Morgunblaðið - 26.10.1994, Qupperneq 43
í-
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 43
I DAG
Arnað heilla
Q/\ÁRA afmæli. í dag,
OV/26. október, er átt-
ræður Marteinn Davíðs-
son, listmúrari, Neðsta-
leiti 26, Reykjavík. Eigin-
kona hans er Sigríður Ár-
sælsdóttir. í dag verða
hjónin, ásamt fjölskyldu
sinni, á siglingu um Karíba-
hafíð.
SKAK
Umsjðn Margeir
Pctursson
ÞESSI staða kom í viður-
eign tveggja af stiga-
hæstu skákmönnum
heims á stórmótinu í Bu-
enos Aires sem nú stendur
yfir. Vasilí ívantsjúk
(2.695), Úkraínu, hafði
hvítt og átti leik, en Vysw-
anathan Anand (2.720),
Indlandi, var með svart
og lék síðast 30. — Da8-
a2?
31. Hxg7+! - Kxg7, 32.
Bd4+ - f6 (Eða 32. -
Re5, 33. Bxe5+ — dxe5,
34. Dxe5+ - f6, 35. Dh2
og vinnur) 33. De3 —
Rf8, 34. Be4 - Kf7, 35.
Hh8 og Anand gafst upp
því hann á ekkert svar við
hótuninni 36. Dh6. Mót
þetta er sérstætt að því
leyti að það er skylda að
tefla Sikileyjarvörn. Mótið
verður því tæplega reikn-
að til stiga. Staðan eftir
fjórar umferðir: 1. Salov 3
v. 2.-3. Karpov og Júdit
Polgar 2 'h v. 4. Anand 2
v. 5.-8. Ljubojevic, ívant-
sjúk, Shirov og Kamsky
l'/2 v.
Um helgina: Kvenna-
meistaramót íslands hefst
laugardaginn 29. október
kl. 14 í Skákmiðstöðinni,
Faxafeni 12. Skráning hjá
Skáksambandinu á milli
10 og 13 virka daga.
LEIÐRETT
Gönguljós á
Hverfisgötu við
Vitastíg
í fréttatilkynningu frá
Borgarverkfræðingi í
Morgunblaðinu í gær um
ný umferðarljós var sagt
frá hnappstýrðum
gönguljósum sem kveikt
verður á á fimmtudag.
Þar kom fram að þau
væru við Höfðabakka en
það er ekki rétt. Þau eru
staðsett á Hverfisgötu við
Vitastíg. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
Ijósm. Norðurmynd - Ásgrímur
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. júní sl. í Grund-
arkirkju í Eyjafírði af sr.
Birgi Snæbjörnssyni Anna
Klara Hilmarsdóttir og
Björgvin Kolbeinsson, til
heimilis í Helgamagra-
stræti 48, Akureyri.
Ljósm. Norðurmynd - Ásgrímur
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. júní sl. í Akur-
eyrarkirkju af sr. Birgi
Snæbjörnssyni Bryndís
Arnarsdóttir og Árni Þór
Freysteinsson, til heimilis
í Nökkvavogi 26, Reykjavík.
Hlutavelta
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til
styrktar bágstöddum í Úganda og færðu ABC-
hjálparstarfi ágóðann sem varð 1.791 króna. Þær
heita Tinna Ásdís Jónasdóttir og Margrét Sesseþa
Ottestedt.
Farsi
VAIS6lAC$/CeocrUArtLT
O IW F«reu» C«i1oon«43IHnt>ul»d by Uniy»n»l Prtts SyixkcaW
, Seri/i&tturna.r esu bdjnar?
HOGNIHREKKVISI
STJÖRNUSPA
cftir Franccs Drakc
*
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert stórhuga ogleggur
hart að þér við að ná settu
marki.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl)
Óvænt þróun mála veldur því
að þú skiptir um skoðun
varðandi viðskipti. Þér ber-
ast góðar fréttir er varða
fjölskylduna.
Naut
(20. apríl - 20. maí) I^
Sérvitur starfsfélagi getur
gert þér lífið leitt og komið
í veg fyrir að þú getir ein-
beitt þér. En kvöldið verður
gott.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) í»
Breytingar geta orðið á fyr-
irætlunum þínum varðandi
samkvæmislífíð í dag, en þú
átt góðu gengi að fagna í
vinnunni.
Krabbi
(21. júni — 22. júlí) H0g
Einhver dráttur getur orðið
á að þér berist sending sem
þú átt von á. En þú getur
skemmt þér konunglega með
ástvini í kvöld.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Smávegis misskilningur get-
ur komið upp, en þér tekst
samt að (júka þvi sem þú
ætlaðir þér. Vertu með fjöl-
skyldunni í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Varastu fljótfærni í fjármál-
um í dag. Ástvinir starfa vel
saman og ná mikilvægum
áfanga á leiðinni að betri
framtíð.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Gættu þess að glata ekki
einhveiju sem þér er kært í
dag. Þú færist feti nær settu
rrtarki í vinnunni og hlýtur
viðurkenningu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það er óþarfi að taka mark
á orðrómi sem þú heyrir í
dag. Ástvinir njóta þess að
fara út saman að skemmta
sér í kvöld.
Bogmaöur
(22. nóv. — 21. desember) m
Bæði vinir og vandamenn
veita þér góðan stuðning í
sókn þinni að settu marki,
og þér gengur vel að semja
við aðra.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þú þarft á lipurð og háttvísi
að halda í viðskiptum dags-
ins. Félagi gefur þér góð ráð
og þið skemmtið ykkur sam-
an í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þú ferð hægt af stað í fyrstu,
en kemur miklu í verk þegar
á daginn líður. Þú hefur
ástæðu til að fagna í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Ástvinur er eitthvað illa fyr-
irkallaður og hefði gott af
að lyfta sér upp í kvöld við
kertaljós og rómantík.
Stjömusþdna á að lesa sem
dægradv'ól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegra stað-
reynda.
LAND & LAKE millisíð úloa
Verð frá aðeins kr. 4
LAND & LAKE vatteraðar buxur
með axlaböndum. FINE-TEX efni.
Má þvo í þvottavél. Allar stærðir.
Litir: Rauðar, gular, fjólubláar og
dökkbláar.
Sýnishorn í verslun okkar.
Verð frá aðeins kr. «) • 363
eece“ mittisja
^a ^vo^ tfvoílav^ Íllar stærðir.
Litur: Grár/svartur.
Sýnishorn í verslun okkar.
Verð aðeins kr. 4« 9«8
JOGGINGBUXUR,
2 saman í pakka,
65% bómull, 35% polyester.
Má þvo I þvottavél.
Til á lager í verslun okkar.
Allar stærðir. Margir litir.
Parið aðeins kr.
1.613
VATTERUÐ ULPA miliisíð
vind- og vatnsþétt.
Má þvo í þvottavél.
Stærðir 34-48.
Litir: Svartar, dökkgrænar
og rauðar
Verð aðeins kr. 4» 363
ULPA oq VESTI í sett
Hægt að nota saman
eða sitt í hvoru lagi.
Má þvo f þvottavél.
Stærðir 34—48.
Litir: Brúnn eða blár.
Verð aðeins kr. 7.4««
VATTERAÐUR BARNAGALLI
með lausri hettu. Margar stærðir.
Litur: dökkgrænn/rauður.
Verð aðeins kr. 2.488
VATTERAÐUR KULDAGALLI
með hettu í kraga.
Má þvo f þvottavél.
Margar stærðir.
Litir: Svart/blátt eða blátt/svart.
Verð frá aðeins kr. 2.48«.
J0SEFSS0NS er nýr pöntunarlisti, sem kemur út ANNAN HVERN MÁNUÐ. Komið I
verslun okkar í Skútuvogi 1 (næsta hús við IKEA) og fáið ókeypis eintak!
---------------------------------------------------
Fyrir landsbyggðina: Fyiiið út og sendið til okkar
og við sendum iistann ykkur að kostnaðariausu.
Nafn:........:..........................................
Heimilisfang:
Sími;
Staður:...................................................
Póstnr: