Morgunblaðið - 26.10.1994, Qupperneq 52
G
L#T7#f
alltaf á
Miðvikudögxun
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Saltfiskur
Hæsta
-skilaverð
í þijú ár
Allt að 52%
verðhækkun
MIKIL verðhækkun, allt að 52%,
hefur orðið á saltfiski á mörkuðum
á þessu ári. Sölusamband íslenskra
fiskframleiðenda hefur ekki greitt
hærra skilaverð fyrir saltfisk í tæp
þijú ár. Gunnar Örn Kristjánsson
framkvæmdastjóri SÍF á von á því
að heildarsalan á árinu verði í kring-
-um 28 þúsund tonn.
SÍ F þarf að skammta
Gunnar Öm segir að SÍF hafí
þurft að skammta saltfisk í kaupend-
ur. Hvergi eigi sér stað birgðasöfnun
nema í smáfiski. Skilaverð SÍF á 4
kg fiski og stærri í besta gæða-
flokki hefur hækkað úr tæpum 296
kr. frá maí 1993 í 439 kr. f október
1994, eða um 48%. Á sama tímabili
hækkaði 2,7-4 kg saltfiskur í sama
gæðaflokki úr 273 kr. í 414 kr. sem
er 52% hækkun. Portúgalsfískur,
sem er lakari að gæðum, 4 kg og
stærri hækkaði á sama tímabili úr
281 kr. í 381 eða um 36%.
Ekki aukning frá Noregi
Hann segir að svo virðist sem
framboð frá Norðmönnum hafi ekki
aukist þrátt fyrir þann mikla kvóta
sem þeir hafí úr að spila. Þar sé
ekki heldur til saltfískur í birgðum.
„Mér skilst að þeir hafí selt mikið
af þessum aukna kvóta sem ferskfísk
inn á Evrópu. Við höfum ekki verið
í mikilli samkeppni við þá. Þeir hafa
fyrst og fremst verið á Portúgals-
markaði en við höfum ekki beint sjón-
um okkar sérstaklega þangað þar
sem verðið þar hefur verið lægra.
' ,'Mú er hins vegar svipað verð þar og
á Spáni,“ segir Gunnar Örn.
■ Saltfískverð hækkað/Cl
Sex manns sluppu með skrámur úr snjóflóði í Kinn á Breiðadalsheiði
Morgunblaðið/Úlfar
Flökin af bílunum sem lentu í snjóflóðinu á Breiðadalsheiði í gær eru merkt með örvum, ofan þeirra grillir í veginn.
Héldum að snjóblásarinn
væri að tæta bílinn í sundur
Þingeyri. Morgunblaðið.
SNJÓFLÓÐ hreif með sér sex manns sem var
í tveimur Subaru fólksbílum í svonefndi Kinn á
Breiðadalsheiði um hádegisbilið í gær og þriðji
bíllinn slapp naumlega. í öðrum bílnum, sem
lenti í flóðinu, var fólk frá Þingeyri, þrír fullorðn-
ir og tvö börn, 5 og 12 ára, ökumaður var
Magnús Sigurðsson. I hinum bílnum var maður
frá Patreksfírði, Stefán Egilsson. Það þykir mik-
il mildi að ekki urðu stórslys á fólkinu, en það
slapp með skrámur. Bílarnir eru báðir gjörónýtir.
Að sögn Magnúsar Sigurðssonar var hvas-
sviðri og blint vegna snjófoks á heiðinni. Bíll
hans festist í skafli og tókst jeppa sem þarna
kom að ekki að losa bílinn. Hægt var að láta
vita af ófærðinni og var von á snjóruðningstæki
frá ísafirði.
Skyndilega buldi grjót og klaki á bílnum, braut
allar rúður og lagði niður þakið. í látunum hélt
Magnús að snjóblásarinn væri farinn að tæta í
sig bílinn. Snjóflóðið ýtti síðan báðum bílunum
fram af vegarbrúninni, bíll Magnúsar rann niður
eftir grýttri hlíð en bíllinn frá Patreksfirði valt
margar veltur. Fólkið leitaði skjóls í slysavarnar-
skýli við Kerlingarhól og beið þar uns björgunar-
menn komu frá Flateyri.
■ Snjóflóðið þeytti bílnum/4.
Reginn selur hluti
fyrir 137 milljónir
*FRAMLEIÐENDUR HF., hlutafé-
lag fiskframleiðenda innan Is-
lenskra sjávarafurða hf. (ÍS), hafa
keypt 19,1% eignarhlut Regins hf.,
eignarhaldsfélags Landsbanka Is-
lands, í ÍS. Hluturinn, sem er að
nafnvirði 124 milljónir króna, var
seldur fyrir 137 milljónir eða á
genginu 1,1.
Fjögur fyrirtæki norðan
og austanlands
Fiskvinnslufyrirtækin Tangi hf.
Vopnafirði, Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar, KEA og Fiskiðja Sauðár-
króks stofnuðu sérstakt félag,
Framleiðendur hf., um kaupin á
þessum langstærsta einstaka hlut
í ÍS. Öllum öðrum framleiðendum
innan IS verður síðan boðið að eign-
ast jafnan hlut í Framleiðendum
hf., en félagið verður lokað að öðru
leyti. Hlutafé Framleiðenda hf. er
nú 2 milljónir en reiknað er með
Framleiðendur ná
meirihluta í íslensk-
um sjávarafurðum
að það hækki þegar hluthöfum
fjölgar. Hinir ýmsu framleiðendur
innan ÍS áttu fyrir tæp 40% í ÍS.
Með kaupunum á 19,1% hlut Reg-
ins hf. ráða nú framleiðendur
fiskafurða um 60% hlutafjár í ÍS.
Ekki sérstakur hluthafafundur
Að sögn Friðriks Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra Tanga hf.
og stjórnarmanns í Framleiðendum
hf. og ÍS, er ekki reiknað með að
sérstakur _ hluthafafundur verði
boðaður í IS vegna þessara hlutaf-
járkaupa. Aðrir stórir hluthafar í
íslenskum sjávarafurðum eru fjár-
festar á borð við Samvinnulífeyris-
sjóðinn, Samvinnusjóð og Lífeyris-
sjóð Austurlands sem hver um sig
éiga milli 7% og 8% í félaginu að
sögn Friðriks.
Hækkandi gengi
Söluverðið á hlutabréfunum er
ívið hærra en samkvæmt síðustu
skráðu viðskiptum á Opna tilboðs-
markaðnum. Síðast voru viðskipti
með hlutabréf í ÍS 7. október og
þá var gengið 1,00. Hagstæðustu
fyrirliggjandi kauptilboð voru í gær
á genginu 0,95 og sölutilboð á geng-
inu 1,00. Til skýringar á því að
Framleiðendur hf. keyptu á genginu
1,1 sagði Friðrik að bréfin hefðu
einfaldlega verið of lágt metin. Nú
mætti reikna með að gengi bréfanna
myndi hækka þegar framboð þeirra
minnkaði á markaðnum. IS væri
sterkt félag og þessi kaup yrðu til
að styrkja það enn frekar, því hags-
munir félagsins og framleiðenda
færu saman.
Morgunblaðið/Kristinn
Jólin koma
FYRSTI jólasveinninn hefur nú
litið dagsins Ijós í Reykjavík enda
ekki nema fjórir dagar liðnir af
vetri og aðeins 58 dagar til jóla.
Stundum er talað um jólin sem
hátíð barnanna enda bíða þau
jafnan óþreyjufull eftir að þau
gangi í garð. En nú virðist sem
jólasveinarnir séu orðnir bráðlát-
ari en þau styttri þótt snögg séu
að taka við sér og þess kannski
ekki langt að bíða að Sveinki sjá-
ist að sumarlagi í rauðum stutt-
buxum og crmalausum bol.
Vetrarveiðar
í Smugunni
Þarf sér-
búin skip
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær
að farið verði eftir leiðbeiningum
sem starfshópur um vetrarveiðar í
Smugunni hefur skilað samgöngu-
ráðherra að hans beiðni og að þeim
tilmælum verði beint til sjómanna
og útgerðarmanna að fara eftir
ábendingum þeim sem þar koma
fram.
Ekkl fyrir norðan
72 gráður
Starfshópurinn leggur til að
stjórnvöld beini þeim tilmælum tii
útgerðarmanna og sjómanna að þeir
stundi ekki veiðar fyrir norðan 72
gráður norðlægrar breiddar á tíma-
bilinu 1. nóvember til 1. apríl á öðr-
um skipum en þeim sem sérstaklega
eru til þess búin.
Tryggja þurfi ítarlegar veðurspár
frá Yeðurstofu íslands sem gefí vís-
bendingar um yfirvofandi illviðri og
ísingarhættu.
■ Veiðar verði/8