Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 44

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 44
SÍmG<MW^MBREF69n8l!PÓSmÓLF3040 / AKVHEYRl: HAFNARSTRÆTI 86 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forsætisráðherra segir flest benda til að rofi til í efnahagsmálum Teikn um að efnahags- kreppan sé á undanhaldi EFNAHAGSÞRÓUN hérlendis virðist benda til þess að brátt geti séð fyrir endann á því sam- dráttar- og stöðnunarskeiði sem ríkt hefur frá því í lok síðasta áratugar. „Það bendir flest til þess að við séum komin að endimörkum þessarar kreppu. Það eru engin teikn um það að hún eigi eftir að dýpka. Það eru þvert á móti teikn um að hún fari að slakna en menn þurfa auðvitað að gæta að sér,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í gær þegar V^kynnt var nýtt minnisblað frá Þjóðhagsstofnun “iim útlit í efnahagsmálum á þessu og næsta ári. Þar er því spáð að hagvöxtur fari að taka við sér, þó hægar og seinna en í mörgum öðrum löndum. Þannig verði hagvöxtur 1% á næsta ári en áætlað er að hagvöxtur verði um 3% að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Þá er gert ráð fyrir að þjóðartekjur aukist um 1,6%. Horfur eru á batnandi viðskiptakjörum og jafnvægi í viðskiptum við útlönd þrátt fyrir samdrátt í fiskafla. Útlit er fyrir áframhaldandi stöðugleika í verðlagsmálum þótt horfur séu á aukinni neyslu og fjárfestingu. Talið er að þjóðarútgjöld aukist um 2,2% á næsta ári en undanfarin 3 ár hafa þau dregist saman. Gert er ráð fyrir að kaup- máttur aukist um 0,5% og talið er að atvinnu- leysi aukist ekki frá því sem nú er. Á hinn bóg- inn geti þróun opinberra íjármála og vaxta sett strik í reikninginn en reiknað er með aðhaldss- amri stjóm peningamála og að stefnt verði að lækkun ríkissjóðshalla í áföngum á næstu árum. „Það em allir þættir jákvæðir, sem tekið er á í þessu plaggi, og þetta er í fyrsta skipti í lang- an tíma sem við horfum á slíkar tölur. Það er auðvitað ánægjulegt fyrir okkur öll sem höfum verið að þrauka þetta tímabil," sagði Davíð Oddsson. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar sagði tvennt skipta mestu máli varðandi betri horfur. Annars vegar uppgangur í efnahagslífi annarra ríkja og hins vegar væm starfsskilyrði hér hagstæð og stöðug. Davíð Oddsson sagði við Morgunblaðið, að allt benti nú til að umsvif fæm að aukast í at- vinnulífínu. í ljósi þess væri gert ráð fyrir ívið meiri verðbólgu á næsta ári en þessu og einnig að kaupmáttur aukist lítillega. Davíð sagði að einkafjárfesting hefði verið of lítil og nauðsyn- legt að hún fari að taka við sér. H Efnahagslífið/6 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Með loðnu til Eyja eftir 37 tíma stím VEL VAR tekið á móti skipveij- um á Sighvati Bjamasyni þegar skipið kom með fyrsta loðnu- farm vertíðarinnar til Vest- mannaeyja í gær eftir um 400 sjómílna siglingu af miðunum. Skipið var um 37 tíma á leið- inni með fullfermi, 680 tonn. Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri, sagði að siglingin af miðunum hefði gengið vel, slétt- ur sjór alla leiðina. Hann sagði að nokkurn tíma hefðí tekið að finna góðar loðnutorfur til að kasta á. Stærstur hluti farmsins hefði fengist í síðasta kasti. Um 100 tonn hefðu verið eftir í nótinni þegar skipið var orðið fullt. Guðmundur sagði að ná- læg skip hefðu dælt upp úr nótinni svo ekkert hefði farið til spillist. ■ Skipstjórar/2 A toppi Heklu Tveir hjólreiðamenn klifu Heklu um helgina og hjóluðu síðan nið- ur. Á myndinni virða Eggert Akerlie og Karl Eiríksson útsýn- ið fyrir sér. Eyjafjallajökull og MýrdalsjökuII sjást í fjarska. Rannsókn á meiðsl- um Gýmis FÉLAG tamningamanna hefur óskað eftir opinberri rannsókn á slysi sem gæðingurinn Gýmir frá Vindheimum varð fyrir í úrslita- keppni á landsmótinu á Gadd- staðaflötum á sunnudag. Meiðsl- in voru svo alvarleg að fella þurfti hestinn. Hinrik Bragason, eigandi hestsins, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekkert hafa við það að athuga þótt klárinn yrði krufinn og rannsakað hvort um meinta lyfjagjöf hafi verið að ræða. ■ Konungur gæðinga/Cll Hag-stofan birtir greinargerð um launavísitölu o g launasamanburð Um 3% meiri hækkun launa til opinberra starfsmanna HAGSTOFA íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu í greinargerð um útreikning launavísitölu að laun opinberra starfsmanna hafi hækkað um 3% umfram laun á almennum vinnumarkaði. Talsmenn ASÍ höfðu haldið því fram að munurinn væri um 5-6 af hundraði. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir niðurstöðurnar hrekja stað- hæfingar um að n'kisstjórnin fylgi annarri launastefnu en ASÍ og VSÍ. Gylfi Ambjömsson hagfræðingur ASÍ segir aftur á móti að þær staðfesti þau sjónarmið ASI að mikill munur sé í launaþróun ólíkra stétta. í greinargerð Hagstofunnar kemur fram að tiltæk gögn um þróun launa undanfarin fjögur ár gefi ekki færi á nákvæmum samanburði vegna mismunandi aðferða við athuganir. Gögnin styðji þó í meginatriðum það mat, sem fram komi í launavísitölu Hagstofunnar, og virðist hún þokkalegur mælikvarði á þróun launa í heild. I greinargerðinni kemur fram að samkvæmt gögnum launavísi- tölunnar hafí laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækkað um 3% umfram laun á almennum vinnumarkaði frá því í ársbyrjun 1990. Sagt er að í reynd sé munurinn þó líklega nokkuð minni, þar sem líklegt sé að í tölun- um gæti nokkurs ofmats á launa- breytingum opinberra starfs- manna og bankamanna en van- mats á launabreytingum á al- mennum vinnumarkaði. Fjármálaráðherra segist vera ánægður með greinargerð Hag- stofunnar. „Niðurstaða hennar er að lánskjaravísitalan geti ekki mælt mismun á þróun launa milli einstakra tekjuhópa vegna þess að þau gögn sem hún byggir mat sitt á eru fengin með mismunandi hætti,“ sagði hann. „Frumhlaup ASÍ“ Friðrik segir að niðurstaðan hreki þær staðhæfíngar að ríkis- stjórnin hafi fylgt annarri launa- stefnu en VSÍ og ASÍ. Hann minnir á að launaþróun skv. niður- stöðu kjararannsóknarnefnda hafi sýnt aðra útkomu fyrir sama tíma- bil. „Því miður hefur þetta frum- hlaup ASÍ ýtt undir óþarfa úlfúð milli launþegahópa í landinu. Það er vonandi að menn snúi sér frek- ar að því nú að viðhalda stöðug- leikanum þegar loks grillir í betri tíð í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði Friðrik Sophusson að lokum. Sjónarmið ASÍ staðfest Gylfi Arnbjörnsson hagfræðing- ur ASÍ segir að niðurstöður greinargerðarinnar hafí staðfest þau grundvallarsjónarmið sam- bandsins að yfir heildina ríki mik- ill munur í launaþróun launafólks. „Við teljum að munurinn sé mikill einkum í ljósi þess að laun hafa á sl. þremur árum hækkað um 1,7%,“ sagði hann. „Hagstofan lýkur samanburði sínum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en tekur ekki tímabilið fram til maíloka eins og við gerðum í okkar útreikning- um. Opinberir starfsmenn gerðu samninga í vor og við ályktum því að munur upp á rúm 3% sé í lægri kantinum.“ Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar munu fulltrúar ASI hitta forsætis- ráðherra að máli í dag og fara yfir stöðu mála.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.