Morgunblaðið - 26.10.1994, Side 25

Morgunblaðið - 26.10.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 25 AÐSEIMPAR GREIIMAR Þjóðarátak fyrir þjóðbókasafnið Gefum húsinu stóra sál FYRIR nokkru var ég á gangi um Vest- urbæinn með útlendri vinkonu minni og benti henni á stóru nýbygginguna sem risin er þar sem áður var Melavöllurinn. „Hér verður þjóðar- bókasafnið okkar til húsa,“ sagði ég stolt. „Ég veit það,“ sagði vinkona mín þreytu- lega, „þú hefur oft sagt mér það áður.“ Þetta var nefnilega ekki fyrsta heimsókn hennar til Reykjavík- ur. Og skyndilega varð mér ljóst að allar götur síðan Þjóð- arbókhlaðan varð sýnileg og áþreifanleg þarna vestur í bæ hef ég hugsað hlýlega til þessarar byggingar og beðið þess með óþreyju að dyr hennar lykjust upp. Nú bendir allt til þess að næst þegar vinkonan heimsækir mig geti ég boðið henni að ganga með Oft var þörf en nú er nauðsyn, segir Ingibjörg Haralds- dóttir, sem hvetur fólk til samátaks með stúdentum í þágu þjóðarbókasafns okkar. mér inn um þær dyr og skoða þetta stóra, fallega hús innanfrá. Ég sé það fyrir mér fullt af bókum og listaverkum og fólki á öllum aldrei. Fólki sem á þangað ýmis erindi, fólki í leit að upplýs- ingum, þekkingu, fræðslu, skemmtun, fólki sem hefur unun af bókmenntum. Ungu fólki sem er að búa sig undir lífsstarfið, eldra fólki sem hefur lokið störfum sín- um í þágu þjóðfélagsins og hefur því betri tíma en áður til að dvelja í heimi bókanna. Alls konar fólki. Ég sé fyrir mér hús sem er allt í senn: friðsælt afdrep í erli dags- ins, musteri menningar, vísinda og lista, og nútímaleg upplýs- ingamiðstöð sem nýtist öllum landsmönnum. Hús sem gegnir margþættu hlutverki og skiptir okkur öll miklu máli. Stundum er það haft á orði að við íslendingar teljum okkur geta leyst flest vandamál með stein- steypu. Þá er kannski verið að ýja að því að við hugsum meira um umbúðir hlutanna en eiginlegt inn- tak þeirra. Þjóðarbókhlaðan er óneitanlega stórt hús og glæsilegt - en það sem gefur henni gildi er auðvitað innihaldið, fremur en umbúðimar. Bækurnar í hillunum, hugbúnaðurinn og skjölin í tölvun- um. Hugvitið og fróðleikurinn, Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SlBS Ármúla 34, bakhús Síml 814303 vinnan og listin. Arfur kynslóðanna, saga okkar og menning. Þjóðarbókhlaðan hlýtur að verða hús með stóra sál - ef þjóðin ber gæfu til að þekkja sinn vitjunar- tíma. Ef hún sér til þess að hillurnar fyll- ist af bólkum handa fróðleiksþyrstu fólki og unnt verði að halda safninu lifandi með nýjum aðföngum. Gróskumikil og lifandi bókasöfn eru lífsnauð- syn hverri þjóð sem vill kalla sig menning- arþjóð. Sú staðreynd breytist ekki þótt tæknin bjóði stöðugt upp á ný form, bækur og rit víki fyrir tölvudiskum og geisladiskum og upplýsingar verði sífellt aðgengi- legri þeim sem heima sitja yfir sínum tölvum. En það verður brýnna en nokkru sinni fyrr að fylgjast með, dragast ekki aftur úr öðrum þjóðum í þeirri hröðu þróun sem við erum þátttakendur í hvort sem okkur líkar betur eða verr. Oft var þörf en nú er nauðsyn - við þurfum að standa myndar- lega að málum þegar þjóðarbóka- safnið tekur til starfa í Þjóðarbók- hlöðunni. Líti nú hver í eigin barm og spyiji sjálfan sig. Hvað get ég lagt af mörkum til þess að tryggja börnum mínum og barnabörnum aðgang að því besta sem þessi þjóð hefur skapað, hvað get ég gert til að tryggja þeim menning- arlegt og fagurt mannlíf í framtíð- inni? Höfundur er formaður Rithöfundasambands Islands. Duga vasa- peningamir ekkiút vikuna? NOTAÐU EITTHVAB AF PEIM í HAPPAPRENNUR PA0 C3ÆTI DUGAEJ! — HEFUR VINNINGINN! Ingibjörg Haraldsdóttir Kosnmgaskrifstofa Ara Edwald er ad Hafnarstncti 7 n” er opin aUa daf*a frá 10 til 10. Símar skrijstofiumur eru: 2 40 25 og 2 40 65. Fax: 2 40 79 Ungt fólk telur um 40% kjósenda í Reykjavt'k ogþað þarf að eiga fulltrúa á framboðslista Sjálfstœðisflokksins. Rödd þess verður að heyrast á Alþingi þegar stefnan verður mörkuð til nœstu a/dar. Það er kostur fyrir Sjálfstceðisflokkinn að geta boðið upp á ungan mann með þá reynslu sem Ari Edwald hefur og því hvetjum við alla til að styðja hann í 7. sœtið. -Stuðn ingsnicnn PowerBook 150 Við bjóðum nú nýjustu fartölvuna frá Apple, Macintosh PowerBook 150 með 4 Mb vinnsluminni og 120 Mb harðdiski. Tölvunni fylgir Claris Works 2.1, fjölnota forrit sem samanstendur af ritvinnslu, töflu- reikni, teikniforriti, gagnagrunni, samskipta- forriti og listmálunarforriti, MacLink Plus 7.5, sem les og skrifar MS-DOS-skjöl, Stýrikerfi 7.1 og fleiri forrit. PowerBook 150-fartölvan hentar öilum sem þurfa á öflugri tölvu að halda og meðfæri- legri, því hana má taka með sér nánast hvert sem er. Hún er því kjörin hvort sem er fýrir skrifstofuna, skólann eða heimilið. Verð PowerBook-tölvunnar ásamt hug- búnaðinum er 143.158,- kr. eða aðeins 136.000, mm kr. stgr. Eitt blab fyrir alla! JftovgMHÍÍJlíibih - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.