Morgunblaðið - 26.10.1994, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ .
H
Lét kon-
urtaka
lánin
MAÐUR um fímmtugt er grun-
aður um fjársvik fyrir á annan
tug milljóna með því að hafa
fengið allmargar konur til að
taka fyrir sig lán eða ábyrgjast
lán fyrir samtals á annan tug
milljóna á undanfömum mán-
uðum.
Maðurinn, sem sjálfur er
ógjaldfær og eignalaus, var
úrskurðaður í 10 daga gæslu-
varðhald vegna málsins nýlega
en var látinn laus úr haldi í gær
eftir að Héraðsdómur hafnaði
kröfu RLR um framlengt
gæsluvarðhald.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er maðurinn
grunaður um að hafa blekkt
konumar til að taka lán og
afhenda sér peningana sem
hann hafi lofað að endurgreiða.
í einhveijum tilvikanna er
talið að um misneytingu hafi
verið að ræða, þ.e.a.s. að mað-
urinn hafí notfært sér bágindi,
einfeldni eða fákunnáttu við-
komandi eða það að hann var
honum háður til að afla sér
hagsmuna án þess að eðlilegt
endurgjald kæmi fyrir.
Sendiráðslóð-
in auglýst í
samráði við
lóðarhafa
SKIPULAGSNEFND Reykja-
víkurborgar hefur ákveðið að
auglýsa tillögu að breyttri land-
notkun á lóð breska sendiráðs-
ins við Laufásveg, í samráði
við lóðarhafa.
Skipulagsstjóm ríkisins
hafnaði beiðni Borgarskipulags
Reykjavíkur um breytta land-
notkun á lóð breska sendiráðs-
ins við Laufásveg 31, en þar
stendur til að Bretar og Þjóð-
veijar sameinist um byggingu
sendiráðs. Sótt var um breyt-
ingu á aðalskipulagi Reykjavík-
ur og að landnotkun lóðarinnar
yrði breytt úr svæði fyrir íbúða-
byggð í svæði fyrir verslun og
þjónustu. í bókun skipulags-
stjómar segir að „með tilliti til
þess að byggt er í grónu íbúðar-
hverfi og fyrir liggur andstaða
við framkvæmdina meðal ná-
granna þá fellst skipulagsstjórn
ekki á erindið".
Lést í bílslysi
STÚLKAN,
sem lést í
banaslysi á
Fagradal síð-
degis á mánu-
dag, hét
Kristín Fönn
Ómarsdóttir,
til heimilis að
Bleiksárhlíð 2
á Eskifirði.
Kristín Fönn var tæplega
16 ára, fædd þann 17. nóvem-
ber árið 1978.
Hannes
vann Helg*a
ÖNNUR umferð úrslitakeppni
um íslandsmeistaratitilinn í
skák fór fram í Vestmannaeyj-
um í gærkvöldi. Hannes Hlífar
Stefánsson vann Helga Ólafs-
son í 35 leikjum með svörtu.
í fyrstu skákinni í fyrradag
gerði Hannes jafntefli við Jó-
hann Hjartarson. Jóhann og
Helgi Ólafsson tefla í dag og
hefur Jóhann hvítt.
FRÉTTIR
Samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
Mál listahátíðar undir-
búið í hendur lögreglu
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á
fundi í gær að fela bæjarlögmanni að undirbúa
mál vegna listahátíðar í bænum á síðasta ári í
hendur Rannsóknarlögreglu og afla frekari
gagna um málið ásamt bæjarendurskoðanda. Á
þessari vinnu að vera lokið fyrir bæjarráðsfund
í næstu viku og í framhaldi af því munu bæjar-
yfirvöld taka ákvörðun um framhald málsins.
Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks sátu hjá í at-
kvæðagreiðslu um málið. Þeir lögðu fram bókun
þar sem m.a. segir að einstaka ákvarðanir eða
fjárreiður Listahátíðar hf. beri vissulega að skoða
og gera verði þá almennu kröfu til allra þeirra
er njóti framlags bæjarsjóðs að umbeðnar skila-
greinar um tiltekin verkefni sem styrkt eru séu
skýrar. Hins vegar hafí forsvarsmenn meirihluta
bæjarstjórnar reynt að gera alla aðila málsins
tortryggilega og sérstaklega reynt að koma
höggi á Guðmund Árna Stefánsson fyriyerandi
bæjarstjóra. Þessu vísaði Magnús Jón Ámason
bæjarsjóri á bug í umræðum um málið.
I samþykkt bæjarstjómar segir að endurskoð-
unarskýrsla um listahátíðina sé samfelldur áfell-
isdómur yfir allri fjármálastjóm hátíðarinnar.
Bæjarstjóm telji að samningar við bæjarfélagið
Bæjarfulltrúar Alþýðu-
flokks sátu hjá við at-
kvæðagreiðslu um málið
hafi verið brotnir, þar á meðal samningur við
stjórn Listahátíðar í Hafnarfírði hf. frá mars
1993 og samningur við Arnór Benónýsson fjár-
málastjóra hátíðarinnar frá febrúar 1993 en
þessir aðilar hafí ekki staðið við samninga.
Þá segir að fjölmargt í skýrslunni hljóti að
vekja undmn og reiði bæjarstjómar og bæjarbúa
allra enda sé ekki annað sýnna en að um lög-
reglumál sé að ræða. Magnús Jón Ámason varp-
aði fram þeirri spurningu á fundinum hvað og
hvern ætti að kæra því málið væri flókið. Um
væri að ræða bæjarfélag annars vegar og fyrir-
tæki hins vegar sem átti að taka að sér að reka
ákveðið verk fyrir bæjarfélagið. Bæjarfélagið
hafi síðan gripið inn í og sjálft farið að reka
verkið. Magnús sagði að ef sveitarfélög vildu
láta rannsaka fjárreiður hjá sér, þá yrðu þau
að leita til ráðuneytis félagsmála. „Þangað sé
ég litla ástæðu til að vísa þessu máli á þessu
stigi,“ sagði Magnús Jón.
Framlög umfram áætlanir
MagTiús Jón sagði á bæjarstjórnarfundinum
að greidd framlög til listahátíðar úr bæjarsjóði
hefðu verið mun hærri en fjárhagsáætlun bæjar-
ins sagði til um, en Guðmundur Árni Stefánsson
hefur sagt að greiðslur til hátíðarinnar hafi ver-
ið heimilaðar í samræmi við fjárhagsáætlun og
endurskoðaða fjárhagsáætlun.
Magnús Jón sagði að þann 23. febrúar 1993
hefði fjárhagsáætlun bæjarins verið samþykkt
og þá verið ráðgerðar 10 milljónir króna til lista-
hátíðar. í mars sama ár hefði Guðmundur Árni
Stefánsson skrifað undir samning við Listahátíð
í Hafnarfirði hf. um að framlag bæjarins verði
16 milljónir. í lok maí 1993 var að sögn Magnús-
ar Jóns búið að greiða 11,4 milljónir úr bæjar-
sjóði, í lok júní 25 milljónir umfram tekjur af
hátíðinni, í lok júlí 30,5 milljónir umfram tekjur
og í lok nóvember var búið að greiða 34 milljón-
ir umfram tekjur. Hinn 30. nóvember endurskoð-
aði meirihlutinn í bæjarstjóm fjárhagsáætlun
og samþykkti að heimila þessar greiðslur.
Fæðingar-
heimilið opni
í desember
UNNIÐ er hörðum höndum að
Iagfæringn Fæðingarheimilisíns
við Eiríksgötu um þessar mund-
ir. Davíð A. Gunnarsson, for-
stjóri Ríkisspítalanna, segir að
stefnt sé að því að taka í notkun
16 til 18 rúm fyrir fæðandi kon-
ur á annarri og þriðju hæð húss-
ins í byijun desember.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvaða starfsemi verður í neðri
hluta hússins. En ein hugmyndin
er að mæðraskoðun fari þar
fram.
Neysla
áfengis
minnki
um 25%
Á ALÞINGI hefur verið Iögð fram
tillaga til þingsályktunar um að rík-
isstjórninni verði nú þegar falið að
gera áætlun um hvernig draga megi
úr áfengisneyslu um 25% fram til
ársins 2000, en það markmið Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
samþykkti ríkisstjórnin á árinu
1986. Flutningsmenn er úr öllum
stjórnmálaflokkunum.
Breytingar á kjörvaxtaflokkum
Landsbanka íslands
Vaxtaálag
hækkað um
allt að 0,5%
A að hvetja lántakendur til að
bæta fjárhagsstöðu sína
LANDSBANKINN hækkaði sl.
föstudag álag í þremur hæstu
álagsflokkum í kjörvaxtakerfi sínu
um allt að hálft prósentustig. Ólaf-
ur Örn Ingólfsson, forstöðumaður
hjá Landsbankanum, sagði að ekki
væri um almennar vaxtabreytingar
að ræða heldur eingöngu endur-
skoðun á efstu álagsflokkum í kjör-
vaxtakerfinu í þeim tilgangi að
bæta kjör útlána og hvetja lántak-
endur til að bæta fjárhagslega
stöðu sína.
Landsbankinn raðar viðskipta-
vinum sínum í 9 kjörvaxtaflokka
eftir lánstrausti viðkomandi aðila.
Álag í 7. flokki hækkar um 0,05%,
í 8. flokki er hækkunin um 0,30%
og í 9. flokki er hækkunin 0,50%.
Eftir breytinguna greiða lántak-
endur sem lent hafa í hæsta útláns-
flokki óverðtryggðra skuldabréfa-
lána 12,25% vexti í stað 11,75%
áður. Hæstu verðtryggðu vextir
hækka úr 9,70% i 10,20% og hæstu
forvextir víxla fara úr 12,25% í
12,75%.
Álag hækkaði seinast í júní
Landsbankinn gerði talsverðar
breytingar á kjörvaxtaálagi sínu
21. júní sl. en þá hækkaði álag á
kjörvexti útlána um 0,4-1,25%,
mismunandi eftir kjörvaxtaflokk-
um. Aðspurður sagði Ólafur að þær
breytingar hefðu ekki dugað til í
efstu flokkunum til að hvetja lán-
takendur til að bæta stöðu sína
með það fyrir augum að fá betri
útlánskjör. Við endurskoðun á
þessu kerfi hefði mönnum þótt
rétt að gera breytingar á efstu
álagsflokkunum og sagði hann að
bankinn myndi halda áfram að
endurskoða þetta kerfi til hækkun-
ar eða lækkunar eftir því sem
ástæða þætti til.
Seðlabankastjóri spyr hvort
hætta sé á bankakreppu
Steingrímur Hermannsson
seðlabankastjóri ijallaði um vaxta-
mál í ræðu á þingi BSRB í gær.
I fréttum útvarps og sjónvarps kom
fram, að hann hefði gagnrýnt háa
vexti í bankakerfinu. Hann sagði
að bilið á milli bankavaxta og
vaxta af ríkisbréfum bæði á lang-
tíma- og skammtímavöxtum hefði
farið stórlega vaxandi og væri eitt
alvarlegasta einkennið í íslenskri
vaxtamyndun.
Steingrímur benti einnig á hætt-
una af því að skuldir einstaklinga
og heimila færu sífellt vaxandi og
spurði: „Gætu vaxandi skuldir
heimilanna valdið nýrri banka-
kreppu hér á landi?“
Einnig vék Steingrímur að
hækkun á hæstu álagsvöxtum
Landsbankans sl. föstudag og
sagði: „I því lenda einstaklingarnir
og það sem er umhugsunarefni er
að í hæstu flokkunum lenda þeir
einstaklingar sem eiga erfiðast
með að greiða. Þeir eru metnir
lélegustu lántakendurnir,“ sagði
Steingrímur.