Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 9
FRÉTTIR
EFTIR sjö stunda glímu í Þverá í Borgarfirði á dögunum landaði
Jón Hjartarson 25 punda hæng, sem hann veiddi á flugu í streng
ofan Dranghyls. Laxinn er enn sá stærsti sem veiðst hefur.
Jón Ársælsson, einn leiðsögumanna
við Ytri Rangá missti þann stóra
um helgina, glímdi við ferlíki á
Klöppinni í rúmlega hálftíma áður
en taumurinn slitnaði og laxinn fór
sína leið. Ekki var hægt að slá
þyngd á fiskinn, því hann lét aldrei
sjá til sín, lá djúpt og langt úti í á.
Þveráin einna sterkust
Holl sem lauk veiðum í Þverá á
sunnudag veiddi rúmlega 50 laxa
og voru þá komnir yfir 500 laxar
á land úr ánni að sögn Jóns Ólafs-
sonar, eins leigutaka árinnar. Eitt-
hvað vantaði á töluna vegna óbók-
aðra laxa á efri hluta svæðisins sem
kennt er við Kjarrá. Metlax sumars-
ins er enn 25 punda hængur Jóns
Hjartarsonar.
13 ára stúlka veiddi 20 punda
fisk
Núpá á Snæfellsnesi hafði gefið 75
laxa um helgina og var meðalþung-
inn 13 pund. Tveir 20 punda fiskar
eru stærstir og einn 19 punda.
Annan 20 punda laxinn veiddi 13
ára stúlka, Anna María Gísladóttir
og var það aðeins annar lax hennar
á ferlinum. Anna María var eina
klukkustund og kortér að ná laxin-
um sem dró hana mörg hundruð
metra ýmist upp ána eða niður eft-
ir henni. Fyrir utan augnablikið er
laxinum var landað var hámark
orrahríðarinnar er barnið lenti út í
miðjum hyl og þurfti þá nærstaddur
fullorðinn áhorfandi að hlaupa til
og veiða stúlkuna upp úr hylnum.
Ævintýrið
að endur-
taka sig?
„Það lítur út fyrir að ævintýrið frá
1990 ætli að endurtaka sig. Um
mánaðamót júní-júlí verða komnir
álíka margir laxar á land og þá og
það sem meira máli skiptir, áin er
að verða blá af laxi. Mikið magn
af fiski hefur verið að hellast inn
síðustu daga. Hann hefði mátt taka
betur, en gerir það eflaust á næstu
dögum,“ sagði Þröstur Elliðason
leigutaki Ytri Rangár í samtali við
Morgunblaðið í gærdag. Þá voru
komnir um 50 laxar úr Rangánum
báðum til samans, 35 úr Ytri ánni,
um það bil 15 úr þeirri eystri sem
að öllu jöfnu er seinni til. Það er
mest vænn smálax sem er að ganga
um þessar mundir, en 12-14 punda
fiskar eru einnig með í veiðinni.
Eftirlitsmenn fóru á ósasvæðið um
helgina til að flæma burtu seli sem
höfðu gert sig heimakomna þar.
Voru fimm selir skotnir og fleirum
stökkt á flótta. Sáust miklar göngur
þar um slóðir, en ofai' í ánni er það
helst svæðið fyrir neðan Ægissíðu-
foss sem hefur gefið, en veiðistaðir
ofar hafa verið að styrkjast.
Islandsheimsókn Beatrix Hollandsdrottningar lokið
Heillaðist af fegurð landsins
BEATRIX Hollandsdrottning og
eiginmaður hennar Claus prins
fóru frá íslandi i gærmorgun eft-
ir velheppnaða ferð. Um helgina
ferðuðust þau um landið í fylgd
Vigdísar Finnbogadóttur, forseta
Islands. Þau voru heppin með
veður og voru að sögn Sveins
Björnssonar, forsetaritara, heill-
uð af landinu þegar þau fóru.
Á laugardag flugu hinir tignu
gestir til Húsavíkur og fóru um
Námaskarð og upp að hraunrönd-
inni við Kröflu þar sem þau fengu
sér nesti í hlýju og björtu veðri.
Hiti var um 20 stig. Þau fóru síðan
í Dimmuborgir og að Mývatni. Síð-
degis flugu þau síðan til Hafnar i
Hornafirði. Á sunnudeginu fóru
þau í ferð sem Jöklaferðir skipu-
lögðu. Fyrst fóru Beatrix, Claus
og Vigdís í bátsferð um Jökullónið
og síðan fóru þau upp á Skálafell-
sjökul og stigu m.a. á vélsleða.
Skygni var frekar lélegt, en þó sáu
þau Öræfajökul gnæfa upp úr
skýjahulunni.
Útbob ríkisvíxla
til 3, 6 o§ 12 mánaba
fer fram mibvikudaginn 6. júlí.
Nýtt útboð á ríkisvíxlum fer fram á
morgun. Um er að ræða 13. fl. 1994
A, B og C í eftirfarandi verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til 3, 6 og 12 mánaða
með gjalddaga 7. október 1994,
6. janúar 1995 og 7. júlí 1995. Þessi
flokkur verður skráður á
Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki
íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verða seldir með
tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð
samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu
er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í
meðalverð samþykktra tilboða er
1 millj. kr.
Löggiltum verðbréfafyrirtækjum,
verðbréfamiðlurum, bönkum og
sparisjóðum gefst einum kostur á að
gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt
tiltekinni ávöxtunarkröfu.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í
ríkisvíxla eru hvattir til að hafa
samband við framangreinda aðila,
sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá
og veita nánari upplýsingar. Jafnframt
er þeim sjálfum heimilt að bjóða í
vegið meðalverð samþykktra tilboða
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa
að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14 í dag, miðvikudaginn
6. júlí. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70.
Athygli er vakin á því að
8. júlí er gjalddagi á 7. fl. ríkisvíxla
sem gefinn var út 8. apríl 1994 og
1. fl. ríkisvíxla sem gefinn ver út
7. janúar 1994
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70.
Afsláttur af öllum
l«fc«nl golfvörum öt julí
Sportbúð Kópavogs,
Hamraborg 20A - sími 641000
Beldray tröppur og
stigar ávallt
fyrirliggjandi. Mest
seldu áltröppur á
íslandi.
Þú nærð hærra með
BELDRAY
Fæst í næstu
wynninaavöruversiun_
GUÐMUNDSSON & Co. hf.
UMBODS OG HEILDVERSLUN
SIMI 91-24020 FAX 91-623145
TOSHIBA
Attþú
ekkí <
örbylgjuofn ?
Þeir sem eiga T0SHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem
þeir vildu síst vera án. T0SHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á
Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá
Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara.
Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ?
Við bjóðum yfir 10 gerðir af T0SHIBA örbylgjuofnum á verði og
kjörum, sem allir ráða við!
Einar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 S 622901 og 622900