stöðvast í Noregi DEILA starfsmanna á olíuborpöll- um kann að stöðva gas- og olíufram- leiðslu Norð- manna frá og með miðnætti í kvöld, fimmtudag. Talið er þó að vinnustöðvunin verði ekki langvinn því búist er við að stjóm Verkamannaflokksins vísi henni til gerðardóms í fyrramálið. Ágreiningsefnið er krafa starfsmanna um að eftir- launaaldur verði lækkaður í 60 ár úr 65 og 67 áru. Einkavæða póst og síma ÞÝSKA þingið samþykkti í gær lög um einkavæðingu pósts og síma sem verður væntanlega um garð gengin 1996. Verður stofnuninni breytt í þrjú fyrir- tæki með sameiginlegu hlutafé. Hlutabréf verða seld á alþjóða- markaði og mun hlutur ríkisins minnka smátt og smátt þó svo sala sjálfra hlutabréfa ríkisins í fyrirtækinu verði ekki seld fyrr en aldamótaárið. Verður meirihluti póstþjónustunnar því áfram í meirihlutaeigu ríkisins í fimm ár og mun ríkið halda 25,1% hlut í bankastarfsemi póstins. Mannskætt tilræði í Alsír TALIÐ var að tugir manna hefðu beðið bana í tilræði í Algeirsborg í Alsír í gær. Sprengjurnar sprungu á úti- fundi Menningar- og lýðræðis- fylkingarinnar sem berst um áhrif við strangtrúarmenn. Fundarmenn minntust þess að tvö ár voru liðin frá morðinu á Mohamed Boudiaf forseta. Launabil í Bretlandi eykst BILIÐ milli tekjuhæstu og tekjulægstu karlmanna í Bret- landi hefur aukist og er meira en nokkru sinni áður á öldinni, segir í skýrslu óháðrar efna- hagsrannsóknarstofnunar. Þar segir að raunverulegt tímakaup láglaunamanna hafi staðið í stað í 17 ár en hækkað um 20% hjá körlum með meðaltekjur. EBS tapar máli gegn Grikkjum EVRÓPUDÓMSTÓLLINN hafnaði í gær ósk fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) um lögbann á viðskiptabann Grikkja gagn- vart Makedóníu. Stjórnin fór fram á sérstakan neyðarúr- skurð gegn Grikkjum fyrir sex vikum. Þó því hafí verið hafnað verður venjulegri málsmeðferð haldið áfram sem þýðir að allt að 18 mánuðir geta liðið þar til dómur er kveðinn upp. ERLENT Reuter Aftakaveður í S-Afríku NATO og SÞ funda um friðaráætlun UNG stúlka reynir að halda á sér hita í grennd við Höfðaborg í Suður-Afríku. Mikið illviðri hefur geisað á því svæði undan- fama viku, og valdið flóðum og að sögn veðurfræðinga var aðfaranótt miðvikudags sú kaldasta á árinu. Mörg hundruð manns hafa misst heimili sín, þar sem hús hafa hmnið. Nel- son Mandela, forseti landsins, heimsótti flóðasvæðin í gær, þar sem fólk býr í kofum úr pappa og plasti, víða hnédjúpu vatni, og hefur mátt þola frost- regn og hvassviðri í rúma viku. Forsetinn lýsti yfir neyðar- ástandi í Höfðaborg og þar í kring. Fólki á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti mun berast hjálp frá stjórnvöldum, fylkissljórninni og öðrum sam- tökum. Það hefur aukið á hörm- ungamar að kínverskt olíuskip fórst af völdum veðursins fyrir rúmri viku, og hefur olíubrák mengað strendur. Af þeim or- sökum er óttast um tugþúsund- ir sjaldgæfra mörgæsa, sem hafa orðið oliunni að bráð, og talið er að enn leki úr flaki skipsins. Vonast er til að veðr- inu, sem kallað hefur verið „ill- viðri aldarinnar11, muni slota í dag. Brussel. Reuter. HÁTTSETTIR embættismenn Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) í fyrrum Júgó- slavíu sögðu í gær að Vesturveldin og Rússland hefðu lokið gerð frið- aráætlunar fyrir Bosníu. Hófu SÞ viðræður við fulltrúa Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í gær í tengsl- um við áætlunina. Talsmenn NATO hafa áður lýst því yfir að bandalag- ið sé reiðubúið að senda allt að 50.000 hermenn til Bosníu til að tryggja friðarsamkomulagið. Fulltrúi SÞ, Yasushi Akashi, sagði að fulltrúar Rússa, Bandaíkja- manna, Þjóðveija, Frakka og Breta hefðu samþykkt friðaráætlunina en í henni er gert ráð fyrir því að sam- bandsríki Króata og múslima fái 51% lands en Bosníu-Serbar 49%. Málamiðlun kemur ekki til greina Ekki hefur verið ákveðið hvenær áætlunin verður kynnt stríðandi fylkingum en ekki verður boðin nein málamiðlun. Hafa nokkur þeirra ríkja sem sent hafa flesta hermenn til Bosníu, aðallega NATO-lönd, hót- að því að draga herlið sitt tii baka, verði áætlunin ekki samþykkt. Akas- hi vildi ekkert tjá sig um þá hótun en viðurkenndi hins vegar að vopna- hléð, sem um samdist fyrir einum mánuði, væri í hættu. NATO vill ræða loftárásir Þrátt fyrir vilja NATO til að tryggja frið, eru aðildarlönd NATO afar ósátt við SÞ fyrir að heimila ekki loftárásir á Bosníu í nokkur skipti og telur NATO það hafa dreg- ið úr trúverðugleika bandalagsins. Hyggjast fulltrúar þess ljá máls á þessu í viðræðunum við SÞ. Þær snúast hins vegar fyrst og fremst um hvað skuli gera ef friður kemst ekki á og hvernig samstarfi NATO og SÞ eigi að vera háttað, verði sú raunin. Getulausir glaumgosar Róm. Reuter. KVENNAMENNIRNIR svoköll- uðu eiga það fremur á hættu en aðrir að verða getulausir fyrir ald- ur fram eða ekki nema fertugir. Er þetta niðurstaða 'rannsóknar, sem ítalskur læknir hefur staðið fyrir í átta ár á 1.500 karlmönn- um, sem allir mega muna sinn fíf- il fegurri í ástabrögðunum. Dr. Giulio Biagiotti segir, að fjöllyndið sé slæmt en hjá engum geri karlmennskan jafn stuttan stans og þeim, sem reykja mikið að auki og hafa gaman af að skrattast á hraðskreiðum bílum. Karlmaður, sem lítur á það sem manndómsmerki að vera með sem flestum konum, á mikið á hættu að sýkjast af einhveijum kynsjúk- dómi og um leið aukast líkur á, að hann verði orðinn getulaus um fertugt," sagði Biagiotti í viðtali við dagblaðið La Repubblica. Þeir, sem stunduðu eðlilegt kynlíf væru í fullu fjöri til sjötugs eða lengur. » » » i » » í \ t > Clinton rýmkar reglur um hveijir fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum » Flóttamenn streyma frá Haiti New York, Port-au-Prince. Reuter. The Daily Telegraph. GRÍÐARLEGUR straumur flóttafólks er nú frá Haiti til Bandaríkjanna og hefur bandaríska strandgæslan aðstoðað tæplega 2.500 manns frá því á föstudag, sem flestir koma á litlum og lélegum flekum. Sögðu yfirmenn strandgæslunnar að fjöldi flóttamanna væri ótrúlegur. Ástæð- ur þessa mikla íjölda er sú ákvörðun Bills Clintons Bandaríkjaforseta að rýmka reglur um flóttmenn, sem þar til fyrir tveimur vikum var umsvifalaust vísað frá landinu. Nú hlýtur þriðji hver flóttamaður póli- tískt hæli en tveir þriðju eru fluttir aftur til síns heima. Reuter Flóttamönnum snúið við SKIP bandarísku strandgæslunnar flytur 170 flóttamenn aftur til Port-au-Prince á Haiti en þeim var neitað um hæli á Jamaíka. Yfírvöld á Miami óttast að allt yfirfyllist af flóttamönnum og verða málefni flóttamanna án efa eitt af heitustu deiluefnunum í kosningunum sem fram fara í haust. Robert Malval, fyrrverandi for- sætisráðherra Jean-Bertrand Ar- istide, sem steypt var af stóli 1991, hefur gagmýnt Aristide fyrir að vilja ekki komast til valda fyrir tilstilli bandarískrar innrásar. Ar- istide sagði í viðtali við Washing- ton Post um helgina að hann vildi ekki komast til valda með vopna- valdi. Segir Malval að leiðtoginn fyrrverandi eigi að gera öllum ljóst hvað hann vilji gera, hafi við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna ekki tilætluð áhrif. Cedras reiðubúinn að hætta í október Flóttamannastraumurinn virð- ist ekkert í rénun þrátt fyrir að Clinton sé sagður hafa boðið hátt- settum leiðtogum Haiti hæli í Evr- ópu og háar peningagreiðslur, láti þeir af völdum. Raoul Cedras, yfir- maður hersins og sá sem stýrði valdaráninu 1991, hefur sagst vera reiðubúinn að láta af völdum í október, fái hann hæli í Frakk- landi. Hann er sagður eiga hálfa milljón dollara á reikningi. Þá er talið að Joseph Michel Francois, lögreglustjórinn á Haiti, sé reiðu- búinn til samninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.