Morgunblaðið - 30.06.1994, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ
8 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
FRÉTTIR
Alþýðuflokkurinn hrókerar ráðherrum;
Það fæst enginn til að koma undan rúminu sínu síðan þetta fréttist herra . . .
300 börn nýbúa fá sér-
staka íslenskukennslu
RÚMLEGA 300 böm á grunnskóla-
aldri fengu sérstaka fræðslu í ís-
lensku á sl. vetri, þar sem íslenska
er ekki móðurmál þeirra. Engin
námsskrá er til um íslensku sem
annað tungumál en nefnd á vegum
menntamálaráðuneytis er að vinna
að leiðbeinandi plaggi fyrir kennara,
sem þeir geta stuðst við í kennsl-
unni. Reiknað er með að gögn liggi
fyrir í sumarlok.
Dagana 20.-26. júní sóttu sextíu
kennarar og leiðbeinendur nýbúa á
öllum skólastigum námskeið á veg-
um Endurmenntunardeildar KHÍ og
HÍ, þar sem Bergþóra Kristjánsdótt-
ir og Bima Arnbjömsdóttir prófessor
fluttu meðal annars erindi. Bergþóra
starfar í Danmörku sem sérfræðing-
ur á sviði nýbúafræðslu en Bima er
prófessor og yfirmaður deildar við
kennaraháskóla í New Hampshire í
Bandaríkjunum, þar sem viðfangs-
efnið er enska sem annað tungumál.
Ingibjörg Hafstað umsjónarmaður
námskeiðsins kvaðst ánægð með
hvemig til hefði tekist. „Það var mik-
ils virði að fá hingað tvo sérfræðinga
frá mismunandi menningarsvæðum,
þannig að breiddin í námskeiðinu var
mikil. Við höfum oft metið þessi böm
eins og þau væru íslendingar og ekki
tekið málfarsþáttinn inn í. Það var
þó skemmtilegast að hugarfarið og
hugsunarhátturinn hjá báðum fyrir-
lesurum var hið sama.“
Þá segir Ingibjörg að þátttakendur
hafi fengið staðfestingu á því að
þeir væru á réttri leið varðandi
fræðsluna. Síðast en ekki síst hafi
bæði þátttakendur og sérfræðingar
verið sammála um að nauðsynlegt
sé að útbúa leiðbeiningar eða vísi
að námsskrá í sambandi við íslensku
sem annað tungumál.
Leiðbeinandi plagg er talið mjög
mikilvægt vegna þess að börnin hafa
fram til þessa verið látin lesa allar
lesgreinar á tungumáli sem þau hafi
ekki ráðið við. „Þau hafa e.t.v. náð
daglegu máli og tjáningu en vantar
öll hugtök til að geta notað íslensku
sem tæki til upplýsingamiðlunar."
25 ár liðin frá Woodstock-hátíðinni
Afmælisins
minnst á
Höskuldar-
völlum
Sextán hljómsveitir ásamt trúba-
dorum og skemmtikröftum koma
fram á afmælistónleikum, sem
haldnir verða á Höskuldarvöllum
skammt austur af Keili frá næst-
komandi föstudegi til sunnudags.
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni
þess að 25 ár eru liðin frá Wood-
stock-hátíðinni frægu þar sem
þúsundir hippa komu saman og
sungu um ástir og blóm, en for-
dæmdu jafnframt stríð og hörm-
ungar. „Það er ekki fyrir venju-
legt fólk að borga far til Banda-
ríkjanna til að minnast Woodstock
og þess vegna slógum við til,“
sagði Kristján Már Hauksson tón-
listarmaður, einn af aðstandend-
um tónleikanna á Höskuldarvöll-
um. Tónleikarnir hefjast kl. 20 á
föstudagskvöldið og verður spilað
stanslaust fram til kl. 4 á sunnu-
dagsmorgun með einu hléi, sem
stendur yfir frá kl. 4 að morgni
laugardagsins og fram til kl. 14
sama dag. „Við erum ekki að elt-
ast við tiðarandann eins og hann
var fyrir 25 árum heldur viljum
við endurspegla tíðarandann í
dag. Við viljum þó gjarnan að fólk
verði í hippafötum til að skapa
ákveðna stemmningu," sagði
Kristján Már.
Aldurstakmark 16 ár
Hann sagði að tónleikarnir
væru einnig hugsaðir fyrir fjöl-
skyldufólk og væri gert ráð fyrir
að það gæti tjaldað aðeins fjær
glaumnum. „Aldurstakmark er 16
ára nema í fylgd með fullorðnum
og við ætlum að taka strangt á
því. Meðferð áfengis og annarra
vímuefna verður bönnuð á svæð-
inu og vinnum við að því í sam-
starfi við lögregluna. Við viljum
að fólk verði hátt af lífinu og geti
skemmt sér án vímuefna, enda er
takrnarkið ást, friður og ham-
ingja.“ Um sjötíu manns, þ. á m.
Hjálparsveit skáta í Kópavogi, sér
um gæslu á svæðinu, auk þess
verða læknir og tveir hjúkrunar-
fræðingar á staðnum. Ferðir á
svæðið verða á vegum BSÍ og seg-
ist Kristján Már hvetja fólk til
þess að nýta sér rútuferðir í stað
þess að koma á einkabílum.
IMýr forstjóri lceland Seafood í Bandaríkjunum
Yonast eftir
meiri hagnaði
Howell P. Carper
Stjórn Iceland Seafood
Corporation, dóttur-
fyrirtækis íslenskra
sjávarafurða í Bandaríkjun-
um, réð í fyrradag Howell
P. Carper næsta forstjóra
fyrirtækisins og verður hann
þar með fyrsti bandaríski
forstjórinn í 43 ára sögu fyr-
irtækisins. Howell mun taka
við stöpunni hinn 1. ágúst
af Magnúsi G. Friðgeirssyni,
sem hefur gegnt starfi for-
stjóra frá árinu 1986.
- Kom þér á óvart að vera
boðin staðan?
„Já, það kom mér þægi-
lega á óvart og þá aðallega
vegna þess hve það er mikil
breyting frá ríkjandi hefð.
Frá stofnun fyrirtækisins
hafa allir forstjórar þess ver-
ið íslenskir og mér fannst
mikið til þess koma að stjórnin
væri tilbúin að ijúfa þá hefð. En
í þessum viðskiptum eins og öðrum
verða menn að taka hagsmuni
fyrirtækisins fram yfir hefðirnar."
Sáttur við stjórnun
fyrirtækisins
- Ert þú sáttur við stöðu fyrir-
tækisins og bvernig því hefur ver-
ið stjórnað að undanförnu?
„Já. Eg tel að í aðalatriðum sé
fyrirtækið á réttri leið enda hefur
það skilað ágætum hagnaði á síð-
ustu árum. Eigendur fyrirtækisins
gerðu sér að vlsu vonir um meiri
hagnað en ég held að þar sé frek-
ar um að kenna ytri aðstæðum
en því hvernig fyrirtækinu hefur
verið stjórnað. Ég hef hins vegar
trú á því að okkur takist að auka
hagnað fyrirtækisins á næstunni
þannig að hann verði vel viðun-
andi.“
- Hvernig þá?
„Að undanförnu hefur mikið
verið unnið við að byggja upp og
bæta sölu- og framleiðslukerfi fyr-
irtækisins. Þessi vinna er þegar
farin að skila árangri. Markaður-
inn gerir sífellt meiri kröfur um
gæði og það er gott því að þar
liggur einmitt okkar styrkur. Fisk-
markaðurinn er margþættur og
erfiður við að eiga að því leyti að
varan fer um hendur svo margra
áður en hún kemst á diskinn. Þess
vegna þarf ekki meira til en hand-
vömm eða óvönduð vinnubrögð á
einum stað, hjá einum dreifmgar-
aðila, til að gæði góðrar vöru rýrni
verulega og hún falli í
verði. Við erum svo
heppin að vera með
góða vöru, mjög hæfa
framleiðendur á íslandi
og síðan leggjum við
mikla áherslu á að okkar starfs-
menn og dreifingaraðilar komi
vörunni í sem bestu ásigkomulagi
alla leið til neytandans.“
Frystur fiskur og „ferskur"
Carper telur að Icelandic Seafo-
od eigi góða möguleika á að
styrkja sig á markaðnum með því
að benda bandarískum neytendum
í ríkari mæli á kosti frystra fiskaf-
urða í stað fersks fisks. „Það er
ótrúlega mikið um það í Bandaríkj-
unum að fiskur sé settur á markað
sem ferskur þótt hann sé það alls
ekki. Ferskur fískur heldur bragð-
gæðum sínum þangað til hann er
snæddur þá og því aðeins að hann
sé meðhöndlaður á réttan hátt af
öllum aðilum. Á bandaríska mark-
aðnum er ferskur fiskur yfirleitt
ekki meðhöndlaður þannig. Það
hefur orðið til þess að viðskiptavin-
ir geta ekki treyst því lengur að
fiskurinn sé ferskur þótt hann sé
auglýstur þannig. Að undanförnu
hefur almenningur staðið í þeirri
► HOWELL P. Carper er fædd-
ur í Atlanta í Bandaríkjunum
árið 1953. Hann er viðskipta-
fræðingur að mennt og starfaði
um árabil hjá Eastern-flugfé-
laginu, meðal annars sem yfir-
maður innkaupa og framleiðslu
allra matvæla á vegum fyrir-
tækisins. Áður en hann hóf störf
hjá Iceland Seafood Corporati-
on var hann sölu- og markaðs-
sljóri hjá Design Foods, einu
af dótturfyrirtækjum Sara Lee
Corporation, sem er ein af
stærstu framleiðslusamsteypum
í Bandaríkjunum. Hann hefur
starfað sem framkvæmdastjóri
sölu- og markaðsmála hjá Ice-
landic Seafood Corporation frá
árinu 1992. Carper er kvæntur
og á tvö börn.
trú að „ferskur" fiskur hljóti að
vera betri en frystur en þetta er
að breytast. Það má alltaf fínna
ódýrari físk og því þurfum við að
koma viðskiptavinum í skilning um
gæði okkar vöru og takist okkur
það mun eftirspumin aukast. Það
má því segja að markmið númer
eitt sé að bjóða ætíð bestu vöruna
en markmið númer tvö sé að fræða
markaðinn um gæði hennar.“
- Hefur þú í hyggju að breyta
áherslum í sölunni, t.d. með því
að ieggja meiri áherslu á stórversl-
anir en hingað tii?
„Fyrirtækið mun áfram leggja
höfuðáherslu á að þjóna veitinga-
húsum enda liggur meirihluti okk-
ar viðskipta þar. Alvöru
markaðssetning í stór-
verslunum er umfangs-
mikil og kostar mikla
fjárfestingu. Ég hygg
að betra sé að fyrirtæk-
ið freisti þess að gera enn betur
á þeim markaði sem það hefur
haslað sér völl á.“
Lækkun dollarans
- Hvað með lækkun dollarans?
„Ég tel að lækkun hans sé að-
eins tímabundin og hana megi
fremur rekja til vanhugsaðra að-
gerða stjórnmálamanna en mark-
aðarins. Það má búast við að brátt
verði gripið til aðgerða, sem leiði
til hækkunar hans á nýjan leik.“
- Hvert verður fyrsta verk þitt
í nýju starfi?
„Hið fyrsta sem ég þarf að gera
I nýja starfinu er að finna ein-
hvern til að taka við gamla starf-
inu mínu eða nýjan sölu- og mark-
aðsstjóra. Annars tel ég að það
sé ekki þörf fyrir stórvægilegar
breytingar á markaðssviðinu eða
í öðrum deildum fyrirtækisins.
Stefnan er rétt og með því að vinna
enn betur ætti okkur að takast
að bæta árangurinn og skila hlut-
höfum okkar meiri hagnaði.“
Markaðurinn
fræddur um
gæði vörunnar