Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 ■^L EIGANl ÚTIVISTARBÚÐIN viö Umferöarmiöstööina, símar 19800 og 13072. \ [Essq) I Olíufélagið hf ESSO veitir þér 10% afslátt á grillstöðum ESSO blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! SAFNKORTESSO Enginn kostnaður, aðeins ávinningur! gssoj Oliuf élagiö hf ÍDAG BRIDS U m s j 6 n fi u ð m . I’ á 11 A r n a r s o n EKKERT er eins upplýs- andi fyrir sagnhafa og fyrsta afkast vamarinnar í eyðu. Hér er það lykillinn að einu vinningsleiðinni: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 74 V 863 ♦ ÁK54 ♦ DG64 Vestur Austur ♦ K1083 ♦ G96 V DG754 IIIIH f Á9 ♦ D3 llllM ♦ G10976 ♦ 108 ♦ 753 Suður ♦ ÁD52 V K102 ♦ 82 + ÁK92 Vestur Norður Austur Suður - - 1 grand Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: hjartafimma. Austur drepur á hjartaás og spilar hjarta áfram. Sagn- hafi á átta slagi og getur aðeins fengið þann níunda á spaða, svo hann græðir ekk- ert á því að dúkka. Hann drepur þvi strax og heldur opnum þeim möguleika að spila vestri inn á hjarta síðar. Sagnhafi tekur nú slagina sína ijóra á lauf. Vestur hendir tveimur spöðum, en austur tígulgosa?! Vissulega má austur missa tígul og oftast er skynsamlegt að gefa makker nákvæmar upplýsingar í vöminni. En þetta er ekki rétti tíminn. Ef suður er ekki steinsofandi ætti hann að túlka afkastið rétt. Austur myndi aldrei henda frá tígulflórlit, horf- andi á fj'óra tígla í blindum. Austur á því fimmlit og vest- ur þar með tvílit. Þessi túlk- un fær aukinn stuðning frá drottningu vesturs, sem fell- ur undir ÁK og nú er ein- falt að spila hjarta og bíða eftir níunda slagnum. Venjulega er hættulaust að henda frá fimmlit í vöm- inni og því eru slík afköst algeng. En þau eru að sama skapi upplýsandi. Þegar nauðsynlegt er að fela skipt- inguna iyrir sagnhafa er ekkert eins áhrifaríkt og að fresta því í lengstu lög að kasta frá slíkum lit. Ef aust- ur hendir spaða, en ekki tígli, hefur suður enga ástæðu til að spila upp á innkastið. VELVAKANDI svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Bankasiðferði ÞAÐ ER rétt aÓ vara við starfsemi íslenskra banka. Þeir taka sér fé af innistæðum viðskipta- manna með ákvörðunum sem eru teknar án vitund- ar þeirra sem peningana eiga. Hér er t.d. átt við þá ákvörðun að taka fé af þeim sem eiga gjaldeyris- reikninga, þ.e.a.s. að þeir sem lána íslenskum bönk- um gjaldeyri með þessum hætti þurfa að greiða lán- takandanum fyrir að fá að lána honum. Gjaldið sem bankinn tekur sér nemur ákveðnum hundr- aðshluta af þeirri upphæð sem tekin er nveiju sinni. Bankinn ákveður sjálfur hversu hár hundraðshlut- inn er án vitundar reikn- ingseiganda. Þess vegna getur bankinn eins ákveð- ið að gjaldið skuli t.d. vera 90% af innistæðunni eins og hveija aðra prósentu. Hér er komin ný sið- fræði í lánastarfsemi, þar sem bankar taka vexti bæði fyrir að lána og skulda. Rök bankanna, eða réttara sagt rökleysa, fyr- ir þessari skerðingu á innistæðum á gjaldeyris- reikningum er sú, að það kosti að koma gjaldeyrin- um til útlanda og ávaxta hann þar. Þessi rök stand- ast að sjálfsögðu ekki vegna þess að bankar taka lán erlendis. Innlán af gjaldeyrisreikningum eru nánast vaxtalaus inn- lán sem bankarnir fá fyr- irhafnarlaust. Aðalatriðið er að bank- arnir hefðu átt að gefa eigendum gjaldeyrisreikn- inga kost á að taka út gjaldeyri sinn áður en skerðingarákvörðunin tók gildi. Með tilkomu EES geta landsmenn flutt fé á milli landa innan svæðis- ins og stofnað reikninga í öðrum löndum. Það er kostur sem rétt er að benda á. Islenskir bankar virðast vera komnir út á æði hál- an ís á ýmsum sviðum. Starfsemi þeirra og að- ferðir virðast líkjast alltaf meira starfsemi samtaka sem eiga sér rætur mun sunnar í álfunni. Aðhaldsleysi einkennir starfsemi bankanna á ís- landi. Það er mikilvægt uppeldislegt atriði fyrir stjórnendur banka að fólk- ið í landinu sameinist og andmæli ýsmu óeðli í starfsemi þeirra, eins og t.d. okurvöxtum og öðrum einhliða ákvörðunum og gróðafíkninni í kringum debetkortin. Það er áskor- un til verkalýðsfélaganna í landinu að þau hvetji félaga sína til að nota ekki debetkort heldur taka út laun sín og nota pen- inga. Slíkt myndi neyða bankana til að fella niður eða lækka verulega færslugjöldin. Borgari Má reykja í landganginum FARÞEGI í millilanda- flugi vill beina þeirri fyrir- spurn til yfirstjórnar flug- stöðvarinnar hvort það sé leyfilegt að reykja í land- gangi úr flugvél að flug- stöðvarbyggingu. Nú, eft- ir að reykingar voru bann- aðar í millilandaflugi, er það sérstaklega áberandi að um leið og fólk stígur út úr flugvélinni inn í landganginn er það búið að kveikja sér í sígarettu. Væri það ekki lágmarks- kurteisi að bíða með það að reykja þangað til fólk er komið í hús þar sem reykingar eru leyfilegar. Einnig mætti áætla að af þessu gæti stafað eld- hætta. Eftrirminnilegt kvöld LAUGARDAGINN 14. maí sl. fórum við allstór hópur úr Háteigskirkjukór út að borða í Skrúð á Hótel Sögu. Viljum við koma á framfæri kærum þökkum fyrir alveg frá- bæran mat sem saman- stóð af mörgum og girni- legum réttum. Einnig þökkum við þjónustufólki fyrir ljúfa og lipra þjón- ustu, píanistanum sem lék öll óskalögin fyrir okkur og að síðustu nutum við skemmtidagskrár í Súlna- sal þar sem við skemmtum okkur mjög vel. Og við tókum góðan þátt í dans- inum sem dunaði frmam á nótt. Og að lokum, eins og einn úr hópnum sagði, við endurtökum þetta örugg- lega. Kærar þakkir. Kórfélagar. Sigmund OKKUR finnst Sigmund með eindæmum góður og skemmtilegur listamaður og stórkostlegt hvað hann nær persónunum vel. Hinsvegar finnst okkur dömubindaauglýsingarnar í sjónvarpinu alveg hund- leiðinlegar. Saumaklúbbur Hólm- fríðar Tapað/Fundið Lyklar fundust LYKLAR á hring með hvítu spjaldi fundust 27. júní sl. við undirganginn milli Blesugrófar og Ell- iðaárdals. Upplýsingar í vinnusíma 610300 eða 41040. Helga. Regnkápa tapaðist RAUÐ og grá regnkápa frá 66° norður tapaðist í Botnsdal sl. sunnudag. finnandi vinsamlega hafi samband í síma 91- 676705. Úlpa tapaðist BLÁ og grá ný barnaúlpa með rauðu vesti tapaðist á túni við Birtingakvísl, 9. júní sl. Hafi einhver fundið úlpuna er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 673802. Kettlingar FIMM fallega kassavana kettlinga vantar góð heimili. Upplýsingar í síma 651630 eftir kl. 14. Víkveiji skrifar... Víkverji komst seint og illa til Þingvalla á þjóðhátíð, en bætti það upp með gönguferð um þjóðgarðinn um síðustu helgi. Vafa- laust hefur þorri þjóðarinnar ein- hvern tímann komið á þennan forn- fræga stað, en Víkverja er til efs að nógu margir geri sér grein fyrir þeirri náttúruparadís sem þar er að finna. XXX Víkveiji hóf ferð sína með göngu um Snókagjá. í Snóku, sem mun vera dýpsta gjá Þingvalla að vatnsgjánum undanskildum, er auð- velt að komast frá Tæpastíg, vegin- um frá hliði þjóðgarðsins niður á Leirar. Gjáin lætur lítið yfir sér í fyrstu, grunn og auðveld yfirferðar, en þegar innar dregur þurfa göngu- garpar að hafa nokkuð fyrir því að klöngrast yfir stórgrýti og vænleg- ast að þeir séu vel skóaðir. Þeir uppskera þó ríkulega fyrir það erf- iði, því framundan er afar fögur gjáin, djúp og breið og grasi vaxin. Þingvallabændur munu hafa heyjað þar áður fyrr, þó varla hafi verið hlaupið að því. En það er fleira sem gerir Snóku merkilega en fegurðin ein. Samkvæmt bók Björns Th. Björnssonar um Þingvelli er leitun að stað með fjölbreyttari flóru og eru í bókinni taldar upp 75 tegund- ir jurta og grasa sem vaxa i Snóku. xxx Ekki dregur úr fegurð þjóð- garðsins þegar gengið er frá Snóku meðfram Stekkjargjá, að Öxarárfossi, eftir brúnum Al- mannagjá að Drekkingarhyl og áfram heim að Valhöll. Á leiðinni til baka er gaman að koma við í Þingvallakirkju og Peningagjá rifj- ar upp minningar úr sunnudagsbíl- túrum bernskunnar. Svona væri hægt að halda lengi áfram, því Þingvöllum kynnist epginn til hlítar með einni heimsókn, heldur endist vart ævin til. X X X Umrædd bók Björns Th. Björns- sonar um Þingvelli, sem end- urútgefin var í tilefni 50 ára afmæl- is lýðveldisins, er hinn besti leiðar- vísir, ef lagt er upp í Þingvallaferð. Auk nákvæmra upplýsinga um gjárnar, fornar gönguslóðir, víkur, kletta og hella er í henni að finna fjölmarga fróðleiksmola, sem gera lesturinn miklu skemmtilegri en ella. Rifjaðar eru upp í stuttu máli frásagnir af bændum og búaliði á Þingvöllum, þinghaldi og ólánsöm- um sakamönnum fyrri tíðar, sem þar tóku út sína refsingu. XXX Aþjóðhátíðinni á Þingvöllum 17. júní var til þess tekið hversu mjög til fyrirmyndar öll umgengni fólks var og til dæmis sást varla nokkurs staðar rusl, sem fólk hafði kastað frá sér á víðavangi. Það vakti athygli Víkveija á göngunni um Þingvelli rúmri viku eftir þessa miklu hátíð að gróður hafði sloppið vel frá þeim mikla átroðningi, sem óhjákvæmilega fylgdi hátíðarhöld- um tugþúsunda Islendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.