Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1994 2 7 •
MINNINGAR
Sighval Einarsson og Co., en fyrir-
tækið rak fjölskyldan með miklum
ágætum um áratuga skeið á meðan
líf og heilsa entist.
Óskar, eiginmaður Sigurbjargar,
var fæddur í Reykjavík 7. desember
1923, sonur Birgittu Guðbrands-
dóttur og Þorkels Þórðarsonar. Þeg-
ar Óskar var sjö ára að aldri gekk
Guðrún Kristjánsdóttir, eiginkona
Þorkels, Óskari í móðurstað og ól
hann upp, sem sinn eigin son. Ösk-
ar stundaði nám við Samvinnuskól-
ann og lauk prófi þaðan árið 1944.
Upp frá því starfaði hann við verzl-
unar- og skrifstofustörf.
Eftir brúðkaupið dvöldu þau Sig-
urbjörg og Óskar um tíma í Banda-
ríkjunum og stunduðu þar meðal
annars framhaldsnám í verzlunar-
j fræðum. Við heimkomuna hóf Ósk-
. ar störf við fyrirtæki tengdaföður
síns og starfaði þar alla tíð síðan.
Heimili þeirra hjóna var sérstak-
l lega smekklegt og vinalegt, bar
vitni um reglusemi hvert sem litið
var og greinilegt var, að hér hafði
fyrirmyndarhúsmóðir lagt hönd að
verki og lífið blasti við.
En lífið getur verið fallvalt og
breytingum háð. Eftir ánægjulegt
hjónaband til margra ára dró ský
fyrir sólu í lífí Sigurbjargar og Ósk-
ars. Óskar fékk Parkinsonsveiki,
sem ágerðist sífellt, og varð upp frá
því sjúklingur til fjölda ára. I veik-
indum eiginmanns síns komu ber-
lega í ljós mannkostir og trygglyndi
Sigurbjargar. Hún stóð alla tíð við
hlið eiginmanns síns og hjúkraði
honum hvort sem var að nóttu eða
degi.
Eftir lát Óskars var ekki óeðli-
legt, að tómarúm myndaðist í lífi
Sigurbjargar og varð úr að hún
gekk til liðs við sjálfboðaliða Rauða
kross íslands og starfaði þar meðan
heilsan entist.
Kunningsskapur okkar Sigur-
bjargar hefur frá fyrstu kynnum,
er hún gekk að eiga Óskar bróður
okkar, verið náinn og góður og
varð hún ein ,af fjölskyldunni, en
nú mun hennar verða saknað.
Um leið og Sigurbjörg er kvödd
ber að þakka góðum vinkonum
hennar fyrir einstaka umhyggju og
alúð í veikindum hennar.
Guð blessi minningu Sigurbjarg-
ar.
Ragnheiður Þorkelsdóttir, '
Þórður Þorkelsson
og fjölskyldur þeirra.
Þegar mamma hringdi og til-
kynnti mér að hún Lilla væri dáinn
þá brá manni þótt ég hafi heyrt
um veikindi hennar.
Þegar ég var 13 ára gamall fór
ég að vinna sem sendill hjá Sig-
hvati Einarssyni og Co. fyrir Sigur-
björgu Sighvatsdóttur (Lillu) og
mann hennar, Óskar Þorkelsson.
Við Lilla höfðum þekkst áður þar
sem hún var besta vinkona móður
minnar en þar hófust ný kynni þar
sem Lilla og Óskar veittu mér fyrstu
tilsögn í að feta mig áfram í vinnu.
Sambandið hélt áfram eftir að ég
hætti að vinna hjá Sighvati Einars-
syni og Co. og oft var leitað til
Lillu og Óskars með ýmislegt.
Óskar eiginmaður Lillu veiktist
fyrir aldur fram og tók Lilla að sér
að hjúkra honum. Þrátt fyrir erfið
veikindi lagði hún það á sig að vera
með Óskar á heimili þeirra og
hjúkra honum þar eða þar til hann
lést fyrir nokkrum árum.
Óskar og Lilla áttu ekki börn en
ég og systkini mín gátum alltaf
leitað til þeirra og höfðu þau alltaf
tíma fyrir okkur. Það er söknuður
að sjá á eftir þessari lífsglöðu konu
sem átti svo margt eftir ógert og
hafði svo mikið þrek þar til veikind-
in dundu yfir.
Sambandið hélt áfram og kynnt-
ist Lilla öðrum meðlimum fjölskyldu
minnar. Konan mín minnist sérstak-
lega ferðar sem þær fóru saman
til Hamborgar fyrir nokkrum árum.
Ég hitti Lillu um síðustu páska
og þá var umtalað að við hittumst
fljótlega, en af því verður aldrei.
Við söknum þín, Lilla, og biðjum
fyrir þér.
Lúðvík Friðriksson
og fjölskylda.
Við seljum
••
anægju, oryggi
og vellíðan
' ////;
Það er tilfinningin. Ilmurinn, kyrrðin
loftið, hreyfingin. Ekkert jafnast á
við að vera vel búinn úti í náttúrunni.
Þetta er ekkert pjatt. Maður lrður áfram
á góðum gönguskóm og þreytist mun minna.
Þeir verða vinir manns.
Matarlystin, maður! Það er svo gott að borða!
Ég vil geta eldað almennilegan mat í útilegu.
Já, já, ég veit að ég mátti ekki
heyra minnst á útilegu en svo
þegar maður kynnist þessu þá
verður útiveran hluti
af lífsstílnum.
Bakpoki er ekki það sama og
bakpoki. Það er málið.
Þetta þarf allt að vera létt,
traust, öruggt og einfalt.
Sumum leiðist í rigningu en mér \
finnst ekkert betra en hofa mér '
ofan í góðan svefnpoka í góðu tjaldi I
og láta rigninguna sem fellur /
á tjaldhimininn svæfa mig. /
" Þeir vita náttúrlega hvað þeir eru að tala
um í Skátabúðinni því þeir hafa reynsluna.
Svo kom verðið mér verulega á óvart.
\
bwrar fwmur
Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45
Póstsendum samdægurs. Biðjið um mynda- og verðlista okkar.